Dagur - 25.04.1998, Blaðsíða 6

Dagur - 25.04.1998, Blaðsíða 6
ro^tr é LAUGARDAGUR 2 S . A P RÍ L 1 9 9 8 ÞJÓÐMÁL Útgáfufélag: Útgáfustjóri: Ritstjórar: Aöstoðarritstjóri: Framkvæmdastjóri: Skrifstofur: Símar: Netfang ritstjórnar: Áskriftargjaid m. vsk.: Lausasöluverð: Grænt númer: Simbréf auglýsingadeildar: Simar auglýsingadeildar: Netfang auglýsingadeildar: Simbréf ritstjórnar: DAGSPRENT EYJÓLFUR SVEINSSON STEFÁN JÓN HAFSTEIN ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON BIRGIR GUÐMUNDSSON MARTEINN JÓNASSON STRANDGÖTU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK 460 6100 OG 800 7080 ritstjori@dagur.is 1.680 KR. Á MÁNUÐI 150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ 800 7080 460 6161 (REYKJAVÍK)563-1615 Ámundi Ámundason (AKUREYRI)460-6191 G. Ómar Pétursson OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir omar@dagur.is 460 6171(AKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK) Afsögit og leðjuslagur I fyrsta lagi Landsbankamálið hefur nú þróast yfir á nýtt stig með því ann- ars vegar að Jóhann Arsælsson bankaráðsmaður hefur ákveð- ið að segja af sér og hins vegar að Sverrir Hermannsson hefur með óvenjulegum hætti tekið til varna á opinberum vettvangi. Afsögn Jóhanns varpar kastljósinu á ábyrgð bankaráðs Lands- bankans, þess bankaráðs sem sat fyrir hlutafélagavæðinguna. Háeffun bankans gaf bankastjórunum þremur ekki nýtt líf og þeir máttu axla ábyrgð með afsögn. 1 nýju bankaráði sitja að stærstum hluta sömu menn og í því gamla. Um þá gildir því það sama og bankastjórana, háeffun gefur þeim ekki nýtt líf. í öðru lagi Bæði ríkisendurskoðun og bankamálaráðherra hafa lýst þeirri skoðun sinni að tilefnislaust sé að draga bankaráðið til ábyrgð- ar. Það kann vel að vera rétt. Það þýðir hins vegar ekki að ónauðsynlegt sé að skoða þessa ábyrgð og ræða hana með mun skýrari hætti en gert hefur verið þannig að alþjóð verði ljóst hvers vegna bankaráðið ber ekki ábyrgð. Afsögn bankaráðs- manns í gær hefur nú þröngvað þessari umræðu á dagskrá og því lyft Landsbankamálinu á heldur hærra plan. í þriðja lagi Grein eftir Sverri Hermannsson í Morgunblaðinu á sumardag- inn fyrsta miðar hins vegar að því að breyta Landsbankamál- inu í leðjuslag. Sverrir vill ekki sitja einn og óhreinn og ræsir því mykjudreifarann. Slíkur málflutningur dæmir sig auðvitað sjálfur. En engu að síður er að finna mikilvæga ábendingu í málatilbúnaði bankastjórans fyrrverandi. Sú ábending snertir þann sífellda áróður að einkavæðing ein og sér sé töfralausn gegn spillingu. Sverrir bendir réttilega á að hlutafélög fara ekki endilega betur með fé en ríkisfyrirtæki eins og sjáist á því að íburðurinn við laxveiðar var hvergi meiri en hjá Eimskip! Og áleitin er Iíka spurningin hvað bankastjórinn Sverrir var að gera í laxveiði í boði Eimskipa? Hversu mikið geta fyrirtæki liðkað fyrir sínum bankaviðskiptum með laxveiðiboðum? Birgir Guðmundsson. Heitt kaffi og kruöerí Garri hefur verið að velta fyrir sér muninum á einkafyrirtæk- um og ríkisfyrirtækjum undan- farið, sérstaklega eftir að lax- bankamálið kom upp. Fjöl- margir valinkunnir sómamenn og -konur hafa dregið þá álykt- un af því máli að einkavæða verði ríkisbankana hið snar- asta, því svonalagað gerist ekki í einkafyrirtækjum. Garri hef- ur tekið undir þetta svona til að vera maður með mönnum en verð- ur að játa að hafa ekki alveg áttað sig á af hverju. Garra minnir nefnilega að hafa heyrt að stjórn- endur einkafyrir- tækja fari líka oft í Iax, enda ekki síður nauðsynlegt í einkabransanum að afla sér við- skiptavildar en hjá þeim ríkis- reknu. En nú hefur loksins kviknað á perunni hjá Garra, þökk sé Sverri Hermannsyni fyrrver- andi Laxbankastjóra. I grein í Morgunblaðinu upplýsir Sverrir muninn á einka- og op- inberum laxveiðum. Og eins og við var að búast er meiri stíll yfir einkabransanum. Sverrir skýrir frá því að honum hafi til skamms tíma verið boðið í Þverá með Eimskips- mönnum í „einhverjar dýrðleg- ustu veiðiferðir sem um get- ur“, eins og hann orðar það. „Slíkur var mannfagnaðurinn í mat og drykk að yfirtak var,“ segir bankastjórinn fyrrver- andi. V Þjónn á árliakk anum Það vantaði svo sem ekki bús- ið í veiðiferðum á vegum ríkis- bankanna ef marka má Ríkis- endurskoðun, en rúsína í pysluendanum hjá einkafram- takinu var þjóninn. „Sérstakur þjónn elti mann um árbakk- ann og með heitt kaffi og kruðerí," segir Sverrir. Við þessu hafa ríkisfyrirtækin ekki brugðist. Þar virðast veiðimenn- irnir, þar á meðal jhnis erlendir fyr- irmenn, hafa þurft að hunskast sjálfir heim í veiðihús ef þeir vildu fá kaffi og með því. Hvaða áhrif skyldi það nú hafa haft á viðskiptikjör ríkis- bankanna? Að vísu hefur komið fram að í nokkrum tilvikum voru um- boðsmenn áfengis svo elsku- Iegir að koma með brennivín á staðinn, en þeir þjónustuðu menn ekki á árbakkanum. Að minnsta kosti var hvergi á slíkt minnst í skýrslu Ríkisendur- skoðunar. Þetta er munurinn á ríkis- fyrirtækjum og einkafyrirtækj- um í hnotskurn. Það vantar alla þjónustulund í steinrunn- ið ríkisbáknið. Þetta er náttúr- lega ekki hægt. Það verður að einkavæða allt heila ríkis- klabbið hið snarasta. Svo menn geti fengið heitt kaffi og kruðerí á árbakkanum. GARRI. Haft er fyrir satt að enginn heilag- ur maður hafi náð að komast í tölu dýrlinga nema að hafa bergt á bikar syndarinnar og sumir jafn- vel sopið úr honum dreggjarnar. Þeir verða dýrlegastir allra eftir straumhvörfin. Um þetta eru ótal dæmi, gömul sem ný, og segja okkur, að til að beijast gegn synd- inni verði menn að þekkja hana og þeir sem dýpst hafa sokkið í syndasukkið eru öllum öðrum færari að leiða meðbræður sína um götur sannleikans þegar þeir Ioks hafa höndlað hann. Nú hefur rugluð og villuráfandi þjóð eignast efnilegan kandídat sem farinn er að feta sig fyrstu sporin í átt til heilagleikans. Sverrir Hermannsson hefur nú tekið sér biblíulegan texta í munn og ávarpar Iýðinn. Textinn er að vísu nokkuð brenglaður, en það fyrirgefst því að tekur sinn tíma að koma sér í réttar stellingar þeg- ar lagt er á þyrnum stráða siðbót- arbrautina. I heilgara manna tölu Texti Sverris í Mogga: Dæmið strax, svo þér verðið síður dæmd- ir sjálfir. Syndahafrar Nú hefur Sverrir siálfur verið dæmdur og léttvæg- ur fundinn. Eftir þá eld- skírn er honum ekkert að vanbúnaði að hefja ferð sína í raðir heílagra manna. I Moggagrein sinni kveður hann upp dóma yfir nokkrum máls- metandi mönnum sem lýst hafa skoðunum sfnum á syndaferli bankastjórans. Nokkrir þingmenn fá það óþvegið, enda sjálfir á kafi í hags- munapoti fyrir sig og kjördæmi sín og flett er ofan af sjálfum for- kólfum Eimskips, sem reyndu að nota pólitíska stöðu íhaldsins í Landsbankanum sér til ávinnings. Þetta er aðeins bytjunin á bar- áttu Sverris gegn siðleysi og synd. Hann er allra manna best til þess fallinn að kljást við syndahafrana, þar sem hann þekkir þá af eigin raun. Sá sem alla tíð hefur verið siðavandur er ófær um að siðbæta nokkurn skapaðan hlut, fremur en að syndlaus maður geti orðið heilagur. Afætumar Syndaselurinn fyrrver- andi fer nú sem kerúb með sveipanda sverði um feyskna innviði sið- blindra stofnana samfé- lagsins og sýna lýðnum hvers konar hagsmuna- seggi og afætur hann elur við bijóst sér. Sjálftaka launa, risna, rándýr fríðindi, mútur í alls kyns formi, dagpeningaþjófnaður, upptaka al- menningseigna, einokunartil- burðir einkageirans, lífeyrisrétt- indi og biðlaunasamningar sem ekki eiga sína líka meðal vinnandi fólks eru aðeins brot af því sem okkar nýi siðgæðisvörður á eftir að draga fram f dagsljósið. Þá mun koma í Ijós, að saklaus lax- veiði er ekki umtalsverð þegar far- ið verður að ræða syndaflóðið í heild. Þegar Sverrir verður endanlega kominn í heilagra manna tölu mun þakklát þjóð eiga honum mikla skuld að gjalda. Þá verður búið að hreinsa svo rækilega til að allar stöður og embætti verða skipaðar siðavöndum púrftönum og ofboðslega hagsýnum hús- mæðrum. Strangheiðarlegir og samviskusamir þingmenn og sveitarstjórnarmenn munu setja sér siðareglur sem jafngilda full- komnu náttúrleysi til allra hluta. Þá verður iíka svo leiðinlegt að lifa að spurning er hvort það taki því að skapa hið fullkomna þjóð- félag. Og nú er Sverrir beðinn um lítilræði; varaðu þig á að siðbæta ekki um of því oft er syndin sæt og í raun ólifandi án hennar, og einhvers staðar verða vondir að vera. Sverrir, verðandi dýrlingur. Hvemig lístþér á að hefja hvalveiðar í sumar? Guðbrandux Sigurðsson frarnkvæmdastjiiri Utgerðarfélags Akureyringa. „Eg held að hér takist á mikil grundvallarsjón- armið. Annars- vegar réttur Is- lensku þjóðar- innar til þess að nýta endurnýj- anlegar auðlind- ir en hinsvegar má það alveg vera ljóst að þetta mun hafa áhrif á markaðsfærslu íslenskra sjávar- afurða.“ Arni Finnsson Náttúruvemdarsamtökum íslands. „Ég sé ekki að hafnar verði hvalveiðar í sumar sakir þess að það er eng- inn möguleiki á því að flytja hvalaafurðir út. Meðal annars liggur fyrir samþykkt Alþjóða hvalveiðiráðsins frá ársfundi þess árið 1994 um að allar afurð- ir frá veiðum í vísindaskyni fari á innanlandsmarkað í viðkomandi löndum.“ Kristin Halldórsdóttir þingkona Kvennalistans. „Ég tel það óraunhæft. Tíminn er ekki kominn og menn eiga eftir mikla vinnu til að slíkt sé mögulegt. Margar nefndir hafa unnið að þessum málum og sú sem síðast starfaði skilaði ýmsum tillögum um hvernig ætti að vinna stefnu ríkisstjórnarinn- ar í þessum málum fylgi. Leita átti samkomulags við sem flesta aðila, svo sem ríki sem eru mót- fallin hvalveiðum. Ekkert hefur þó birt til í því efni. Ljóst er að ef samþykkt yrði að hefja veiðar á hrefnu í vísindaskyni, einsog hugmyndir eru um, myndum við spilla fyrir okkur á ýmsa lund s.s. með tilliti til ferðaþjónustu og fiskmarkaða. Því verða menn að beygja sig fyrir skynsamlegum rökum, einsog þeir hafa gert hingað til.“ PáUÞór Jónsson hótelstjóri á Húsavtk. „Mér líst engan veginn á það því engar forsendur eru til þess. Is- lendingar hafa ekki gengið inn í Alþjóða hval- veiðiráðið og fengið þaðan út- hlutað kvóta, svo dæmi sé tekið. Og að sjálfsögðu gæti þetta stór- skaðað hvalaskoðun og annan túrisma, sem og fiskútflutning okkar.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.