Dagur - 29.04.1998, Síða 8

Dagur - 29.04.1998, Síða 8
8- MIDVIKUDAGUR 29. APRÍL 1998 -tc3Mr Sölustörf á Akureyri Óskum eftir duglegu símasölufólki. Viðkomandi þurfa að vera skýrmæltir og hafa góða framkomu. Vinnutími frá kl. 18.30-21.30 mánud.-fimmtud. Upplýsingar gefa Freyja og Edda á skrifstofu Dags, Strandgötu 31, Akureyri frá kl. 16-18 þriðjudaginn 28. apríl og miðvikudaginn 29. apríl. HMBBBBi |PL ''á HRISALUNDUR 1 \\W\\\\\ < < < * Wmt Glæný bleikja kr. 459.- kg. i hHB Valið saltkjöt kr. 496.- kg. FRÉTTASKÝRING Fjármálin er GUÐRUN HELGA SIGURÐARD. SKRIFAR MeiriMutasamstarf B og G-lista hefur gengið prýðilega í Mosfellsbæ á þessu kjörtímabili. Hvorugur útilokar áframhaldaudi meiri- hlutasamstarf eftir kosningar. Sjö bæjarfulltrúar skipa bæjar- stjórn Mosfellsbæjar. D-listi Sjálfstæðisflokks hafði lengi haft þar meirihluta þangað til í síð- ustu bæjarstjórnarkosningum að Framsóknarflokkurinn vann tvo bæjarfulltrúa eftir að hafa dottið út úr bæjarstjórn fyrir átta árum. A þessu kjörtímabili hafa fram- sóknarmenn og alþýðubandalags- menn myndað meirihluta í bæjar- stjóm og bæjarstjórinn hefur ver- ið ópólitískur. A kjörtímabilinu hefur verið lögð áhersla á skóla-, tómstunda- og íþróttamál. Skólamálin hafa verið fyrirferðarmest enda einn stærsti málaflokkur bæjarins og bæjaryfirvöld hafa bætt verulega við skólahúsnæði. Umhverfismál- in hafa verið til umræðu á kjör- tímabilinu og bærinn hefur leyst til sín landsvæði kringum þéttbýl- ið til að græða það upp og koma upp aðstöðu fyrir almenning til útivistar. Auglýsing um innlausnarverð verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* Á KR. 10.000,00 1983-2.fl. 01.05.98-01.11.98 kr. 79.529,10 Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, 29. apríl 1998 SEÐLABANKIISLANDS Málefni aldraðra hafa verið í brennidepli og hefur verið aukið verulega við heimaþjónustu aldr- aðra. Heilsugæslustöð verður opnuð innan tíðar í miðbænum og bæjarskrifstofurnar hafa flutt í nýtt stjórnsýsluhús. Um almenn- ingssamgöngur hefur verið samið við Strætisvagna Reykjavíkur svo að nokkur mál séu nefnd. Rekstur í góðu horfi Fjármál sveitarfélagsins eru þrætuepli frambjóðenda fyrir hverjar kosningar og svo er einnig að þessu sinni. Sjálfstæðismenn með Hákon Björnsson oddvita sinn í broddi fylkingar hafa gagn- lýnt meirihlutann harðlega fyrir lélega fjármálastjórn og lántökur á kjörtímabilinu. Jónas Sigurðs- son, oddviti G-lista, segir að rekstur bæjarins hafi verið í góðu horfi þó að skuldir bæjarins hafi aukist og Þröstur Karlsson, odd- viti B-lista, bendir á að sam- kvæmt Talnakönnun hafi Mos- fellsbær verið þriðja best rekna sveitarfélagið árið 1996. Þeir telja að núverandi meirihluti hafi skil- að meiru framlagi frá rekstri til framkvæmda en áður hafi verið. „Hins vegar förum við ekki í grafgötur með það að við höfum aukið skuldir hæjarins. Við höf- um unnið upp vanrækslu fyrri meirihluta varðandi skólahús- næði og höfum orðið að standa við skuldbindingar fyrri meiri- hluta. Við höfum aukið skuldir bæjarfélagsins en stöndum samt sem áður vel miðað við önnur sveitarfélög. Skuldir eru næst- lægstar á íbúa í Mosfellsbæ mið- að við önnur sveitarfélög á höfuð- borgarsvæðinu. Einnig höfum við haldið álögum á bæjarbúa í Iág- marki og sama gildir um önnur þjónustugjöld,“ segir Jónas. Einsetningm húin 2003 „Við höfum stofnað atvinnuþró- unarsjóð og atvinnumálafélag Mosfellsbæjar. Við höfum sýnt aðhald í fjármálum og gjörbylt stjórnsýslu bæjarins. Við höfum verið með átak í skólamálum og ætlum að vera búin að einsetja grunnskólann árið 2003,“ segir Þröstur. Hann bætir við að markmiðið á næsta kjörtímabili sé að halda einsetningunni áfram og koma upp skóla á svokölluðu vestur- svæði. Þá skipti miklu að koma útivistarmálum í gott horf, byggja göngustíga og koma upp aðstöðu fyrir fjölskylduna. „Mosfellsbær er ein mesta útivistarparadís á höf- uðborgarsvæðinu,“ segir hann. Þröstur og hans menn hafa engan áhuga á sameiningu Mos- fellsbæjar við önnur sveitarfélög og sama gildir um oddvita hinna flokkanna. Laða að atvúmustarfsemi D-Iisti Sjálfstæðisflokks er nær eingöngu skipaður nýju fólki í efstu sætum. Hákon Björnsson viðskiptafræðingur leiðir listann að þessu sinni en Róbert B. Agn- arsson, þáverandi bæjarstjóri, leiddi listann síðast. Hákon telur að fyrir utan skuldaaukningu bæj- arins verði skólamálin stærsta málið í kosningabaráttunni. Sjálf- stæðismenn vilji framtíðarsýn og aukinn þunga á stefnumótun í öll- um málaflokkum, skólamálin hafi til dæmis verið stefnulaus og að- eins unnið frá degi til dags. „Við leggjum líka töluverða áherslu á atvinnumálin. Þýðingar- Á þessu kjörtímabili hefur verið mest áhersl mest er að hér sé sterkt starf af hálfu bæjarstjómar í öllum mála- flokkum sem bæjarstjórn annast. Það er heillavænlegra til að laða atvinnustarfsemi inn í bæinn en einhver atvinnuþróunarsjóður. Við ætlum ekki að láta mæla okkar af- rek í steinsteypu heldur sterku starfi þó að auðvitað fylgi upp- bygging á mannvirkjum. Við ætl- um að móta okkar eigin stefnu- mótun í skólamálum og kalla for- eldra og kennara til þeirrar vinnu. Á þessari skólastefnu byggist svo innra starf skólans plús það að uppbygging á mannvirkjum verður í samræmi við þá skólastefnu sem ríkjandi er,“ segir hann. Fjölskyldan í brennipunkti Alþýðubandalag, Alþýðuflokkur, Kvennalisti og óháðir bjóða saman að þessu sinni undir merkjum G- lista í Mosfellsbæ. Jónas Sigurðs- son bæjarfulltrúi Ieiðir listann. Hann segir að áherslan verði á málefni fjölskyldunnar, umhverfi hennar og aðstöðu í starfi og leik með sérstöku tilliti til aðstöðu barna og unglinga og aldraðra. „Fyrir næsta kjörtímabil leggj- um við áherslu á að halda áfram þeirri uppbyggingu sem átt hefur sér stað, ljúka einsetningu grunn- skólans, bæta við dagvistunar- plássum og halda áfram að vinna að úrbótum fyrir aldraða," segir Jónas. Urslit 1994 atkv. fulltr. Aljjýðuflokkur 222 0 Framsóknarflokkur 638 2 Sjálfstæðisllokkur 1.039 3 Aljrýðubandalagið 538 2 Meirihlutasamstarf er með Fram- sóknarflokki (B) og Alþýðubandalagi (G) I lcimild: Sveitastjómarmanntal. Samband Isl. sveitarfélaga. -I

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.