Dagur - 01.05.1998, Blaðsíða 1

Dagur - 01.05.1998, Blaðsíða 1
Verð í lausasölu 200 kr. 81. og 82. árgangur -81. tölublað Margrét Frímannsdóttir styður ákvördun Samkeppnisráðs um að vísa niðurstöðu áfrýjunarnefndar til dóm- stóla. Arfavitlaus afgreiðsla Formaður Alþýðubandalags fagnar því að Samkeppnisstofn- un ætli að vísa til dómstóla ákvörðun áfrýjunarnefndar um kaup Myllunnar á Samsölubak- aríi. I áfrýjunarnefndinni eru Stefán Már Stefánsson lagapró- fessor sem er formaður, Magnús H. Magnússon hrl. og Kristín Þ. Flygering hagfræðingur. Margir og þ.á m. forstöðumaður Sam- keppnisstofnunar, Guðmundur Sigurðsson, hafa lýst furðu sinni yfir því að áfrýjunarnefndin hafi ekki tekið í úrskurði sfnum efn- islega afstöðu til málsins heldur snerist matið um klukkustundir. „Að láta málið falla án efnislegr- ar umfjöllunar á einum degi er hreint út sagt arfavitlaust," sagði Guðmundur í gær. Dagur reyndi í gær að hafa uppi á nefndarmönnum til að inna þá eftir skýringum á því af hverju nefndin tók ekki efnis- lega afstöðu. Hvorki náðist í Stefán Má né Magnús en blaðið átti stutt samtal við Kristínu. Þegar hún vissi erindið sagðist hún telja eðlilegt að formaður nefndarinnar svaraði alfarið spurningum í málinu. Þegar blaðamaður sagðist ekki hafa náð í hann svaraði Kristín: „Það er þitt mál en ekki mitt.“ „Fáránlegt“ Margrét Frímannsdóttir, for- maður Alþýðubandalags, sagðist í gær styðja mjög ákvörðun Sam- keppnisráðs að láta málið fara fyrir dómstóla. „Það er það mik- ill mismunur á þeim forsendum sem menn gefa sér fyrir niður- stöðunni að það er eðlilegt að Iáta reyna á það. Eg hef ekki kynnt mér úrskurðinn sjálf en það virðist fáránlegt ef menn eru að hengja sig í einhverja klukkutíma án þess að líta efnis- lega á málið. Við verðum að fá að vita hver staða samkeppnis- ráðs er í dag og framvegis." — BÞ Há laun stjómenda Landsvirkjunar Finnur Ingólfsson iðnaðarráð- herra hefur svarað fyrirspurn Jó- hönnu Sigurðardóttur um mál- efni Landsvirkjunar og kemur þar fram að fimm æðstu fram- kvæmdastjórar fyrirtækisins eru með að meðaltali 718 þúsund krónur á mánuði. Sjö stjórnar- menn fyrirtækisins fá greiddar 60 þúsund krónur á mánuði að meðaltali. I svörunum kemur fram að framkvæmdastjórn og kjörin yf- irstjórn fyrirtækisins fara árlega milli 40 og 50 sinnum í ferðalög erlendis á kostnað fyrirtækisins og kostuðu þær ferðir 1 1,4 millj- ónir króna árið 1997 í 47 ferð- um. Fyrirtækið hefur greitt ferðakostnað fyrir maka stjórn- enda, en ekki greitt þeim dag- peninga. Arlegur risnukostnaður Landsvirkjunar var upp á 5 til 10 milljónir króna 1993-97, þar af tæpar 9 milljónir í fyrra. Þrisvar sinnum á tímabilinu hefur fyrir- tækið kostað laxveiðiferðir og kostaði hver ferð 1,4 milljónir króna að meðaltali. — FÞG maí ræðum. Spilling ofarlega í Iiugiim fólks. Almeimingi svíður. Kjör eiga ekki að vera felumál. „Það er orðið slæmt þegar fólk er farið að hugsa, þegar það fer að borga 20-30 þúsund króna af- borgun af lánum, að kannski fari 5 þúsund krónur af því í laxveiði eða spillingu. Auðvitað á þetta ekki að þekkjast, enda skelfilegt mál,“ segir Aðalsteinn A. Bald- ursson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Húsavíkur. Tugmilljóna króna laxveiði- kostnaður bankastjóra Lands- bankans verður víða umtalsefni í 1. maf ræðum verkalýðsforingja, auk hefðbundinna kjara- og vel- ferðarmála launafólks. I ávarpi fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna f Reykjavík, Kennarasambandsins, BSRB og Iðnemasambandsins segir m.a. að mikil spilling hafi komið í Ijós hjá æðstu mönnum Landsbankans sem veki grun um að víða sé pottur brotinn í sið- ferði stjórnenda fyrirtækja og stofnana. Ahersla er Iögð á að al- menningur hafi fullan aðgang að öllum upplýsingum um laun og kjör æðstu stjórnenda. „Þessi spillingarmál eru mjög ofarlega í hugum almennings og fólki svíður," segir Sigurður T. Sigurðsson, formaður Verka- mannafélagsins Hlífar í Hafnar- firði. M.a velti fólk fyrir sér hvort háir vextir og verðtrygging séu til að standa straum af lúxuslifnaði toppanna. Sárt enni Kjaramál verða ekki síður ofar- lega á dagskrá Hlífarmanna. Sig- urður segir að næst verði ekki samið nema að fá opunarákvæði í samningana til að tryggja að verkafólk sitji ekki alltaf eftir með sárt ennið. A sama tíma og verkafólk hafi fengið um 15% launahækkun hafi aðrir samið um allt að helmingi meira. „Við ætlum ekki að kéyra á lax- veiði eða spillingu í Landsbank- anum,“ segir Kristján Gunnars- son, formaður Verkalýðs- og sjó- mannafélags Keflavíkur og ná- grennis. Hann segist láta stjórn- málamönnum það eftir. Hinsvegar verður Iögð áhersla á kjörorð 1. maf „Sterkari sam- an.“ Kristján segir að það sé hinn sanni tónn baráttudags verka- fólks, enda hafi komið fram aft- ur og aftur að verkafólk er aldrei sterkara en þegar samstaðan sé fyrir hendi. — GRH Sj« 1. mat ctvörp á bls. 7 og 10. Dagur hins vinnandi manns er runninn upp. Líka þeirra sem voru að vinna í Hafnafjarðarhöfn við flotkvína frægu. Siðblinda og lúxuslifnaður bankastjóra Landsbankans verður ofarlega á baugi í ræðum verkalýðsleiðtoga vítt um land á baráttudegi verka- fólks. - mynd: hilmar WIIOl Hringrásnrdælur SINDRI -sterkur í verki BORGARTU?ÍT"3T'S"SÍMI 562 7222 • BRÉFASÍMI 562 1024 Verkafólk gegn sukki og svmaríi Landsbankamálið í 1.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.