Dagur - 09.05.1998, Síða 5
LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1998 - 21
LÍFIÐ í LANDINU
Sænski myndlistcLr-
maðurínn Roj Fríberg
hófungurferíl sinn og
vakti snemma á sérat-
hygli. Hann sýnirverk
sín í Listasofninu á
Akureyrí.
Sænski myndlistarmadurínn Roj Fríberg sýnir áleitin og sterk verk i Listasafninu á Akureyri. Hann sækir áhrifí tilvist manneskjunnar
sem og síbreytilega náttúru. myndir: bOs.
Ákærður fyrir að vera
manneskja
Á sýningunni eru verk frá ýms-
um tímabilum í list hans. Fín-
legt og nákvæmt handbragð ein-
kennir verk hans ásamt sterkri
og leitandi sýn á manneskjur og
náttúru. Innsetning byggð á
Réttarhöldunum eftir Franz
Kafka er sterk og drungaleg, svo
menn fá ekki varist þeirri hugs-
un að þeir séu sjálfir dregnir fyr-
ir dóm.
- Mér finnst eins og þú lítir á
manneskjur sömu augum og þú
lítur tré eða landslag. Fólkið í
myndum þínum eru fremur
náttúrufyrirbæri en manneskj-
ur?
. „Það er rétt. Það kvarnast úr
fólki eins og klettum og það
bognar eins og tré í vindi. Þeg-
ar fólk safnast saman eru
hreyfingar þess eins og í nátt-
úrunni, eins og öldugangur
eða hreyfing skógar í vindi.“
- Mótun manneskjunnar er
óltk mótun náttúrunnar að því
marki að í andlitum fólks birt-
ast örlög þess og andlegt
ástand.
„Eg mála og teikna ímynd-
uð andlit ekki raunverulegar
persónur. Þegar manneskja
missir vitið, þá gerist eitt-
hvað í andlitinu sem ekki er
hægt að segja hvað er, en
hægt að sýna í teikningu eða
málverki. I skáldskapnum nota
menn myndhverfingar eins og
Pablo Neruda og geta tekið
myndir eins og þegar lækur
rennur niður ldetta og breytt
þessari mynd í hugmynd. Mynd
sem hefur merkingu í huga okk-
ar. I myndlistinni verður maður
að gera eitthvað annað úr mynd-
hverfingunni. Þetta er alltaf
spurning um form og tungumál.
Þegar ég geri myndverk veit ég
ekki hver útkoman verður og
þegar hún kemur í ljós get ég
horft á myndina árum saman og
velt því fyrir mér um hvað hún
sé. Þetta er það sem er merki-
Iegast við myndlistina og það er
mjög gefandi að horfa á eigið
verk og skilja ekki til fulls leynd-
ardóma þess.“
- Þú talar um skáldskapinn.
Þit virðist sækja mikið til rithöf-
unda eins og Strindberg og Franz
Kafka?
„Sérstaklega Franz Kafka sem
ég hef lesið næstum viku-
lega frá
því um 1950. Kafka skapar
myndir. I hvert sinn sem ég les
hann sé ég eitthvað fyrir mér. Eg
nota þessar myndir sem birtast
mér við Iestur verka Kafka ekki
til að stæla þær, heldur sem inn-
blástur í verkum mínum. Það
eru þessar bókmenntalegu
myndir sem heilla mig í verkum
Kafka. Eg set þær á svið með
sjálfum mér. Ég hef gert talsvert
af því að gera sviðsmyndir lyrir
leikhús og ég fer ósjálfrátt að
búa til sviðsmyndir þegar ég les
Kafka og stundum er fólk á svið-
inu og stundum er það farið."
- Innsetningin sem ber heiti
skáldsögu Kafka „Réttarhöldin“
ber með sér áhrifúr leikhúsinu.
„Upphafleg hugmynd Réttar-
haldanna var úr sýningu á
Medeu, óperu Cherubinis.
Sviðsmyndin var eins og klettur
og við gerðum þrjúhundruð and-
lit í sviðsmyndina og svo var kór-
inn með grímur, þannig að þetta
virkaði eins og það væru
tvö þúsund
manns á sviðinu.
Þessi sviðsmynd
var notuð í óperu-
húsinu í Sydney.
Síðar notaði ég
þessar grímur í
höggmynd sem ég
gerði með því að
nota grímumar
sem steypumót.
Síðan hef ég steypt
þau í brons og jám.
Svona heldur þetta
áfram."
- Þú málar It'ka
náttúruna. Hvers
leitarðu í náttúr-
unni?
„Þessu er erfitt að
svara. Það em náttúr-
lega form og rými.
Náttúran varð til langt
á undan okkur og hún er hér enn.
Hún verður til langt á undan
mannshuganum og er því í eðli
sínu súrrealísk. Það getur aldrei
neinn botnað í náttúruni, en um
Ieið er hún lifandi veruleiki; mosi
og skófir vaxa á steini og það
merkir ekki neitt; það er enginn
sýnilegur tilgangur með því.“
- Hver er þá merking og til-
gangur listarinnar?
„Ég held að fólk sé stöðugt að
leita að tilgangi með lífi sínu og
það hefur fundið hann í neysl-
unni. Aglýsingamennskan og
neysluhyggjan er yfirþyrmandi.
Tilgangur lífsins er að vera með-
vitaður um og í samræmi við
náttúruna; við sköpunina. Nátt-
úran er síbreytileg og það er að
mínu viti mikilvægt að skynja líf-
ið. Fólk hefur sífellt meiri
möguleika til neyslunnar. Það
getur ferðast þangað sem það
vill eignast alls konar hluti, en
það hjálpar því ekki neitt. Listin
er aðferð til að skynja. Ef maður
getur notið listar, þá getur mað-
ur notið lífsins. Geti maður það
ekki getur maður heldur ekki
notið neyslunnar.“
- Liggur þá mikilvægi sköpun-
arinnar t þessu?
„Hinn kristni heimur var
skapaður á sex dögum og sköp-
unin heldur áfram. Sá sem ekki
tekur þátt í sköpuninni Iifir ekki.
Sköpunin felst í því að hafa
reynslu af heiminum. Menn
verða að skynja tilvist sína og
skynji maður hana, þá er maður
skapandi. Gleymi maður þessu
gleymir maður sjálfum sér og þá
er ekkert eftir nema innantóm
neysla.
Þegar maður hugsar um Rétt-
arhöldin eftir Kafka þá eru til
ótölulegar túlkanir á því verki.
Ég held að ein leið til þess að
túlka verkið sé að Jósef K. er
ásakaður fyrir það að vera
manneskja án þess að vera sér
meðvitaður um það. Hann lifir
fullkomlega venjulegu lífi og
starfar í kerfinu og skyndilega er
hann ákærður. Hann er hluti af
skrifræðinu og glæpur hans felst
í því að svíkja manneskjuna í
sjálfum sér. Kafka vann sjálfur í
miðju skrifræðinu, en tókst að
heíja sig upp yfir það með verk-
um sínum. Það hefur ekki mörg-
um tekist." hh
Leikfélag
Akureyrar
Söngvaseiður
The Sound of Music
eftir Richard Rodgcrs og Oscar
Hammcrstein II,
sýn. laug. 9. maí kl. 20.30
UPPSELT
sýn. sun. 10. maí kl. 16.00
sýn. föst. 15. maí kl. 20.30
sýn.laug. 16. maíkl. 20.30
UPPSELT
sýn. mió. 20. maí kl. 20.30
sýn. flmm. 21. mai kl. 20.30
sýn. laug. 23. maí kl. 20.30
sýn. sunn. 24. maí kl. 20.30
Síóustu sýningar
Markúsar-
guðspjall
..Saltið cr gott, en cf saltið missir selt-
una, mcö hvcrju viljid þcr þá krydda
þaö? Hafiö salt í sjalfum yður, og nald-
iö frið yðar á milli." 9. 50.
Einleikur Aöalsteins Bergdal.
á Rcnniverkstacðinu.
Lýsing: Ingvar Bjömsson.
Ieikmynd: Manfred Lemkc.
Lcikstjóm: Trausti Ólafsson.
sýn.flmmt. 14. maíkl. 20.30
sýn. sunn. 17. ntaí kl. 17.00
síóustu sýningar á Akureyri
í Bústaðaídrkju í Reykjavik
31.maíkl. 20.30
og 1. júníkl. 20.30
Gjafakort á Markúsarguðspjall
tilvalin femiingargjöf
Landsbanki íslands vcitir
handhöfum gull debctkorta
25% afslátt.
Miðasalan er opin þriðjiul.-funmtud.
kl. 13-17, föstud.-sunnud.
fratn að sýningu.
Símsvari allan sðlarhringinn.
Munið pakkafcrðintar.
Stmi 462 1400
er styrktaraöili Leikfélags Akureyrar