Dagur - 16.05.1998, Blaðsíða 17

Dagur - 16.05.1998, Blaðsíða 17
 ~LAVG'AR*DAGUR 16 í MAÍ 19 9 8 - 33 LÍFIÐ í LANDINU L „Menn horfast ekki í augu við að velferðarstefn- an hefurbeðið skipbrot, “ segirElsa Valsdóttir, læknir, sem vakið hefurathygli fyrirpistla á Rás 2. Hérsegirhúnfrá læknisstörfum, pólítík og Akureyrarvist sinni. „Ég hefkunnað alveg frábærlega við mig á Akureyri, bæjarbragurinn hér einkennist ekki afþví stressi sem er fyrir sunnan. En brátt er mál að linni - Reykjavíkin tekur við í haust - og kannski eins gott að fara suður áður en ég tala með hreim, “ segir Elsa Björk Valsdóttir. mynd: brink. Kostnaðarvitiind skaðar ekki „Ég var í sveit mörg sumur hjá ömmubróður mínum á Fremri- Bakka í Langadal við Djúp og ætlaði alltaf að verða dýralæknir. Ég áttaði mig þó fljótlega á því að ég gæti ekki hugsað mér að skjóta sjúklingana þegar mér sem lækni þrytu ráð. Þá ákvað ég að fara frekar í læknisfræði fyrir menn. Þetta var ekki auð- velt nám og gekk stundum upp og ofan. En þetta hafðist á end- anum,“ segir Elsa Björk Vals- dóttir, læknir og fijálshyggju- kona, sem í vetur hefur vakið at- hygli fyrir skelegga pistla í morg- unarútvarpi Rásar 2. Hægt að fylgja sjuklingiuu eftir Elsa kom til starfa á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri í ágúst á sl. ári, eftir að hafa Iokið kandídatsprófi frá læknadeild Fláskóla Islands. „Sumarið eftir fimmta árið í læknadeild var ég að vinna í einn mánuð á Sjúkra- húsi Reykjavíkur og annan mán- uð til hér á á FSA. Eftir það var engin spurning hvar ég tæki kandídatsárið mitt. Starfsum- hverfið hér er allt annað en syðra; hægt er að fylgja sjúkling- unum eftir, allt frá innlögn til útskriftar, og eiga við þá per- sónuleg samskipti.“ Og Élsa segir að þegar sjúk- lingarnir komi spyrji læknar gjarnan viðkomandi hvernig hin- ir í fjölskyldunni séu til heils- unnar. „Að geta átt samskipti á þessum nótum við skjólstæðinga sína finnst mér kostur, þetta væri ekki hægt í hinni hröðu umsetningu á sjúkrahúsunum í Reykjavík," segir hún. EkM bara lögfræðinemar í HcimdaUi Síðustu ár hefur Elsa verið framarlega í starfi ungs fólks í Sjálfstæðisflokknum. Hún var formaður Heimdallar - félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík - frá 1996-1997. En velja ungir sjálfstæðismenn sér ekki nær allir að fara til náms í viðskiptagreinum háskólans eða þá lögfræði? „Nei, það þarf ekki endilega að vera. Það er kannski það skemmtilegasta við stjórnmálin hvað maður kynnist þar mörgu fólki með ólíkan bakgrunn. Og hvað mig varðar, þá fór ég ekki að starfa með sjálfstæðismönn- um fyrr en talsvert eftir að ég byrjaði í læknadeild," segir hún. Velferðarstefnan hefur beðið skipbrot „Eftir því sem ég kynnist betur innviðum hins svokállaða vel- ferðarkerfis verð ég sannfærðari um að kerfið gerir fleira vont en gott. Astæða þess að kerfið er að sigla í strand er að menn hafa ekki pólítískt hugrekki til þess að horfast í augu við að stefnan sem fylgt er hefur beðið skip- brot,“ segir Elsa. - Hún segir að nauðsynlegt sé að útfæra í heil- brigðiskerfinu kerfi sjúkratrygg- inga, þar sem allir landsmenn væru í sjúkrasamlagi. Um yrði að ræða skyldutryggingu líkt því sem er bæði á bílum og húsum. „Iðgjöld þessara trygginga gæti fólk sem auðveldast innt af hendi til tryggingafélaga. Því fólki sem ekki getur tryggt sig sjálft myndum við að sjálfsögðu veita aðstoð úr sameiginlegum sjóðum landsmanna," segir Elsa. Berum ábyrgð á eigin heHsu Fyrir um fimm árum kom hug- takið kostnaðarvitund fyrst til. Það var í tíð síðustu ríksstjórnar þegar niðurskurður í heilbrigðis- kerfinu var boðorðið. En hefur heilbrigðisstarfsfólk vitund fyrir því hvað kostar að lækna hvern sjúkling'? „Ég held að þessi vit- und heilbrigðisstarfsfólks sé að verða nokkuð góð að svo miklu leyti sem svo getur orðið. „En sá böggull fylgir skammrifi að eng- inn er - með beinum hætti - að kaupa þessa þjónustu og því er erfitt að gera sér ljóst hvað hlut- irnir kosta. En það er vissulega búið að berja í okkur vitund um aðhald og sparnað." En hvað með sjúklinga? Er beinlínis þeirra að hafa vitund fyrir því hvað það kostar samfé- lagið að þeir geti á ný náð góðri heilsu og glöðum dögum? „Það skaðar að minnsta kosti ekki að fólk viti hvað slíkt kostar - og við megum ekki gleyma að við ber- um ábyrgð á eigin heilsu. Þó við séum búin að borga til heil- brigðiskerfisins í gegnum skatta þýðir það ekki að við getum hag- að okkur ábyrgðarlaust og þá er ég einkum að tala um lifnaðar- hætti sem eru skaðlegir heils- unni,“ segir Elsa. Við eigum að selja RÚV í áðurnefndum pistlum sínum í morgunútvarpi Rásar 2 hefur Elsa vakið athygli fyrir að enda orð sín ævinlega á því að Ieggja til að Ríkisútvarpið verði selt. Rétt einsog Kató hinn gamli botnaði ræður sínar ætíð með því að leggja til að Karþagó yrði lögð í eyði. En myndi það skila betri fjölmiölun á íslandi ef RUV yrði selt og hversvegna á að selja stofnunina. „Það myndi örugglega ekki skila verri íjölmiðlun á íslandi og jafnvel betri ef RÚV yrði selt. Á Islandi eru margir miðlar starfandi sem flytja vandað efni. Fjölmiðlun er þjónustugrein í fullri samkeppni á frjálum mark- aði og út í hött er að ríkið sé þar þátttakandi og skekki þar með samkeppnisstöðuna. Þú spyrð hvort einkaútvarp væri tilbúið að útvarpa veður- spám til skipa á Vestfjarðamið- um. Því svara ég til að ef það væri markaður fyrir útsendingar á þessi mið yrði sú þjónusta að sjálfsögðu veitt. Útgerðirnar gætu til dæmis samið við út- varpsstöðvar einkaaðila um að veita þessa þjónustu. Þau rök fyrir rekstri RÚV sem oft eru nefnd er meint öryggishlutverk þess. Þessi rök féllu um sig sjálf þegar útsendingar ftjálsra út- varpsstöðva náðust á svæðum þar sem náttúruhamfarir geysuðu en útsendingar RÚV duttu út. Það er heldur ekkert því til fyrirstöðu að Almanna- varnir geti farið inn á útsending- ar frjálsra útvarpsstöðva í neyð, enda ná sendingar þeirra um allt land.“ Að skHagreiiia vandann - og leysa Sem áður segir útskrifaðist Elsa Björk úr læknadeild Háskóla ís- lands á síðasta ári og er nú að klára kandidatsárið sitt við Fjórðungssjúkrahúsið á Akur- eyri. Hún verður á Akureyri fram í júlílok en þá mun hún fara til starfa á Landspítalanum og verða þar í að minnsta kosti ár. Síðan mun leiðin væntanlega liggja til Bandarfkjanna þar sem hún hyggst nema skurðlækning- ar. „Læknisfræðin skiptist gróft séð í tvö svið; lyf- og skurðlækn- ingar,“ segir Élsa. „Einsog ég upplifi það einkennist lyflæknis- fræði mikið af spekúlasjónum, sjúkdómar eru langvarandi og sjúklingarnir koma aftur og aft- ur. í skurðlækningum er þetta frekar þannig að vandamálið er greint, gengið í það og sjúlding- urinn útskrifaður. Þannig verk- lag lfkar mér - og mér að sagt að þetta sé einmitt í samræmi við minn eigin persónuleika. Ég vil skilgreina vandamálið, finna leiðirnar og leysa vandann í eitt skipti fýrir öll.“ Áður en ég tala með hreini „Ég hef kunnað alveg frábærlega við mig á Akureyri, bæjarbragur- inn hér einkennist ekki af því stressi sem er fyrir sunnan. Það er ljúft að ganga héðan frá sjúkrahúsinu, niður Eyrarlands- veginn og kirkjutröppurnar í Kaffi-Kverið í Bókvali þar sem hægt er að hitta nánast alla Ak- ureyringa sem maður þekkir. Mér hefur alltaf þótt gott að geta séð bæði til sjávar og Ijalla og finnst því frábært að hafa út um eldhúsgluggann útsýni yfir bæði Pollinn og til Kaldbaks. Tignarleg fjöll eins og hann gefa manni einhverja tengingu við alheiminn. En brátt er mál að linni - Reykjavíkin tekur við í haust - og kannski eins gott að fara suður áður en ég tala með hreim,“ sagði Elsa Björk Vals- dóttir. -sbs.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.