Dagur - 01.05.1998, Qupperneq 11

Dagur - 01.05.1998, Qupperneq 11
FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1998 - 27 MATARLÍFIÐ í LANDINU i. Margirhalda að frumlegur ogfreist- andi maturséhæði óhollur ogfitandi og þess vegna þuifi þeir sem sneiða þurfi hjá fitu að borða tilbreytingarlítinn mat. Hérá eftirbirtistþriggja rétta matseðill, um erað ræða 720 hitaeiningar á mann og 20gaffitu. skrifar 800 g hreinsaður smokkfiskur 4 msk. fisksoð 1 tsk. sæt chillisósa 1 tsk. soyasósa (ekki sölt) 2 hvítlauksrif (söxuð) 1 tsk. sítrónubörkur (rifinn) 60 ml sítrónusafi 2 tsk. kóreander (saxað) 1 msk. hunang 2 tsk. jarðhnetuolía 1 laukur (sneiddur) 1 lítið höfuð spergilkál (skorið í bita) 1 gulrót (sneidd) 1 bolli míní mafs (sneiddur) 2-3 msk. maisenamjöl I dl kalt vatn 1 tsk. hoi sin sósa Opnið smokkfiskinn og skerið í holdið tfgullaga mynstur, varist að skera í gegn (það er aðeins hægt að skera í holdið að innanverðu), skerið fiskinn síðan í stykki u.þ.b. 5 cm á lengd og 2 cm á breidd. Blandið saman í slcál fisksoði, chillisósu, soyasósu, hvítlauk, sítrónuberki, sítrónu- safa, kóreander og hunangi. Hrærið vel saman áður en smokkfisknum er blandað út í, velt vel upp úr og hann geymdur í leginum í eina klukkustund. Þá er fiskurinn tekinn upp úr leginum (ekki henda leginum). Hitið pönnuna vel, bætið olíunni út á og snöggsteikið smokkfiskinn, setjið hliðina sem skorið var í niður þannig að fiskurinn rúllist upp. Steikið smokkfiskinn ekki of mikið og fjarlægið hann af pönnunni áður en grænmetið er steikt í vel heitri olíunni í eina til tvær mínútur, en þá er mariner- ingunni hellt yfir og hún látin sjóða í smá stund áður en við blöndum saman maisenamjöli og köldu vatninu og hell- um því út á pönnuna á meðan við hrær- um f. Að lokum er hoi sin sósunni bætt saman við ásamt fiskinum og rétturinn látinn sjóða þar til smokkfiskurinn er heitur í gegn, varist að sjóða hann ekki of mikið því þá verður hann seigur og rétturinn verður ekki girnilegur. Þennan rétt á að bera fram strax eftir að hann er eldaður. Steiktur smokkfiskur Fyrir fjóra með miimi fitu Steiktur smokkfiskur. Kálfarúlla með spínati á tómatbeði. Kálfarúlla með spínati á tómatbeði Fyrir fjóra 4 stk. 150 til 200 g kálfasteikur (barðar) 150 g kotasæla 2 msk. parmesan 1 hvítlauksrif (saxað) 1 tsk. basil (ferskt) 150 g spínát (úr krukku - ef ferskt þá þarf meira) olíu úði (olíuspray á brúsa) 80 ml vatn svartur pipar Berjið kálfasneiðarnar vel, og allar jafn þunnar. Blandið vel saman kotasælunni, 80 g saxaður laukur 125 ml vatn 400 g (ldós) grófhakkaðir tómatar parmesanostinum, hvítlauknum og basillaufunum. Smyrjið hverja sneið með spínati og síðan með ostamaukinu, rúllið þétt upp og stingið tannstöngli í gegnun hverja rúllu til að þær losni ekki í sundur við eldun. Kryddið kálfinn með piparn- um. Hitið pönnu vel og úðið olíunni yfir og steikið rúllurnar þar til yfirborðið er fallega brúnt, þá er vatninu hellt yfir, lok sett á pönnuna og kálfurinn soðinn í fimm mínútur eða þar til hann er orðinn meyr. Þá eru rúllurnar teknar af pönnuni, tannstöngullinn fjarlægður og rúllurnar skornar í sneiðar sem síðan er raðað á sósuna. Tómatsósa: 1 hvítlauksrif 'á tsk. sykur 1 msk. tómat pureé svartur pipar Sjóðið Iaukinn í vatninu þar til nánast allt vatnið er horfið. Blandið þá öllu hinu hráefninu út í og sjóðið í tíu mínútur eða þar til sósan er passlega þykk. Setjið sós- una á diskinn þannig að hún hylji vel og raðið síðan sneiðunum í fallegan hring ofan á. Gott er að gera sósuna áður en kjötið er eldað. Þess má geta að einnig er hægt að nota magurt grísa- eða lambakjöt í þennan rétt. Vanillumjólkurís með berja- og mangó sósum Fyrir fjóra 750 ml léttmjólk 110 g flórsykur 2 eggjahvítur 300 g tofu (mjúkt) 1 tsk. vanilludropar Hitið mjólkina og sykurinn í potti, takið af hita og blandið tofu og vanillu saman við og hrærið vel þar til tofuið er vel upp- leyst. Þá eru eggjahvíturnar þeyttar létt og þeim blandað saman við mjólkur- blönduna og hrært vel saman við þar til blandan fer að kólna. Setjið blönduna í skál sem leiðir vel kulda og komið henni fyrir í frystinum þar til blandan er orðin hálffrosin og nokkuð þétt en þá er hún tekin út og maukuð vel saman f mat- vinnsluvél eða þar til hún er þétt og áferðarfalleg. Frystið ísinn aftur yfir nótt í góðu íláti með loki. Ef þið eigið heimil- isísvél er tilvalið að nota hana í þessu til- felli, en þá er blandan kæld vel og síðan látin veltast um í vélinni þar til hún er orðin þykk og samfelld en síðan fryst í góðu íláti með loki. Berjasósa: 300 fersk ber t.d. hindber, jarðarber, bláber. 1-2 msk. flórsykur mangó sósa 1 mangó (350-400 g) 1 dl vatn Maukið berin vel í matvinnsluvél eða þar til þau fá fallega áferð. Þá eru berin sigt- uð í gegnum fínt sigti og flórsykrinum blandað saman við. Sósan á ekki að vera sæt. Afhýðið mangóið, ljarlægið steininn og skerið í litla bita, maukið þá í mat- vinnsluvélinni og blandið vatninu smám saman út í þannig að mangóið maukist og sósan verði hæfilega þykk. Sigtið mangósósuna líka í gegnum fínt sigti. Setjið sósurnar sitthvoru megin á diskinn, kúlið ísinn og setjið þijár kúlur á miðjan diskinn. I öllum uppskriftum að þessum eftirrétti má sleppa flórsykri og nota í staðinn strásætu. Isinn geymist vel í frysti í eina viku og sósurnar er einnig hægt að gera tveimur til þremur dögum áður en þær geymast vel í kæli, hugsan- lega þarf að hræra upp í þeim áður en þær eru bornar fram. Verði ykkitr að góðti.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.