Dagur - 16.05.1998, Blaðsíða 14

Dagur - 16.05.1998, Blaðsíða 14
'30 — LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1998 HEILSULÍFIÐ í LANDINU Það þekkja það eflaust marg- ir að veikjast áferðalögum erlendis. Ná sérí hálsbólgu, kvef magapesti og einhvem slappleika. Hvað erþá til ráða? HHmir Jóhannsson heimilislæknir. Hann segir fátt hægt að gera til að fyrirbyggja leiðinda flensupestir á ferðalögum erlendis en sé haldið til fjarlægari landa þurfi að undirbúa sig vel og fara í nauðsynlegar sprautur. mynd: brink Veikur ferðalangur Magapestirnar eru algengustu vanda- málin og jafnframt þau leiðinlegustu þegar kemur að því að vera veikur ferða- langur. Slíkar pestir eru þeim mun algeng- ari eftir því sem farið er til Ijarlægari landa og orsakast yfirleitt af saurgerlum sem við erum óvön að sögn Hilmis Jó- hannssonar, heimilislæknis á Heilsu- gæslustöðinni á Akureyri. Til að komast hjá því að næla sér í slíka pesti ber að forðast að borða hrátt, óþveg- ið grænmeti, eins er um ávextina. Skel- fiskur getur reynst hættulegur og eins hrár fiskur og hrátt kjöt. Eða almennt illa soðinn matur. Það er ósköp fátt hægt að gera til að undirbúa magann fram í tímann en þeim mun meira er hægt að hugsa um hann jafnóðum. ABT gerlarnir eru þar hjálp- samlegastir, þeir sem eru í AB-mjóIkinni, en þar sem ekki yrði þægilegt að hafa nokkrar fernur af AB-mjólk með sér til út- landa er hægt að fara aðra leið. Kaupa sér slíka gerla í töfluformi í apótekum og heilsubúðum og taka þá á ferðalaginu. Fái ferðalangur magapesti er best að vinda sér í næsta apótek og kaupa sér Ímodíum. Þar er um að ræða stoppandi töflur sem virka vel. Almenn hreysti eina ráðið Að næla sér í hálsbólgu, kvef og slappleika á ferðalagi er þreytandi en því miður er fátt hægt að gera að sögn Hilmis til að koma í veg fyrir slíkt. Það bara gerist. Að skipta um tímabelti getur að vísu haft áhrif. Valdið óþægindum vegna svefntrufl- ana en einnig getur það orsakað blæð- ingatruflanir hjá konum. Margir eru við- kvæmir fyrir breyttu loftslagi, meiri meng- un, sbr. í stórborgum en mengunin virkar ertandi á öndunarfærin. Hálstöflur eru það eina sem vírkar á slíka ertingu, þær hreinsa líka hálsinn vel. Mengunin getur einnig valdið astmasjúklingum mildum óþægindum. Gróðurfarið getur haft áhrif. Sérstaklega á þá með fijókornaofnæmi. Það er fátt hægt að gera til að forðast „lumbru" í fríinu. Ekki er um neinar fyrir- byggjandi aðgerðir að ræða nema þá helst að hafa með sér almenna hreysti. Verkja- töflurnar virka oftast í neyð ef slappleiki gerir vart við sig og ekki eru gefin sýldalyf fyrirfram. Finni ferðalangur sig þarfnast þeirra skal hann leita til læknis eða í næsta apótek. Sprautiunörk austurs og vesturs Ef halda skal til íjarlægari landa þá þarf ferðalangur að undirbúa sig heilsulega. Fá nauðsynlegar sprautur til að næla sér ekki í sjúkdóma. Það er misjafnt eftir löndum hvaða sprautur þarf að fá og lengd ferða- lagsins skiptir þar ekki máli. Þó ferðin sé ekki nema tveir dagar þarf sprautur. Það helsta sem þarf að sprauta við er lifrar- bólga A, taugaveiki, mænusótt, barna- veiki/stífkrampi og það eru teknar inn töflur gegn malaríu. Ef hægt er að tala um einhver mörk milli landa, sprautumörkin, þá ætti fólk ekki að fara langt til austurs að sögn Hilmis án þess að láta sprauta sig. Sé horft til vesturs er miðað við Bandarík- in og Kanada. HBG Því hefur verið haldið fram að kossar marki upp- haf og endi kynlífs og ást- arsambanda. Oft eru kossar taldir ákveðin yfir- lýsing um löngun til nán- ari kynna og talað hefur verið um að löngun til kossa sé eitt það fyrsta sem hverfur þegar hrikta tekur í sambandinu. Ymsar rannsóknir og tilraunir hafa verið gerðar á kossum fólks. Kanadískur mann- fræðingur gerði tilraun til að meta mun á kossum karla og kvenna og komst að þeir- ri niðurstöðu að 97% kvennanna sem þátt tóku í tilrauninni lokuðu augunum á með- an á kossi stóð, en einungis 30% karlanna kysstu með augun lokuð. Astæðurnar taldi hann vera þær að það auðveldaði konum draumóra og að njóta augnabliksins að kyssa með Iokuð augun, en sjónræn örvun virkaði hinsvegar sterkar á karla og yki löngun þeirra og því kysstu þeir frekar með opin augun. Margvísleg tjáning Margskonar túlkun hefur verið lögð í Halldóra Bjarnadóttir skrifar Kossar kossa t.d. að hjón sem nánast undantekn- ingalaust kyssi hvort annað á kinnina, geti hugsanlega verið farin að sigla sitt í hvora áttina og kæri sig þess vegna ekkert um þá miklu og innilegu snertingu sem felst í djúpum nánum kossum. Kynlíf fólks sem kyssist sjaldan hefur til- hneigingu til að vera flausturslegt og án náinnar líkamlegrar snertingar svo nokkru nemi, á meðan kynlíf fólks sem kyssist heitum kossum beint á munninn er lík- legra til að vera bæði ánægjulegra og meira fullnægjandi, þó þetta sé vissulega persónubundið eins og flest í lífi okkar. Munnurinn og varirnar, ásamt eyrna- sneplum, geirvörtum, sníp og tippi eru næmustu svæði líkamans til kynferðis- legrar örvunar. Mörgum finnst gott að Iáta kyssa sig víða um andlitið, hálsinn, líkamann allan og ekki hvað síst á næm- ustu svæðin, t.d. láta gæla með tungunni við eyrnasneplana og einnig fá margir mikla nautn við það að láta tungubrodd- inn renna eftir vörum mótaðilans. Djúptr kossar Margar mismunandi útfærslur eru til af kossatækni fólks. Sá koss sem oftast er nefndur þegar talað er um blauta kossa er Franski kossinn (stundum kallaður sleik- ur). Þá kyssast tvær manneskjur opnum munni og er tungan síðan látin kanna og njóta í rólegheitum vara, tungu og munn- hols hins aðilans og skiptast einstakling- arnir þá gjarnan á í könnuninni. Er oft tal- að um að djúpir kossar af þessu tagi séu vel til þess fallnir að kynnast tilfinningum mótaðilans. Kossar eru góðir fyrir sálina þó læknar hafi komist að því að þeir valda sömu áhrif- um og streita á líkamann. Starfsemi skjald- kirtilsins snareykst, sykurmagn í blóðinu stígur, líkaminn hættir að framleiða insúlín og í hvert skipti sem við kyssum einhvem slær hjartað hraðar. Þó eru aðrar og betri fréttir þær, að við hvern koss brennum við allt að 3 hitaeiningum. Kossar eru líka góð- ir fyrir tennumar, því þeir auka munnvatns- flæðið sem lækkar sýrustigið í munninum og minnka þar með líkur á tannsteini og tannskemmdum. Kossar em sem sagt hollir og góðir fyrir sál og líkama, svo ekki sé minnst á hversu lostafull listgrein þeir geta verið okkur og lífsnauðsyn í ástarleikjum. Halldóra Bjamadóttir er hjúkrunarfræð- ingur og skrifar um kynlíffyrir Dag. Að gera líkamaniun greiða Það er nauðsynlegt að gera líkamanum greiða og betra að það sé reglulega en £ skorpum. Þá er t.d. átt við að í vinnunni er nauð- synlegt að standa upp frá borðinu eða tölvunni á a.m.k. klukku- stundar fresti. Hafa stuðning við bak og fætur þegar setið er við borð eða tölvu. Hafa fæturnar aðeins hærra eða lægra en hæðina á stólnum. Hafa stuðning við úlnlið þegar verið er að vinna á tölvu og teygja á þeim reglulega. Hreyfa axlir og setja herðablöðin saman annað slagið. Ganga berfættur um heima hjá sér að loknum vinnudegi og gera smá æfingar með því að ganga á hlið fótarins. Það hvíl- ir ökkla og kálfa. 5 leiðir að betra mtnni * Til þess að muna betur nöfn á fólki sem maður er kynntur fyrir er ágætt ráð að „skrifa“ nafn viðkomandi á enni hans með ósýnilegum penna. Einnig getur það virkað að finna orð sem rímar á móti nafni viðkomandi eins og Rósa sósa eða Trausti hrausti. * Oft getur verið erfitt að muna allt sem manni er sagt. Til að muna það sem maður vill muna er ágætt ráð að nota ljósmyndaminnið, sbr. ef þér er sagt að frænka þín sé að fara til Parísar geymdu þá mynd af henni í huganum fyrir fram- an Effelturninn. * Það eiga margir erfitt með að muna dag- setningar. Gott ráð til að bæta úr því er að gefa þeim dagsetningum sem þarf að muna ákveðið tákn. Fyrir annan, þ.e. töluna tvo, gæti verið þægilegt að sjá fyr- ir sér skópar, tvennt af einhverju, og fyr- ir 2. júní t.d. gæti það verið sætt svín í sætum skóm sem myndi hjálpa. * Ef maður er spurður að einhverju í skyndingu og þarf að muna það strax kemur það oft fyrir að minnið lokast al- gerlega. Eina ráðið til að bæta úr því og opna það aftur er að draga andann djúpt tvisvar sinnum, slappa aðeins af, og þá ætti svarið að koma mjög fljótlega. * Það er samt ekkert sem kemur að jafn góðum notum við að muna hlutina og að skrifa þá niður. Það bregst aldrei. Að æfa og borða Fyrir þá sem stunda lfkamsrækt snemma á morgnana er nauðsynlegt að fá sér ávöxt eða glas af appelsínusafa áður en farið er af stað. Líkaminn þarf nefnilega smá bensín til að hafa orku í átökin. Eftir þau skal borða kjarngóðan morgunverð. Þeir sem stunda líkams- rækt af ein- hverju tagi eft- vinnu, eftir sex, ættu að borða stærstu máltíð dags- ins fyrri part dags, ekki að loknum æf- ingum. Það er miklu betra fyrir líkamann að fá sér hollt „snarl“ á kvöldin. Það er bráð- hollt og nauðsynlegt fyrir líkamann að borða innan 90 mínútna eftir að æft hefur verið. Vöðvarnir endurnýja sig nefnilega og taka upp öll næringarefni sem þeir þarfnast úr fæðunni og þannig verða þeir stærri og sterkari.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.