Dagur - 29.04.1998, Síða 6
6 MIOVIKUDAGUR 29.APRÍL 1998
ÞJÓÐMÁL
Utgáfufélag: dagsprent
Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson
Ritstjórar: stefán jón hafstein
ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Aðstoðarritstjóri: birgir guðmundsson
Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson
Skrifstofur: STRANDGÖTU 31, AKUREYRI,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK
OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK
Símar: 460 6ioo og 800 7080
Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is
Áskriftargjald m. vsk.: 1.680 KR. Á mánuði
Lausasötuverð: iso kr. og 200 kr. helgarblað
Grænt númer: 800 7080
Simbréf auglýsingadeildar: 460 6161
Símar auglýsingadeildar: creykjavíK)563-161s Ámundi Ámundason
(AKUREYRI)460-6191 G. Ómar Pétursson
OG 460-6192 Gréta Bjðrnsdóttir-----"
Netfang auglýsingadeildar: omar@dagur.is
Símbréf ritstjórnar: 460 617KAKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK)
Gjörbreytt staða
I fyrsta lagi
Aratugum saman hafa sjálfstæðismenn í Reykjavík gengið að
því sem vísu að fylgi þeirra í borgarstjórnarkosningum væri
miklu meira en í alþingiskosningum. Yfirburðastaða flokksins
í höfuðborginni hefur verið grunnur þeirra gífurlegu áhrifa
sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft í íslenskum stjórnmál-
um, og hefur enn. Enda hafa ýmsir helstu foringjar sjálfstæð-
ismanna fengið pólitíska skólun sína í borgarstjórastólnum;
nægir þar að nefna Gunnar Thoroddsen, Geir Hallgrímsson
og Davíð Oddsson.
1 öðru lagi
Skoðanakannanir síðustu mánuða benda til að stórmerldleg
breyting hafi orðið á þessari stöðu Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík. Flokkurinn hefur misst þá tiltrú sem sjálfstæðis-
menn hafa lengstum haft í höfuðborginni. Síðustu mánuðina
hefur flokkurinn þannig mælst með um fjörutíu prósenta fylgi,
en Reykjavíkurlistinn með um sextíu prósent. A sama tíma og
Sjálfstæðisflokkurinn stendur afar sterkt á landsvísu er hann
allt í einu orðinn óvinsæll í höfuðvígi sínu, sem hann tapaði
naumlega í síðustu borgarstjórnarkosningum.
í þriðja lagi
Hvað veldur þessu? Vantrú borgarbúa á forystu Sjálfstæðis-
flokksins í höfuðborginni er hluti skýringarinnar. Einnig mátt-
laus kosningabarátta sem felst einkum í hjákátlegum auglýs-
ingum í sjónvarpi. En meginástæðan er allt önnur. Hún er sú
staðreynd að flokkarnir sem standa að Reykjavíkurlistanum
hafa sannað á því kjörtímabili sem nú er að Ijúka að þeir geta
stjórnað borginni betur en sjálfstæðismenn gerðu. Reykvískir
kjósendur hafa fengið girnilegan valkost sem hefur sýnt getu
sína í verki og vilja því styðja hann til áframhaldandi starfa.
Allir þeir stjórnmálamenn sem telja brýnt að draga úr óheyri-
legum áhrifum Sjálfstæðisflokksins í íslenskum stjórnmálum
mættu draga af þessari nýju stöðu í höfuðborginni augljósar
ályktanir um æskilega framtíðarþróun á landsvísu.
Elías Snæland Jónsson.
Hugsandi verur
Ummæli Halldórs Runólfs-
sonar yfirdýralæknis um hval-
inn Keiko eru orðin landsfræg,
en í Morgunblaðinu á dögun-
um var eftir honum haft að
Keikó væri án alls efa „hugs-
andi vera“. Að þessari niður-
stöðu komst yfirdýralæknirinn
eftir að hafa horfst í augu við
hvalinn um stund. Garra dett-
ur ekki f hug að rengja þessa
niðurstöðu læknisins, enda má
reikna með að þarna hafi fall-
ið faglegur dómur um greind
og hugarástand hvalsins. Yfir-
dýralæknir horfðist í augu við
Keikó í opinberum erinda-
gjörðum, en hann mun hafa
verið að kynna sér
ástand skepnunnar
fyrir ríkisstjórnina og
þó einkum Davíð
Oddsson, sem verið
hefur mikill talsmaður
þess að fá Keikó heim.
Lífcnar-
drápsskutlar
Greiniiegt er að yfir-
dýralæknir hefur gefið
forsætisráðherra jákvæða
skýrslu um hina hugsandi
veru, Keikó, því skyndilega
hafa ríkisstjórnín og Davíð
Oddsson skipt um skoðun
varðandi það að hefja hvalveið-
ar strax á sumri komanda.
Ákvörðun sem fjölmargir
stjómarliðar töldu vera löngu
tekna var óvænt snúið við á
ríkisstjórnarfundi fyrir helgi og
Davíð Oddsson gekk fram fyrir
skjöldu og útskýrði að ekki
væru til nógu fullkomnir skutl-
ar í Noregi til að drepa hrefn-
ur með svo veijandi væri. Hin
óvænta og skyndilega nauðsyn
sérstakra líknardrápsskutla
kom eðlilega flatt upp á marga,
sem ekki skildu að Davíð var
einfaldlega að búa sér til af-
sökun fyrir því að þurfa ekki að
heíja veiðar á „hugsandi ver-
um“. Enda kemur í ljós, eftir
að nytsamir sakleysingjar eru
búnir að kynna sér stöðuna í
þróun líknardrápsskutla og
finna út að þeir verða ekkert
fullkomnari en þeir eru í dag,
að Davíð ætlar samt ekkert að
heíja hvalveiðar.
Davíð og Tanni
Davíð er nemilega ekki sú
manngerð að gefa út veiðileyfi
á „hugsandi verur“. Hann hef-
ur t.d. sjálfur lýst því yfir að
hundurinn Tanni sé allt í senn
hugsandi vera, góður vinur og
einn aðalráðgjafi
sinn. Það að Tanni
skuli vera einn af að-
alráðgjöfum Davíðs
segir e.t.v. talsvert um
marga samstarfs-
menn hans í flokkn-
um, sem ráðherrann
kýs að leita ekki ráða
hjá. Þeir teljast tæp-
ast „hugsandi verur“.
Það hefur hins vegar
ekki komið fram nein tillaga
um að heþa veiðar á slíkum
mönnum, en Garri getur ekki
ímyndað sér að Davíð væri
mikið á móti þeim. Þegar kem-
ur að „hugsandi verum“ gerir
forsætisráðherra ekki upp á
milli dýra á grundvelli teg-
unda. Þeir sem æstastir eru að
hetja hrefnuveiðar nú þurfa
því - ef þeir ætla að eiga ein-
hveija von um veiðar - að fá
Halldór Runólfsson yfirdýra-
lækni til að horfast í augu við
hrefnu og vona að hann úr-
skurði að ólíkt háhyrningum
séu hrefnur ekki „hugsandi
verur“. Þá gætu þeir Davíð og
Tanni hugsanlega fallist á að
heíja á þeim veiðar! GARRi.
ODDUR
ÓLAFSSON
skrifar
Það sýnist vera fullvissa þeirra
framboða sem bítast um hugi
Reykvíkinga á afdrifaríku vori að
bílar hafi kosningarétt. Kannski
er það rétt hjá þeim því þjónkun
við bílinn er komin í stað
guðsótta og þess hugarástands,
sem einu sinni voru kallaðar
stjórnmálaskoðanir. Fólk lifir,
slasast og deyr fyrir bílinn sinn.
Framboðin í höfuðborginni
keppast við að lofa bílnum meira
Iífsrými og má ekki á milli sjá
hvort þeirra yfirbýður hitt. Lofað
er margföldun umferðar á Gtill-
inbrúarsvæðinu, tuga milljarða
Sundabraut til að spara tíu mín-
útna krók upp í Mosfellssveit,
grafa miklar umferðaræðar í jörð
niður og bílastæði sem sæma
mundu hvaða milljónaborg sem
er. Gríðarlegar bensínstöðvar
með tilheyrandi þjónustugrein-
um eru leyfðar um alla borg og
einna helst í gamalgrónum
hverfum. Ibúðabyggð er aftur á
móti bönnuð nema á heiðum og
Þarfasti þjóimiim
orðiim orvasa
í dreifbýli sveitasælunnar.
Göngugetan horfin
Þarfasti þjónn bílsins er maður-
inn, sem er orðinn svo háður
húsbónda sínum, að hann er bú-
inn að missa hæfileikann til að
hreyfa sig um án hans. Á
einum mannsaldri hefur
bílaþjóðin týnt gönguget-
unni niður.
Brynjólfur Jónsson,
læknir, flutti erindi um
sívaxandi byltur og bein-
brot á læknaþingi. Nið-
urstaða hans og annarra
sem rannsakað hafa fyrirbærið
er, að fólk sem hætti að nota tvo
jafnfljóta í byrjun einkabílaaldar
hafi misst hæfileikann til að
ganga.
I viðtali við Dag, segir læknir-
inn um rannsóknir sínar, að þeir
sem misst hafa göngugetuna
vegna ofnotkunar bílsins eru
hættir að þora út fyrir hússins
dyr ef beita þarf fyrir sig fóta-
menntinni, það er einfaldasta af-
brigði hennar, að ganga. Enda er
það fólk í mikilli hættu, að detta
um sjálft sig og slasast.
Þeir sem gerðust þrælar bíl-
anna upp úr miðri öldinni eru í
mestri hættu. Göngulag úrtaks
hefur verið rannsakað
nákvæmlega og einkenn-
in eru augljós. Framtíð-
arspár eru ömurlegar þvf
bílaeignin eykst jafnt og
þétt og getan til að ganga
minnkar að sama skapi.
Til eru læknisfræðileg
úrræði fyrir þá sem vilja
endurheimta göngugetuna.
Sjúkraþjálfarar geta kennt fólki
að ganga á ný og hjálpa því til að
endurheimta vöðvaþrek, sem
fórnað hefur verið fyrir hinn
harða húsbónda, bílinn.
Bábyljur
Oll yfirvöld eru haldin þeirri bá-
bylju að þau eigi að þjóna bíln-
um og greiða götu hans í hví-
vetna. Það stríð er löngu tapað
því það er nákvæmlega sama
hvað klúðrað er upp af sam-
göngumannvirkjum, bíllinn
heimtar alltaf meira svigrúm og
að komast hraðar, hraðar... og
enn hraðar. I hinum efnaðri út-
löndum eru skipulagsyfirvöld
víða búin að átta sig á þessu og
eru einfaldlega hætt að bæta
samgöngumannvirkjum við þau
sem fyrir eru. Bílastæðafrekjan
er brenglun sem ekki er hægt að
fjalla um nema á læknaþingum
þar sem fjallað er um huglægar
farsóttir.
En til er einföld forvörn við ör-
kumlun af völdum bíla. En hún
er of einföld og ódýr til að vera
tekin gild. Enda stendur bunan
út úr öllum frambjóðendum að
þeir ætli að leggja tugi milljarða
á skattborgarana til að gera þá að
ógöngufærum aumingjum, sem
byltast og brotna ef þeir þurfa að
nota fæturna til einhvers annars
en að stíga bensínið í botn.
snuris
svarad
Finnst þér sanngjamt
að borga 1.000 kr.fyrir
að aka um Hvalfjarðar-
göng?
Óli Jón Gimnarsson
bæjarstjóri í Borgamesi og varamaður
í stjóm Spalar.
„Fyrst og
fremst leggj-
um við
áherslu á af-
sláttargjöld-
in, sem eiga
að auka af-
greiðslu-
hraðann í
gegnum
gjaldstöðina sem er Akranesmeg-
in. Því er ekki sanngjarnt að ein-
blína alveg á þúsund kallinn.'1
Magnús Stcfánsson
þingmaður Framsóknarflokksins á
Vesturlandi.
„Mér finnst
það í hærri
kantinum og
bjóst við að
þetta yrði
íægra - sé
miðað við
það sem
áður hafði
verið frá
greint. Sjálfur er ég mikið á ferð-
inni og ætla mér að fara um
göngin og nýta mér þau afsláttar-
kjör sem í boði verða."
Bjöm S. Lámsson
markaðs- og atvinnufulltníi Akranes-
bæjar.
„Nei, en af-
sláttarkjörin
segja miklu
meiri sögu
en með þeim
getur gjald
fyrir hverja
ferð farið allt
niður í 600
kr. En þessi
1.000 króna upphæð gerir þetta
ekki jafn freistandi kost fyrir þá
sem sjaldnar fara þarna um og
verða þá væntanlega að greiða
fullt gjald."
Geirmundur Valtýsson
tónlistannaður á Sauðárkróki.
„Ja, sé miðað
við fullt gjald
gerir þetta
þá tvö þús-
und kall báð-
ar leiðir.
Tökum
dæmi; mað-
ur sem býr í
Reykjavík og
vinnur upp á Skaga og hefur i
laun 100 þúsund á mánuði og
hann notar afsláttarkort sem
nær gjaldinu niður í 600 kall
hvora leið, þá gerir þetta 1.200
kr. á dag - og miðað við launin er
maðurinn um tvo tíma að vinna
fyrir þessu gjaldi. Að vísu kemur
bensínsparnaður inn í þetta, en
engu að síður er þetta rándýrt.
Ég veit ekki hvort ég muni fara
um göngin þegar ég fer til
Reykjavíkur, sem er að jafnaði
einu sinni í viku, en Ilvalfjörður-
inn hefur ekki reynst mér illa."