Dagur - 16.05.1998, Blaðsíða 4

Dagur - 16.05.1998, Blaðsíða 4
1 *i - ave 1 . i .01 i ií 'itna;. -11 r, .1 20 - LAUGARDAGUR 16. MAI 1998 Leikfélag Akureyrar Söngvaseiður The Sound of Music eftir Ricliard Rodgers og Oscar Hammerstcin II, sýn. laug. lö.maíkl. 20.30 UPPSELT sýn. mió. 20. maí kl. 20.30 sýn. fimm. 21. mai kl. 20.30 sýn. laug. 23. maí kl. 20.30 sýn. smm. 24. maí kl. 20.30 Allra síðustu sýningar »Saltið er gott, en ef saltið missir selt- una, með hverju viljið þér þá krydda það? llafið salt í sjálfum yður, og hald- ið frið yðar á milli." 9. 50. Markúsar- guðspjall Einleikur Aðalsteins Bergdal. á Renniverkstæöinu. Lýsing: Ingvar Bjömsson. Iæikmynd: Manfrcd Lemkc. Leikstjóm: Trausti Ólafsson. sýn. sunn. 17. maíkl. 17.00 síðustu sýningar á Akureyri í Bústaöakirkju í Reykjavlk 31. maíkl. 20.00 og 1. júníkl. 20.00 Gjafakort á MarkúsarguðspjaU tilvalin fermingargjöf Lmdsbanki íslands veitir handhöfum gull-dcbctkorta 25% afslátt. Miðasalan er opin þriðjud.-linuntud. kl. 13-17, föstud.-sunnud. frani aö sýningu. Súnsvari allan sólarhringinn. Muniö pakkaferöirnar. Sínii 462 1400 er styrktaraöili Leikfélaes Akureyrar MENNINGARLÍFIÐ í LANDINU Tteptr bókaB s Elias Snæland Jónsson ritstjóri Salman Rushdie, sem enn á yfir höfði sér dauðadóm, fatwa, íranskra heittrúarmanna, er nú allt í einu orðinn aðalpersónan í Iykilróman sem kunnur breskur rithöfundur, David Caute, hefur samið og gefið út. Bókin hefur víða fengið mjög góða dóma gagnrýnenda, en einnig vakið umræður í fjölmiðlum um hræðslu bókaútgefenda í Bret- landi við að móðga Rushdie. Þeir neituðu nefnilega hver af öðrum að gefa söguna út. Bókin nefnist „Fatima’s Scarf’ og var Ioks gefin út af Totter- down Books - fyrirtæki sem höf- undurinn stofnaði sjálfur í þeim tilgangi. Aður hafði hann sent handritið til 20-30 útgefenda í Bretlandi, en enginn þeirra vildi standa að útgáfu sögunnar. Eftir HILLAN ■11 ím ÞJOÐLEIKHUSIÐ Stóra sviðið kl. 20.00 Grandavegur 7 - Vigdís Grímsdóttir Leikgerð: Kjartan Ragnarsson og Sigríður M. Guðmundsd. i kvöld Id. næst síðasta sýning - sud. 24/5 síðasta sýning. Óskastjarnan eftir Birgi Sigurðsson 11. sýn. Id. 23/5 örfá sæti laus - 12. sýn. mvd. 27/5 nokkur sæti laus. Fiðlarinn á þakinu- Boch/Stein/Harnick Föd. 29/5. Ath. aðeins þrjár sýningar eftir. Meiri gauragangur Ólafur Haukur Símonarson Fid. 28/5 síðasta sýning. Smíðaverkstæðið kl. 20.00 Poppkorn - Ben Elton Á morgun nokkur sæti laus- föd. 22/5 - Id. 23/5 - fid. 28/5. Ath. sýningin er ekki við hæfi barna. Litla sviðið kl. 20.30 Gamansami harm- leikurinn - Eve Bonfanti og Yves Hundstad. í kvöld Id. uppselt - föd. 22/5 uppselt - Id. 23/5 laus sæti - fid. 28/5 uppselt. Ósóttar pantanir seldar dagle- ga. Miðasalan er opin mánud,- þriðjud. 13-18, miðvikud.-sun- nud. 13-20. Símapantanir frá kl. 10 virka daga. Rushdie sem sögupersóna átján mánaða þjark ákvað hann að gera það sjálfur. „Þetta er besta skáldsagan mín,“ sagði hann í blaðaviðtali, „og ég ætla ekki að láta þá grafa hana.“ Caute hefur sagt útgefendur hugleysingja og gert sumum þeirra það til háðungar að birta opinberlega höfnunarbréf þeirra. Þar fara þeir gjarnan Iof- samlegum orðum um söguna, og spara ekki lýsingarorðin, en hafna hins vegar útgáfunni á ýmsum forsendum - meðal ann- ars þeim að þeir vilji ekki móðga Rushdie. Skrimsli David Caute er kunnur höfund- ur í Bretlandi; hefur bæði skrif- að skáldsögur og fræðirit um sagnfræðileg efni. „Fatima’s Scarf’ er um 600 blaðsíður að stærð og gerist meðal annars í ensku borginni „Buddersford" í Yorkshire. Þar reiðast múslimar mjög nýrri skáldsögu eftir Gamal nokkurn Rahman - „The Devil: An Interview” - vegna þess að hún hafi að geyma ummæli sem þeir telja móðgun við trú sína. Þeir brenna bókina opinberlega. Skömmu síðar leggja íranir „fatwa" á höfundinni. Allt er þetta í samræmi við gang mála hjá Rushdie árið 1989. Skáldsagnahöfundurinn um- deildi í sögunni, Rahman, er ekki beinlínis aðlaðandi persóna. Hann er að vísu snillingur á sína vísu (hóf til dæmis að skrifa dag- bók á ensku og arabísku þriggja Salman Rushdie: aðalpersónan í„Fatima's Scarf." ára að aldri), en er eins konar skrímsli í útliti og sem höfundur. Ymsir gagnrýnendur telja þessa mannlýsingu merkilegt afrek; sumir þeirra hafa jafnvel lagt til að sagan verði tilefnd til Booker- verðlaunanna. Miðnætuibömin Rushdie fékk reyndar önnur slæm tíðindi á dögunum. Breska sjónvarpið BBC hefur neyðst til að hætta við gerð framhalds- myndaþátta eftir hinni marglof- uðu sögu „Midnight’s Chiidren” (Miðnæturbörnin) sem fyrst gerði Rushdie frægan sem rit- höfund, en sumir álíta hana bestu bresku skáldsögu síðustu áratuga. Sagan fjallar um þær gífurlegu þjóðlífshræringar sem urðu á Indlandi þegar landið fékk sjálfstæði skömmu eftir lok síðari heimsstyrjaldarinn- ar og var skipt í tvö rfki - Indland og Pakistan - en sú fæðing var afar blóðug. Kvikmyndun sög- unnar fyrir sjónvarp átti að verða stærsta verkefni BBC á því sviði á árinu, enda um mjög víðfeðma sögu að ræða. Fyrir lá samþykkt stjórn- valda á Sri Lanka um upptökur þar í Iandi, fyrstu sviðs- myndirnar voru til- búnar og BBC var að leita að leikurum í hlutverkin fjölmörgu. Þá kom skyndilega tilkynning frá ríkisstjórn eyjunnar þar sem tökuleyfi voru afturkölluð. Ástæðan var pólitískur þrýsting- ur frá múslimum. Rushdie hafði Iagt milda vinnu í handrit myndaflokksins og var því að vonum afar vonsvikinn. „Ég hef unnið að þessu verkefni af krafti í 15 mánuði,“ sagði hann í viðtali. „Á þeim tíma hefði ég getað lokið við nýja skáldsögu, en nú eru enn 10 mánuðir í hana.“ Gerð myndaflokksins hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Sumir telja reyndar að kvik- myndunin sé úr sögunni. Ósýnilegi hrmgmlrm Viktoríct erdóttir Charlie Chaplin, sem erlöngu orðinn ódauð- legurfyrir kvikmyndir sínar og grátbroslega túlkun á mannlífinu. Viktoría Chaplin er fædd í St. Monica í Californiu - dóttir Charlie Chaplin og Oona O'NeiIl, dóttur skáldsins Eu- gene O'Neill. Hún hefur greini- lega erft ástina á sviðinu frá föð- ur sínum, sem alla tíð var að leika fyrir fólk og nýtur hún þess að vera í sviðsljósinu. Viktoría kom fram í upphafs- atriði myndarinnar Lime- Iight/Sviðsljós árið 1952, en fað- ir hennar var höfundur, leikstjóri og aðalleikari þeirrar myndar. Fjölskyldan flutti til Sviss og Viktoria lærði tónlist og dans. Hún hitti og varð ástfangin af Jean-Baptiste Thierée sem hún svo giftist og þau eignuðust sam- an 3 sirkusa! jean-Babtiste er margreyndur leikari og hefur Ieikið öll helstu aðalhlutverk Ieikbókmenntanna auk þess sem hann hefur leikið í kvikmyndum - t.d. Trúðum Fell- inis. Á Listahátíð mun sirkus þeirra Viktoria Chapiin með manni sínum Jean-Babtiste Thierée. hjóna, „Le Cercle Invisible” eða „Osýnilegi hringurinn” verða sýndur í Þjóðleikhúsinu og má búast við mikilli aðsókn að sýn- ingunni. Þessi sýning er afrakstur af 25 ára þróun á loftfimleikum, töfra- brögðum og sirkus og er listfengi þeirra hjóna og Ieikni slík að áhorfendur trúa vart eigin aug- um. I sirkusum nota þau dúfur, kanínur og endur (allt eðal ís- Ienskir fulltrúar) í sýningu sinni og í farangrinum er margt skrít- ið, ýmsar tegundir hjóla, ótelj- andi búningar, beinagrindur o.fl. o.fl. Þessi sýning hefur verið kölluð nokkurs konar íhugun - eða til- brigði við sirkus - fremur en hefðbundinn sirkus og þau leggja höfuðáherslu á að skemmta fólki. Viktoría velur alla tónlist með sýningunni, en hún er afar fjölbreytt. Argentínskur tangó, búlgarskur brúðkaupsmars og barokktónlist svo fátt eitt sé nefnt. — vs

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.