Dagur - 16.05.1998, Blaðsíða 18

Dagur - 16.05.1998, Blaðsíða 18
I 34- LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1998 AKUREYRARB/ER Bröttuhlíðarskóli - skólastjóri Staða skólastjóra við Bröttuhlíðarskóla er hér með auglýst laus til umsóknar. Bröttuhlíðarskóli er sórskóli á Akureyri sem þjónar einkum nemend- um með atferlis- og félagsleg vandamál. Fyrir dyrum stendur endur- skipulagning á starfsemi skólans í þá veru að hann geti boðið al- mennum skólum á svæðinu breytta þjónustu á þessu sviði, aðallega í formi aukinnar stoðþjónustu og fjölbreyttari úrræða. Af þeim sökum er um að ræða tímabundna ráðningu með möguleikum á framhalds- ráðningu. Starf skólastjórans krefst háskólamenntunar á sálfræði- eða uppeld- issviði og reynslu af kennslu nemenda með atferlisvandamál. Nánari upplýsingar gefur skólafulltrúi í síma 460-1400. Upplýsingar um kaup og kjör veitir starfsmannadeild í síma 462-1000. Umsóknum skal skila til starfmannadeildar Akureyrarbæjar, Geisla- götu 9 á eyðublöðum sem þar fást. Umsóknarfrestur er til 2. júní nk. Starfsmannastjóri. Menntamálaráðuneytið Laust embætti Embætti skólameistara við Menntaskólann við Hamrahlíð er laust til umsóknar. Samkvæmt 9. gr. laga nr. 48/1986 um lögverndun á starfsheiti og starfsrétindum grunnskólakennara, framhaldsskólakennara og skóla- stjóra eru gerðar þær kröfur til skólameistara að hann hafi kennslu- réttindi á framhaldsskólastigi. Skipað verður í embættið til fimm ára frá og með 1. ágúst 1998 að telja. Um laun skólameistara fer eftir ákvörðun kjaranefndar. Umsóknir með ítarlegum upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 5. júní 1998. Umsóknir þar sem óskað er nafnleyndar verða ekki teknar til greina. Nánari upplýsingar veitir Sigurður Helgason deildarstjóri í mennta- málaráðuneytinu í síma 560 9500. Menntamálaráðuneytið, 14. maí 1998. KJÖRSTAÐIR við borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík þann 23. maí 1998 verða þessir: Hagaskóli Kjarvalsstaðir Laugardalshöll Breiðagerðisskóli Árbæjarskóli Fellaskóli Ölduselsskóli Foldaskóli Fólkvangur í Kjalarneshreppi Auk þess verður kjördeild í Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni 12. Kjörfundur hefst laugardaginn 23. maí, kl. 9.00 árdegis, og lýkur kl. 22.00. Sérstök athygli kjósenda er vakin á að kjósandi, sem ekki hefur meðferðis persónuskilríki, getur átt von á því að fá ekki að greiða atkvæði. Yfirkjörstjórn mun á kjördegi hafa aðsetur í Ráðhúsi Reykjavíkur, og þar hefst talning atkvæða þegar að loknum kjörfundi. Símanúmer yfirkjörstjórnar á kjördag er 563 2263. Yfirkjörstjórnin í Reykjavík Eiríkur Tómasson Guðríður Þorsteinsdóttir Jón Steinar Gunnlaugsson Þjóðleg og þokkafull að hefur í gegnum tíðina ekki þótt sæta sér- stökum tíðindum að skáld, ung sem eldri, hafi upp á sitt einsdæmi og á eigin kostnað gefið út verk sín, ljóð og/eða Iaust mál. Það er hins vegar nokkuð fréttnæmt þegar einstaldingar ráðast í það ævintýri að gefa út geislaplötur upp á eigin spýtur, þó reyndar gerist slíkt algengara með tímanum og sé að verða æ ódýrara í framkvæmd. Það verður til að mynda að teljast eftirtektarvert að húsmóðir í Breiðholtinu í Reykjavík, móðir þriggja barna, skuli svo lítið ber á setja saman og taka upp eina slíka plötu án mikillar aðstoðar utanfrá og það í stofunni heima. Ósk Óskarsdóttir er sú sem um ræðir en hún var að senda frá sér plötuna Óskina. Með þessari útgáfu og fleirum er Ósk að láta lang- þráðan draum rætast, um að koma lögum sínum sem hún hefur verið að semja frá unglingsaldri, á framfæri. Hún hefur annars komið nokkuð víða við í tónlistinni, var t.d. þátttakandi í íslenska pönkinu, en þar til nú hefur hún aftur á móti ekki komið fram með sín verk á plötu. Á „Óskinni" er þó ekkert sem bendir til pönksins, heldur er um að ræða einfalda og þjóðlega tónlist, sem Ósk hefur samið við 11 íslensk Ijóð. Flest þeirra eru eftir Jak- obínu Johnson, vestur-íslenska konu sem fluttist barn að aldri vestur og bjó lengi í Seattle í Banda- ríkjunum. Unni hún ætíð uppruna sfnum og bera ljóð hennar, sem Ósk hefur tekið upp úr ljóðasafn- inu Kertaljós, þess glöggt vitni. Önnur ljóð eru eft- ir Jóhann Gunnar Sigursson, Böðvar Guðlaugs- son, Þórð Halldórsson og Bjarna Marinó Þor- steinsson frá Siglufirði. Ósk syngur öll Iögin sjálf og leikur í nokkrum þeirra á píanó. Auk þess eru svo strengir, flauta og ásláttur í flutningnum. Ósk er ekki tilþrifamesta söngkona sem heyrst hefur, en hún er djúp og þokkafull eins og raunar hæfir vel andblæ plötunnar. Ekki er sérstök ástæða til að taka hér einstök lög út úr. Það sem stendur upp úr Plata Óskar Óskarsdóttur, Óskin, er allrar athygli verd. er að um mjög sérstaka plötu er að ræða, gerða af innileik, þörf og með þokka. Slíkt er alltaf þess virði að lofa. Óskin, er svo ekki eina platan sem Ósk Óskars- dóttir hefur sent frá sér. Fyrir síðustu jól gaf hún nefnilega út smekklega jólaplötu þar sem hún setti saman íög við ýmis jólakvæði. Útgáfutónleíkar í kvöld heldur Ósk Óskarsdóttir tónleika í tilefni af útgáfu plötunnar. Þeir verða í veitingahúsinu Sólon Islandus og munu standa yfir milli klukkan 21 til 23. Þar mun Ósk kynna plötuna, syngja og leika á píanó ásamt nokkrum aðstoðarmönnum. Aðgangur er ókeypis. Stórveisla í vændum Undir merki Listahátíðar, sem einnmitt er að hefjast í dag, verður sannkölluð veisla með öllu því framsæknasta og heitasta í íslenskri tónlist haldin dagana 3. til 6. júní. Um 40 til 50 hljóm- sveitir og aðrir tónlistarmenn munu koma þarna við sögu á eigi færri en þremur stöðum í höfuð- borginni, Loftkastalanum, Héðinshúsinu, Tungl- inu og Cafe Tomsen. Utvegssýning á íslenskri tón- list er undirtitill þessarar tónlistarhátíðar og eru það Loftkastalinn og tónlistartímaritið Undirtónar sem standa að henni auk Listahátíðar. Botnleðja, Maus, Quarashi, Vinyll, Páll Óskar og nýja sveitin hans Casíno, Gus gus, Lhooq, Móeiður Júníus- dóttir, Magga Stína fyrrum Risaeðla, Subterrane- an, Sigurrós og Kolrassa krókríðandi eru meðal þeirra sem staðfest hefur verið að komi fram, en mörg önnur nöfn eru einnig í myndinni. Á annað hundrað blaðamenn eru væntanlegir að utan að sögn til að sjá herlegheitin, sem einnig verða kvik- mynduð. Verður þar leitast við að endurvekja Rokk í Reykjavík andann. Myndin, sem nefnd verður Popp í Reykjavík, verður blanda af tónleikaupptök- um, viðtölum og svipmyndum frá hljóðversupptök- um. Hér er sannarlega um spennandi verkefni sem vonandi gengur upp. Þá verður það líka að fylgja, að svona nokkuð er mun meira spennandi fyrir íslenska listahátíð heldur en að reyna að fá einhverja „Risa að utan“. Það er vissulega alltaf gaman að fá slíkan glaðning, en hann má bara ekki vera svo stór, dýr og yfirgripsmikill að hann skyggi á allt annað og dragi það niður. Munum að „margt smátt gerir eitt stórt“ og að „ekki fara alltaf saman magn og gæði“.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.