Dagur - 16.05.1998, Blaðsíða 15

Dagur - 16.05.1998, Blaðsíða 15
T Tkgur. LÍFIÐ í LANDINU "LAVGARbAGUR 16. MAÍ 1998 - 31 í sumar er enginn mað- urmeð mönnum nema nota sólgleraugu. Þau eralltíölluísum- artískunni. Auðvitað tilheyra sólgleraugun ekki eingöngu sumartískunni. Margir nota þau að staðaldri og geta ekki án sólgleraugna verið. En það er langt síðan þau fóru að vera tískuvara og fylgja tísku- straumum. Að fólk fór að nota sólgleraugu eingöngu í þeim til- gangi að vera flott. Nauðsynleg Helstu tiskuhönnuðir heims hanna ekki sumarlínu sína án þess að henni fylgi sólgleraugu sem Iýsa stíl þeirra. Hjá þeim eru þau nauðsynlegur fylgihlut- ur sem auglýstur er grimmt og enginn má vera án ætli hann á annað borð að fylgja sumartísk- unni. I sumar er þetta ákaflega áberandi og mikið gert úr sól- gleraugunum. Þau eru í einu orði sagt nauðsynleg og þá fyrir alla. Það er óhætt að segja að það séu til sólgleraugu við allra hæfi og flest allt.sé í tísku, sé lit ið til hennar. En auðvitað er það einhver ákveðinn stíll sem stendur upp úr þetta sumarið í Karlarnir sækja yfirleitt í klassískt útlit og lögun á gler- augum og sérstaklega á það við um þá eldri. Járnspangir i gylltu eða silfruðu með dökkum, jafn- vel grænum, glerjum. Þau standa alltaf fyrir sínu. Yngri hópar sækja frekar í það óhefð- bundna, þeir yngstu í hringgler- augun sem teygja sig út á gagn- augun, hálfgerð geimgleraugu. En annars eru það spor- öskjulaga járn- spangargleraugu sem standa upp úr í heildina. Vinsælust Það vinsælasta í sumar er vafa- laust dökkar plastumgjarðir. Plast er mjög áberandi þó járnið komi inn á milli. Gleraugun eru gjarnan stór og köntuð og litirn- ir hefðbundnir. Mest er um svart, brúnt og grátt. Glerin fá hins vegar á sig Iit í mörgum til- fellum. Eru gul, rauð, græn, blá og appelsínugul. Hjá báðum kynjum er horfið aftur í tímann í tískustraumum, þá aðallega til 7. áratugarins og ganga þá gler- augun gjarnan lyrir bæði kynin. HBG sólgleraugunum eins og flest önnur sumur. Vönduð Að sögn gleraugnasala hefur það færst í vöxt meðal Islendinga að kaupa vönduð sólgler- augu sem endast vel. Að hugsað sé um gæði glerj- Sólgleraugun eru sett upp þegar sólin hækkar á lofti. Tískugleraugun eru úr plasti, köntuð og gjarnan með lituðum glerjum. Jackie Kennedy gleraugun eru fyrir konurnar, þau úr járninu fyrir karlana en annars ganga mörg hver fyrir bæði kynin. Eva Dögg er með sólgleraugu frá Gleraugnaþjónustunni á Akureyri. myndir:brink anna og vorn- ina sem þau eiga að vera fyrir augun. Aðallega eru það yngri aldurshóparnir sem kaupa tísku- gleraugun, og þá jafnframt þau ódýrari, en þó er ekkert gefið í þeim efnum því segja má að tískugleraugu séu til fyrir alla aldurshópa. Kvenfólk er meira fyrir það en karlmenn að fylgja tískustraumunum og konur kaupa frekar dýr merki og áberandi sólgleraugu. Konur og karlar Jackie Kennedy sólgleraugun halda velli hjá kvenþjóðinni. Þau virðast koma aftur og aft- ur. Þar er það plastið sem nýt- ur sín í umgjörðunum, þær eru hafðar stórar og dökkar og jafnvel örlítið kantaðar. Þessi gleraugu ganga í raun fyrir konur á öllum aldri enda til í mörgum útfærslum. Sumar og sóMerau^u 'L' M

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.