Dagur - 19.05.1998, Blaðsíða 2

Dagur - 19.05.1998, Blaðsíða 2
18 - ÞHÍÓJUDAGUR 19. M Á í 19 4 8 LÍFIÐ f LANDINU SMÁTT OG STÓRT UMSJÓN: SIGURDÓR SIGURDÓRSSON Víti-INN Ymsir hafa orðið til þess að atyrða Guðna Agústsson alþingismann fyrir tillögu hans um vegarlagningu upp á Heldu. Eg tel hins vegar að verðlauna ætti hugmyndina því hvað sem öllu líður er eldfjallið Hekla, ásamt Geysi, án nokkurs vafa þeir staðir á Islandi sem flestir útlendingar hafa heyrt nefnda og vilja ólmir komast sem næst til að skoða. Talað hefur ver- ið um Heklu sem hliðið að sjálfu Víti og þá væri hægt að hafa veitingastað við enda vegar- ins upp á Heklu sem héti upp á bandarísku Víti-INN. Hugmjmd Guðna verður þeim mun betri sem meira er hugsað um hana. Guðni Ágústsson. „Helftin af fjöl- miðlamönnum er menningarsnauð- ur rumpulýður, til háborinnar skammar fyrir þjóð sem vill þó kalla sig sið- menntaða." Sverrir Hermanns- son blaðamaður í Morgunblaðinu 15. maí. Ástkæra ilhýra... Eg fæ ekki betur séð en að kominn sé tími á að koma málhreinsun í tísku. Enskusletturnar hafa að mínum dómi aldrei verið meira notað- ar í loftmiðlum en um þessar mundir. Einu sinni heyrði ég ungan mann, nýútskrifaðan úr Háskólanum, segja að í 4 ár í þeim skóla hefði hann ekki lesið eina setningu á íslensku. Allar skólabækurnar og kennslugögnin hefðu verið á ensku eða þýsku. Það er ef til vill vegna þessa sem unga stúlkan, sem var að íjalla um þær Krydd-stelpur í útvarpinu um daginn sagði: Það er kúl að vera svoldið stjúpit. Fálkakrossinn vantar Indriði á Skjaldfönn við ísaljarðardjúp sló á þráðinn og kvað um Sverris-mál: Alla tíð var hann íhaldsins hlaupasnati út á þaðfékk hann hankann á silfurfati. Bananalýðveldi geta ekki verið verri vantar nú aðeins fálkakrossinn á Sverrí. Hrakinn og smáður Indriði kvað líka vísu eftir vin sinn Aðalstein á Víðivöllum, einnig um Sverris-mál. Aðalsteinn orti eftir að hafða hlustað á hið fræga viðtal Kristínar Þorsteinsdóttur við Sverri í sjónvarp- inu í upphafi Landsbankamála: Alsaklaus, hundeltur, hrakinn og smáður harmþrunginn telur nú örlög sín. Á Landsbankans kostnað lék sér áður við laxveiðar, kvenfólk og brennivín. Eins og Högni Hinn nýi blaðamaður Morgunblaðsins, Sverrir Hermannsson, fer mikinn í blaðinu dag eftir dag. Kona ein sagði á föstudaginn þegar hún tók Moggan úr póstkassanum: „Maður er far- inn að bfða eftir Sverri í blaðinu eins og Högna hrekkvísa og Ferdinant.“ Steinþór Birgisson kvikmyndagerðar- maður. : • - Vemdiun hálendið Steinþór Birgisson hefur ákveðn- ar skoðanir á hálendi landsins, hvernig eigi ekki að fara með það. I mynd þeirri sem hann gerði um hálendið norðaustan Vatnajökuls og var sýnd í Sjón- varpinu á sunnudagskvöld, komu þær skoðanir hans skýrt í ljós. „Það stendur til að reisa þama þrjár virkjanir og ég er þeirrar skoðunar að það sé með öllu óverjandi," segir Steinþór ákveð- inn. „Þetta er eitt af fáum ósnertum hálendisssvæðum sem eftir eru á landinu, það er búið að taka Þjórsársvæðið og eyði- Ieggja það gjörsamlega og stend- ur til að gera meira.“ Steinþór segist hafa ferðast um svæðið og finnst að á meðan Islendingar gefi sig út fyrir að eiga hreint og ósnert land, þá geti þeir ekki á sama tíma verið að eyðileggja það. „Enda er það svo að slfk eyðilegging er gjörsamlega óaftur- kræf og engin ein kynslóð hefur rétt til að taka svona auðlind og eyðileggja hana að mínu áliti,“ segir hann. Þjórsársvæðið „Þeir sem þekktu svæðið í kringum Þjórsá áður en það var skemmt fara helst ekki þangað nú,“ segir Steinþór. „Þar eru komin Ión og skurðir um allar trissur og vegir út um allt. Fólk heldur alltaf að hálendið sé ótakmarkað að stærð og það megi gera hvað sem er þarna, en því fer fjarri. Svæðið er miklu minna en manni finnst og feikilega viðkvæmt fyrir raski.“ Svæðið frá Hágöngumiðlun, þar sem verið er að vinna og austur fyrir Vatnajökul er eitt stærsta ósnerta svæði Evrópu að sögn Steinþórs og verði settar þarna virkjanir og háspennulínur þá verður lítið eftir af ósnertu svæði hérlendis. Steinþór segir stjórnvöld standa sig illa hvað það snerti að kynna það sem á að gera hvetju sinni, þannig að fólki er gert erfitt fyrir að fylgj- ast með og hefur ekki einu sinni tækifæri til að mynda sér skoðun á málinu. Þetta þykir honum afleitt og ekki til fyrirmyndar. „Svo má heldur ekki gleyma því að hér á landi búa aðrir Islendingar sem eiga sinn rétt,“ segir Steinþór. „Þetta eru hreindýrin, gæsirnar og önnur þau dýr sem búa á hálendinu. Þau geta illa varið sig sjálf og ég fyrir mitt leyti ætla að gera það sem ég get til að koma í veg fyrir eyði- leggingu hálendisins." -VS „Þeirsem þekktu svæðið í kríngum Þjórsá áðuren það var skemmtfara helst ekki þangað nú, “ segir Steinþór. SPJflLL ■ FRÁ DEGI TIL DflGS Þú skalt aldrei vanmeta áhrif þau sem heimskir menn hafa. Lazarus Long. • 1983 lenti Boeing þota með geimskutl- una Enterprice á Keflavíkurflugvelli eftir að hafa flogið yfir Reykjavík. • 1980 lentu þau Ringo Starr og Barbara Bach í bílslysi og slösuðust nokkuð. • 1965 var Patricia R. Harri fyrst svartra kvenna til að gerast sendiherra fyrir Bandaríkin (Luxemborg). • 1950 kom farþegaskipið GuIIfoss til landsins. Það rúmaði 210 farþega og 60 manna áhöfn. Fædd þennan dag • 1948 fæddist Grace Jones (Mendoza) á Jamacia, en hún er leikari og söngvari. • 1945 fæddist Peter Townsend tónlistar- maður, hann söng m.a. í söngleiknum Who. • 1925 fæddist Malcom X Omaha sem var leiðtogi svartra múslima. Hátíðisdagur í Víetnam er haldið upp á afmælisdag Ho Chi Minh. I dag er haldinn hátíðlegur (?) dagur froskanna, Rib-it-day á Calaveras hátíð- inni í Kaliforníu. Froskar koma allstaðar að og keppa sín á milli um það hver stekkur hæst. Upphafið að þessari hátíð var árið 1928, er froskur kallaður Stolt San Joaquin dalsins vann í fyrstu froska- keppninni sem haldin var í Calaveras. Vísa dagsins Eitt sinn var Halldór nokkur Snæhólm á mannamóti og vék sér að honum kona. Hún heilsaði honum og spurði hvort hann þekkti sig ekki. Jú, það hélt hann og kastaði fram þessari vísu. Eitt sinn varstu ástarkeit, og yfirdrifin blíðan, sem móðinsblað t minni sveit; ég man þig alltaf st'ðan. Afmælisbam dagsins Ætli Macolm X verði ekki að fá að vera afmælisbarn dagsins. Honum tókst að hrffa með sér fjöldann allan af svörtum Bandaríkjamönnum og fá þá til þess að berjast fyrir réttindum sínum - og tekst það enn þótt hann sé Iöngu látinn. Hann fæddist árið 1925, en þá var 19. maí reyndar á þriðjudegi eins og í ár. Nemi í háskóla nokkrum ákvað að gera tilraun og fór á hveijum degi út á fótboltavöll, íklæddur röndóttum bol. Hann dreifði fuglafræi samviskusam- lega yfir allan völlinn og blés að því búnu í flautu um leið og hann gekk frá vellinum. Þegar fótboltatímabilið hófst, gekk um- sjónarmaðurinn inn á völlinn, í sínum röndótta bol og blés í flautu. Það þurfti að seinka Ieiknum um 30 mín. á meðan verið var að fæla fuglana burt. Viðkomandi stúd- ent skrifaði ritgerð um þessa reynslu og fékk góða einkunn fyrir hana. Tölvan í dag Þeir sem eru með lotukerfið á heilanum hafa áreiðanlega gaman af þessari síðu. Gagnast líka þeim sem af einhverjum ástæðum vilja ritja upp kafla úr eðlisfræð- inni.Vort daglega netfang er: http://mwanal.IanI.gov/CST/ima- gemap/periodic/periodic.html - og þar er Iotukerfið eins og það leggur sig með ítar- legum upplýsingum um öll frumefnin.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.