Dagur - 01.05.1998, Blaðsíða 4

Dagur - 01.05.1998, Blaðsíða 4
4-FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1998 Tónlistarskólinn á Akureyri Aðstoðarskólastjóri - kennarar Laus er til umsóknar staða aðstoðarskólastjóra Tónlistarskól- ans á Akureyri. Aðstoðarskólastjóri starfar með skólastjóra að daglegum rekstri og áætlanagerð. Einnig að skipulagi kennslu í skólanum, grunnskólum bæjarins og í Háskólanum á Akureyri. Skólastjóri skiptir verkum með sér og aðstoðarskólastjóra. Umsækjandi þarf að hafa góða fagmenntun í tónlist, eiga auðvelt með að umgangast fólk og hafa góða yfirsýn og hæfni til skipulagsstarfa. Einnig vantar kennara skólaárið 1998-1999 til að kenna á eftirtalin hljóðfæri: Kontra bassa/raf bassa Lágfiðlu/fiðlu Pfanó Laun skv. kjarasamningi STAK og Launanefndar sveitarfélaga. Upplýsingar um störfin veitir skólastjóri í síma 462 1788 og upp- lýsingar um kaup og kjör veitir starfsmannadeild í síma 462 1000. Umsóknum skal skila til starfsmannadeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, á eyðublöðum sem þar fást. Umsóknarfrestur er til 10. maí 1998. Starfsmannastjóri. FRÉTTIR Kaupfélag Borg- firðinga háeffað? Rekstur Kaupfélags Borgfirðiuga var mjög erfiður á síðasta ári og tapið nærri 50 miUjónir. Kauua á hvort rétt sé að breyta kaupfélaginu í hluta- félag. Á aðalfundi Kaupfélags Borgfirð- inga var samþykkt tillaga þess efnis að stjórn þess láti fara fram könnun á kostum og göllum þess að breyta rekstrarformi félagsins. Svo virðist sem vinna sé hafin að því að breyta félaginu í hlutafé- lag. Tillagan var ekki umdeild og var samþykkt með öllum greidd- um atkvæðum. Staða Kaupfélags Borgfirðinga er mjög erfið og hafa dótturfyrirtæki þess reynst þungur baggi. Afurðasalan Borg- arnesi hf. tapaði verulegum fjár- munum og jafnframt Engjaás ehf. Heildartap kaupfélagsins á ár- inu 1997 var rúmar 43 milljónir króna. Tap vegna hlutdeildarfé- laganna var rúmar 63 milljónir króna. Tap varð af reglulegri starfsemi kaupfélagsins upp á 24,5 milljónir króna en óregluleg starfsemi skilaði félaginu hagn- aði upp á tæpar 46 milljónir. Þar var um að ræða hagnað af sölu eigna og tekjur af úreldingu Mjólkursamlags Borgfirðinga. Eigið fé fyrirtækisins hefur rýrnað verulega á undanförnum árum og rýrnaði um nærfellt 46 milljónir kxóna í fyrra, þrátt fyrir hagnað af óreglulegri starfsemi upp á um 46 milljónir. Þar sem úreldingargreiðslum vegna MSB er lokið gæti eigið fé kaupfélags- ins rýrnað um tæpar 100 milljón- ir á þessu ári ef aðstæður rekstri breytast ekki. Eigið fé íyrirtækis- ins var um síðustu áramót 363,7 milljónir króna og með slíkri rýrnun brynni það upp á þremur og hálfu ári. Guðmundur Þorsteinsson varaformaður Félags kúabænda var með harðorða gagnrýni á stjórn og framkvæmdastjóra fyr- irtækisins, sagði þessa aðila ekki hafa ráðið við verkefnið og þeir hefðu átt að segja af sér. Aðrir aðalfundarfulltrúar báru blak af þeim og mótmæltu málflutningi Guðmundar. Stjórnarformaður gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnar- setu og Þórir Páll Guðjónsson kaupfélagsstjóri hefur sagt upp störfum og rennur uppsagnar- frestur hans út 1. september nk. Þorvaldur Tómas Jónsson frá Hjarðarholti var kjörinn nýr inn í stjórn og hann hefur þegar tekið við stjórnarformennsku í félag- inu. Verið er að fara yfir þær um- sóknir sem liggja fyrir um starf kaupfélagsstjóra. - OHR Bæjarfiilltrúar slást um skólastjórastöðu Margir Skagfirðingar furðu losnir yfir því að nýrri sveitarstjóm skyldi ekki falið að auglýsa og ráða í skólastjórastöðu á Sauðárkróki. Fimm sóttu um starf skólastjóra Grunnskóla Sauðárkróks. Sam- þykkt hefur verið að sameina barna- og gagnfræðaskólann og ráða einn skólastjóra. Meðal um- sækjenda eru báðir skólastjórar núverandi grunnskóla á Sauðár- króki, Björn Björnsson og Björn Sigurbjörnsson, sem stundum hafa verið aðgreindir á Sauðár- króki sem Björn í efra og Björn í neðra. Þeir nafnar eiga auk þess báð- ir sæti í bæjarstjórn S a u ð á r - króks sem gerir val skólanefnd- ar nokkuð erfitt. Ás- björn Karls- son, for- m a ð u r nefndarinn- ar, segir að fjallað verði um um málið þegar umsóknir frá kennarafélögum og foreldrafé- lögum liggi fyrir, en skólanefnd eigi erfitt verkefni fyrir höndum og ákvörðun hennar verði eins konar „Salomonsdómur". Margan íbúa í Skagafirði undr- ar að staða skólastjóra skuli aug- Iýst nú þegar skammt er til þess að nær allur Skagafjörður verði Björn Björnsson. eitt sveitar- félag. Fela hefði átt nýrri sveit- arstjórn verkefnið. Bæjarstjórn S a u ð á r - króks hefur framlengt starfslok þ e i r r a nafna til 31. júlí nk. og jafnframt ráðið Guðmund Rúnar Vífilsson í starf forstöðu- manns skólaskrifstofu en hann hefur verið skóla- og menningar- fulltrúi Isafjarðarbæjar en sagði því starfi lausu eftir átökin í bæj- arstjórn Isaíjarðar um Norður- tangahúsin þar sem fallið var frá kaupunum á húsunum fyrir grunnskólann. — GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.