Dagur - 19.05.1998, Side 5

Dagur - 19.05.1998, Side 5
ÞRIDJUbAGUR 1 9 .M Át' 1 9 98.- 21 . . , MENNINGARLÍFIÐ í LANDINU sinn boðskap á íslenzku og dönsku, og kórinn söng á dönsku, sænsku, íslenzku og þýzku. Og þetta er auðvitað al- veg Ijómandi kór, raunar aðeins 28 manna hluti af útvarpskórn- um danska (7+7 konur og 11 karlar). Við erum orðin vön fín- um kórum hér á landi, þannig að þessi söngur kom ekki bein- línis á óvart, en þarna voru líka æðri stykki en rútubílalög, eins og tveir „Romantiske korsange" eftir Jorgen Jersild (f. 1913) og þrír „Hymniske ansatser“ eftir Per Norgárd (f. 1932). Oft kemur manni í hug, að um þær mundir sem lúðraflokk- ur Helga Helgasonar var að spila Oxar við ána á Þingvöllum og þjóðin almennt að læra að Caput, Sigrún og Útvarpskórinn dansk, stóðu sig vel. syngja raddað, voru Danir komnir með langa tónlistarhefð að evrópskum hætti Magnús Stephensen sá Töfraflautuna í Kaupmannahöfn skömmu eftir alda- mótin 1800, barokk- tónskáldin voru engu síður starfandi við hirðina í Kaup- mannahöfn en í London, og Danir eiga langa röð prýði- legra tónskálda á 19. öld. Kannski þess vegna er svona und- arleg gróska í ís- lenzku tónlistarlífi að hér er engin hefð: Jazzinn og tyggjóið komu með hernum á stríðsárunum, unga fólkið hlustaði á Kan- ann og lærði sín fræði í Evrópu eða Ameríku; og allt að- lagaðist þetta vorri fornu bændamenn- ingu með sérkenni- legum hætti. Sennilega stefnir allt í heimi hér til hins bezta, þrátt fyrir allt, eins og dr. Altunga hélt fram. Sigurður Steinþórsson skrifar Við heyrðum það á sunnu- dagsmorguninn að Iíf yfir- stéttanna er enginn dans á rósum - hálfur annar tími af guðsorði og sálmasöng í Dómkirkjunni frá biskupn- um í Kaupmannahöfn og biskupi Islands og senni- lega engrar undankomu auðið. Hvaða kenndir bærðust í hinum konung- Iegu brjóstum undir messunni veit enginn, en svipað hlýtur þeim bankastjórum, við- skiptajöfrum og hver veit hvað að hafa verið innanbrjósts þegar ekki virtist sjá til enda á upphafsverki hátíðartóleikanna í Þjóðleik- húsinu (sunnudagskvöld 17. maí), þar sem hljómeykið Caput flutti eitt af einkennis- verkum sínum, Minnelieder-Zweites Minn- ewater eftir Bent Sörensen, samið 1994 fyr- ir hópinn. Þetta er ágætis tónverk, líkt og til dæmis gjálfur í læk, en þar kemur fyrr en varir að áheyrandanum þykir nóg komið - kannski verkið sé meira að segja búið að bíta í halann á sér og mynda hring, og taki engan endi fyrr en stjórnandinn (Guðmundur Oli Gunnarsson) sofnar eða fellur í öngvit. Nýr fiðlukonsert Stórum tíðindameiri var fiðlukonsertinn nýi eftir Hauk Tómasson þar sem Sigrún Eð- valdsdóttir var einleikari. Þetta er öflugt verk og áhrifamikið, og hitti beint í mark í frábærum flutningi Sigrúnar, Caput og Guð- mundar Ola. Ennþá merkilegra er þó, að ekki eru nema tvær eða þrjár vikur síðan Guðný Guðmundsdóttir frumflutti fiðlu- konsert eftir Pál P. Pálsson með Sinfóníu- hljómsveitinni, svo allt er þetta til marks um mikla grósku í tónlistarlífinu. Hafi það verið markmið að sýna Dana- drottningu hve „avanceraðir" Islendingar eru í músíkkinni miðað við hennar fólk, þá tókst það prýðilega, því nú kom hinn rómaði kór danska Ríkisútvarpsins og söng nokkur Iög undir stjórn Stefans Parkman. Meðal þeirra var „Det var en Iordag aften“ sem margir þekkja, svo og Vorvísa eftir Jón As- geirsson og fleiri ágæt stykki. Og raunar var þessi seinni hluti tónleikanna eins konar óður til norrænnar samvinnu og samkennd- ar - stjórnandinn (Parkman) kynnti verkin á sænsku, kynnirinn (Signý Pálsdóttir) flutti MENNINGAR LÍFIfl Stefán Jón Hafstein Afrískir dansar og brnnbur Fögnuður áhorfenda í troð- fullu Borgarleikhúsi að aflok- inni þriðju sýningu Amlima hópsins var mikill og einlæg- ur. Mun meiri en ég hefði sjálfur búist við eftir frekar langa sýningu þar sem stund- um reyndi ögn á þolrif þolin- mæðinnar við langvarandi bumbuslátt og endurtekning- arsama söngva. En áhorfend- ur voru greinilega þakklátir fyrir kraftmikla og fjöruga, litskrúðuga og líflega sýn- ingu. Þegar fjórir karlanna léku listir sínar á háum stult- um og hömuðust samtfmis á dómaraflautum sagði konan hið næsta mér hvað eftir ann- að stundarhátt: „þetta er ótrúlegt". Alþýðulist Amlima hópurinn býr í Köln og hefur gert síðan 1992, en flokkast eigi að síður sem al- þýðulistahópur frá Togó. („Hvar er Tógó?“ var aðalum- ræðuefnið í hléinu.) Þau segjast hafa byrjað sem börn að berja potta og pönnur, far- ið fyrstu utanlandsferðina til Benín árið 1982, og nú eru þau hér með nýja dagskrá undir Ieikstjórn sem þeim var boðin eftir að hafa slegið í gegn í Bogóta nýlega. Frómt frá sagt er sýningin frekar einföld. Ekkert er gert með „möguleika leikhússins'1 eins og fínir gagnrýnendur myndu segja - nema e.t.v. í eitt skipti þegar tjöld og ljós voru notuð í samspili, sem sýndi hvað væri hægt að gera með hópinn. Annars var þetta mest dans og spil á palli með lágmarkstilkostnaði í ljósum og engum í sviðsmynd. Einnig verður að segjast að ekkert þeirra sem hópinn prýða telst framarlega í sinni grein: hvorki sem trumbu- slagarar, dansarar, fimleika- menn, trúðar né sem nokkuð annað. En eigi að síður var þetta skemmtileg sýning. Þau eru ekkert að rembast \dð neina fágun í framkomu, til- þrif tröllsleg og kraftmikil og búningar oft Ijölskrúðugir. Þetta er sýning heildarinnar þar sem smitandi leikgleði og kímni njóta sín til fullnustu. Sýningin var næstum barns- leg í einfaldleik og gleði. Skömm að fari ekki víðar Helsta skömmin er að þau skuli ekki fara víðar. Það ligg- ur svo í augum uppi hve kjör- ið hefði verið að senda þau um landið og láta fylla íþróttahallirnar af bumbu- slætti og sparki skólausra fóta. Jújú, þetta fyrirbrigði heitir Listahátíð í Reykjavík, en fyrr má nú vera sam- bands- og metnaðarleysið að sjá ekki þá mögleika sem fel- ast í því að „láta strauma mætast" Wðar en í Borgar- leikhúsinu.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.