Dagur - 01.05.1998, Blaðsíða 12

Dagur - 01.05.1998, Blaðsíða 12
12- FÖSTUDAGVR 1. MAÍ 1998 Lausar stöður við Stórutjarnaskóla Stöður kennara: Okkur vantar kennara til að kenna dönsku, ensku, handmennt, íþróttir, stærðfræði í eldri bekkjum og til að sjá um tölvufræðslu. Við leitum að áreiðanlegum, fjölhæfum og áhugasömum starfs- mönnum. Staða tónlistarkennara: Okkur vantar einnig tónlistarkennara til að sjá um hljóðfæra- kennslu við tónlistardeild skólans og til að kenna tónmennt. Við leitum að áreiðanlegum, fjölhæfum og áhugasömum starfs- manni. Staða yfirmanns í mötuneyti: Óskum einnig eftir starfsmanni til að veita forstöðu mötuneyti skólans. Við leitum að áreiðanlegum starfsmanni með menntun og reynslu á sviði matreiðslu. Umsóknarfrestur um allar stöðurnar er til 22. maí. Stórutjarnaskóli er í Ljósavatnsskarði í Suður-Þingeyjarsýslu. 40 km eru til Akureyrar og 50 km til Húsavíkur. Skólinn er við þjóðveg nr. 1 og samgöngur greiðar til allra átta. Yfir sumartím- ann er rekið Edduhótel á Stórutjörnum. í skólanum eru milli 50 og 60 nemendur í 1. til 10. bekk. Við Stórutjarnaskóla er starf- rækt tónlistardeild (tónlistarskóli). Öllum nemendum er ekið til skóla og þeir fá morgunmat og hádegismat í skólanum. Skóla- dagur nemenda er frá kl. 8.30 til kl. 15.30 og Ijúka þeir öllu námi sínu (líka tónlistarnámi) á þeim tíma. Stórutjarnaskóli er fámennur samkennsluskóli og bera starfshættir hans þess vitni. Kennarar þurfa að vera færir um að kenna margar námsgreinar og þeir þurfa að vera tilbúnir að tileinka sér samkennsluaðferð- ir. Starfsfólki er ætlað að hafa hag nemenda og skólastarfsins í fyrirrúmi og það þarf að vera lipurt í mannlegum samskiptum. Öll aðstaða í skólanum er ágæt og vinnuaðstaða kennara sér- lega góð. Ódýrt húsnæði er í boði fyrir starfsfólk. Nánari upplýsingar veita Ólafur Arngrímsson skólastjóri, í síma 464 3220 og 464 3356 og Þórhallur Bragason aðstoðarskóla- stjóri, í síma 464 3221 og 464 3308. EcrG/trbíó Djarfar nætur, Myndin var tilnefnd til 2 Golden Clobe verðlauna Julianne Moore: Besta kona í aðalhlurverki, Burt Reynolds hlaut verðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki karla. Tilnefnd til 3 óskarsverðlauna. ÍÞRÓTTIR Sem vonandi við Rosenborg Eiður Smári Guðjohnsen knatt- spyrnumaður er nú á heimleið frá Hollandi eftir vikudvöl hjá Rosenborg í Noregi. Eiður Smári sagði í samtali við Dag í gærmorgun, að dvölin í Noregi hefði verið ánægjuleg og hann hefði mætt á fimm æfingar með aðalliði Rosenborgar. „Eg kom vel frá æfingunum en var þó þreyttur í lokin, enda aldrei ver- ið í eins lélegu formi á ferlin- um,“ sagði Eiður Smári. „Þeir hjá Rosenborg bjuggust ekki við miklu af mér, eftir nær tveggja ára hlé frá æfingum og keppni. Læknar liðsins eru þó bjartsýnir og töldu að ástandið væri ekki eins alvarlegt og haldið hefur verið, miðað við útkomuna á æfingunum. Eymslin hafa minnkað og ég hef á tilfinning- unni að þetta muni lagast. Norsku læknarnir bíða nú eftir skannmyndum héðan frá Eind- hoven og ef allt fer að óskum, á ég von á að gera samning við Rosenborgara," sagði Eiður Smári og var bjartsýnn á fram- haldið. Eiður Smári er nú að ganga frá sínum málum í Eindhoven, en hann þarf að hafa hraðar hend- ur, þar sem von er á fjölgun í fjölskyldunni á næstu dögum. „Eg átti fund með Frank Arnesen knattspyrnustjóra PSV og hann tjáði mér að ég væri laus allra mála í júlí, þegar samning- ur minn við félagið rennur út,“ sagði Eiður Smári. Vitað er að flest úrvalsdeildar- liðin hér heima bíða spennt eftir heimkomu Eiðs Smára. „Ég mun ekkert ákveða um fram- haldið fyrr en ég kem heim, en ég vona svo sannarlega að ég verði kominn á fulla ferð í sum- ar. Ég á frekar von á að gerður verði lánssamningur við eitt- hvert úrvalsdeildarliðið hér heima, áður en ég held aftur út til Noregs, ef af samningum verður við Rosenborg," sagði Eiður Smári, sem í gær var á fullu við að pakka niður og kveðja vini í HoIIandi. ÍR og V íkingur meist- arar í öðruin floMii Úrslitaleikir íslandsmótsins í 2. flokki karla og kvenna í hand- knattleik fóru fram á þriðjudags- kvöldið. I 2. flokki karla var hörkuviðureign milli IR og KA og þurfti tvær framlengingar og bráðabana til að knýja fram úr- slit. Það voru ÍR-ingar, sem í lok- in stóðu uppi sem sigurvegarar, en þeir sigruðu með einu marki 33:32, eftir að staðan var 12:10 í hálfleik fyrir KA. Hjá ÍR bar mest á Ragnari Óskarssyni sem skoraði 13 mörk og Brynjari Steinarssyni með 8. Hjá KA skoraði Halldór Sigfússon 10 mörk og Heimir Arnason 9. Um þriðja sætið léku lið Fram og FH og sigruðu Framarar í leiknum með 31:29. Marka- hæstir Framara voru Kristján Þorsteinsson með 10 mörk og Vilhelm Bergsson með 7. Sigur- geir Ægisson var markahæstur FH-inga með 9 mörk og Sverrir Þórðarson með 7. Víkiiijjur meistari í 2. flokki kvenna í úrslitum 2. flokks kvenna lék Víkingur gegn Stjörnunni og sigruðu Víkingsstúlkur með 26:22 eftir hörkuleik. Hjá Vík- ingum bar mest á Kristínu Guð- mundsdóttur og var hún lang- markahæst með 12 mörk og þær ÚTBOÐ Eyjafjarðarsveit óskar eftir tilboðum í vinnu við leikskóla (gamla barnaskólann) á Hrafnagili. Um er að ræða ýmsar breytingar og frágang innan og utan húss, múrbrot, múrviðgerðir, innréttingar, raflagnir, málningarvinnu o.fl. Verktími er frá 8. júní til 25. ágúst 1998. Útboðsgögn verða seld á kr. 2.000,- á Verkfræðistofu Norðurlands ehf., Hofsbót 4, Akureyri frá og með þriðjudeginum 5. maí nk. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 19. maí 1998 kl. 11.00. Verkfræðistofa Norðurlands ehf., Hofsbót 4, 602 Akureyri. Sími 462 4031. Fax 462 7415. Steinunn Bjarnadóttir og Eva Halldórsdóttir með 4. Hjá Stjörnunni bar mest á stórskytt- unni Ingu Björgvinsdóttur, sem skoraði 8 mörk og Onnu Blöndal sem skoraði 5. Báðar eru þær nýkrýndir íslandsmeistarar með meistaraflokki. Um þriðja sætið Iéku lið Vals og KA og sigruðu Valsstúlkur með einu marki, 19:18. Marka- hæstar í liði Vals voru Eva Þórð- ardóttir með 5 mörk og Eygló Jónsdóttir með 4. Hjá KA var As- dís Sigurðardóttir langmarka- hæst með 8 mörk og þær Heiða Valgeirsdóttir og Ebba Brvnjars- dóttir með 3. Vísbending Lestu blaðið og taktuþátt íleiknum! 550 oooo Þú greiðir ekkert umfram venjulegt símtal

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.