Dagur - 23.04.1998, Blaðsíða 6
6 FIMMTUUDAGVR 23.APRÍL 1998
ÞJÓÐMÁL
Útgáfufélag:
Útgáfustjóri:
Ritstjórar:
Aðstoðarritstjóri:
Framkvæmdastjóri:
Skrifstofur:
Simar:
Netfang ritstjórnar:
Áskriftargjaid m. vsk.:
Lausasöluverð:
Grænt númer:
Simbréf auglýsingadeildar:
Símar auglýsingadeildar:
Netfang auglýsingadeildar:
Símbréf ritstjórnar:
DAGSPRENT
EYJÓLFUR SVEINSSON
STEFÁN JÓN HAFSTEIN
ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
BIRGIR GUÐMUNDSSON
MARTEINN JÓNASSON
STRANDGÖTU 31, AKUREYRI,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK
OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK
460 6100 OG 800 7080
ritstjori@dagur.is
1.680 KR. Á MÁNUÐi
150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ
800 7080
460 6161
(REYKJAVÍK)563-1615 Ámundi Ámundason
(AKUREYR 1)460-6191 G. Ómar Pétursson
OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir
omar@dagur.is
460 617HAKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK)
Kraftur í bókaútgáfit
I fyrsta lagi
Bókin lifir enn góðu lífi þrátt fyrir mikla sókn tölvunnar, Nets-
ins og sjónvarpsmiðlanna hin síðari ár. Þeim fer kannski fækk-
andi sem ná að lenda í svo innilegu sambandi við hið ritaða
orð að þeim vitrist „yfirþyrmandi eðli og inntak" bókanna, svo
vitnað sé í ummæli Ijóðskáldsins Þorsteins frá Hamri í tilefni
dags bókarinnar. Það breytir ekki því að meðal verulegs hluta
þjóðarinnar skiptir bókin enn svo miklu máli að hún er nánast
daglegur vinur.
1 öðru lagi
Nýtt tölulegt yfirlit um íslenska bókaútgáfu síðustu þijátíu
árin staðfestir sterka stöðu bókarinnar meðal Islendinga. Þar
kemur fram að þrátt fyrir nokkrar sveiflur milli ára er sífellt
verið að gefa út fleiri bækur með hveiju árinu sem líður. A
þessu langa tímabili voru gefnar út um þrjátíu og fimm þús-
und bækur, eða nokkuð á tólfta hundraðið á ári að meðaltali.
Tala síðustu ára hefur verið mun hærri en þetta meðaltal. Til
dæmis voru meira en sextán hundruð rit gefin út árið 1995.
Þetta segir okkur að bókin er enn gífurlega vinsæll miðill á Is-
landi.
t þriðja lagi
Um þriðjungur þeirra bóka sem gefnar hafa verið út síðustu
þrjá áratugina, eða ríflega tíu þúsund bækur, eru bókmenntir
af ýmsu tagi. Þótt mikið sé þar um þýdd verk virðast íslenskir
rithöfundar hafa haldið sínum hlut ágætlega. Þannig birtast
árlega 50-60 ný íslensk skáldrit og hátt í hundrað frumsamd-
ar ljóðabækur. Það er fyrst og fremst í verkum af því tagi sem
lesendur finna „ögrandi nánd“ við manninn sjálfan - „kröm
hans og kvöl, gleði og gaman, hugsjónir, hamingjuleit og trú,“
svo enn sé vitnað í Þorstein frá Hamri. Það skiptir sköpum fyr-
ir framtíð íslenskrar menningar að áfram verði kraftur í útgáfu
slíkra bókmennta innlendra höfunda.
Elías Snæland Jónsson.
90 nianiia iiiisskilniiigur
Frumvarpið umdeilda, um
stjórnsýslu á miðhálendinu, er
sagt eiga að fara í gegnum
þingið í vor, en í staðinn verði
hugsanlega gerðar einhverjar
beytingar á skipulagslögum til
að koma til móts við uppreisn-
arseggina í Framsóknarflokkn-
um undir forustu Siyjar Frið-
leifsdóttur. Hins vegar er Ijóst
að það eru margir sem hafa
áhyggjur af málinu og vilja ekki
að það sé keyrt í gegn nú á
þessu þingi. Stjórnsýslumálið
minni því á gagnagrunnsfrum-
varpið sem heilbrigðisstéttir
hafa Iagst gegn að verði sam-
þykkt á þessu þingi þar sem
það þurfi frekari umræðu við. I
gagnagrunnsmálinu
bafa ríkisstjórnarflokk-
arnir aðeins hikað sem
er í rauninni stórmerki-
legt vegna þess að Davíð
Oddsson vill augljóslega
helst af öllu rusla mál-
inu í gegn.
Kári slyngux
Það er eðlilegt, því Davíð var
heiðursgestur við undirskrift-
ina undir stóra lyfjasamninginn
í Perlunni í vetur og ef ekkert
verður úr samþykkt frumvarps-
ins nú gæti samningurinn verið
í voða. Þetta sýnir hve snjall og
framsýnn skipuleggjandi Kári
Stefánsson var þegar hann
gerði sjálfan Davfð hluta af
þessu mikla samningsmáli. En
engu að síður eru vöflur á
mönnum og Garri kann aðeins
eitt ráð handa Davíð í þessari
stöðu. Ætli Davíð að kveða nið-
ur efasemdirnar og hikið í eitt
skipti fyrir öll, verður hann að
taka sér Valgerði Sverrisdóttur
til fyrirmyndar, því Valgerður
hefur nú sýnt og sannað í há-
lendismálinu, að hún kann tök-
in á þessu.
vL
í Degi í gær svarar Valgerður
Sverrisdóttir þingflokksformað-
ur framsóknar 90 þjóðkunnum
íslendingum, fólki úr öllum
flokkum og þjóðfélagshópum
sem er þó umfram allt valin-
kunrT gáfumenni og annálað
drengskaparfólk.
Gervinýru
Þessi hópur undirritaði áskor-
un til Alþingis og ríkisstjórnar
um að lögfesta ekki frumvarp-
ið um stjórnsýslu á hálendinu
núna. Þingflokksformaðurinn
segir réttilega að góð samstaða
sé milli stjórnarflokkanna um
að afgreiða málið. Síðan segir
hún um 90 menningana, að þar
misskilnings. „Menn átta
sig ekki á að þessi lög-
gjöf tekur ekki á öllu er
varðar hálendið," segir
Valgerður. Það er í
þessu snilldarsvari sem
lærdómurinn fyrir Davíð
Iiggur: andstaðan við
málið er bara misskiln-
ingur. Hér er á ferðinni
risavaxinn 90 manna
misskilningur - „risagervinýru"
eins og Megas söng um árið. Þó
Davíð sé ekki hógvær maður er
hann kannski eitthvað banginn
við að segja að heilbrigðisstétt-
irnar á íslandi skilji bara ekki
gagnagrunnsmálið og þetta sé
allt helber misskilningur hjá
þeim. En ef Valgerður kemst
upp með að segja að 90 þjóð-
kunn gáfumenni skilji ekki há-
lendismálið, þá getur Davíð nú
ekki verið minni maður. Miðað
við 9.000 heilbrigðisstarfs-
menn, hefur hann nú mögu-
leika á að slá fram „risavöxnum
9.000 manna misskilningi".
Það yrðu þá „risagervinýru með
vasa!“ - og Davíð yrði áfram
lang flottastur! GARRI.
gæti
Valgerður
Sverrisdóttir.
JÓHANNES
SIGURJÓNS-
SON
skrifar
í dag fögnum við á fyrsta degi
sumars. Sumarið er sem sé kom-
ið. Sú hefð hefur skapast að
helga hin ýmsu ár háleitum bar-
áttumálum og göfugum málefn-
um. Þannig höfum við haft ár
trésins, ár fatlaðra, ár þorsksins,
ár hafsins, ár ársins og svo fram-
vegis á leiðinni í aldanna skaut-
ið. Hversvegna eyrnamerkjum
við ekki hverja árstíð fyrir sig
einhverjum góðum málum? Og
liggur ekki beint við, með hlið-
sjón af undangengnum atburð-
um f stjórnsýslunni, bármála-
heiminum og trúmálum, að
helga sumarið sem nú fer í hönd
almennri siðbót og siðvæðingu?
Guðinn Gunnars
Bankastjórar hafa nýverið gengið
á undan með góðu fordæmi og
lagt sinn skerf til siðvæðingar
með því að segja af sér. Og er
Gleðilegt siðbótarsimiar
hugsanlega hápunktur á þeirra
ferli og merkasta framlag þeirra
til samfélagsins á langri starfs-
ævi.
Og heilagur Gunnar í Krossin-
um hlakkar yfir Iágum meðal-
aldri homma og vís-
ar á syndina, synd-
ugir uppskeri eins og
þeir sái, logandi
eyðnisverð hins góða
og umburðarlynda
guðs sem Gunnar
trúir á, heggur
homma og annan og
alla þá sem ekki
gana á Gunnars og
guðs vegum. Er ósk-
andi að Gunnar og
fjölskylda hans fái
ekki eyðnismit í gegnum blóðgjöf
eða aðrar ásættanlegar Ieiðir, því
hverju myndi goðið þá hafa
reiðst?
Prestar og portkonur
Og nú er komið að öðrum þjóð-
félagsþegnum. Við þurfum að
taka upp siðbótargunnfána
Gunnars og bankastjóranna og
hefja hann hátt til lofts. Látum
siðvæðinguna hrísl-
ast um æðar þjóðár-
líkamans þannig að
hrollur fari um spill-
ingarveirur í öllum
skúmaskotum blá-
æðanna.
Sendum sýslu-
menn og aðra opin-
bera starfsmenn
sem mæta of seint í
vinnuna að mati
stimpilldukku út á
öll hin ömurlegustu
krummaskuð landsins þar sem
kjaftur hæfir skel. Stingum um-
svifalaust inn stjórnmálamönn-
um sem bijóta lög á sýslumönn-
um og öðrum opinberum starfs-
mönnum sem mæta of seint í
vinnuna.
Hengjum hórkarla í prestastétt
á Austurvelli. Spyrðum ofsatrú-
armenn og portkonur saman í
ævilangt hjónaband. Lækkum
Iaun hyskinna sjómanna. Svipt-
um samviskulausa gróðapunga í
hópi útgerðarmanna illa fengn-
um kvóta. Rekum kennara sem
ekki ná Singapúr árangri í stærð-
fræðikennslu. Rassskellum nem-
endur sem ekki geta lagt saman
tvo og tvo með viðunandi ár-
angri.
Látum orð standa og undir-
skriftir gilda. Oxlum siðferðilega
ábyrgð á því siðbótarsumri sem í
hönd fer.
Gleðilegt sumar.
ro^ir
Hvað erþér minnisstæð-
astfrá liðnum vetri?
Guðrún Pétursdóttir
forstöðumaðursjávarútvegsstofnuiiar
HÍ og í 9. sæti áframljoðslista Sjálf-
stæðisflokitsins í Reykjavílt.
„Af tíðindum
utan úr heimi
kemur sam-
komulagið á Ir-
landi fyrst upp í
hugann, sem
maður þorir
varla að tala um
því það er svo
brothætt. Af innlendum vett-
vangi blöskrar mér Landsbanka-
málið og hvernig á því er haldið.
Þar er margt óafgreitt sem ætti
að koma upp á yfirborðið ef fjöl-
miðlar væru fijálsir og vakandi
fyrir ábyrgð sinni. Persónulega
verður mér minnisstæðust mál-
efnavinnan fyrir borgarstjórnar-
kosningarnar - og sú gleðilega
breyting sem fylgir því að heimil-
ið á von á barnabömum, einu
hér heima og hinu í Skotlandi."
Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir
leQútona.
„Mér er afar
minnisstæð
samvinnan með
rússneska leik-
stjóranum Al-
exei Borodin,
sem kom hingað
til þess að setja
upp Feður og
syni í Bogarleikhúsinu, en þar
fór ég með hlutverk Fenetsjku.
Þessi vetur verður mér minnis-
stæður fyrir það hve mikið ég hef
verið að vinna og nú hlakka ég
mest til þess að þurfa ekki að
vinna svona mikið í næstu fram-
tíð. Sakir þessarar miklu vinnu
hef ég Iítið fylgst með því sem
hefur verið að gerast í þjóðmál-
unum og læt þau liggja hér milli
hluta.“
Guðmuudur Guunarsson
formaður Rajrðnaðarsambands ís-
lands.
„Þegar við rót-
burstuðum rík-
isstjórnina í líf-
eyrissmálum
þegar lög um
þau efni fóru í
gegnum þingið
rétt fyrir jól.
Síðan er það yf-
irstandandi hreinsun í sukki nú-
verandi valdhafa sem vonandi
verður sem víðtækust. Stjórn-
málamenn hafa skotið á okkur í
verkalýðshreyfingunni varðandi
óstjórn, samanber það sem þeir
sögðu um lífeyrissjóðina í fyrra.
En það hefur komið á daginn að
þau mál voru í góðu lagi, meðan
stjórnmálamenn sjálfir standa
upp að öxlum í sukki."
ÓlafurÞórðarson
framltvæmdastjóri Þtísund þjala.
„Bankastjóra-
málið er næst
okkur í tíma og
fyrir þeirra hluta
sakir er það mér
minnisstætt.
Síðan rís það
hátt að hafa átt
þátt í því að
koma vini mínum Helga Péturs-
syni í 7. sæti Reykjavíkurlistans
og þar með hugsanlega inn í
borgarstjórn.'1