Dagur - 01.05.1998, Blaðsíða 2

Dagur - 01.05.1998, Blaðsíða 2
18-FÖSTUDAGUR l.MAÍ 1998 D^ir LÍFIÐ í LANDINU Sögusagnir eru á kreiM um það að Björk Guðmundsdóttir sé á leið til ís- lands til að setjast að aftur eftir nokk- urra ára heimilisfesti í Lundúnum. Sindii sonur hennar fer að komast á táningsárin og kann það að valda bú- setuflutningum þeirra mæðgina. Björk veröur þá að passa upp á alþjóðlega formió með öðrum hætti en reynst hcf- ur svo bærilega til þessa. Þau mæðgin eru alltaf aðdáunarefni íjölmiðlamanna sem við kannast og spinnast skemmtilegar sögur af. Ein er frá því þegar Björk var að gera einn af sínum fyrstu mikil- vægu plötusamningum, og sú frcgn flaug heim að hún fengi milljón pund í fyrirframgreiðslu. Blaðamaður á DV var ekki seinn á sér að hringja út til að vita hvort þetta væri rétt. Á hinum endanum var símanum svarað og var þar Sindri son- ur, þá eittlivað um átta ára. Hann var ekki seinn á sér og breytti rödd sinni og svaraði spumingum blaðamaims greið- lega. „Jú jú, ég fæ alveg helling af peningum." Blaðamaður- inn sem fann að hann hafði hitt á óskastundina spurði ítar- lega um málið og klykkti út með eimii góðri: Hvað ætlar þú svo að gera við alla þessa peninga? Svarið lét ckki á sér standa hjá „Björk“: „Ég ætla að gefa það allt bágstöddum!" Móðirin skellihló að öllu saman en DV var íyrst með frétt- ina. íheild. Fleiri fregnir úr íslendinganýlendumii í London herma að Jakob Magnússon sé á kafi í rekstri hugbúnaðarfyrirtæk- is í eigu norsks auðkýfings, en Ragn- hildur kona hans einbeiti sér að tón listinni. Það geri líka félagi þeirra í listinni, Friðrik Karlsson gítarleik- ari, sem hafi nóg að gera með helstu toppmönnum Lundúna. Jakob Frímann Magnússon. Stórtenórinn Kristján Jóhaimsson hyggst halda stórtónleika á Akureyri í október næstkomandi. Tónleikamir verða til minningar um föður Kristjáns Jóhann Konráðsson í tilefni af því að hann hefði orðið áttræður í nóvember síðastliðnum. Undirhúningur er þegar hafinn og mun Sinfóníuhljómsveit Norðurlands leika með stórsöngvaran- um. Búist er við mikilli aðsókn, enda var uppselt á síðustu tónleika Kristjáns á Akureyri, áður en þeir vom auglýstir. Enn ein sjónvarpsrás- in erað hefjagöngu sína þessa dagana, en það erBamarásin, sjónvarpsstöðfyrir böm á aldrinum 2-12 ára. Dagskrárstjóri nýju Barnarásar- innar er Guðrún Bjarnadóttir en rásin er í eigu nokkurra einkaað- ila. „Upphafsmaður að þessari rás er Böðvar Guðmundsson sem rekið hefur fyrirtækið Hljóð og mynd,“ segir Guðrún. „Núna eru yfir 20 leikarar á fullu við að talsetja myndir, en við munum eingöngu sýna talsett efni fyrir yngstu kynslóðina og texta leikið efni fyrir unglingana." Barnarásin mun sýna mikið efni frá Nickelodeon sem er ein þekktasta barnasjónvarpsstöð í heimi og er í eigu Viacom. Nickelodeon leggur mikla áherslu á að vera með vandað barna- og unglingaefni sem er ofbeldislaust og sýnir veröldina með augum barna. Einnig er þess gætt að jafnrétti sé í heiðri haft og efnið höfði jafnt til stúlkna og pilta og að þættirnir fjalli um reynslu barna og séu skemmtilegir og fjölbreyttir. Gert er ráð fyrir því að efnið frá Nickelodeon muni nema allt að 50% af öllu efni sem stöðin sendir út. 35 klukkustimdir á viku „Við munum senda út efni í 35 klst. á viku,“ segir Guðrún. „Með haustinu ætlum við svo að fara í að framleiða efni sjálf en verðum einnig með efni frá MTV tónlistarstöðinni, öðrum barnastöðvum víða um heim og svo erum við í samstarfi við Námsgagnastofnun sem meðal annars mun leggja til úrvals fræðsluefni á íslensku. Pakkinn kostar 1.150 kr. á mánuði, sem er ódýrara en eitt myndband ef það er keypt,“ bætir hún við. „Við dreifum efninu í gegnum Breiðvarp Pósts og síma og það er byrjað að selja aðgang að rásinni. Fyrsta mánuðinn verður rásin þó höfð opin til kynning- ar.“ Efnið frá Nicelodeon er ekki bara talsett, þess er gætt vand- lega að raddirnar passi. Þvf er allt efni sent í talprufur og hér á landi eru nú staddir tveir aðilar frá fyrirtækinu, Jules Bocknett, dagskrárstjóri, sem fylgist með talsetningu og fer yfir efnið og Samantha Marther sem er hjá Rauða dreglinum og fylgist með vinnslu á skiltum á íslensku. Leikstóri að íslenskri talsetningu er Saga Jónsdóttir leikkona og Maríanna Friðjónsdóttir er sér- stakur ráðgjafi. „Við erum mjög bjartsýn og trúum því að foreldr- ar vilji að börn þeirra sjái ofbeld- islaust og vandað barnaefni,“ segir Guðrún. „Við lítum fyrst og fremst á þetta sem viðbót við það efni sem fyrir er, en ekki beina samkeppni." -vs Rússneski handboltamaðurinn Oleg Titov gerði stór skemmtilega og óvenjulega játningu á íþróttasíðu Morgun- blaðsins nýlega. Þcgar honum var hælt íýrir góða frammi- stöðu hjá Fram í vetur sagði kappinn hreinskilnislega að sín íýrrverandi hafi farið af landi brott í iýrra ásamt hami þeirra „þannig að ég var einn eftir það. En ég varð ástfanginn af ís- lenskri konu, sem vildi mig rcyndar ekki - en hún veitti mér engu að síður mikinn kraft. Ég veit að ég lék svona vel í vet- ur hennar vegna,“ segir Titov. Helgarpotturinn spyr sig að því hver kraftaverkakonan getur verið og óskar um leið Titov velgengni í ástamálunum. Maöur vlkuimar ereiim Ólafur Örn Haraldsson stendur einn þingmaður þeirra þéttbýlisbúa sem vilja hafa úhrif á framttðarskipan hálendisins - við hlið jafnaðar- manna - gegn sameinuðum stórflokki Sjálfstæðis- framsóknar ogAl- þýðubandalags. Ólafur hefur talað gegn áformum ríkisstjórnarinnar í hálendismálinu og húðskammað aðra þingmenn þéttbýlis fyrir að standa ekki vörð um hagsmuni umbjóðenda sinna. Auðvitað hafa þingmenn stjómar með mikinn meirihluta leyfi til að hlaupast undan merkjum stöku sinnum - og þykir engum mikið - en Ólafur hefur sýnt að hann hefur í raun og sannleik sannfæringu í málinu. Hann og Rannveig Guðmundsdóttir hafa haldið á loft merkjum heildarinnar, sem er meira en hægt er að segja um þá þingmenn sem Ijúga bæði að sjálfum sér og öðrum að hagsmunum allra landsmanna hafi verið borgið. Þeir sem vilja kjósa Ólafí næstu kosningum geta það hins veg- ar ekki nema kjósa alla hina sem hann er á móti. Ólafur Örn Haraldsson er maður vikunn- ar, eini þingmaður þéttbýiis i sameinuð- um andstöðuflokki Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Alþýðubandalags.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.