Dagur - 01.05.1998, Blaðsíða 5

Dagur - 01.05.1998, Blaðsíða 5
 FÖSTUDAGUR 1. MAl 1998 - S FRÉTTIR Ljóst er að ef afgreiða á hálendisframvðrpm þrjú og húsnæðis- frumvarpið er útilok- að að þinginu Ijúki 8. maí, eins og húið var að semja um. Stjóm- arandstaðan segist hafa verið svikin í há- lendismálinu. Taugastríð er nú hafið milli stjómar og stjórnarandstöðu á Alþingi. Stjórnarandstaðan seg- ist hafa verið svikin í sambandi við sveitarstjórnarlagafrumvarp- ið. Þar er átt við frumvarp um- hverfisráðherra um breytingu á skipulags- og byggingalögunum, sem lagt hefur verið fram til kynningar en ekki á að afgreiða fyrr en í haust. Stjórnarandstæð- ingar segjast hafa skrifað undir sveitarstjórnalagafrumvarpið í félagsmálanefnd í þeirri trú að breytingarfrumvarpið yrði af- greitt um leið og hin frumvörpin þrjú í vor. Stjórnarandstaðan leitaði afbrigða í gær til að fá frumvarpið á dagskrá en stjórn- arflokkarnir felldu það. I gær var kominn greinilegur málþófs- blær á umræðurnar. Samntngar teknir upp Páll Pétursson félagsmálaráð- herra og Valgerður Sverrisdóttir, formaður þingflokks Framsókn- arflokksins, voru sammála um að ekki væri hægt að afgreiða há- lendisfrumvörpin þrjú og hús- næðisfrumvarpið fyrir 8. maí en samið hafði verið um þingfrest- un þann dag. Páll sagði að ein til tvær vikur í viðbót væri raunhæf- ur tími ef stjórnarandstaðan ætl- aði að beita málþófi. Stjórnarandstæðingar segja að þingfrestun 8. maí sé útilokuð. Steingrímur J. Sigfússon sagði ljóst að allur málaflokkur ríkis- stjórnarinnar væri í upplausn eftir gærdaginn. Nú þyrftu menn að setjast niður og endurskipu- leggja þingstörfin. Guðmundur Arni Stefánsson, einn af þingforsetunum, sagði ljóst að taugastríðið, sem svo oft komi upp fyrir þingfrestun, væri nú hafið. Hann sagði þingmenn ekki hrifna af því að halda þing- haldi áfram fram að sveitar- stjórnarkosningum. “Eg trúi því að nú verði sest niður og samið. Eg gæti séð fyrir mér að hálend- isfrumvörpunum yrði frestað til hausts en húsnæðisfrumvarpinu hleypt í gegn,“ sagði hann. Svikabrigsl Þegar tillaga um að taka frum- varp umhverfisráðherra á dag- skrá hafði verið felld á Alþingi í gær hófust harðvítugar umræður þar sem stjórnarandstaðan brigslaði stjórnarflokkunum um svik. Ögmundur Jónasson sagðist hafa skrifað undir frumvarpið í félagsmálanefnd eftir að honum hafði verið sýnt breytingafrum- varp umhverfisráðherra. Nú ætti ekki afgreiða það með hinum frumvörpunum. Það væru hrein svik. Undir þetta tók Kristín Ast- geirsdóttir, formaður félagsmála- nefndar. Svavar Gestsson sagði nú ófrið á Alþingi. Meirihlutinn hefði sett sundur friðinn. Hann sagðist á sínum þingmannsferli aldrei hafa vitað jafnmarga þingmenn talið sig svikna og nú. Undir það tók Guðný Guðbjörnsdóttir og sagði skelfilegt að upplifa þing- haldið um þessar mundir. -S.DÓR Einar Sigurðsson. Hugleiðir nagræða „Það er rétt að við erum að hag- ræða í ferðaskrifstofustarfsem- inni. Við munum hins vegar ekki kynna þessi skref fyrr en við höf- um farið í gegnum samkeppnis- yfirvöld. Þessi vinna er í fullum gangi en ég get lítið sagt annað í augnablikinu,“ sagði Einar Sig- urðsson, aðstoðarforstjóri Flug- leiða, í samtali við Dag í gær. Blaðið hefur heimildir fyrir því að Ferðaskrifstofa Islands og Ur- val-Utsýn muni auka með sér samstarf á næstunni en þær eru í eigu Flugleiða. Einar segir að engar uppsagnir séu á döfinni. Er hrein sameining á döfinni? „Nei, en við leitum að nánara samstarfi milli þessara fynrir- tækja. Þessi skref verða stigin f þjónustu við erlenda ferðamenn. Eg get nefnt sem dæmi að það er ekki gáfulegt að keyra tvo hálf- tóma rútubíla sama hringinn með þýska túrista frá tveimur fyrirtækjum," sagði Einar. — BÞ Samherji kaupir nótaskip í Noregi Samherji hefur fest kaup á einu fullkomnasta flottrollskipi Norðmanna, en það getur borið 2.200 tonn af loðnu. Samherji hefur fest kaup á skipi sem verð- ur eitt af flaggskipum íslenska uppsjávar- fiskiflotans. Útgerðarfélagið Kistufell, sem er í eigu Samherja á Akureyri, hef- ur fest kaup á flottrolls- og nóta- skipinu Gardari af útgerð í Östervoll í Noregi og kemur það í stað Jóns Sigurðssonar GK, sem var seldur til Færeyja á sl. ári. Skipið, sem var smíðað árið 1990, er eitt fullkomnasta og öfl- ugasta flottrollskip Norðmanna og hefur að undanförnu verið á kolmunnaveiðum við Skotlands- strendur. Skipið er 2.300 brúttó- rúmlestir, 76 metra langt og 12 metra breitt oggetur borið 2.200 tonn afloðnu. I skipinu er 1.450 rúmmetra frystiklefi og 6 RSV- sjókælitankar sem má breyta í frystilestir. Hægt er að flaka og frysta síld um borð í 6 flökunar- vélum, og er afkastagetan um 150 tonn af síldarflökum á sólar- hring. Skipið mun heita Garðar EA- 310 og hélt það í gær til kolmunnaveiða í færeysku lög- sögunni en fer síðar á síld og loðnu. Skipstjóri er íslenskur en 26 manna norsk áhöfn verður á skipinu til að byrja með en síðar verður óskað eftir viðræðum við hérlend stéttarfélög vegna ráðn- ingar á skipið en sérstök ákvæði fyrir mannfrek nótaveiðiskip af þessari stærðargráðu eru ekki til staðar í íslenskum kjarasamning- um. - GG Sj álfstæðisfLokkur fær fLnunmeim Niðurstöður skoðanakönnunar sem Gallup gerði fyrir Ríkisút- varpið á Akureyri gerir ráð fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn (D) fái 5 bæjarfulltrúa, Framsóknarflokkur (B) 3, Akureyrarlistinn (F) 2 full- trúa og Listi fólksins (L) einn fulltrúa. Næsti maður kæmi inn af Akureyrarlista. Úrtakið var tilviljanakennt úr þjóðskrá. í því voru 832 Akureyr- ingar á aldrinum 18-75 ára og var svarhlutfall rúmlega 70%. Mjög hátt hlutfall fólks í úrtakinu tók ekki afstöðu, eða 55,6%, eða um 65% kvenna og 45% karla. Því eru ályktanir um fylgi lista og skipt- ingu bæjarfulltrúa nokkuð hæp- nar. F-Iista sögðust 8,3% kjósa eða 22,2% þeirra sem afstöðu tóku; B-lista 10,8% eða 28,7% þeirra sem afstöðu tóku; D-lista 15,3% eða 40,7% þeirra sem af- stöðu tóku og L-lista 3,1% eða 8,3% þeirra sem afstöðu tóku. 3,6% aðspurðra sögðust ekki ætla að kjósa, 3,3% sögðust ætla að skila auðu og 55,6% sögðust ekki vita hvað þeir mundu kjósa. — GG Milluni á Akuxeyri fíölgax enn Enn einn millljónamæringurinn varð til á Akureyri í gær, þegar ein- stæð tveggja barna móðir hreppti 20 milljóna króna vinning í happ- drætti DAS. Þetta er í þriðja sinn á skömmum tima sem Akureyring- ur dettur í stóra lukkupottinn því nýlega fór norður 35 milljóna vinn- ingur Happdrættis Háskólans og 40 milljóna króna pottur Víkinga- lottósins. Fjölmenni við útföx Axna Ingiuiund- axsonax Fjölmenni var við útför Arna Ingimundarsonar söngstjóra sem gerð var frá Akureyrar- kirkju í gær. Gamlir Geysisfé- lagar báru kistuna úr kirkju, en Arni stjórnaði þeim kór til mar- gra ára. Fremst fer Haukur Jak- obsson en kistuna bera Vigfús Björnsson, Haraldur Helgason og Sigurður Svanbergsson hér nær en ljær Bragi Asgeirsson, Reynir Valtýsson og Aðalsteinn Jónsson. Fxamboðsfundux í beinni Fyrsti framboðsfundur Ríkisútvarpsins vegna sveitarstjórnarkosning- anna í vor verður í Ráðhúsinu í Reykjavík í beinni útsendingu á Rás 1 og í Sjónvarpinu. Þar mæta oddvitar Reykjavíkurlistans, Sjálfstæð- isflokksins, Húmanista og hugsanlega fleiri framboða en frestur til að skila framboðum rennur út á morgun. Fundurinn í Ráðhúsinu hefst kl. 14:00. Framboðsfundir í beinni útsendingu verða einnig á Kópavogi, Hafnarfirði ogAkureyri og sýndir verða 9 kynningarþættir frá 19 stöð- um næstu 3 vikurnar. Fram að kosningum verða birtar fjölmargar kannanir sem Gallup gerir á fylgi flokka víða um land, samkvæmt samkomulagi þess við RÚV. Sverrix xauf ekki bankaleynd Bankaeftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sverrir Hermannsson, fyrrum bankastjóri Landsbank- ans, hafi ekki rofið bankaleynd í blaðaskrifum sínum Sverrir undanfarið. Bylgjan greindi frá þessu í gær. Hermannsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.