Dagur - 09.05.1998, Qupperneq 10

Dagur - 09.05.1998, Qupperneq 10
26 - LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1998 Aðalfundarboð Aðalfundur Steinullarverksmiðjunnar hf. verður haldinn 19. maí 1998, kl. 15.00, á veitingastaðnum Króknum á Sauðárkróki. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, skv. 16. gr. samþykkta fé- lagsins: 1. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemi þess sl. starfsár. 2. Efnahags- og rekstrarreikningur fyrir liðið reikningsár, ásamt skýrslu endurskoðenda. 3. Tekin skal ákvörðun um hvernig fara skuli með hagnað eða tap félagsins á reikningsárinu. 4. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna og endurskoðenda. 5. Kosning stjórnar og varastjórnar og tilnefning fulltrúa ríkisins. 6. Kosning endurskoðenda. 7. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. 8. Önnur mál, sem löglega eru upp borin. Dagskrá fundarins, ársreikningur, skýrsla endurskoðenda og tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa liggur frammi á skrifstofu félagsins viku fyrir aðalfund skv. 14. gr. samþykkta þess. Steinullarverksmiðjan hf. LÍFIÐ í LANDINU L Geisladiskur með lögunum úr VILLTA VESTRINU fæst í Bókvali, Tónabúðinni, Blómavali og Kea Nettó. Velkomin í Villta vestrið - athyglisverðasta áhugamannasýningin 1998. Freyvangsleikhúsið Sendi börnum og tengdabörnum innilegar þakkir fyrir hjálpina á 60 ára afmæli mínu. Einnig sendi ég mínar bestu kveðjur og þakkir til allra er glöddu mig með heimsóknum og gjöfum. Hallfríður Svavarsdóttir (Haddý), Svalbarðseyri. Óskum eftir bifvélavirkja til afleysinga í sumar, júní, júlí og ágúst. Upplýsingar gefur Þorsteinn í síma 462 3570. Frumherji hf., Bifreiðaskoðun, Akureyri. Ást vlð fyrsta hlaup Bryndís Svavarsdóttir, 41 árs hafnfírsk húsmóðir og fjögurra barna móðir, er trimmari af lífi og sál. Hún hreinlega safnar maraþon- og langhlaupum og hefur verið dugleg við það síðustu árin. Bryndís fékk hlaupabakteríuna íyrir sjö árum, eða í febrúar 1991, þegar hún mætti í sitt fyrsta trimm, hjá trimmhópi í Suðurbæjar- laug í Hafnarfirði. „Eg sá auglýsingu og mynd af trimmhópnum í bæjarblað- inu og ákvað að mæta á staðinn. Síðan hef ég verið stanslaust á hlaupum,“ sagði Bryndís í samtali við Dag. Bryndís sem er starfí maður á Hrafnistu í Haf arfirði, sagði að áður b .i hún Iítið stundað íþróttir, nema þá helst skíði og sund. „Eg fann á mér að tími væri kominn til að breyta um lífsstíl og sé ekki eftir því. Eg er mikil félags- vera og eiginmaðurinn mik- ið á sjó, þannig að trimmið er mér mikil upplyfting. Út úr þessu fæ ég mikinn og góðan félagsskap og kvnnist mörgu góðu fólki um allt land,“ sagði Bryndís. „Mér líður frábærlega eftir trimm- ið, enda hef ég alltaf farið varlega og er ekkert að flýta mér. I keppnum hleyp ég frekar lengri vegalengdirnar og kemst alltaf í mark þótt hægt fari.“ Bryndís tók strax á fyrsta ár- inu þátt í keppni. „Það var á sumardaginn fýrsta í Víðavangs- hlaupi Hafnarfjarðar. Eg var eina konan í hlaupinu og því eini sanni sigurvegarinn og auð- vitað í fyrsta sæti, hvað annað! Síðan hef ég farið víða og tek þátt í flest öllum hlaupum sem hlaupin eru á suð-vesturhorninu og víðar. Mitt fyrsta hálfmara- þon var í Reykjavíkurmaraþoni árið 1992, en fyrsta heila mara- þonið hijóp ég í Stokkhólmi árið 1995. Það hlaup hljóp ég með brákaðan lærlegg án þess að vita af því, en ég hélt að þetta væri bara slæm tognun. Eftir það tók ég mér smáfrí meðan beinið var að gróa og var ég orðið ansi óþolinmóð með að geta ekkert hlaupið á meðan.“ En Iítum nú á það helsta í hlaupasafninu: 1992 Hálfmaraþon: Reykjavík Brúarhlaup Selfossi 1993 Hálfmaraþon: Akranesi Akureyri Reykjavík Suðurnes(25 km) 1994 Hálfmaraþon: Akureyri Reykjavík Selfoss Amsterdam 1995 Heilt maraþon: Stokkhólmur Dublin Hálfmaraþon: Húsasmiðjuhlaup (besti tími 1:52,00) Reykjavík 1996 Heilt maraþon: New York Hálfmaraþon: Reykjavík Selfoss 1997 Últramaraþon: Laugavegurinn (60-65 km) Þórsmörk-Landmanna- laugar Þingstaðahlaup (50 km) ÞingvelIir-AIþingishús Heilt maraþon: Kaupmannahöfn Reykjavík (besti tími 4:26,14) Malta Hálfmaraþon: Akranes Akureyri Selfoss 1998 Heilt maraþon: Marsmaraþon Reykjavik Eins og sést á upptalning- unni, þar sem aðeins er upptalið það helsta, er eng- an bilbug að finna á Bryn- dísi. Hún hefur aldrei hlaupið meira. Hún hleypur og hleypur og ef þið lesend- ur góðir fáið ykkur bíltúr til Hafnarfjarðar, þá rekist þið ör- ugglega á Bryndísi, ef þið eruð nógu þolinmóð. Bryndís segir að trimmið gefi sér heilmikið, bæði til sálar og líkama. „Þetta varð eiginlega ást við fyrsta hlaup,“ segir Bryndís. „Eg hvet alla, þó fólk sé komið yfir miðjan aldur og komið í þungavigtina, að fara í trimmið. Þó ekki væri nema út að ganga °g 8anga þa rösklega. Eg hvet líka unga fólkið til að stunda íþróttir og ég hef lagt mitt af mörkum til þess, þegar við í Lionsklúbbunum störtuðum vímuvarnarhlaupinu sem var einmitt hlaupið núna um síð- ustu helgi,“ sagði Bryndís og skokkaði brosandi af stað. -EK Það er stutt í glensið hjá Bryndísi, sem hér stillir sér upp með fílnum sem segir: „i’ts crazy man“.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.