Dagur - 23.04.1998, Blaðsíða 4
é -FIMMTUDAGUR 23' ÁPRÍL 199 8
ARNAÐ HEILLA
Kristján Sævaldsson
Grænumýri 7, Akureyri
verður 85 ára
föstudaginn 24. apríl.
Hann verður að
heiman.
Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vin-
arhug vegna fráfalls og jarðarfarar
ÁRDÍSAR PÁLSDÓTTUR,
áður húsfreyju á Núpi í Öxarfirði.
Fyrir hönd vandamanna
Björg Guðmundsdóttir, Árni R. Guðmundsson.
44- i w 111
& 3EOJÍ-1-E
fas ixiLir
þlQt LJJ Ji ■rmm:
ALPYÐOHUSIÐ
SKIPAGÖTU 14
Oskmii 1 an dvSm önnum
öllum gleðilegs smnars
með þökk fyrir veturinn.
FÉLAG BYGGINGAMANNA
EYJAFIRÐI
VERKALÝÐSFÉLAGIÐ EINING
SJÓMANNAFÉLAG EYJAFJARÐAR '
WONUSTAN
HAGÞJÓNUSTAN
IÐJA FÉLAG VERKSMIÐJUFÓLKS
AKUREYRI OG NÁGRENNI
FÉLAG VERSLUNAR
OG SKRIFSTOFUFÓLKS
ÁAKUREYRI
íÚSETI
IfKDItSAMVINNUFÉLAQ
BÚSETI
ro^ftr
FRÉTTIR
Slökkviliðid á Keflavíkurflugvelli lét brenna húsgarm á vellinum sem ríkið varð siðan að greiða eigandanum bætur fyrir.
Fékk bætur
fyrir husgarm
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur
dæmt að ríkið skuli greiða Vá-
tryggingafélagi Islands (VIS)
700 þúsund krónur þar sem
slölvkviliðið á Keflavíkurflugvelli
var látið brenna 57 fermetra
„húsgarm" á vellinum, í stað
þess að fjarlægja það á kostnað
eigandans, Oddgeirs Pálssonar.
Timburhúsið litla á Keflavík-
urflugvelli var reist fyrir um 50
árum og eignaðist Oddgeir það
af Útvegsbankanum 1957. Heil-
brigðiseftirlit Suðurnesja reyndi
á árunum 1991-95 árangurs-
laust að fá Oddgeir til að fjar-
lægja húsið, en hann hafði gefið
slökkviliðinu húsið til að brenna
það, en dregið gjöfina til baka.
Húsgarmurinn var orðinn liðó-
nýtur; með ónýt gólf, opinn fyrir
veðri og vindum og almennt Iýti
á umhverfinu, auk þess sem
slysahætta stafaði af honum
vegna foks.
Eftir ítrekuð og árangurslaus
skrif heilbrigðiseftirlitsins var
slökkviliðið loks látið brenna
húsið í september 1995. Eftir
mati dómkvaddra matsmanna
féllst VÍS á að greiða Oddgeiri
1.250 þúsund króna brunabætur
en ríkið mótmælti endurkröfu
VÍS þar sem eignin hefði verið
verðlaus. Dómarinn komst að
þeirri niðurstöðu að ríkið hefði
átt að Iáta fjarlægja húsið en
ekki brenna og koma því fyrir í
bráðabirgðageymslu. Ekki hefði
átt að brenna það fyrr en eigand-
anum hefði verið gefinn kostur á
að leysa húsið út gegn gjaldi.
Dómarinn Iækkaði endurkröf-
una um 550 þúsund krónur, en
gerði ríkinu að greiða VÍS 300
þúsund króna málskostnað.
- FÞG
Engin nefnd til
og enginn formaður
Ný úthlutimamefnd
styrkja til hótela á
landsbyggdinni hefur
ekld verið skipuð né
heldur er Sturla Böðv-
arsson formaður
hennar, eins og hótel-
haldari hélt fram í
Degi í gær.
„Eg fæ ekki betur séð en að Pét-
ur Snæbjörnsson, hótelhaldari
við Mývatn, hafi einhvern sér-
stakan áhuga á því að gera okkur
Halldór Blöndal tortryggilega.
Það blasir við með málflutningi
hans,“ segir Sturla Böðvarsson
alþingismaður. Pétur gagnrýndi í
Degi í gær að Sturla hefði verið
skipaður formaður nefndar sem
úthluta á styrkjum til hótela á
landsbyggðinni. Samkvæmt upp-
lýsingum frá samgönguráðu-
neytinu hefur slík nefnd ekki
verið skipuð, hvað þá að Sturla
hafi verið gerður formaður
hennar. Pétur stendur hins veg-
ar við það að sér hafi skilist að
mál yrðu með þeim hætti sem
blaðið greindi frá í gær.
Ég fæ ekki betur séð en að Pétur Snæbjöms-
son, hótelhaldari við Mývatn, hafi einhvern
sérstakan áhuga á því að gera okkur Halldór
Blöndal tortryggilega. Það blasir við með mál-
flutningi hans, “ segir Sturla Böðvarsson al-
þingismaður.
Sturla bendir á að upphaf
þessa máls hafi verið nefndar-
skipun til að skoða rekstrar-
vanda heilsárshótelanna á lands-
byggðinni. I nefndina voru skip-
aðir fulltrúar frá byggðastofnun,
heilbrigðisráðuneyti, samgöngu-
ráðuneyti, Sambandi veitinga-
og gistihúsaeigenda og ferða-
málasjóðs.
Sérstök fjárveiting
Nefndin skilaði áliti og gerði til-
lögur um lengingu lána og fleira.
Síðan kom sérstök Ijárveiting til
að koma til móts við hótelin.
Þegar hún lá fyrir skipaði sam-
gönguráðherra nefnd sem í voru
maður frá ferðamálasjóði og
annar frá ferðamálaráði og sfðan
Sturla. Umboðsmaður Alþingis
gerði athugasemdir og taldi að
ferðamálaráð hafi átt að skipa
nefndina en ekki ráðherra.
Tilefnisíaust upphlaup
„Nefndin gerði tillögur um út-
hlutun og síðan ekki söguna
meir. Eg hef ekki komið að mál-
inu síðan við gerðum tillögurnar
í góðri trú enda skipaðir í þetta
verk af ráðuneytinu. Eg hef ekki
heyrt af því að ég hafi verið skip-
aður í aðra úthlutunarnefnd eins
og kemur fram hjá hótelhaldar-
anum við Mývatn. Hans upp-
hlaup nú er tilefnislaust og eins
og ég sagði í upphafi til þess eins
að bregða annarlegu ljósi á okk-
ur Halldór Blöndal. Það er hins
vegar Ijóst að með þessum at-
gangi hans í fjölmiðlum hefur
hann sett allt í uppnám hjá
Iandsbyggðarhótelunum, sem
áttu að njóta fjármunanna,"
sagði Sturla Böðvarsson.
- S.DÓR