Dagur - 01.05.1998, Qupperneq 9

Dagur - 01.05.1998, Qupperneq 9
FÖSTUDAGVR 1. MAÍ 1998 - 25 biðlistum á stærstu svæðunum, í Reykjavík og á Reykjanesi," segir hún. Fólk fær ekki að deyja „Með þessum hraða sem félags- málaráðherra hefur kosið meg- um við bíða lengi eftir úrræðum fyrir þetta fólk. Margt af því býr hjá öldruðum foreldrum. Fólk getur varla dáið frá börnunum sínum. Þetta er mjög alvarlegt ástand og ekki sýnt að það eigi að gera neitt til að rétta það við. Það er stefnt að því að sveitarfé- lögin yfirtaki þennan málaflokk en sá grunur vaknar að það sé verið að svelta þennan mála- flokk fyrir yfirtökuna þannig að ríkið þurfi ekki að sjá af eins miklu fjármagni til sveitarfélag- anna þegar yfirtakan verður," segir Asta. Ásta hefur orðið fyrir ýmsum áföllum í Iífinu, það nýjasta fyrir aðeins sex vikum þegar hún greindist með krabbamein hægra megin í lunga. Hún er í lyfjameðferð og byrjar fljótlega í geislameðferð. Hún kveðst vera bjartsýn á batahorfur og reiknar með því að vera búin að ljúka meðferðinni í haustbyijun. Enn sem komið er bendi ekkert til annars en að hún nái sér að fullu. Svara vel meðferð „Auðvitað er svona áfall. Manni er kippt svolítið út úr hringiðu lífsins en ég hins vegar hef verið mjög bjartsýn og ætla að vera það áfram. Eg tel að það sé hluti af meðferðinni að líta ekki alltof svart á málin enda hef ég svo sem ekki ástæðu til annars. Hér er frábær meðferð í boði og nýj- ungar eru komnar hingað áður en fólk snýr sér við. Islenskir krabbameinslæknar hafa sótt það besta til allra heimsálfa þannig að ég hef ekki ástæðu til að ætla annað en að þetta gangi vel. Ég svara mjög vel meðferð," segir hún. Nú segist Ásta telja það mikil- vægara en nokkru sinni áður að rækta vel fjölskyldu sína, börn og vini. „Við eigum frábæra fjöl- skyldu og vini sem styðja okkur ákaflega vel. Það er svo sem enginn öruggur í þessu lífi. Það er kannski alveg eins miklar Iík- ur á því að maður lendi í alvar- legu umferðarslysi og að fá ill- kynja sjúkdóm. Maður ræður ekki stað né stund. Þetta er auð- vitað það sem maður hugsar þegar alvarleg veikindi koma upp, að maður vilji verja meiri tíma með sínum nánustu," segir hún og samsinnir að það sé „tabú“ að fá illkynja sjúkdóm og ræða um dauðann en það er greinilegt að hún Iætur slíkt „tabú“ ekkert á sig fá. Tala opið um hlutina „Vegna minnar menntunar og starfa þá horfir þetta kannski öðruvísi við mér og fjölskyld- unni. Það hefur verið hluti af okkar daglegu störfum að fást við svona hluti. Þetta er ákveðin stimplun, að draga fólk í dilka, og \rið sem fjölskylda höfum alla tíð fundið fyrir þessari stimplun. Maður iærir að lifa með henni og hjálpa umhverfinu með hana. Þetta snýst fyrst og fremst um það að fólk er óöruggt. I gamla daga þegar við hittum fólk í fyrsta skipti með Ásdísi Jennu þá leið maður með fólkinu því að það kunni ekki að höndla stöðuna. Þá veltur mikið á því að maður reyni að hjálpa fólki út úr þessari klemmu og það held ég að maður geri best með því að tala opið um hlutina og vera ekki hræddur við það,“ segir hún. Ásta settist inn á þing um ára- mót og segir Alþingi spennandi umhverfi og starfsvettvang. Hún telur að sérþekking sín í heil- brigðismálum og félagsmálum komi sér til góða. Hún situr í umhverfisnefnd þingsins og þarf að kynna sér þar alveg nýjan málaflokk. „Sem þjóð þurfum við að hysja vel upp um okkur ef við ætlum ekki að vera eftirbátar annarra," segir hún og telur að ekki sé næg áhersla á umhverfis- mál í daglegu lífi þjóðarinnar. Is- lendingar geti ekki haldið áfram með stóriðjuáformin eins og ekkert hafi verið samþykkt í Kýótó meðan náttúra landsins sé markaðssett sem hrein og óspillt. Gjörbreytt viðhorf til umhverfismála séu í heiminum í dag og til þeirra þurfi að taka til- lit. Það sé ákveðin mótsögn í því að selja landið erlendum ferða- mönnum sem hreint og óspillt á sama tíma og þjóðin keppist við að byggja stóriðjuver. Beðið eftir allaböllum Ásta hefur verið varaformaður Alþýðuflokksins í tæp tvö ár og starfað þar náið með Sighvati Björgvinssyni formanni enda greinilegt í málflutningi hennar að í henni á hann harðan stuðn- ingsmann. Hún telur að ómak- lega hafi verið vegið að Sighvati í ýmsum málum en hann hafi hins vegar haldið vel á spilum, bæði í málefnum flokksins, Al- þýðublaðsins og sameiningarvið- ræðum. Þau Sighvatur tóku við flokknum við sérkennilegar kringumstæður því að þingflokk- ur Alþýðuflokksins hafði verið sameinaður Þjóðvaka í þingflokk jafnaðarmanna. Ástu eru sameiningarmál vinstri flokkanna að sjálfsögðu hugleikin enda tóku þau Sig- hvatur við flokknum þegar flokksþingið hafði ályktað um „að beita sér fyrir sameiningu jafnaðarmanna". Á þessu þingi fékk Sighvatur óskorað umboð til að ganga til samninga við hina flokkana um sameiginlegt framboð í Alþingiskosningum 1999. Sameiningarhugmyndin hefur fengið mikinn hljómgrunn enda sameiginlegt framboð fé- lagshyggjuflokka í nær öllum sveitarfélögum á landinu. Nú er beðið eftir ályktun Alþýðu- bandalagsins á landsfundi í sumar og ætti þá að ráðast hvort af sameiginlegu framboði verð- ur. Ásta hefur litlar áhyggjur af leiðtogaleit fyrir slíkt framboð og telur að Ingibjörg Sólrún standi við yfirlýsingar um að sitja út kjörtímabilið fái hún til þess umboð í borgarstjórnar- kosningunum í vor. Hef hug á þmgmennsku En hvaða metnað hefur Ásta í stjómmálum; vill hún halda áfram sem varaformaður eða hef- ur hún kannski áhuga á ein- hverju ráðherraembættinu? „Eg hef þann metnað að gera vel það sem ég tek mér fyrir hendur. Eg er rétt að bytja mína þingmennsku og hef fullan hug á að bjóða mig fram til næstu Alþingiskosninga. Eg tel mig hafa margt fram að færa á þess- um vettvangi. Varðandi varafor- mennskuna þá er ég alls ekki til- búin til að svara þeirri spurn- ingu á þessari stundu. Við stöndum í miðjum breytingum í hinu pólitíska landslagi og alls- endis ómögulegt að taka miklar ákvarðanir út frá einstaklingum á þessari stundu. Metnaður minn á þessari stundu er sá að okkur takist ætlunarverk okkar og að afloknum Alþingiskosning- um 1999 fái þjóðin ríkisstjórn sem hefur jafnaðarstefnu að leiðarljósi," svarar hún. Ásta er í lyfjameðferð og byrjar fljótlega i geislameðferð. Hún kveðst vera bjartsýn á batahorfur og reiknar með þvi að vera búin að Ijúka meðferðinni i haustbyrjun. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings Vinningar í Heita pottinum 4. flokkur 1998 Kr. 1.881.000 Kr. 9.405.000 (Tromp) 9296B 9296E 9296F 9296G 9296H Kr. 80.000 Kr. 400.000 (Tromp) 8552B 8597B 22270B 52831B 8552E 8597E 22270E 52831E 8552F 8597F 22270F 52831F 8552G 8597G 22270G 52831G 8552H 8597H 22270H 52831H Kr. 15.000 Kr. 75.000 (Tromp) 1123B 8725B 15255B 29216B 35962B 52610B 1123E 8725E 15255E 29216E 35962E 52610E 1123F 8725F 15255F 29216F 35962F 52610F 1123G 8725G 15255G 29216G 35962G 52610G 1123H 8725H 15255H 29216H 35962H 52610H 3734B 9199B 19165B 30045B 36951B 53302B 3734E 9199E 19165E 30045E 36951E 53302E 3734F 9199F 19165F 30045F 36951F 53302F 3734G 9199G 19165G 30045G 36951G 53302G 3734H 9199H 19165H 30045H 36951H 53302H 4148B 11375B 28542B 32134B 43730B 54358B 4148E 11375E 28542E 32134E 43730E 54358E 4148F 11375F 28542F 32134F 43730F 54358F 4148G 11375G 28542G 32134G 43730G 54358G 4148H 11375H 28542H 32134H 43730H 54358H 5685B 11420B 28673B 33564B 48297B 54378B 5685E 11420E 28673E 33564E 48297E 54378E 5685F 11420F 28673F 33564F 48297F 54378F 5685G 11420G 28673G 33564G 48297G 54378G 5685H 11420H 28673H 33564H 48297H 54378H Kr. 5.000 25.000 (Tromp) 320B 320E 320F 320G 320H 803B 803E 803F 803G 803H 1893B 1893E 1893F 1893G 1893H 1927B 1927E 1927F 1927G 1927H 2538B 2538E 2538F 2538G 2538H 3441B 3441E 3441F 3441G 3441H 7444B 7444E 7444F 7444G 7444H 7869B 7869E 7869F 7869G 7869H 8309B 8309E 8309F 8309G 8309H 8975B 8975E 8975F 8975G 8975H 9073B 9073E 9073F 9073G 9073H 9530B 9530E 9530F 9530G 9530H 10392B 10392E 10392F 10392G 10392H 11009B 11009E 11009F 11009G 11009H 11336B 11336E 11336F 11336G 11336H 12745B 12745E 12745F 12745G 12745H 13891B 13891E 13891F 13891G 13891H 14118B 14118E 14118F 14118G 14118H 15983B 15983E 15983F 15983G 15983H 17224B 17224E 17224F 17224G 17224H 19206B 19206E 19206F 19206G 19206H 19908B 19908E 19908F 19908G 19908H 20052B 20052E 20052F 20052G 20052H 20100B 20100E 20100F 20100G 20100H 20432B 20432E 20432F 20432G 20432H 20771B 20771E 20771F 20771G 20771H 20816B 20816E 20816F 20816G 20816H 21321B 21321E 21321F 21321G 21321H 22225B 22225E 22225F 22225G 22225H 22550B 22550E 22550F 22550G 22550H 26186B 26186E 26186F 26186G 26186H 27430B Kr. 27430E 27430F 27430G 27430H 27787B 27787E 27787F 27787G 27787H 28445B 28445E 28445F 28445G 28445H 28527B 28527E 28527F 28527G 28527H 29600B 29600E 29600F 29600G 29600H 30864B 30864E 30864F 30864G 30864H 32013B 32013E 32013F 32013G 32013H 32355B 32355E 32355F 32355G 32355H 32970B 32970E 32970F 32970G 32970H 34358B 34358E 34358F 34358G 34358H 36384B 36384E 36384F 36384G 36384H 37048B 37048E 37048F 37048G 37048H 37395B 37395E 37395F 37395G 37395H 39173B 39173E 39173F 39173G 39173H 39518B 39518E 39518F 39518G 39518H 40297B 40297E 40297F 40297G 40297H 41250B 41250E 41250F 41250G 41250H 41524B 41524E 41524F 41524G 41524H 42532B 42532E 42532F 42532G 42532H 42709B 42709E 42709F 42709G 42709H 42774B 42774E 42774F 42774G 42774H 42998B 42998E 42998F 42998G 42998H 44635B 44635E 44635F 44635G 44635H 44761B 44761E 44761F 44761G 44761H 46430B 46430E 46430F 46430G 46430H 46875B 46875E 46875F 46875G 46875H 47614B 47614E 47614F 47614G 47614H 48713B 48713E 48713F 48713G 48713H 51452B 51452E 51452F 51452G 51452H 51568B 51568E 51568F 51568G 51568H 52205B 52205E 52205F 52205G 52205H 52701B 52701E 52701F 52701G 52701H 52717B 52717E 52717F 52717G 52717H 53661B 53661E 53661F 53661G 53661H 53667B 53667E 53667F 53667G 53667H 54643B 54643E 54643F 54643G 54643H 55210B 55210E 55210F 55210G 55210H 56241B 56241E 56241F 56241G 56241H 57633B 57633E 57633F 57633G 57633H 58699B 58699E 58699F 58699G 58699H 59679B 59679E 59679F 59679G 59679H Næsti útdráttur er 12. maí Mundu að endurnýja Allar tölur eru birtar með fyrirvara um prentvillur ..■rnuni.-iKi---idrú bnumÓuO öi/lnnyrö:

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.