Dagur - 01.05.1998, Blaðsíða 3

Dagur - 01.05.1998, Blaðsíða 3
r^«r FRÉTTIR ] FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1998 - 3 Fíkniefiii í óreiðu og Böðvar ber ábyrgðina Ragnar H. HaH skilar svartri skýrslu um týnd fOmiefni hjá lögreglunni í Reykjavík. Ragnar H. Hall, settur ríkislög- reglustjóri, hefur skilað skýrslu til dómsmálaráðuneytisins eftir rannsókn á afdrifum fíkniefna hjá Iögreglustjóraembættinu í Reykjavík. Niðurstöður Ragnars eru mjög sláandi; í ljós kom að misræmið var ekki upp á 4 kíló heldur 5 kíló. Lögreglustjóraemb- ættið gat gefið fullnægjandi skýr- ingar á afdrifum 1,6 kílóa og því hefur enn engin fullnægjandi skýring komið á afdrifum 3,5 kílóa af fíkniefnum. Fyrrverandi lögreglufulltrúi sagði Ragnari við skýrslutöku að hann hefði greint yfirlögregluþjóni og Röðvari Bragasyni frá vöntun efna með skýrslu árið 1993, en hvorugur heirra kannast við það. Fyrst rætt 1993 Ragnar var settur sem ríkislög- reglustjóri til að kanna afdrif efn- anna eftir að úttekt Ríkislög- reglustjóra leiddi í ljós vöntun upp á rúm 4 kíló af fíkniefnum. Ragnar rannsakaði málið frekar og þá komu í Ijós efni hjá bæði núverandi og fyrrverandi hunda- þjálfurum og hjá Lögregluskóla ríkisins. Kom t.d. í ljós að talsvert efni fannst hjá fyrrverandi þjálf- urum leitarhunda, sem löngu voru hættir í opinberu starfi og hundarnir jafnvel dauðir. Þannig fundust 63 grömm af hassi hjá fyrrverandi Ieitarmanni á Seyðis- firði og var hann þó fyrir löngu kominn til annarra starfa. Einhver alvarlegasti þátturinn í skýrslu Ragnars lýtur að ágrein- ingi milli Böðvars og yfirlögreglu- þjóns rannsóknardeildar annars vegar og fyrrverandi lögreglufull- trúa við fíkniefnadeildina hins vegar. Lögreglufulltrúinn ber að árið 1993 hafi hann tekið saman skýrslu vegna eyðingar efna og að Böðvar Bragason: Neitar þvi afdráttar- laust að hafa feng/ð vitneskju um vönt- un á fíkniefnum árið 1993. Ragnar Hall segir Böðvar einan bera ábyrgð á óreiðunni. „ýmis efni, sem átti að eyða, hafi ekki fundist í geymslunni“. Hann hafi afhent yfirlögregluþjóninum skýrslu með afriti til Böðvars og síðan „rætt við lögreglustjóra um efni þessarar skýrslu, eftir að lög- Ragnar H. Hall, settur ríkislögreglu- stjóri: Engin brot i starfi, en ábyrgðin er lögreglustjórans og trúnaðartraust lög- reglu og almennings hefur veikst. reglustjóri hefði kynnt sér hana“. Hvorki Böðvar né yfirlögreglu- þjónninn kannast við þetta. Böðvar neitar afdráttarlaust að sér hafi verið kynnt þessi skýrsla fyrr en hann sá hennar getið í skýrslu Atla Gíslasonar. Hann hafi ekki vitað að skortur væri á að haldlögð efni væru á vísum stað. Ábyrgðin Böðvars Skýrsla Ragnars staðfestir fyrri niðurstöður um að mikil óreiða hafi verið á bókhaldi, eftirliti og geymslu á haldlögðum fíkniefn- um. Ragnar segir í niðurstöðum sínum að hann fái ekki séð að ástæður vöntunar efna verði rakt- ar til ásetnings eða stórfellds gá- leysis starfsmanna lögreglustjóra- embættisins og að þeir hafi því brotið starfsfyrirmæli - enda vantaði allar reglur um meðferð- ina. Hann kemst um leið að því að hið sama eigi við um lögreglu- stjóra hvað starfsskyldur varðar, en segir: „Eg tel hins vegar að hann einn beri stjórnunarlega ábyrgð á því að skýrar reglur og starfsfyrirmæli skuli vanta um þennan mjög svo mikilvæga þátt í starfsemi embættisins.“ — FÞG .Hekstur á flugvélum í alþjóðaflugi krefst mikils öryggis og öflugs tölvukerfis sem býður upp á fjartengingar fyrir dreifða starfsemi. Við hjá Atlanta stóðum frammi fyrir fjárfestingu á öflugum vélbúnaði til að halda utan um viðhald flugvélaflota Atlanta og pantana- og innkaupakerfi fyrirtækisins. Eftir ítar- lega skoðun á þeim netþjónum sem í boði voru, var sú ákvörðun tekin að fjárfesta í IBM PC netþjónum hjá Nýherja. Gæði og verð réðu þar mestu um, en jafnframt greiður aðgangur að tæknilegri ráðgjöf og þjónustu. Eftir kaupin höfum við getað reitt ur Tómassnn J yiirmaður verkirœðideildar ilugiálagsins Atlanta okkur á fullkomna þjónustu við þennan búnað og svör við öllum okkar tæknilegu spurningum/ IBM netþiónar aru ávallt búnir lullkomnustu tœkni sum iáanleg ar hverju sinni. Auðveld stjórnuii, endalausir uppfœrslumöguleikar, mikill hraði og alþekkt rekstrar- öryggi setja IBM netþjóna skörinni hærra en keppi- nautana. Þeir sem gera samanburð velja IBM. NÝHERJI Skaftahlíð 24 • Sími 569 7700 http://www.nyherji.is

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.