Dagur - 25.04.1998, Blaðsíða 1

Dagur - 25.04.1998, Blaðsíða 1
Er að hlaupast undan ábyrgð FiinniT Ingólfsson viðskiptarádherra og Halldór Ásgrímsson utanríMsráðherra gagnrýna háðir harð- lega úrsögn Jóhanns Ásælssonar nr banka- ráði Landshanka og segja hann hlaupa frá áhyrgð. Ég hef áður lýst því yfir að ég hef haft fulla trú og traust á banka- ráðinu. Hins vegar geri ég mér grein fyrir að það er erfitt fyrir bankaráðsmennina að taka á þessu viðkvæma og erfiða máli sem kemur upp í bankanum. I það þarf sterk bein og Jóhann kýs að axla ekki þá ábyrgð sem því er samfara," sagði Finnur Ingólfsson viðskiptaráðherra í samtali við Dag í gær þegar af- sögn Jóhanns Arsælssonar úr bankaráði Landsbankans var borin undir hann. Engar hótanir Finnur þvertekur fyrir að hann hafi hótað bankaráðsmönnum að reka þá ef þeir féllust ekki á að ráða Halldór Kristjánsson sem bankastjóra, en það kemur m.a. fram í viðtali við Jóhann hér í blaðinu í dag. „Það voru engar hótanir af minni hálfu,“ segir Finnur Ingólfsson. Hins vegar undirstrikar hann að hann hafi Iagt ríka áherslu á það á fundi með bankaráðinu að Halldór yrði ráðinn. „Ég lagði raunar mjög þunga áherslu á að banka- ráðið stæði einhuga að slfkri ráðningu vegna þess hve bank- inn væri í erfiðri stöðu, sem það og gerði. Það var auðvitað bankaráðið sem tók ákvörðun Finnur Ingólfsson viðskiptaráðherra. um ráðninguna en ekki ég,“ sagði Finnur í gær. Hann sagði að allt tal um hótanir í þessu sambandi væri einfaldlega mikil oftúlkun á því sem hann sagði. Varðandi þau ummæli Jó- hanns Asælssonar að hann hafi ætíð verið á móti því að ráðnir yrðu 3 bankastjórar sagðist Finn- ur hafa í september í fyrra rætt við alla bankaráðsmennina þá- verandi áður en hann valdi nýtt bankaráð. Þá hafi hann kynnt mönnum það sjónarmið sitt að hann teldi eðlilegt upp á samfell- una í bankarekstrinum við form- breytinguna að áfram yrðu þrír bankastjórar. Jóhann hafi ekki hreyft neinum mótmælum þá og hann hafi sest í bankaráðið og greitt því atkvæði að bankastjór- arnir yrðu ráðnir áfram. „Hann mun síðan hafa flutt um það til- lögu í bankaráðinu síðar að að- eins yrði einn bankastjóri starf- andi við bankann. Og í því ljósi er það sérkennilegt að nú þegar einn bankastjóri er við bankann - þó það hafi ekki verið að hans ósk sérstaklega - þá segir hann allt í einu af sér. Hættir þegar hans vonir og óskir hafa verið uppfýlltar," segir Finnur. - bg/s.dór Sjá einnig bls. 5 Ingóog Esrafynr dóm Ákæra lögreglustjóraembættisins í Reykjavík gegn Esra Péturssyni lækni og Ingólfi Margeirssyni rit- höfundi var tekin til aðalmeð- ferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, en þeir eru báðir ákærðir fyrir brot á lögum um friðhelgi einkalífsins og Esra fyrir brot á læknalögum. Myndin sýnir Ingólf og Esra mæta í dómsal 201 og stóð málflutningurinn lengi yfir. Meðal þeirra sem teknir voru í skýrslutöku hjá dómurunum var Jóhanna Jónas- dóttir læknir, eiginkona Ingólfs, sem aðspurð fagnaði ályktun frá stjórn Rithöfundasambands Is- lands. „Það er stuðningur í þess- ari ályktun, sérstaklega í þeirri ábendingu að hið opinbera eigi ekki að standa í svona málum. Þetta á auðvitað að vera einka- mál. Mér finnst Rithöfundasam- bandið taka öllu betur á málinu en Læknafélagið, sem vísaði Esra úr félaginu," segir Jóhanna. Frá Sundlaug Akureyrar. Meðvitund- arlaus í sundlaug Sex ára drengur fannst meovit- undarlaus í sundlaug Akureyrar á þriðja tímanum í gær. Sam- kvæmt upplýsingum frá lögreglu er ekki vitað um tildrög slyssins og er málið í rannsókn. Drengurinn var fluttur á gjör- gæsludeild Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri og að sögn læknis er honum haldið sofandi og óljóst um afleiðingar slyssins. tJA tapar á sjómanna- verMalli Sjómannaverkfallið hafði veru- leg og neikvæð áhrif á rekstur Utgerðarfélags Akureyringa. Veltutap er um 100 milljónir króna í landvinnslunni og um 40 milljónir króna hjá frystitog- urunum eða samtals 140 millj- ónir króna. I frétt frá fyrirtækinu kemur fram að mikið óhagræði varð í landvinnslunni vegna þeirra tveggja vinnslustöðvana sem urðu vegna verkfallsins sem kom til viðbótar því framlegðar- tapi sem varð vegna minni veltu. KA leikiir um 5. sæti KA sigraði sænska liðið Drott, 29-27, í norrænu meistara- keppninni í handbolta í Gauta- borg í gær. KA menn munu því Ieika um 5. sætið í keppninni, en ekki var ljóst þegar blaðið fór í prentun hverjir andstæðingar þeirra verða. KA tapaði fyrir norska liðinu Runar, 34-29, í fyrsta leik sínum í keppninni á fimmtudag. g* HringrásardæSur SINDRI -sterkur í verki BORGARTUUrrr^SÍMI 562 7222 • BRÉFASÍMI 562 1024 I

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.