Dagur - 25.04.1998, Blaðsíða 10
10- LAUGARDAGUR 2 S. APRÍL 1998
Já... en ég nota nú
yfirleitt beltið!
IUMFERÐAR
'RÁÐ
AKUREYRARBÆR
Umsóknir um átaksverkefni
Akureyrarbær vekur athygli á úthlutun styrkja úr Atvinnuleysistrygg-
ingasjóði árið 1998 til átaksverkefna á vegum sveitarfélaga.
Styrkirnir eru ætlaðir til sérstakra verkefna sem miða að því að fjölga
atvinnutækifærum við sem flestra hæfi. Til verkefnanna má aðeins
ráða einstaklinga sem eru skráðir atvinnuleitendur og hafa bótarétt.
Fyrirtæki og félagasamtök geta sótt um styrk til átaksverkefna. Þá
geta einstaklingar sem eru atvinnulausir sótt um styrk til þess að
vinna að eigin viðskiptahugmynd. Verkefnin mega ekki vera í sam-
keppni við annan atvinnurekstur.
Akureyrarbær hefur milligöngu um afgreiðslu umsókna. Reglur At-
vinnuleysistryggingasjóðs um úthlutun styrkja og eyðublöð vegna
þeirra, eru á skrifstofu Svæðisvinnumiðlunar Ne. að Glerárgötu 26.
Umsóknir berist sem fyrst. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 460
1473.
Styrkir til atvinnumála
kvenna
Félagsmálaráðuneytið hefur á þessu ári
heimild til að úthluta í styrki 19,7 milljón-
um króna til atvinnumála kvenna.
Við ráðstöfun fjárins verður einkum tekið mið af nýsköp-
unarverkefnum sem þykja líkleg til að fjölga atvinnutæki-
færum kvenna.
Áhersla er lögð á að greinargóð lýsing á verkefni fylgi
með umsókn, sundurliðuð kostnaðaráætlun svo og að
fram komi hvort leitað hafi verið til annarra um fjárstyrk.
Tilgangur styrkveitinga er einkum að fjölga atvinnutæki-
færum kvenna og efla stuðning við atvinnuþróun fyrir kon-
ur jafnframt því að draga úr atvinnuleysi meðal kvenna.
Skilyrði fyrir umsókn:
• Allar konur hvaðanæfa af landinu geta sótt um styrk.
• Verkefnin skulu koma sem flestum konum að notum.
Forgangs njóta verkefni sem þykja líkleg til að fjölga
atvinnutækifærum kvenna.
• Styrkir eru ekki veittir til verkefna sem eru í samkeppni
við aðra aðila á sama vettvangi.
• Stofnstyrki er heimilt að veita að hámarki 25% af
stofnkostnaði.
• Heimilt er að styrkja verkefni innan allra atvinnugreina
en tekið er ríkt tillit til framtíðarmöguleika verkefnis
og arðsemi til lengri tíma litið.
• Til að verkefni sé styrkhæft í annað sinn þarf fyrir að
liggja greinargerð vegna fyrri styrkveitingar.
Umsóknareyðublöð fást á Vinnumálastofnun, Hafnarhúsi
v/Tryggvagötu, Reykjavík, sími 511 2500 og hjá atvinnu-
og iðnráðgjöfum á landsbyggðinni.
Umsóknarfrestur er til 15. maí 1998.
rD^tr
ÞJÓDMÁL
Símatorg eða
teprur á torg
ÁGÚST BORGÞÓR
SVERRISSON
SKRIFAR
Símatorgsstarfsemi hefur staðið
í nokkrum blóma undanfarin
misseri þó umfang hennar og
þeir fjármunir sem hún veltir séu
miklum mun minni en ætla
mætti af fjölmiðlaumræðu um
hana, sem oftast nær er raunar
vinsamleg og einkennist af já-
kvæðum áhuga. Islensk síma-
torgsfyrirtæki hafa boðið upp á
erótískar sögur í tvö og hálft ár.
Nokkrar deilur voru um þennan
hluta símatorgsins á sínum tíma
en þær eru löngu hljóðnaðar.
Erótísku sögurnar hafa ratað til
áhugasamra í friði og spekt en
hinir „siðprúðu" hafa leitt þær
hjá sér eins og annað skemmti-
efni sem fjallar um kynlíf. Til er
reglugerð um símatorg sem tók
gildi á vormánuðum 1997. I
reglugerðinni er margt gott að
finna, ýmis ákvæði sem skýra og
skerpa þann ramma sem þessari
starfsemi er settur. En í reglu-
gerðinni eru líka að finna ákvæði
sem í ýtrustu túlkun sinni og
framkvæmd eru í raun ritskoðun
af því tagi sem útrýmt hefur ver-
ið úr vestrænum ríkjum fyrir nær
þrjátíu árum.
Súnatorgsnefnd
Svokölluð símatorgsnefnd var
skipuð af samgönguráðherra
Iaust fyrir áramót. Nefndin hefur
enn ekki komið saman, sem
Sýslumaðurinn á Akureyri
Hafnarstræti 107, 600 Akureyri,
S. 462 6900.
UPPBOÐ
Framhald uppboðs á eftirfarandi
eignum verður háð á þeim sjálfum,
sem hér segir:
Arnarsíða 4e, Akureyri, þingl. eig.
Margrét Marvinsdóttir, gerðarbeið-
endur Akureyrarbær, Byggingar-
sjóður ríkisins, íslandsbanki hf., Líf-
eyrissjóðir Bankastræti 7 og Sam-
vinnulífeyrissjóðurinn, miðvikudag-
inn 29. apríl 1998 kl. 10.00.
Hafnarstræti 88, suðurhl. kjallara,
Akureyri, þingl. eig. Skinnastofan
ehf., gerðarbeiðendur Lífeyrissjóð-
ur starfsm. Akureyrb. og Sýslumað-
urinn á Akureyri, miðvikudaginn 29.
apríl 1998 kl. 10.30.
Huldugil 8, íb. 101, Akureyri, þingl.
eig. Trésmíðaverkst. Sveins Heið-
ars ehf., gerðarbeiðandi Byggingar-
sjóður ríkisins, miðvikudaginn 29.
apríl 1998 kl. 11.00.
Litlahlíð, (íbúðarhús) Eyjafjarðar-
sveit, þingl. eig. Lilja Guðrún Axels-
dóttir, gerðarbeiðandi Byggingar-
sjóður ríkisins, miðvikudaginn 29.
apríl 1998 kl. 13.30.
Tjarnarlundur 7b, Akureyri, þingl.
eig. Elísabet Björg Gunnarsdóttir,
gerðarbeiðandi Byggingarsjóður
ríkisins, miðvikudaginn 29. apríl
1998 kl. 11.30.
Túngata 9b, Grenivfk, þingl. eig.
Jónína Dúadóttir, gerðarbeiðandi
Sparisjóður Höfðhverfinga, mið-
vikudaginn 29. apríl 1998 kl. 14.30.
Sýslumaðurinn á Akureyri,
24. apríl 1998.
Harpa Ævarrsdóttir, ftr.
Auglýsingar um símatorg i dagbiadi.
skiljanlegt er í ljósi hins vand-
ræðalega hlutverks sem henni er
ætlað, en mun eiga sinn fyrsta
fund innan tíðar, samkvæmt
heimildum mínum frá Póst- og
fjarskiptastofnun. Hlutverk
nefndarinnar er að hlusta vand-
lega á upptökur af erótískum
símasögum og kveða upp dóma
um hvort efnið brjóti í bága við
almennt siðgæði. Samkvæmt áð-
urnefndum heimildum er hér
um þingnefnd að ræða, en ekki
veit ég hverjir skipa hana. Ef-
laust er hér um ágætisfólk að
ræða. Hins vegar ættu glögg-
skyggnir og víðsýnir lesendur að
sjá nú þegar í hendi sér hvers
kyns forneskja og skrípaleikur
hér gæti verið í uppsiglingu.
Nú kann að vera að umræddir
nefndarmeðlimir hafi eðlilegar
og nútímalegar skoðanir á því
hvað telst siðsamlegt. Öllu ein-
faldari og heilbrigðaði er þó sú
afstaða að siðgæðismat sé einka-
mál hvers og eins í þjóðfélagi
frjálsra neytenda og ekki tilefiii
til nefndarskipana og ritskoðun-
ar. Þannig vekur stofnun nefnd-
arinnar ein og sér tortryggni.
Hlustað á kostnað
skattborgara
Ef nefndarmenn ieggja upp með
þá afstöðu að allt tal um kynlíf
og allir kymæsandi tilburðir séu
ósiðlegir þegar þeir taka til við að
hlusta á símatorgslínurnar fyrir
þóknun á kostnað skattborgara,
má búast við skelfilegum niður-
stöðum. Verst yrði útkoman fyr-
ir nefndarmenn sjálfa sem yrðu
að athlægi í fjölmiðlum. En telji
þeir sig geta breytt nokkru um
það hvaða símatorgsefni Islend-
ingar hafa aðgang að, þá er sú
skoðun misskilningur. Þeir sem
skoða símaþjónustuauglýsingar í
DV sjá að verð flestra þjónusta er
kr. 66.50 mínútan. Eitt erlent
fyrirtæki auglýsir á 180 kr. mín-
útan. Ef ritkoðun á símatorgi í
sinni verstu mynd verður beitt,
verða þjónustur umrædds fyrir-
tækis þær einu löglegu. Yfirvöld
símatorgsmála á Islandi hafa
nefnilega enga lögsögu yfir þeim
veitendum sem bjóða þjónustu
hér á landi frá útlöndum. Vænt-
anlega munu fleiri erlendir aðil-
ar fylgja í kjölfarið og bjóða upp
á þjónustur að utan og raunar
hinir íslensku upplýsingaveit-
endur líka sem flýja með efni sitt
úr landi og bjóða það að utan á
hærra verði.
Hvað er skaðlegt?
Sú spurning vaknar óhjákvæmi-
Iega hvaða forsendur óbreyttir
þingmenn hafi til að kveða upp
úrskurði um hvers konar kynlífs-
efni sé skaðlegt og hvað sé
hættulaust. I nefndinni eru að
mér vitandi engir fagaðilar, eng-
inn kynh'fsfræðingur, geðlæknir
eða sálfræðingur.
Kynæsandi afþreyingarefni er
til í ýmsum myndum hér á landi.
í Iögum er að finna margra ára-
tuga gömul ákvæði sem banna
dreifingu á klámi. Kosturinn við
þau ákvæði er að þau bjóða upp
á túlkun tíðaranda hvers tíma
um hvað sé ldám og því er hægt
að beita þeim án þess að mis-
bjóða heilbrigðri skynsemi og
brjóta ákvæði stjórnarskrár um
tjáningarfrelsi. Það kynlífsefni
sem hefur skapað sér hefð hefur
hingað til verið látið óáreitt af
yfirvöldum. Þannig má finna
afar djörf kynlífsrit í flestum
bókabúðum og ekki hvarflar að
neinum að kalla út lögreglu til að
gera þau upptæk. Flestar mynd-
bandaleigur bjóða upp á djarfar
kynlífsmyndir, kynlífsatriði má
finna í hefðbundnum kvikmynd-
um og þáttum í sjónvarpi, og
engin höft eru á því hvað skrifað
er um kynlíf í skáldritum.
Nýjasta hefðin er erótískt efni á
símatorgi. Það hefur við lýði á
þriðja ár, vandræðalaust, í friði
og spekt. Svo ætti að vera áfram.
FjölmiðiU
Símatorg er fjölmiðill rétt eins
og dagblöð, sjónvarp, útvarp og
tímarit. Það er jafnóviturlegt að
stofna ritskoðunarnefnd yfir
símatorgi eins og stofna slíka
nefnd fyrir aðra fjölmiðla. Rfk
hefð er fyrir kynlífsefni á síma-
torgum um allan heim en slíkt
efni er líka að finna í öðrum fjöl-
miðlum í mismiklum mæli.
Hvers kyns ritskoðun á símatorgi
sem og öðrum íjölmiðlum er æp-
andi tímaskekkja árið 1998. Að
óbreyttir þingmenn hyggist segja
þjóðinni hvað hún má heyra á
símatorgi og hvað ekki væri í
senn hlægilegur og skelfilegur
valdhroki.
Upplýsingaveitendur á síma-
torgi hafa rekið heiðarlega starf-
semi um árabil í góðu samstarfi
við yfirvöld símamála. Verði þeir
beittir gerræði munu þeir bins
vegar að sjálfsögðu grípa til þeir-
ra varna sem eru viðeigandi.
Þingmennirnir í símatorgsnefnd-
inni skulu ekki láta hvarfla að sér
að verk þeirra komist ekki í há-
mæli í fjölmiðlum. Þeir ættu að
hlusta á rödd skynseminnar áður
en þeir gera sig að athlægi fyrir
forneskjulega ritskoðun. Von-
andi eru þeir ekki svo viðkvæmir
að stynjandi kvenrödd eða tal um
viðkæma líkamshluta ræni þá
allri skynsemi.
Friður lun torgin
Það hefur ríkt friður um síma-
torg hér á landi. Símatorgið er
vinsælt og vandamálin fátfð.
Málsaðilar ættu að hafa það í
huga áður en þeir efna til óveð-
urs sem ekki yrði séð fyrir end-
ann á.