Dagur - 09.05.1998, Side 16

Dagur - 09.05.1998, Side 16
82 - LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1998 LÍFIÐ í LANDINU JÓHANNESARSPIALL Sálumessa siðley singj a Sálarhirðirinn Esra reið á vaðið, fletti ofan af sjálfum sér, hneppti niður um sig (og fleiri í framhjáhlaupi) og kom til dyr- anna eins og hann var nakinn. Þetta jafnaðist á við játningar heilags Agústínusar eða endurminningar Fannýjar heitinnar Hill. Siðbótin hélt með þessu inn- reið sína í samfélagið. Og var óstinnt tekið upp af ýmsum, þá syndugir gerðust kjöftugir um eigin illgjörðir og annarra. Og nú ríða fleiri siðbótarröftum og sérstaklega hefur Sverrir nokkur Hermannsson barið fótstokkinn ógurlega að undanförnu. Játn- ingar Sverris eru þó með öðrum hætti en Esra, að Esra er iðrandi syndari og veit að hann er breyskur maður eins og við öll, en Sverrir kastar fyrsta, öðrum og þriðja steininum úr gjörsam- lega skotheldu glerhúsi hins syndlausa og játar því aðeins syndir og siðleysi annarra en ekki eigin, sem aungvar eru að hans mati. Fordæmi þessara fyrstu vað- reiðmanna yfir elfu eða ár- sprænu syndanna eigum við auðvitað að fylgja, þvf öll erum við veikholda og siðlausir synd- arar inn við nárann. Okkur ber skylda til að gera játningar og skrifta, fletta oss siðleysiskuflin- um og húðstrýkja bak vort og þjó hrísvöndum eins og „sjálf- flagellanta“ er siður. Þessa kröfu eða áskorun get ég að sjálfsögðu ekki lagt fram svo mark sé á takandi, nema því aðeins að ég berhátti sjálfan mig frammi fyrir alþjóð, játi per- sónulega syndir mínar og samfé- lagslegt siðleysi mitt frá vöggu til þessa dags. Og því rita ég eft- irfarandi „Sálumessu syndara". Æskusyndir Kornungur þjófstal ég ófáum tuttuguogfimmeyringum úr buddu móður minnar til að fjár- festa í öndvegisritum Dell og Skipper Skræk. Greipar Iét ég sópa um hálfvaxnar rófur og radísur í görðum grunlausra granna. Vinstri gúmmískó vinar mins varpaði ég Iangt út í ána Búðar, honum til armæðu og út- lagðs kostnaðar, (hann starfar nú í Svíþjóð sem Gestallt-ter- apisti sem hugsanlega má rekja til gúmmískósmissisins í æsku). Glórulaust at gerði ég hjá göml- um konum sem rétt höfðu orku til að skreiðast úr fleti þá dyra- bjalla glumdi þeim á síðkvöldum af mínum völdum. Og svo framvegis og svo fram- vegis. Unglingssiðleysi Umvafinn ryksugubarka og með rautt handklæði á herðum ráfaði ég um kaffihús og jós svívirðing- um yfir prúðbúna gesti. Hávaða- og loftmengandi bifreiðar grýtti ég í umhverfisverndarskyni í Kópavogi fyrir margt löngu. Sautján ára rak ég kærustu minni rokna kinnhest þá hún tjáði mér að hún hyggðist leggj- ast með mér eldri og íturv'axnari sveitamanni. A Garðsballi bauð ég giftri konu upp á herbergi til að lesa Morgunblaðið en þegar til kastanna kom hafði ég ekkert uppá að bjóða nema Alþýðublað- ið í eldspýtustokk. Fullkomlega skeQalaus fór ég baksviðs í Skjólbrekku í Mývatnssveit og nappaði bokku af Sumargleð- inni, sem varð til þess að Raggi Bjarna ærðist í Iok dansleiks og þjófkenndi alla Þineevinga. Allt er þetta þó aðeins toppur- inn á gríðarlegri ísjaka en þeim sem grandaði Titanic forðum tíð. FuUkomið siðleysi fuHorðiusára Æskusyndir mínar bitnuðu vissulega ekki verulega á samfé- laginu í heild sinni. En á fullorð- insárum fékk það fyrst að kenna á og standa straum af syndum mínum og siðleysi. Og á undan- förnum árum hafa skattborgarar, útsvarsgreiðendur og hluthafar ýmsir þurft að púnga út money- peningum í mína þágu, m.a. í eftirfarandi óhófsneyslu: Sex tvö- faldir viskí í vatni og 12 snittur í boði samgönguráðherra (eða flugmálastjórnar). Fimm þrefald- ir vodka í kók og ein fransk- brauðssneið með gúrkum í boði landbúnaðarráðherra. Tvær gistinætur í Amsterdam ásamt og með verulegu magni af sjenever, einni Iéttsteiktri akurhænu og kálfasnitseli í boði Flugleiða. Tveir tvöfaldir gin í hitaveitu- vatni ásamt fjórum teskeiðum af strausykri í boði Hitaveitu Reykjavíkur. Kvöldverður á Hótel Holti og annar í Höfða með Dav- íð Oddssyni á kostnað útsvars- greiðenda í Reykjavík í tilefni af 200 ára afmæli borgarinnar. Þijú bjórglös og fjórar snittur í Rúg- brauðsgerðinni í boði þáverandi ráðherra, Olafs Ragnars Gríms- sonar. Þessi upptalning er hvergi tæmandi, en nægir væntanlega til að votta um þunga þess kross sem ég þarf að bera. Við Sverrir Lauslega áætlað hefur veiklyndi mitt, ósjálfstæði, já, siðleysi mitt, kostað almenning í þessu landi tugi, ef ekki hundruð þús- unda. Og því er von að ég og fleiri spyrjum: „Er ég nokkuð betri en Sverrir?“ Með hliðsjón af því að synd er synd og siðleysi siðleysi, burtséð frá stærð- argráðu spillingarinnar, þá er að sjálfsögðu enginn munur á okk- ur. OIÍ erum við jú syndug og siðlaus, (nema Gunnar í PCross- inum), bara í mismiklum mæli. Og þó. Sverrir getur ekki skammast sín fyrir siðleysi sitt og iðrast synda sinna, því hann skynjar þær hvorki né skilur. Hann stendur keikur og ódeigur í fullvissu þess sem syndlaus er og lætur grjóthríðina dynja á glerhúsum granna. Jóhannes Sigurjónsson skrifar

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.