Dagur - 23.04.1998, Blaðsíða 9

Dagur - 23.04.1998, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1998 - 9 tefna í brennidepli Hverju spáirþú um niðurstöður kosning- anna á Húsavík? myndir fái að blómstra og fram- tak einstaklinga fái að njóta sín. Við munum vinna áfram í anda síðustu íjárhagsáætlunar meiri- hlutans þar sem uppbygging og framsýni er einkennandi um leið og lögð er áhersla á ráðdeild og heilbrigt stjórnarfar,“ segir Dag- björt. Sundlaug Aðspurð um ágreining framboð- anna minnir Dagbjört á að minni- hlutinn í bæjarstjórn greiddi at- kvæði á móti fjárhagsáætluninni fyrir árið 1998. „Þar var gert ráð fyrir 23 milljóna framlagi til sundlaugarbyggingar, tæplega 20 milljónir eru áætlaðar í byggingu Borgarhólsskóla og til gatnagerð- arframkvæmda er áætlað að verja 43 milljónum króna. Ennfremur er lagt til í fjárhagsáætluninni að verja 23 milljónum til að leita að heitu vatni á Hveravöllum til að tryggja framtíðarnýtingu orku- auðlinda okkar. Um þessi mál verður kosið 23. maí n.k.,“ segir Dagbjört Þorvarðardóttir. Kosið uin atvinuustefnu Kristján Asgeirsson, 65 ára bæj- arfulltrúi er oddviti Húsavíkur- lista. Hann segir að kosið verði um atvinnustefnu. „Það verður kosið um það hvort menn vilja búa við þá atvinnustefnu sem hér hefur verið rekin undanfarna 15 mánuði af Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki sem skapað hefur upplausn og óöryggi, eða hvort menn vilja búa við öryggi í atvinnumálum sem Húsavíkur- lisitnn vill tryggja og vinna að. Allt mannlíf á Húsavík byggir á traustu atvinnulífi og góðum horfum á því sviði í nánustu framtíð. Ovissan sem fylgt hefur atvinnustefnu síðustu mánaða hefur farið illa með fólk,“ segir Kristján. Atvinnustefnan „Agreiningsefnin felast í atvinnu- stefnunni,“ segir Kristján að- spurður um hvar helsti ágrein- ingurinn milli framboðanna liggi. „Vilja menn virkilega búa við og þurfa að þola óvissuna sem stefna D- og B-lista hefur skap- að? Eða kjósa menn frekar öryggi og framtíð sem felur í sér mikla möguleika?“ spyr Kristján. „Húsvíkingar skilja ekki hvers vegna fólkið má ekki eiga það sem það hefur byggt upp, fær ekki að njóta þess öryggis sem það hefur skapað sér með eigin vinnu, njóta eldanna sem það hefur sjálft kveikt og hlúð að,“ segir Kristján Ágeirsson. Gunnar Valdimarsson: Eg álít að Húsavíkurlistinn fái 6, Framsókn 2 og Sjálf- stæðismenn 1. Albert Amarson: Húsavíkurlistinn nær hrein- um meirihluta, fær 5 menn kjörna, hinir fá 2 hvor. Einar Jónasson: Húsavíkurlistinn vinnur mann af Framsókn, þetta verður 5-2-2. Víðir Pétursson: Þetta verður óbreytt ffá síð- ustu kosningum. Húsavíkur- listinn fær þá 4 sem A- og G- Iisti höfðu, Framsókn og Sjálf- stæðið halda sínum sætum. Einu stormasamasta kjörtímabili á Húsavík er að Ijúka. Miklar breytingar hafa orðið á listum frá síðustu kosningum. Hvað segja oddvitamir? Dagur ræddi við efstu menn á framboðslistunum þremur á Húsavík og lagði fyrir þá spurn- ingar um helstu baráttumál og áhersluatriði listanna fyrir kosn- ingar. Áðalsteinn Skarphéðinsson, 54 ára húsasmíðameistari, B-lista segir að atvinnumálin muni skipa öndvegi. „Við munum fylgja eftir þeirri áætlun sem liggur fyrir um borun eftir heitu vatni á Hvera- völlum og lagningu á nýrri að- veituæð til bæjarins. Við viljum nýtingu á þeirri orku sem felst í yfirhita á vatninu til atvinnuupp- byggingar. Við viljum efla þau fyrirtæki sem fyrir eru á Húsavík og laða til okkar ný fyrirtæki sem nýta yfir- hita vatnsins. Jafnframt er inni í okkar mynd hugsanleg nýting yf- irhitans til raforkuframleiðslu. Við munum fylgja eftir þeim framkvæmdum sem nú eru í gangi við höfnina og berjast fyrir þeim áætlunum sem nú eru uppi um ytri höfnina," segir hann. GrasvöUur Aðalsteinn telur hins vegar að helstu ágreiningsmál núverandi bæjarstjórnar hafði verið samein- ing Höfða, Ishafs og Fiskiðju- samlags. „Þeirri sameiningu er lokið," segir hann. „Bæjarfulltrúar Húsavíkurlist- ans greiddu atkvæði gegn fjár- hagsáætlun 1998. Þeir vildu Iækka fjárveitingu til borunar á Hveravöllum úr 22 milljónum í 3 milljónir og vildu fella niður 70 milljóna lántöku til dýpkunar hafnarinnar og þar með strika út þær framkvæmdir. Þarna greinir okkur á við Húsavíkurlistann. Ennfremur höfum við ákveðið að framkvæmdir við grasvöll verði á næsta ári. Þar gæti orðið ágrein- ingur um tímasetningu. Þá fannst mér frambjóðendur Sjálfstæðisflokks ekki vera mál- efnalegir i fréttabréfi sínu á dög- unum. Eg vona að þeir verði mál- efnalegri í kosningabaráttunni," segir Aðal- steinn Skarp- héðinsson. Orku- og veitiunál Oddviti D- listans er Dagbjört Þyri Þorxarðar- dóttir, 40 ára hjúkrunarfor- stjóri. Hún segir helsta baráttumál sitt vera að gera Húsavík að enn betri bæ. „Við munum leggja áherslu á at- vinnumálin og þá sérstaklega ein- beita okkur að orku- og veitumál- unum. Við teljum að þar leynist mörg tækifæri til uppbyggingar í atvinnumálum með því að leiða atvinnustefnuna á nýjar brautir og nýta þau tækifæri sem þessi auðlind okkar, heita vatnið, gef- ur,“ segir Dagbjört. Hún segir að sjálfstæðismenn muni einnig leggja mikla áherslu á hafnarmálin en dýpkun og stækkun hafnarinnar hafi þar forgang. Sameining sveitarfélaga í Þingeyjarsýslunum er baráttu- mál, enda sé það forsenda fý'rir vexti og framgangi sýslnanna, og þar með Húsavíkur, að menn standi sameinaðir. „Fræðslumálin eru ofarlega á blaði hjá okkur í baráttunni fyrir bættum þæ. Við munum leggja áher- slu á innra starf skólans, aukningu á kennslu- stundaijölda allra aldurs- hópa og taka upp svokallað ferðakerfi í fjórum náms- greinum á unglingastigi. Styðja þarf við Framhaldsskólann á HúsaHk. Við munum vinna að því að heimavist Framhaldsskólans verð stækkuð og endurbætt. Sjálfstæðisfólk á Húsavík gerir kröfur til þess að ferskar hug- Úrsllt 1994 atkv. fulltr. Alþýðuflokkur 209 1 Framsóknarflokkur 494 3 Sjálfstæðisttokkur 340 2 Alþýðubandalag 420 3 Meirihluti Framsóknarflokks (B) og Alþýðubandalags (G) sprakk og Framsókn myndaði nýjan með Sjálfstæðisflokki (D). ossvogsstoðin ehf Pföntusalan í Fossvogi Vid opnum 2. maí Nú er tækifæri að leita tilboða -gerum tilboð í öll ræktunarverkefni, stór og smá!!! Veffang: http://www.centrum.is/fossvogsstodin . .asíða okkar sparar þér tíma og vinnu. Par finnur þú: • ítarlegan plöntulista • Fréttir og nýjungar • Upplýsingar um tilboð • og margt fleira. Fossvogsbletti 1 (fyrir neðan Borgarspítalann), s 564 1777 Leiðbeiningar-ráðgjöf-þjónusta fyrir þig

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.