Dagur - 01.05.1998, Blaðsíða 9

Dagur - 01.05.1998, Blaðsíða 9
8 - FÖSTUDAGUR 1 . MAÍ 19 9 8 FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1998 - 9 Til sölu 1. Jörðin Gilsfjarðarmúli, Reykhólahreppi, Austur-Barðastrandarsýslu, jörðin er án framleiðsluréttar. 2. Gróðrarstöðin, Laufskógar 18, Hveragerði. Nánari upplýsingar hjá Lánasjóði landbúnaðarins í síma 525 6430. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna sveitarstjórnakosninga 23. maí 1998 flyst í Fjölbrautaskól- ann við Ármúla næstkomandi mánudag 4. maí og verður opið þar alla daga frá kl. 10.00-12.00, 14.00-18.00 og frá 20.00-22.00. Sími sýslumanns á kjörstaðnum er 588 6607, opinn á sama tíma. Vinsamlegast athugið að hringja ekki í síma Fjölbrautaskólans. Sérstakir kjörstaðir verða opnaðir í Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi þann 11. maí og verður nánari tilhögun auglýst síðar. Kjósendum er bent á að þeir þurfa að gera grein fyrir sér með því að framvísa nafnskírteini eða á annan fullnægjandi hátt. Sýslumaðurinn í Reykjavík. Úthlutun úr forvarnasjóði Sjóðurinn starfar á grundvelli 8. gr. laga um gjald af áfengi, nr. 96 frá ár- inu 1995, en þar segir m.a.: „Af innheimtu gjalds skv. 3. gr. skal 1 % renna í Forvarnasjóð. Tilgangur sjóðsins skal vera að stuðla að forvörnum gegn áfengis- og fíkniefnaneyslu. Styrki skal veita úr sjóðnum til forvarnarstarfa á verkefnagrundvelli." Bent skal á að verkefni sem stuðla að framgangi stefnu ríkisstjórnarinnar í áfengis- og fíkniefnamálum, sem samþykkt var hinn 3. desember 1996, njóta forgangs og einnig að samkvæmt reglugerð um forvarnasjóð skal sjóðurinn sérstaklega leggja áherslu á að styrkja verkefni sem snúa að ungmennum og áfengis- og vímuefnavörnum. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur ákveðið stuðning til áfanga- heimila. Árið 1997 ákvað stjórn Forvarnasjóðs að forgangsverkefni til næstu tveg- gja ára verði: - Að koma í veg fyrir neyslu barna og unglinga á áfengi og öðrum vímuefnum og vinna gegn þeim vandamálum sem af neyslunni hljót- ast. - Að vinna gegn ofurölvun og vandamálum sem henni tengjast. Tekið skal fram að verkefni geta hlotið styrk þó þau falli ekki undir for- gang þann sem að ofan greinir, t.d. verkefni vegna rannsókna, fræðslu og samkomuhalds. í umsókn um styrki til verkefna skal greina svo skýrt sem kostur er a.m.k. eftirfarandi atriði: - Almenna lýsingu. - Markmið. - Framkvæmdaáætlun. - Hverjir vinni að verkefninu. - Lýsing á hlutaðeigandi félagsskap. - Hvernig samstarfi er háttað við aðra aðila. - ítarleg lýsing á markhópi og vandamálum þeim sem bregðast skal við. - Með hvaða hætti árangur verður mældur. - Hvort og þá hvernig verkefnið falli að forgangi þeim sem að ofan grein- ir. Að jafnaði skal eigin fjármögnun framkvæmdaaðila og/eða fjármögnun annars staðar frá nema a.m.k. 60% heildarkostnaðar við framkvæmd verkefnis. Styrkir skulu almennt veittir félögum og samtökum en einstaklingar koma einungis til greina varðandi styrki til rannsóknarverkefna. Nánari upplýsingar, reglugerð um sjóðinn og vinnureglur sjóðsstjórnar, lig- gja frammi í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, Laugavegi 116, Reykajvík. Umsóknarfrestur er til 19. maí 1998. Umsóknum skal skilað skriflega, merktum: Forvarnasjóður, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, X^MT_ FRETTASKYRING Óvissa um nýjan memhluta SOFFÍA. SIGUKÐAR DÓTTIR Fylgi framboðaima þriggja sem bjóða fram í Árborg - nýju sameinuðu sveitarfé- lagi á Suðurlandi - er talið vera nokkuð jafnt en meiri óvissa ríkir um hverjir muni mynda meirihluta að kosningum loknum. Flestir spá að Árborgarlistinn, Framsóknar- og Sjálfstæðisflokk- ur fái 3 fulltrúa, en meiri spenn- ingur er um hveijir muni mynda nýjan meirihluta. Árborg er nýtt sveitarfélag sem kosið verður til í fyrsta skipti nú £ vor og mun sveitarfélagið sjálft verða formlega til um leið og ný sveitarstjórn tekur völd. í Árborg eru Selfoss, Sandvíkurhreppur, Eyrarbakki og Stokkseyri. Selfoss er Iang stærsta sveitarfélagið og því ræður pólitíska landslagið þar mestu um niðurstöðuna í heild. Ekki hörð harátta Á Selfossi voru B, D og K listi og eiga þeir 3 fulltrúa hver. Á Stokkseyri var svipuð uppstilling, en á Eyrarbakka voru ekki eins skýrar flokkslínur á bak við listana, nema D-listann. I Sand- víkurhreppi var óhlutbundin kosning og hefur verið svo mjög lengi. Nú verða kosnir 9 fulltrúar í sveitarstjórn og eru það jafn margir og voru í Selfossbæ ein- um. Því eru nú margir að hætta setu í sveitarstjómum og virðast allir hverfa þaðan sjálfviljugir og hefur ekki orðið hörð opinber barátta um sæti. Árborgarlistinn er boðinn fram af sömu öflum og stóðu að K- Iistanum. Á Stokkseyri er K-listi í hreinum meirihluta, en kjósend- ur hans duga ekki einir til að Á- Iistinn geti náð inn 4. manni. Erfitt að spá Framsóknarflokkurinn bauð ekki fram á Eyrarbakka síðast, en fylgjendur hans voru á sambræð- ingslistum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur boðið fram í öllum þéttbýl- isstöðunum svo hann þarf ekki að velkjast í vafa um hvaða fylgi hann hafi haft. Allir efstu menn eru nú sitjandi sveitarstjórnar- menn. Allir listarnir keppast auðvitað við að bæta við sig manni og þótt fylgjendur þeirra séu bjartsýnir um það, gengur mönnum ver að spá um hvor hinna missi mann. Þá lýsa þeir því allir yfir að þeir gangi óbundnir til þessara kosn- inga varðandi nýtt meirihluta- samstarf. Ekki hráðahirgðalausnir Kristján Einarsson, bæjarfulltrúi á Selfossi, er efsti maður á B-lista Framsóknarflokksins í Árborg eins og síðast. - Hverju spáir þú um úrslit kosn- inganna? „Eg býst við að B-listinn fái fjóra núna, en þori ekki að spá um það hvor hinna listanna missi mann, vonandi báðir. Þetta verða spennandi kosningar. B-listinn vann einn mann síðast og hefur góðan byr nú. Framsóknarmenn á Selfossi hafa verið með mjög öfl- ugt starf. Hér hafa 25-30 manns komið á mánaðarlega bæjarmála- fundi fyrir hvern bæjarstjórnar- fund, allt kjörtímabilið, meðan slíkt starf hefur ekki verið hjá hin- um. - Hverju heldurðu að sameining sveitarfélaganna breyti um styrk- leikahlutföll listanna? „Það eru búin að vera alls kon- ar samkrull á Eyrarbakka og Stokkseyri og erfitt að spá um hvernig það skilar sér á þessa Iista.“ Engau hroka - Hvemig heldur þú að til takist að ná sveitarfélaginu saman í eina einingu? „Það tekur sinn tíma og þarf að fara mjög gætilega. Selfyssingar þurfa að stíga á rófuna á sér og gæta þess að vera ekki með hroka. Hafa þarf þjónustuskrifstofur við ströndina sem sinni öllum þjón- ustusviðum. Þegar fram líða stundir getur þetta breyst eftir því sem fólkinu fjölgar. Næstu 4 ár þarf að leggja sig fram um að ná fram þeirri hugsun að við séum sameinuð. Það er meginmark- mið.“ - Hverjar eru helstu fram- kvæmdir sem B-listinn leggur áherslu á? „Það eru menntamálin. Mér líst vel á nýja menntastefnu með þarfir nemandans í fyrirrúmi. Reyna á líka að fá fleiri brautir í Fjölbrautaskólann.“ Stefna á 4. mann Ingunn Guðmundsdóttir, bæjar- fulltrúi á Selfossi, er efsti maður á D-lista Sjálfstæðisflokksins í Ár- borg. Hún var í þriðja sæti síðast. / Árborg, sem er sveitarfélag sem varð til við sameiningu Selfoss, Sandvíkurhrepps, Eyrarbakka og Stokkseyrar, ríkir meiri spenna um hverjir muni mynda meirihluta, en um úrsiit kosninganna sjáifra. Efsti maður listans þá gefur ekki kost á sér nú og Ingunn sigraði í prófkjöri innan flokks síns. - Hverju spáirðu um úrslit kosn- inganna? „Sjálfstæðisflokkurinn stefnir á að ná 4. raanninum inn. Omögu- legt er að sjá fyrir frá hvorum hinna hann kemur. Víð höfum sterka einstaklinga, allir 4 efstu eru reyndir úr sveitarstjórnum og góð þekking er á öllum mála- flokkum hjá 6 efstu. Kyriningin er rétt að hefjast," Hefð fyrir D - Hefur pólitíska landslagið breyst? „Kannski er ekki mikil breyting á pólitfskri samsetningu. Það er hefð fyrir D-listum á öllum stöð- um. Við göngum beint að því starfi sem fyrir var á svæðunum." Vantar dvalarheimili - Hverjar verða helstu fram- kvæmdir nýs kjörtímabils? „Helstu framkvæmdir verða í skóla og Ieikskóla, umhverfismál- um og fráveitumálum á öllu svæðinu og ódýrum frístunda- möguleikum t.d. með reiðleiðum og útivistarsvæðum. Fjárhagsstað- an kemur til með að vera sterk áfram. Sveitarstjórnir eru smám saman að átta sig á hvaða kostir fylgja yfirtöku grunnskóla og möguleika sem þeim fylgja. Mark- vissara starf verður með nýju stofnuðu embætti og móta þarf heildar skólastefnu. Persónulegt áhugamál mitt er að stuðla að því að stofna dvalarheimili aldraðra á Selfossi. Það vantar.“ Óljóst landslag Sigríður Ólafsdóttir; bæjarfulltrúi á Selfossi, er efst á Á-lista, Árborg- arlistanum. Hún skipaði síðast þriðja sæti á K-lista. - Hverju spáirðu um úrslit kosn- inganna? „Það er óljóst landslag í pólitík- inni, eftir stækkunina. Við róum að því öllum árum að halda þrem- ur og stefna á fjóra, alls ekki færri en 3. K-Iistar á Stokkseyri og Sel- fossi voru svipaðir og stuðnings- menn þeirra virðast styðja vel við Árborgarli s tann. “ Vel stödd - Hverju breytir stækkunin fyrir áherslur frambjóðenda? „Áherslurnar eru skóli, menntun og íjölskylda í fyrirrúm. Það á ekki- að flytja allt á Selfoss, heldur að gera byggðirnar allar sterkari. Það tekur tíma að fá fólk til að upplifa sig sem íbúa sama sveitarfélags. Við erum félagshyggjuflokkur og jafnrétti í verki mun koma fram gagnvart öllum íbúunum jafnt, því við erum samkvæm sjálfum okkur. Annars leggjum við áherslu á öll velferðarmál, ungra fjölskyldna sem aldraðra. Góð uppeldisskil- yrði, leikskólar og skóladagvist eru nauðsynleg til að gera ungum mæðrum kleift að komast út á vinnumarkað og greiða þarf niður þjónustu dagmæðra fyrir börn undir 18 mánaða aldri. Tóm- stundaaðstaða verði góð á ódýran hátt, hjóla-, göngu- og reiðleiðir." - Hvernig er fjárhagsstaðan og næstu framkvæmdir? „Þegar saman eru metnar eignir og skuldir erum við vel stödd. Að- halds þarf að gæta, sérstaklega því að skuldir munu koma við bygg- ingu skóla og leikskóla. Byggja þarf nýjan grunnskóla á Selfossi og leikskóla á Eyrarbakka." Árborgarlistinn 1. Sigríður Ólafsdóttir, bæjarfulltrúi. 2. Margrét Ingþórsdóttir, bankamaður. 3. Torfi Áskelsson, verkstjóri. 4. Guðjón Sigurjónsson, lögfræðingur. 5. Jóhann Páll Helgason, fangavörður. 6. Guðrún Vignisdóttir, hjúkrunarfræðingur. 7. Guðmundur Lárusson, - Sigríður form. landssamb. kúabænda. Ólafsdóttir, 8. Ásmundur Sverrir Pálsson, atvinnuráðgjafi. bæjarfulltrúi. 9. Hansína Stefánsdóttir, form. Versl.mannafél. Amessýslu. 10. Ragnheiður Þórarinsdóttir, vaktmaður. Framsóknarflokkurinn 1. Kristján Einarsson, slökkviliðsstjóri. 2. María Ingibjörg Hauksdóttir, bóndi. 3. Þorvaldur Guðmundsson, kennari. 4. Nanna Bára Maríasdóttir, leiðb. 5. Björn Harðarson, bóndi. 6. Kristinn S. Ásmundsson, rafvirki. 7. Guðjóna Björk Sigurðardóttir, Iögregluþjónn. Kristján 8. Víglundur Guðmundsson, rafvirki. Einarsson, 9. Björg Elísabet Ægisdóttir, fangavörður. slökkviliðsstjóri. 10. Iialldór Gunnarsson, rafeindavirki. Sjálfstæðisflokkurinn 1. Ingunn Guðmundsdóttir, bankamaður. 2. Björn Gíslason, rakarameistari. 3. Samúel Smári Hreggviðsson, byggingatæknifr. 4. Sigrún Anný Jónasdóttir, gæðastjóri. 5. Sigurður Þór Sigurðsson, framkvæmdastjóri. 6. Jón Sigurðsson, deildarstjóri. 7. Guðrún Erla Gísladóttir, íþróttakennari. 8. Magnús Hlynur Hreiðarsson, end urmenntunarstj. 9. Þorsteinn Garðar Þorsteinsson, kennari. 10. Þórhallur Ólafsson, aðstoðarmaður dómsm.ráðh. Ingunn Guðmundsdóttir, bankamaður. Urslit 1994 atkv. fulltr. Framsóknarflokkur 809 3 Sjálfstæðisflokkur 778 3 Oháðir horgarar 676 3 Meirihlutasamstarf er með Sjálf- stæðisflokki (D) og Óháðum borgurum (K). Stokkseyri - úrslit 1994 atkv. fulltr. Framsóknarfl. 59 I Sjálfstæðisllokkur 91 2 Stokkseyrarlistinn 141 4 Eyrarbakki - úrslit 1994 atkv. fulltr. Sjálfstæðisflokkur 113 2 Lýöræðissinnar 62 I Ahugamenn um sveitarsljórnarmál 193 4 1 Sandvíkurhreppi var óhluthundin kosning. I leimild: Sveitastjórnarmanntal Sambands ísl.sveitarfél. Hverju spáirðu um kosningamar í Árborg? Kristinn Harðarson. Nýi listinn nær í 4, tekur einn af B. Sameiningin dreg- ur vonandi úr hreppapólitík, það þarf að draga úr návígi til að auðveldara sé að taka á sumum málum. Unnur Jónasdóttir. Það er spurning hvort af- staða þeirra fyrir sunnan breytir einhverjum hlutföll- um. Líklega verður staðan óbreytt. Eg er ekki búin að gera upp hug minn og á eft- ir að sjá hvaða fólk er í fram- boði, það ræður valinu. Sæmundur Ingólfsson. Eg held að þetta verði svipuð hlutföll, þrír af hverjum lista. Á-listamaðurinn er Iík- lega tæpastur, en ég veit ekki hvor hinna myndi fella hann ef til kæmi. Guðbjörg Bjamadóttir. Þetta er allt mjög óljóst, en fyrst þú vilt fá spá: Eg held að B-listinn bæti við sig á kostnað D-listans og að næsti meirihluti verði B og líklega Á frekar en D. AKUREYRARBÆR Halló kennari! Akureyrarbær leitar að áhugasömum og metnaðarfullum kennurum í eftirtaldar stöður skólaárið 1998-1999: Oddeyrarskóli er einsetinn grunnskóli með 130 nemendur 1 1 .-7. bekk. Næstu árin verða einnig unglingadeildir í skólanum og að hausti munu nemendur 8. bekkjar hefja nám við skólann. Oddeyrarskóla vantar kennara i: Bekkjarkennslu á miðstigi og raungreinakennslu í 8. bekk. Stuðnings- og sérkennslu. íþróttakennslu. Handmenntakennslu (hlutastarl - smíðar). Upplýsingar um starfið gefa skólastjórnendur í síma 462-4999. Síðuskóli er tvísetinn skóli þ.e. tvær bekkjardeildir eru eftir hádegi. í skólanum eru 600 nemendur 1 1.-10. bekk og eru tvær til þrjár hliðstæður í hverjum árgangi. Síðuskóla vantar kennara í: Almenna bekkjarkennslu í 1 .-5. bekk. 1 stöðu smíðakennslu, 1 stöðu handmenntakennslu, 1 stöðu myndmenntakennslu, 1 stöðu tónmenntakennslu og hálfa stöðu heimilisfræðikennslu. 1,5 stöðu sérkennslu. Islenskukennslu og raungreinakennslu í 8.-10. bekk. Einnig vantar þroskaþjálfa í heila stöðu og námsráðgjafa í hálfa stöðu. Upplýsingar hjá skólastjóra eða aðstoðarskólastjóra í síma 462-2588. I Síðuskóla vantar einnig forstöðumann skólavistunar í 65% stöðu. Upplýsingar um stöðuna veitir Kristín Kolbeinsdóttir forstöðumaður skólavistunar í símum 462-2588 eða 461-3473. Brekkuskóli er einsetinn skóli með 700 nemendum í 1.-10. bekk. Brekkuskóla vantar kennara í: Almenna bekkjarkennslu í 1. - 10. bekk, (kennslugreinar m.a. stærðfræði, íslenska og samfélagsgreinar í 8.-10. bekk). 1 stöðu í tölvukennslu (ritvinnslu og tölvufræði) og umsjón með tölvum. 2.5 stöður handmenntakennslu (hannyrðir og smíðar) í 1.-10. bekk. 1.5 stöðu tónmenntakennslu 1 .-7. bekk og forskóla tónlistar í 1. og 2. bekk. 1,5 stöðu heimilisfræðikennslu í 1 .-9. bekk. 1 stöðu í myndmenntakennslu í 5.-10. bekk. 3 stöður sérkennslu (kennarar með framhaldsmenntun í sérkennslufræðum). Upplýsingar veita: Sveinbjörn Markús skólastjóri og aðstoðarskóla- stjórarnir, Birgir eða Magnús, í síma 462-4241. Glerárskóli er einsetinn skóli með 500 nemendur í 1.-10. bekk. Glerárskóla vantar kennara í: Almenna bekkjarkennslu. 1 stöðu smíðakennslu, 1 stöðu handmenntakennslu (sauma) og hálfa stöðu tónmenntakennslu. 1 stöðu íslenskukennslu 1 8.-10. bekk. 2 stöður sérkennslu. 1 stöðu heimilisfræðikennslu (forföll v/ barnsburðarleyfis í september til febrúar). Einnig vantar þroskaþjálfa í 3 stöður. Upplýsingar hjá skólastjóra og aðstoðarskólastjóra í síma 461-2666. Giljaskóli er skóli í mótun í nýju húsnæði. Næstkomandi skólaár verður kennt í 1.-5. bekk og í sérdeild. Nemendafjöldi er um 150. Óskað er eftir metnaðar- fullu starfsfólki sem vill taka þátt í uppbyggingarstarfi 1 skóla fyrir alla. Giljaskóla vantar kennara í: Almenna bekkjarkennslu í 1. bekk. Stuðningskennslu í bekk. Einnig bókasafnskennara í hálfa stöðu. Upplýsingar gefa skólastjórnendur í síma 462-4820. Lundarskóli er einsetinn skóli með um 350 nemendur í 1.-7. bekk en mun á næstu árum fjölga í u.þ.b. 480 nemendur þar sem bætast við 8., 9. og 10. bekkur. Sérstaklega er því auglýst eftir kennurum sem áhuga hafa á að taka þátt í þessari breytingu. Á næsta skólaári verður hugað sérstaklega að tungumálum, raungreinum og tölvukennslu. Lundarskóla vantar kennara í: Almenna kennslu í 4.-8. bekk. 2 stöður sérkennslu. 2 stöður handmenntakennslu (saumar og smíðar), hálfa stöðu heimilisfræðikennslu og hálfa stöðu tónmenntakennslu. Upplýsingar gefa skólastjórar í síma 462-4888. Einnig veitir starfsmannadeild Akureyrarbæjar upplýsingar í síma 462 1000. Umsóknum skal skila til starfsmannadeildar, Geislagötu 9 á eyðublöðum sem þar fást. Umsóknarfrestur er til 22. maí 1998. Starfsmannastjóri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.