Dagur - 05.05.1998, Qupperneq 6
6 ÞRIÐJUDAGUR S . MAÍ 199 8
Dagur
ÞJÓÐMÁL
Utgáfufélag:
Útgáfustjóri:
Ritstjórar:
Aðstoðarritstjóri:
Framkvæmdastjóri:
Skrifstofur:
Símar:
Netfang ritstjórnar:
Áskriftargjaid m. vsk. :
Lausasöluverð:
Grænt númer:
Símbréf auglýsingadeildar:
Símar auglýsingadeildar:
Netfang auglýsingadeildar:
Símbréf ritstjórnar:
DAGSPRENT
EYJÓLFUR SVEINSSON
STEFÁN JÓN HAFSTEIN
ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
BIRGIR GUÐMUNDSSON
MARTEINN JÓNASSON
STRANDGÖTU 31, AKUREYRI,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK
OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK
460 6100 OG 800 7080
ritstjori@dagur.is
1.680 KR. Á MÁNUÐI
150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ
800 7080
460 6161
(REYKJAVÍK)563-1615 Ámundi Ámundason
(AKUREYRI)460-6191 G. Ómar Pétursson
OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir
omar@dagur.is
460 6171(AKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK)
í gegnum
I fyrsta lagi
Sverrir Hermannsson hefur kosið hlutskipti mykjudreifarans.
Atgangurinn gefur fullt tilefni til að spyrja hvort maðurinn sé
með réttu ráði. Og hann gefur þeim sem bankastjórinn fyrrver-
andi gagnrýnir tækifæri til að skjóta sér hjá málefnum með því
að vísa í forkastanlegan talsmáta sem ekki sé svaraverður. Við
það er ekki hægt að una. Sverrir Hermannsson birtist okkur
sem gjörspilltur maður. En er hann einn? I gegnum skítkastið
skín í áhugaverð málefni sem full ástæða er til að rannsaka.
1 öðru lagi
Hann ásakar forráðamenn Eimskips fyrir að misnota viðskipta-
leg og pólitísk tengsl sín til að knésetja keppinaut með tilstuðl-
an Landsbankans. Ef það er rétt, er það reginhneyksli. Hann
ásakar núverandi viðskiptaráðherra (og fleiri) fyrir að misnota
aðstöðu sína gegnum dótturfyrirtæki Landsbankans, Lind hf.,
til að „rétta við eigin fjárhag, flokks og félaga“. Hann sakar for-
mann bankaráðs um að misnota aðstöðu sína til að koma á við-
skiptum, þar sem hann sjálfur hefði hagnast verulega. Hann
ásakar viðskiptaráðherra og ríkisendurskoðun um að hagræða
svo rannsókn á málefnum Landsbankans að ekki komi í ljós
margt vafasamt siðferði ráðamanna sem jafnist fyllilega á við
það versta sem nú hefur komið fram.
í þriðja lagi
Sverrir Hermannsson er orðljótur. En er hann vitfirrtur? Blaða-
greinar hans hafa vakið athygli á ýmsum málefnum sem fýllsta
ástæða er til að kanna, og hægt er að ganga úr skugga um. Til
þess þarf atbeina Alþingis. Bankamálaráðherrann er vanhæfur
í málinu, ríkisendurskoðun líka, fjölmiðlar komast ekkert
áfram þegar samtrygging og þögn umlykja þá sem ásakanir
beinast að. Jóhanna Sigurðardóttir hratt skriðunni af stað með
fyrirspurn á Alþingi. Dagur birtir nú frétt þess efnis að Alþýðu-
bandalagið vilji neyta ítrasta valds sem Alþingi hefur í málum
sem þessum. Þetta frumkvæði Alþýðubandalagsins er sérstakt
fagnaðarefni. Vilja helstu ráðamenn í bönkum og pólitík ekki
láta hreínsa sig?
Stefán Jón Hafstein.
Egákæri
„Ég ákæri“ skrifaði Emil Zola
fyrir u.þ.b. öld síðan og rudd-
ist fram á ritvöllinn til varnar
kapteini Dreyfusi, sem var
fórnarlamb útsmogins sam-
særis og gyðingahaturs. Zola
varð heimsfrægur fyrir og ein
mesta hetja réttlætis og hug-
rekkis þó þá frægð yrði hann
að gjalda dýru verði fangavist-
ar um hríð. En réttlætið sigr-
aði að lokum, eins og segir í
frægum Stuðmannatexta, og
bæði Dreyfus og Zola fengu
formlega uppreisn æru eins og
alkunna er. Garri
hefur því sérstakt
dálæti á mönnum
sem búa yfir þeirri
sögulegu yfirsýn og
því siðferðisþreki að
grípa til þessa orða-
Iags, „ég ákæri“ þeg-
ar þeir taka upp
hanskann fyrir
menn sem beittir
hafa verið órétti af
því opinbera.
Sverrir Hermannsson.
Sturliunál-
iö?
Yfirskrift á grein Sverris Her-
mannssonar á baráttudegi
verkalýðsins vakti því óskipta
athygli Garra. „Ég ákæri“ sagði
þar. Sverrir var greinilega
kominn í svipaðar stellingar og
Zola forðum. Þetta hlaut að
vera ádrepa á óréttlætið í þjóð-
félaginu þar sem sjálfur ofur-
bankastjórinn fyrrverandi tók
upp hanskann fyrir einhvern
smælingjann á sjálfum 1. maí.
Kannsld jafnvel málsvörn fyr-
ir skúringakonur í bankakerf-
inu, bflstjóra eða dyraverði?
Eða ætlaði hann að taka upp
Sturlumálið og ákæra stjórn-
völd fyrir að hafa farið þar
offari?
Sverrir Zola
En ekkert af þessu reyndist til-
fellið. Sverrir var ekki að taka
upp réttlætishanskann fyrir
smælingja úti í bæ. Enda væri
það full lítilfjörlegt hlutverk
fyrir mann sem óf sjálfum for-
sætisráðherranum örlög, veit
hverja Drottinn allsherjar
bænheyrir og stendur aleinn í
stríði við einhvert umfangs-
mesta og fjölmennasta sam-
særi íslandssögunnar. Þvert á
móti var hann auðvitað að taka
upp réttlætishansk-
ann fyrir sjálfan sig.
Sverri dugar ekki
hlutverk Zola eitt og
sér. Því gerist hann
hvort tveggja í senn
ákærandi um órétt-
læti og fórnarlamb
þess. Hann gerist
bæði hinn íslenski
Dreyfus og hinn ís-
lenski Zola og fer
létt með það. Er
nema von að dauð-
Iegir menn blikni í
þessum samanburði og verði
rembumenni, refshalar,
hræsnarar, svikarar, skíthælar,
tíkarsynir eða Júdasar. Það er
lán stórmennisins að geta
mælt í gegnum Morgunblaðið,
en einmitt á síðum þess og
hvergi annars staðar birtist
hans talaða orð. Orsakir þessa
sambands blaðs og stórmennis
hljóta að liggja í miklum bók-
menntaáhuga Morgunblaðs-
manna, nema þá að einhver
önnur sameiginleg áhugamál
eða hagsmunir ráði ferðinni. I
það minnsta ber að þakka
Morgunblaðinu fyrir að færa
þjóðinni hinn íslenska Zola
daglega. GARRI.
Sosíalismi andskotans
og Knatt spymus amb andid
Sósíalisma andskotans, kallaði
Vilmundur Iandlæknir það fyrir-
bæri, að láta ríkið borga rekstrar-
kostnað og tap fyrirtækja en gróð-
inn varð eftir hjá hjá þeim sem
ráku íyrírtækin fjandans til.
Einu sinni var hrópað með eft-
irvæntingarfullum fögnuði : „Sov-
ét-Island, hvenær kemur þú.“
Sovétið er fyrir löngu komið til ís-
lands og lifir hér góðu lífi undir
þeim formerkjum sem Vilmundur
kenndi við andskotann.
Rekstur íþróttahreyfinganna er
í anda sósíalisma þess í neðra.
Skattborgarar moka í þær pening-
um með beinum og óheinum
hætti og fá þá Iygi í staðinn, að
einhverjar „afreksmanneskjur"
séu almúganum svakalega mikils
virði.
Áródtirsvélin
Boltaleikjaviðskipti eru gróðafyr-
irtæki víðast hvar um heiminn,
lfka á íslandi. En hér borgar það
opinbera kostnað og tap en aðrir
hirða gróðann. Nú er ríkisrekin
forysta fótboltaaðalsins búin að
selja sjónvarpsbröskurum í út-
Iöndum sýningarrétt á kappleikj-
um. Þeir bjóða aftur á móti að
selja Ríkissjónvarpinu sama rétt
fyrir of fjár.
Svona siðgæði er liðið vegna
þess að Sovét-ISI rekur öflugustu
áróðursvél landsins þar
sem útsendaramir eru
inni á gafli allra fjöl-
miðla, menntastofn-
ana, stjómmálaflokka,
sveitarstjórna, ráðu-
neyta, Alþingis og ríkisstjórna.
Krafan um sífellt meiri framlög til
keppnisíþróttaliðanna er byggð á
falsrökum, sem ekki væru tekin
gild ef um annars konar starfsemi
væri að ræða.
Allir eru þess umkomnir að
ræða Landsbankahneykslin af
mikilli foragt. En að sparisjóður-
inn í Olafsfirði var settur á haus-
inn og að sveitarfélagið lendir í
efnahagslegum hremmingum
vegna íþróttaspekúlanta er mál
sem ekki þykir kurteisi að minn-
ast á. Kaup á keppnisköppum úr
fleiri lands- og heimshornum átti
að koma kauptúnsliðinu upp úr
einhverri deild í aðra æðri. Efna-
hagslegt sjálfstæði byggðarlagsins
var sett í voða til að þessi hugsýn
mætti ná fram að ganga. Sam-
trygging sparisjóða
bjargaði því sem bjarg-
að varð, og nú horfa
Ólafsfirðingar von-
glaðir fram á veginn
og bíða eftir að komast
gegnum göng til Sigluljarðar.
Fals og siðgæði
Fyrir fáeinum dögum voru nokkr-
ir Norðmenn dæmdir til þungra
refsinga fyrir að falsa félagatal í
stjórnmálafélagi. Fyrir fáeinum
árum komst upp um íþróttafélög
á íslandi, að þau höfðu falsað fé-
lagatölur svo hressilega, að virkir
þátttakendur í íþróttum innan
þeirra voru 20 þús. fleiri í skýrsl-
um en í ljós kom við einfalda
rannsókn.
Þar var til nokkurs að vinna að
falsa félagatölin því þá fékkst
meira fé úthlutað, til dæmis úr
lottósjóðnum væna og fleiri auðs-
uppsprettum. Rétt um sama leyti
og skýrt var frá stórfelldum svik-
um forráðamanna íþróttafélaga
varð stórslys, sem greip hugi allra
landsmanna í fleiri vikur og hjá
því varð siðferðisbrestur íþrótta-
hreyfingarinnar að smámáli sem
síðan lognaðist út af og hefur ekki
frést af neinum eftirmálum.
Að stofna hlutafélag um meist-
araflokk KR í fótbolta er heiðarleg
tilraun til að bijótast út úr þeim
sósíalisma andskotans sem
keppnisíþróttirnar eru Iæstar í.
Ríkisreknar íþróttir sem sveitar-
sjóðir standa undir að miklu leyti
er tímaskekkja sem taka verður á.
Sala KSI á íslenskum fótbolta til
Þýskalands er því tímanna tákn
og til mikillar fyrirmyndar, svo
siðlaus sem hún er.
Hverjnr telurþú vern
sigurlíhur
Sjálfstæðisflohhsins í
Reyhjavík?
EUert B. Schram
forseti ÍSÍ ogfv. þitigmaður Sjálfstæð-
isflokks.
„Þær eru ekki
miklar. En það
er enn langur
tími til kosninga
og það getur
margt breyst og
ég tel alls ekki
útséð hvernig
kosningarnar
fara. Sigurlíkur Sjálfstæðis-
flokksins felast í því að búið er
að afskrifa flokkinn með þeim
skoðanakönnunum sem komnar
Katrín Fjeldsted
fv. borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
„Skoðanakann-
anir eru náttúr-
lega sláandi, R-
listanum í vil, og
einhvern veginn
virðist sem
pólitík Sjálf-
stæðisflokksins
nái ekki í inn í
umræðuna. Þess í stað einblínir
fólk á tvo einstaklinga, þau Ingi-
björgu Sólrúnu og Árna Sigfús-
son, og metur pólitíkina út frá
persónum þeirra tveggja. Þá
virðist þungamiðja fylgis Sjálf-
stæðisflokksins hafa flust með
Davíð Oddssyni úr borgarmálun-
um og yfir í landsmálin.“
Matthias Bjamason
Jv. ráðherra.
„Eftir könnun-
um tel ég illa
horfa fyrir minn
gamla flokk, en
það þarf ekki
mikið til þess að
fólk skipti um
skoðun. En
annars finnst
mér mikil deyfð einkenna þessar
kosningar - og ég man þann fífil
fegurri þegar menn tókust virki-
lega á. Én hér kemur til að flokk-
arnir eru alltaf að verða lfkari
hver öðrum og R-listinn með
sína einkavæðingu er ekki ólíkur
Sjálfstæðisflokknum. Mest snýst
þetta um leiðtogana og bæði eru
þau Árni og Ingibjörg Sólrún hið
vænsta fólk.“
Giumar Jóhann Birgisson
borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á
útleið.
„Ég tel þær vera
nokkuð góðar,
það er að segja
ef menn vinna
sína vinnu vel á
þeim tíma sem
nú er fram að
kosningum.
Hingað til hefur
lítil umræða átt sér stað um
borgarmálin - og það hefur haft
sitt að segja. En það hvort Sjálf-
stæðisflokknum tekst að saxa á
fylgi Reykjavíkurlistans er undir
frambjóðendum sjálfum komið.“