Dagur - 01.05.1998, Blaðsíða 5

Dagur - 01.05.1998, Blaðsíða 5
Tk^ur FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1998 - 21 LÍFIÐ í LANDINU Á Listahátíð í Reykja- víkísumarverður áhersla á framandi listviðhurði. Á dag- skránni verðureinnig flugdrekasýning og fleira spennandifyrir bömin. Þórunn Sigurðardóttir, formaður framkvæmdastjórnar Listahátíðar iReykjavik segir að sumir eriendu listamannanna hafí aldrei farið út fyrirsitt heimaland áður. Hér er Þónjnn Lh. ásamt Signýju Pálsdóttur, framkvæmdastjóra Listahátíðar. mynd:bg Framandi verk frá fj arlægum löndum Listahátíð í Reykjavík verður sett við Reykjavíkurhöfn 16. maí. Fjölskyldur setja flugdreka á loft, kínverskir flugdrekameistarar fara með fljúgandi dreka og gangandi orma um hafnarsvæðið og börn fá að kríta listaverk £ afrískum anda á IYliðbakkann. Danadrottning mun ganga ásamt forseta Islands inn í port Hafnar- hússins til að verða þar viðstödd opnun hátíðarinnar. Eftir ávörp mun Amlima, félagar í Þjóðar- balletti Togo, sýna söng, dans og leika á hljóðfæri og veitt verður viðurkenning úr Errósjóði í fyrsta sinn. Borgarstjóri opnar Errósýn- inguna „Konur“ í sýningarrými Listasafns Reykjavíkur í Hafnar- húsinu og götuleikhús Amlima leikur sfðan listir sínar á Hafnar- bakkanum. Indverskt dansatriði „Við höfum reynt að hafa í huga að fjölbreytnin sé mikil. Við erum bæði með listamenn frá þekktum menningarsvæðum, sí- gilda fræga listamenn frá Evr- ópu, og listamenn sem koma mjög langt að - frá heimssvæðum sem við kynnumst sjaldan í ná- vígi hér á Islandi. Við höfum lagt áherslu á að velja fremstu lista- menn frá þessum svæðum því að það er mikið framboð, sérstak- lega af fólki sem er flutt frá sín- um heimalöndum en þetta fólk kemur nánast allt beint hingað frá Afríku, Asíu og Mexíkó og sumt af því hefur aldrei farið út fyrir sitt heimaland áður,“ segir Þórunn Sigurðardóttir, formaður framkvæmdastjórnar Listahátíð- ar. Ymsir sjaldséðir, erlendir gestir verða með atriði á hátíðinni að þessu sinni. Fyrir utan Amlima og kínversku flugdrekameistar- ana má nefna hinn óviðjafnan- lega sirkus „Ósýnilegi hringur- inn“ með Victoriu Chaplin og Jean-Baptiste Thierrée sem hlot- ið hefur frábæra dóma og mikla aðsókn víða um heim. Þá verður á dagskránni indverskt dans- og tónlistaratriði, Seiður Indlands, með einni virtustu dansmær Ind- lands. Tónlistarhópurinn Hesperion XX, sem samanstend- ur af Jordi Savall, Montserrat Figueras og Rolf Lislevand, mun einnig koma fram. Leikrit um Downs Unga Klara, leikhópur við Borg- arleikhúsið í Stokkhólmi, kemur hingað til Iands með verk eftir Nils Gredeby, Nýja lífíð hennar Írinu, sem byggir á bók eftir finnlandssænsku skáldkonuna Ir- inu von Martens en hún er með Downs heilkenni. Gamanleikur- inn fjallar um þroskahefta ein- staldinga með Downs heilkenni sem búa á sambýli og dreymir um að vera eins og hinir; í sam- búð, vinna fyrir launum og Iifa kynlífi. En þessi löngun er bland- in hræðslu. Að sjálfsögðu þarf varla að taka fram að hér er á ferðinni mjög óvenjulegt en sterkt leikhúsverk sem hefur vak- ið mikia athygli. Dansinum verður gert hátt undir höfði í tilefni 25 ára af- mælis Islenska dansflokksins. Jirí Kylián, einn virtasti danshöfund- ur síðustu áratuga kemur með dansflokk sinn á hátíðina og dansarar á vegum Nederlands Dans Theater koma fram í Borg- arleikhúsinu. Að sjálfsögðu verður svo að nefna stjörnuna sjálfa, sópran- söngkonuna Galinu Gorchakova, sem kemur fram í Háskólabíói 2. júní. Hún var aðalsópran Kirovóperunnar í Sánkti Péturs- borg og húin að vinna hug og hjörtu Rússa þegar hún sló í gegn á Vesturlöndum í óperunni Eldenglinum í London árið 1991. Hún er nú talin ein fremsta sópransöngkona verald- ar. Sprottin úr hjarðmennsku Fyrir utan Errósýninguna í Hafn- arhúsinu má nefna sýningu á kirkjuklæðum Margrétar II Danadrottningar í Þjóðminja- safninu en Margrét Þórhildur hefur fengist við listsköpun frá árinu 1970. Af öðrum Iistsýningum má nefna afar spennandi listsýningu í Ráðhúsi Reykjavíkur 17. maí til 7. júní, Hlið sunnanvindsins, með verkum eftir listamennina Chissano, Mucavele og Ma- langatana sem allir hafa hefð- bundinn mósambískan bakgrunn og ólust upp við búskap á smá- býlum og hjarðmennsku. Þessir Iistamenn hafa Iitla formlega menntun og fluttust ungir til borgarinnar. Vendipunktur varð í lífi þeirra þegar þeir uppgötvuðu listina og fóru sjálfír að móta sitt myndmál. í verkum þeirra er ferskleiki og óheft sköpunargleði fyrir utan sérstök einkenni frá Mósambík. Þessi sýning er kom- in hingað til lands í samvinnu við Þróunarsamvinnustofnun ís- lands. Tvö ný verk fnunflutt Islendingar láta að sjálfsögðu ekki sitt eftir liggja á Listahátíð að þessu sinni. Af tónlistaratrið- um má nefna Sinfóníuhljómsveit íslands undir stjórn Yan Pascal Tortelier, einleikari Viviane Hagner. Þá munu Martial Nar- deau og félagar hans flytja tónlist frá ýmsum heimshornum ásamt Tríói Reykjavíkur. Chilingirian strengjakvartettinn mun halda tónleika ásamt Einari Jóhann- essyni einleikara og rokk-salsa- popp óperan Carmen Negra verður flutt í íslensku Óperunni. Kanúkaflokkurinn Voces Thules flytur Þorlákstíðir í Dómkirkju Krists konungs Landakoti um mánaðamótin maí-júní. „Margir framúrskarandi Is- lendingar koma fram á Listahá- tfð. Það má segja að Sinfóníu- hljómsveitin og Islenski dans- flokkurinn fá sérstaka athygli þar sem við höfum fengið mjög fræga listræna stjórnendur til að vinna með þeim. Mjög margir fs- Ienskir m)Tidlistarmenn sýna verk sín. Eg vil sérstaklega nefna Strandlengjuna með verkum 25 myndhöggvara. Síðan verða frumflutt tvö ný íslensk tónverk eftir Jón Nordal og Hauk Tómas- son og ég held að þau bæði veki mikla athygli því að þetta eru tveir af fremstu tónskáldum okk- ar,“ segir Þórunn. Smiðjur fyrir börnin Myndlistarsýningarnar eru af ýmsu tagi enda sýningar í flest- um, ef ekki öllum, sýningarsöl- um borgarinnar. Götulistaverk verður við Hljómskálann og list- viðburðurinn Flögð og fögur skinn verður settur upp af ís- lensku menningarsamsteypunni art.is í samstarfi við Listahátíð, Nýlistasafnið og fleiri stofnanir. Viðfangsefni verkefnisins er mannslíkaminn eins og hann birtist í menningu okkar. I Þjóðarbókhlöðunni verður sýning á íslenskum handritum fyrri alda og í Arnagarði verða sýnd handrit tengd Skálholti. Raðganga verður reglulega um Reykjavík í samvinnu Arkitekta- félags Islands og byggingarlista- deildar Listasafns Reykjavíkur. Loks fá börn að spreyta sig í Ijós- myndasmiðju, bókmenntasmiðju og flugdrekasmiðju auk þess sem sýnd verða portrett eftir börn. -GHS Velkomin í Villta vestrið AUKASÝNINGAR AUKASÝNINGAR Nýtt ísl. leikrit eftir Ingibjörgu Hjartardothir. Leikstjóri Helga E. Jénsdóttir. Tónl. stj. Ingólfur Jóhannsson 17. sýning iöst. 8. maí. kl 20.30 18. sýning laug. 9. mai kL 20.30 Allra síðustu sýningar Miðapantanir í síma 463 1195 irá kl. 17.00. - 19.00. VISA - EURQ -;i:- -:i:- Gisting og matur fyrir hópa að Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit. HLAÐAN er opin eftir sýningar upplýsingar í síma 463 1380 tfreyvangs-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.