Dagur - 16.05.1998, Blaðsíða 6

Dagur - 16.05.1998, Blaðsíða 6
22 -LAUGARDAGUR 16. h 'J >' MAÍ 19 9 8 LÍFIÐ í LANDINU L j Drottningarskúiir á Vestfl örðum Það voru sannkallaðir drottningaskúrir sem steyptust yfir forsetahjónin og danadrottningu á fimmtudaginn var þegar þau heimsóttu Vestfirði. myndir: gva. Þjóðhöfðingjar Danmerkur ogís- lands á hraðferð um Vestfirðiþar sem þúsundir manna fógnuðu og létu válynd veðursig engu skipta. Drottning Danmerkur, Margrét II., fullu nafni Margarethe Alexandrine Þórhildur Ingrid, er 58 ára gömul og hefur ríkt sem þjóðhöfðingi Dana í rúm 26 ár, eða frá dauða föður hennar, Friðriks 9. Hún og eiginmaður hennar, Henri de Laborde de Monpezat, franskur greifi, giftust 1967, og eiga þau synina Friðrik og Jóakim, sem báðir eru um þrítugt. Þeim hjónum Margréti Þórhildi og Henri prins var for- kunnar vel tekið í vestfirskum byggðum í fyrradag, eins og blaðið sagði frá í gær. Þau eru í heimsókn hér á Iandi hjá for- seta Islands og forsetafrú í tengslum við listahátíð, og hófu heimsóknina með því að fljúga vestur á firði skömmu eftir að þau komu fljúgandi frá Kaupmannahöfn. Island heilsaði þeim konungshjónum með heiftarlegum vorrigningum og vonskuveðri í Reykjavík. Vestra var veðrið talsvert skárra. Flugið vestur með Fokkerflugvél Landhelgisgæslunnar var stutt og tíðindalítið, en nokkrar dýfur þegar flogið var inn Dýrafjörðinn. Drottning án kórónu Á flugvellinum mættu þjóðhöfðingjunum fjöldi ungra aðdáenda með danska og ís- Þjóðhöfðingjunum fagnað við Þingeyrarkirkju. Ienska bréffána í höndum. Þegar flugvél- ardyrnar opnuðust og Margrét Þórhildur, drottningin með alíslenska nafnið, birtist, mátti heyra í IítiIIi telpu: „Er þetta drottningin?" Viss vonbrigði mátti heyra í tóninum, því börn telja víst að drottning- ar beri gyllta kórónu hvar sem þær fara. Margrét var hins vegar ferðaklædd í drapplitaða dragt, viðbúin súld og rign- ingu á íslandi. Forseti vor var hins vegar mun léttar klæddur og oftar en ekki á jakkafötunum í ferðinni enda maður heitfengur. Vestfirðingar tóku vel á móti hinum tignu gestum. Dagskráin var undra harð- snúin og stoppið stutt á hveijum stað. A Þingeyri var fjölmenni samankomið við kirkjuna, þar sem forseti Islands hlýddi á guðsorð á unga aldri. Utandyra sungu ungmenni afmælissönginn fyrir afmælis- barn dagsins, Ólaf Ragnar Grfmsson, sem varð 55 ára þann dag. Dönsku blaða- mennirnir urðu eins og spurningarmerki og spurðu hvers vegna alþjóðlegi afmæl- issöngurinn væri sunginn. Síðan nóter- uðu þeir svarið og þótti merkilegt. Danadrottning og forseti fslands ganga úr kirkju í Holti í Únundarfirði. Áhugi á vestfirskiun kirkjum Margrét Danadrottning hafði áhuga á að skoða kirkjur. Séra Guðrún Edda Gunn- arsdóttir á Þingeyri tók á móti henni í safnaðarkirkjunni og Þorsteinn Gunnars- son arkitekt og leikari sagði sögu Þingeyr- arkirkju og síðar Holtskirkju á „fljótandi dönsku", en hann nam og starfaði í Dan- mörku á sínum tíma. Ekið er áfram yfir i Önundarflörð, að prestsetrinu Holti. Þar tóku á móti gestunum séra Gunnar Björnsson og Agústa Agústsdóttir, söng- kona. Þau sýndu kirkjuna og séra Gunnar lék á selló en Agústa söng fyrir gestina. Ur kirkju var gengið til prestseturs og hresstu gestirnir sig á kaffi og íslensku meðlæti. Flateyringar voru margir við kirkjuna, þegar gestirnir komu til bæjarins. Um- merki snjóflóðanna 1995 eru enn sýniieg en mannvirkjagerð að ljúka, aðeins eftir að sá í sárin í landslaginu. Menn vona svo sannarlega að þessi mannvirki dugi sem fullkomin snjóflóðavörn. Þjóðhöfðin- gjarnir lögðu blómsveiga að minnismerk- inu um þá sem Iétu lífið í náttúruhamför- unum, hátíðleg stund. Þúsund á fallegu Silfurtorgi A Silfurtorgi á Isafirði hafa aldeilis verið gerðar góða endurbætur, torgið er veru- Iega vel heppnað í núverandi mynd. Reyndar sást varla í torgið sjálft þegar þjóðhöfðingjalestin rann í hlað Hótels Isafjarðar, svo fjölmennt var. Menn voru með ýmsar tölur á hraðbergi, en trúlega voru mættir þarna meira en þúsund Vest- firðingar til að sjá þjóðhöfðingjana og maka þeirra. Rigningin helltist niður, hlý- ir og voldugir dropar, sem gera Vestfirði græna á örfáum dögum. Þjóðhöfðingjarn- ir fengu sér göngutúr í gegnum manngrú- ann og fóru umhverfis torgið. Lúðrasveit frá Tónlistarskólanum hélt uppi mikilli stemmningu og verslanir skreyttar í til- efni dagsins. Ein frægasta forretningin við Silfurtorg er Bakarí Ruthar Tryggva- son. Hún er dönsk, fædd í Vanlöse við Kaupmannahöfn, en hefur rekið Ijöl- skyldufyrirtæki á ísafirði síðan 1950. Rut og Arni Aðalbjarnarson, sonur hennar, komu til móts við forseta og gáfu honum forláta afmælistertu að gjöf við mikinn fögnuð viðstaddra. Frá ísafirði var haldið fljótlega og næst stansað við Ósvör utan við Bolungarvík. Þar var skoðað minjasafn, alvöru verbúð, sem gaman er að skoða. Geir Guðmunds- son sýndi safnið með stæl, klæddur eins og verbúðarmenn forðum. Þarna gengu höfðingjar í hjall og skoðuðu hákarl, grá- sleppu og annað í verkun, þefuðu af en báðu ekki um bragðprufu. I Bolungarvík var sama sagan og á öðrum viðkomustöð- um, mikið fjölmenni, sem fagnaði gest- unum með Ölaf Kristjánsson bæjarstjóra í broddi fylkingar. Þar skoðaði drottning handverkshúsið Drymlu, en litlar telpur, þær Karítas og Kristín, Iéku á harmoník- ur, meðal annars um regnið sem úti græt- ur, og einmitt á þeim tíma grét regnið sem ákafast á Vestfjörðum og létu ungir sem gamlir í Bolungarvík það lítt á sig fá. Reyndar sagði einn Vestfirðingur sem rætt var við að þetta væru bara smávægi- legir Drottningarskúrir. Annar sagði að þetta væri Reykjavíkurveður. Fjögurra til fimm tíma hraðferð um norðanverða Vestfirði lauk við Hótel ísa- fjörð. Þjóðhöfðingjarnir og makar þeirra héldu til herbergja á hótelinu til fata- skipta. Um kvöldið sátu Danadrottning og maður hennar kvöldverð í boði forseta íslands í Turnhúsinu svokallaða, en það er eitt húsanna í Neðstakaupstað, þar sem Isfirðingar hafa endurnýjað sín fornu hús, og hafa þannig aukið aðráttar- afl að bænum. 3TSS---'I ¥•’*§ Einn danskur sagður...

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.