Dagur - 09.05.1998, Page 6

Dagur - 09.05.1998, Page 6
f 22 - LAVVARDAGVR 9. MAÍ 1998 I F LÍFIÐ í LANDINU „Sjálfur er ég alveg inn á því að fara að taka lífinu með meiri ró. Það eru mörg skemmtileg áhugamál sem bíða. Það hefur verið sagt sð það sé ekkert keppikefti að verða ríkasta líkið í kirkjugarðinum. Ég tek undir það!“ mynd: þök. Jóhannes íBónus segistekki vem gráðugur. Hann segistþekkjcL til- finninguna að vem ríkur, að vem blankur, - og vem atvinnu- hus og uppfullur afkvíða. Rigningardaginn 9. apríl fyrir rúmum 9 árum stóð miðaldra kaupmaður hríð- skjálfandi inni í verslun sinni á hafnar- svæði Reykjavíkurborgar ásamt ungum syni og örfáum starfsmönnum öðrum. Fram til þess tíma hafði hann verið at- vinnulaus og ekki örgrannt um að svo gæti orðið áfram. Jóhannes Jónsson, í dag einatt kenndur við Bónus, var að opna verslun sem hvorki hann né aðrir gátu vitað þá að yrði „algjört sökksess". Uti fyrir búðinni var múgur og marg- menni og örtröð allan daginn. Fréttir blaðanna um lækkað matvöruverð höfðu vakið athygli. Kaupmenn víða um borgina nötruðu, og kaupfélagsrisinn Mikligarð- ur, steinsnar frá, ekld síður, enda rekstur þar afar bágur. En þessi laugardagur til lukku virtist þó ekld boða gott. Bónus- búðin við Skútuvog var hin fyrsta hér á landi sem var búin lesara sem las strika- merkingar á vörunum. Þrívegis þennan opnunardag varð að loka Bónusbúðinni vegna tæknilegra erfiðleika. En Bónus var samt kominn til með að vera. Jóhannes, 48 ára, var ekki lengur atvinnulaus, og verður ekki úr þessu. Bónus rekur nú níu öflugar verslanir, auk þess sem fyrirtækið er með aðild að bens- índreifingarfyrirtæki, veitingahúsi og ýmsu öðru óskyldu matvöruverslun. Við tókum hús á Bónusbóndanum. A Jó- hannesi var frekar að heyra að hann fari að leyfa sér að slaka örlítið á. Álagið fyrstu árin í Bónus var mikið, þegar hann var ekki aðeins framkvæmdastjóri heldur líka vörubflstjóri fyrirtæksins. Hann var líka einskonar fjölmiðlafulltrúi fyrirtækis- ins. Þrjár bilanir, þrjú mígreniköst „Þessi opnunardagur er eftirminnilegur og hann reyndi mikið á. Ég á það til að fá mígreni ef eitthvað mikið gengur á. Ég fékk þrjú svona köst þennan dag og lá í tuskuhrúgu hérna niðri í kjallara. Eg var sem betur fer svo heppinn að það var verkfall í Verzlunarskólanum. Jón Ásgeir sonur minn var því ekki í prófum eins og til hafði staðið. Við feðgarnir stofnuðum fyrirtækið saman og hann hefur starfað með mér allan þennan tíma, sem hefur verið mikils virði,“ segir Jóhannes, þegar við rennum yfir sviðið. Ráðherra og kaupmaður báru út Moggann saman - En hvernig höndum hefur lífið farið um Jóhannes, nú 57 dra? „Mjög mildum höndum, ég hef ekki undan mörgu að kvarta. Eg er fæddur og uppalinn í Reykjavík. Faðir minn starfaði í 55 ár hjá Sláturfélagi Suðurlands, byrj- aði þar sem sendill og var verslunarstjóri um áratuga skeið. Fjölskyldan var í ágæt- um efnum og það fór vel um okkur." Faðir Jóhannesar er Jón Eyjólfsson en móðir hans Kristín Jóhannesdóttir. Jóhannes fullyrðir að hann hafi í æsku verið hlédrægt barn sem sinnti skátastarfi og ýmsum uppátækjum jafnaldra sinna. Undir þetta tekur fyrsti kennari hans í Is- aksskóla, Sigrún Áðalbjarnardóttir, sem enn kennir við skólann. Hún segist muna eftir Jóhannesi 1947 og síðar. Enjóhann- es var mannblendinn og opinn karakter. Vinir hans segja að vonlaust sé að ganga með honum niður Laugaveginn, hann þekki annan hvern mann, stoppi og taki þá alla tali! , „Jóhannes var prúður drengur og hlýtur að eiga góðar minningar héðan, því hann kom hérna og sagðist vilja að barnabarnið fengi eins gott uppeldi og hann hafi feng- ið í skólanum okkar, og nú kenni ég afa- barninu hans,“ sagði Sigrún. Fjölskyldan bjó á Skeggjagötunni en flutti síðar í Mávahlíð þar sem foreldr- arnir keyptu fokhelt hús á móti Sophusi Guðmundssyni og hans fjölskyldu. Fimmtán ára flutti Jóhannes að Kópa- vogsbraut í Kópavogi þar sem Jón faðir hans byggði. „Eg var alla tíð í góðum félagsskap ekki síst í Hlíðunum þangað sem við fluttum þegar ég var 8 ára. Þar var Sæmundur Árnason vinur minn og helsti félagi, hann er formaður félags bókagerðar- manna í dag. Friðrik (Sophusson) var nokkru yngri en ég og bjó á neðri hæð- inni og við fjármálaráðherrann tilvonandi ræddi ég ekki mikið fremur en aðra polla á hans aldri," segir Jóhannes og hlær við. Trúlega hafa Hlíðabúar á sjötta áratugn- um ekki gert sér grein fyrir því að poll- arnir tveir sem komu til þeirra á morgnana með Morgunblaðið, ættu eftir að stjórna tveim stórum fyrirtækjum síðar á öldinni, Ríkissjóði og Bónus. Friðrik segist muna vel eftir því þegar þeir lögðu allan bunkann á stofugólfið og settu Les- bókina og aukablöð inn í aðalblaðið. Talað iyrir daufum eyrum Jóhannes var í föðurhúsum hvattur til að ganga menntaveginn, læra eitthvað, eins og sagt var. Hann segist ekki hafa haft áhuga á Verzlunarskólanum, þaðan hafi mest útskrifast heildsalar. Menntun á sviði smásöluverslunar hafi ekki verið fyr- ir hendi á Islandi þótt aðrar þjóðir hafi um aldir kennt fólki smásölufagið. Nú sé aðeins að rofa til í þessum efnum. „Þú eyðir kannsld 8 krónum af hverjum 10 sem þú aflar þér í verslunum. Þar þarf þó enga menntun til að fara með þessa fjármuni. En ef þú ferð inn á bar til I

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.