Dagur - 05.05.1998, Qupperneq 4

Dagur - 05.05.1998, Qupperneq 4
4 -ÞRIBJUV'AGUR s: MAÍ 199'8 D^ur FRÉTTIR Biiist vid málarekstri Hið mikla aldamótavandamál í tölvukerfinu var til umræðu á Alþingi vegna fyrirspurnar Hjörleifs Gutt- ormssonar um stöðu málsins. Fram kom í svari for- sætisráðherra að margt hefði verið gert til að mæta vandamálinu. Þar kom fram m.a. að eigandi kerfis eða búnaðar, hvort sem hann er einkaaðili eða opinber stofnun, muni bera kostnað af lagfæringum á forritum og nauðsynlegum breytingum vegna ártalsins 2000. Hið sama á við um hugsanlegar rekstrartruflanir í eig- in rekstri vegna vanrækslu eða mistaka við breytinguna. Forsætisráð- herra sagði að hvort rekendur kerfa verða ábyrgir gagnvart þriðja að- ila væri erfitt að segja til um og ef til vill verði dómstólar að lokum að skera úr um það. Hjörleifur Guttormsson. Verkmenntaskóimn á Akureyri er einn þeirra framhaldsskóla sem eytt hafa meira en þeim var heimilt samkvæmt fjárlögum, að þvi er fram kemur í skýrslu um ríkisfjármál. Nefnd endurskoðar geðheilbrigðismál Ingibjörg Páimadóttir heilbrigðisráðherra sagði í fyrir- spurnartíma á Alþingi að starfandi væri nefnd til að endurskoða allt varðandi geðheilbrigðismál og sagðist hún vænta niðurstöðu hennar bráðlega. Hún sagði að heilbrigðisráðuneytið og félagsmálaráðuneytið væru að vinna að því í sameiningu að finna leið til að auka Ingibjörg Pálma- meðferðarúrræði barna og unglinga. I fyrra leituðu dóttir. 260 unglingar eftir aðstoð á Vogi. Lögfræðingar iimlieimta komugjöld Ogmundur Jónasson spurði heilbrigðisráðherra að því hvort svo væri komið að heilsugæslustöðvar væru farnar að Iáta innheimtulögfræð- inga annast innheimtu á komugjöldum sjúklinga. Nefndi hann dæmi um að komugjald var komið upp í 7.743 kr. í meðförum lögfræðings. Ingibjörg Pálmadóttir taldi heilbrigðisyfirvöld sýna mikla tillitssemi varðandi komugjöld sjúklinga. Allir fengju læknisþjónustu sem eftir henni Ieituðu burtséð frá efnahag. Hún sagði að dæmið sem Og- mundur nefndi hlyti að vera einsdæmi. Kristinn H. Gunnarsson sagði svo ekki vera. Yfir 2 þúsund manns hefði fengið slíkar rukkan- ir vegna komugjalda. -S.DÓR Happdrættin kæra hvert airnað Happdrætti Háskóla íslands og Vöruhappdrætti SÍBS hafa kært hvort annað til Samkeppnisstofnunar vegna auglýsinga. Samkeppn- isráð hefur í framhaldi af því bannað Happdrætti háskólans að birta auglýsinguna „Milljónavinningar 1997“ vegna villandi upplýsinga í henni. Auk þess var happdrættinu bannað að fullyrða að „hægt sé að tryggja sér tugi milljóna króna fyrir 700 kr. hjá happdrættinu því það er rangt." Einnig hefur Vöruhappdrætti SIBS verið bannað að bera saman hvað það kosti að eiga von um hæstu vinninga í happdrættum eins og gert var í auglýsingu þeirra. Báðir aðilar hafa þannig fengið stuðning Samkeppnisráðs við kærumál sín. EHert Borgax leiðir Hafnarij arðarlistann Ellert Borgar Þorvaldsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins, er efstur á Hafnarfjarðarlistanum sem kynntur var fýrir helgi. Jóhann G. Bergþórsson er ekki á listanum, en er upphafsmaður hans og stuðnings- maður. Arni Hjörleifsson, bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins, er heldur ekki á listanum, en eins og Dagur hefur greint frá var rætt við hann óformlega um að vera með. I næstu sætum á eftir Ellert Borgari koma Birgir Finnbogason kennari og framkvæmdastjóri, Helga Ingólfsdóttir skrifstofumaður og Magnús Kjartansson hljómlistar- maður, en í heiðurssætinu er Páll V. Danfelsson fv. bæjarfulltrúi. - FÞG Homsteinn að NesjavaUa- virkjim Ingibjörg Sójrún Gísladóttir, borgarstjóri, lagði hornstein að nýju raforkuveri Nesjavallavirkjunar um helgina en það verður tekið í notkun í haust. Raforkuverið á að geta framleitt um 60 MW af rafmagni. Til að byija með fer orkan öll til stór- iðju en 1. mars 2001 hefst sala til Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Kostnaður við nýju virkjunina stefnir f 4,2 milljarða króna, sem er talsvert lægra en upphaf- Ingibjörg Sólrún Gísla- leg kostnaðaráætlun gerði ráð fyrir. Með virkjun- dóttir, borgarstjóri. inni er brotið blað í raforkusögu Reykjavíkur því Framhaí dsskóí ar fram úr fjárlögiun Fj ármálar áöuneyti segir ljóst að mennta- málaráðimeyti þiiríi að grípa til róttækra aðhaldsaðgerða vegna fjármála framhalds- skóla. Útgjöld framhaldsskóla fóru rúmlega 230 milljónum, eða um 5% framúr fjárlögum á síðasta ári. „Geiðslustaða nokkurra skóla er mjög slæm, m.a. vegna uppsafnaðs rekstrarhalla fyrri ára,“ segir í nýlegri skýrslu fjár- málaráðherra um ríkisfjármál árið 1997. Af þeim eru nefndir Menntaskólinn í Kópavogi, Verk- menntaskólinn á Akureyri og Fjölbrautaskólinn í Breiðholti. Raunar sé Menntaskólinn við Hamrahlíð nær eini skólinn sem sýnt hafi bætta greiðslustöðu á árinu. „Ljóst er að ráðuneytið þarf að grípa til róttækra að- haldsaðgerða vegna framhalds- skólanna,'1 segir í skýrslunni. Eðlilegar skýringar „Það er verið að fara yfir stöðu skólanna hvers og eins og í mörg- um tilvikum eru eðlilegar skýr- ingar á þessu,“ svaraði Orlygur Geirsson, skrifstofustjóri menntamálaráðuneytisins. Hann segir það aðallega tvennt sem enn hafí ekki verið til lykta leitt. „I fyrsta lagi áhrif kjara- samninga, sem við erum ekki viss um að hafi verið að fullu bætt. I annan stað segir þetta eingöngu til um stöðu skóla gagnvart ríkis- sjóði um áramót. Líti maður t.d. á Menntaskólann í Kópavogi þá er þar um að ræða breytingu á skóla sem á tveim árum fer úr 400 nemendum í nærri 900, en fjárveitingar hafa ekki fylgt eftir. Hjá Verkmenntaskólanum á Ak- ureyri var ákveðin 20 milljóna neikvæð staða gagnvart ríkis- sjóði, en á sama tíma átti skólinn álíka upphæð á bankabókum,“ segir Örlygur. Þurfa að taka sig á - Er þörfin fyrir róttækar að- haldsaðgerðir vegna framhalds- skólanna ekki eins mikil og skýrsluhöfundar í fjármálaráðu- neytinu halda fram? „I einstaka tilvikum þarf að taka á og skólastjórar vita það. En skýrslan sýnir bara greiðslu- stöðuna gagnvart ríkissjóði á til- teknum tímapunkti en ekki end- anlega stöðu skólanna,11 segir Or- lygur, sem telur þarna óþarflega djúpt í árinni tekið. -HEI Ráðherra vígir brú og stóðhestastöð Smíðuð hefur verið 36 metra Iöng reiðbrú á Eyjafjarðará aust- an Melgerðismela að landi Guð- rúnarstaða sem tengir reiðvega- kerfið að austan við mótssvæðið á Melgerðismelum samkvæmt aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar. Byggingarkostnaður er 6 milljón- ir króna en brúin er kostuð af Vegagerð ríkisins. Bifreiðaum- ferð verður beint að svæðinu að vestan. Sigfús Helgason, fram- kvæmdastjóri Melgerðismela, segir að samið verði við Eyja- íjarðarsveit um byggingu stóð- Undirbúningur landsmóts hestamanna að Melgerðismelum i Eyjafirði gengur sam- kvæmt áætlun, segir Sigfús Helgason. réttar á Melgerðismelum og með tilurð brúarinnar þjónar hún fleirum en ella mundi vera. Und- irbúningur landsmóts hesta- manna sem hefst í byrjun júlí- mánaðar gengur samkvæmt áætlun og er nýlokið byggingu stóðhestahúss. Stefnt er að vígslu reiðbrúarinnar og stóð- hestahússins 9. maí nk. og það mun Halldór Blöndal samgöngu- ráðherra gera með því að ríða yfir hana fyrstur manna. — GG Milljónadómar á Tryggingasto£aun Hæstiréttur dæmdi Trygginga- stofnun til að greiða Ingólfi Lilli- endahl lyfsala rúmar 5,6 milljón- ir króna með dráttarvöxtum. Auk þess er stofnuninni gert að greiða Ingólfi 400 þúsund krón- ur í málskostnað fyrir héraðs- dómi og Hæstarétti. Þá var stofn- unin dæmd til að greiða Wilhelm H. Lúðvfkssyni nokkuð á þriðju milljón króna í samskonar máli. Málavextir voru m.a. þeir að Iyfjaverðlagsnefnd hafði ekki heimild í lögum til að mæla fyrir skerðingu á greiðslum til tiltek- inna lyfjaverslana miðað við veltu þeirra. Af þeim sökum var Tryggingastofnun því ekki heim- ilt að skerða endurgreiðslur til viðkomandi lyfsala. Hæstiréttur telur einnig að Ingólfur hafi ekki glatað rétti til að fá fulla greiðslu Iyfjareikninga sinna, þótt hann hafi ekki haft uppi sérstaka fyrir- vara við móttöku hverrar greiðslu. Jafnframt var þeirri skoðun stofnunarinnar hafnað að krafan um endurgreiðslu væri að hluta til fyrnd. Nokkur mál af sama toga eru til meðferðar á lægra dómsstigi og nema kröfur apótekaranna samanlagt á þriðja hundrað millj- ón króna. -GRH

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.