Dagur - 19.05.1998, Blaðsíða 10

Dagur - 19.05.1998, Blaðsíða 10
26 - ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1998 ro^tr LÍFIÐ í LANDINU Þrátt fyrír andlitslyftingu fer ekki á milli mála aö þetta er VW Golf. - MYNDIR:OHR Áreiðanlegur og traustur Golfínn náði aldrei þvílíkum vin- sældum sem Bjallan, en engu að síður er VW Golf vinsæll bíll og vel þokkaður. Golf er oft flokkaður sem smábíll, þó hann sé í rauninni enginn smábíll. Enda kemur hann heldur illa út úr slíkum samanburði þar sem hann er dýrari en flestir smábflar á markaðinum. Golf hefur haldið upprunalegu útliti með merki- Iega litlum breytingum. Nú hef- ur hann fengið svolitla andlitslyft- ingu, örlítið rúnnaðri horn og meiri línur, en það fer samt sem áður ekki á milli mála að þetta er Golf. Hann er stuttur, svo- lítið kubbslegur en þó ekki og greinileg fyrir- mynd fjölmargra smá- bíla sem komið hafa á markaðinn í kjölfar hans. Nýi Golfinn heldur gömlu útlínun- um, brattur afturendi, með farþegarýmið í kassa og vélarhúsið framan við, þó fram- endinn sé orðinn bogadreginn og aflíð- andi og afturstuðarinn dreginn svolítið út. Framljósin eru kapít- uli út af fyrir sig og skila sér ekki á mynd eða í lýsingu - þau verður að sjá með eigin augum, hver lugt í sinni skál og allt krómað, snyrti- lega og svolítið glannalega útfærð og gefa bílnum sportlegan svip. Afturljósin eru yst á hornunum ofan við stuðarann og afturhlerinn fellur smekklega niður á milli þeirra. A heildina litið ágæt breyting og bíllinn hinn snotrasti. BILAR Olgeir Helgi Ragnarsson skrifar Volkswdgen Golfergam- alreyndurbíll semfylgdi í kjölfarBjöllunnarfom- frægu sem sló öll sölu- met. Reyndarmá segja að Bjallan sé að nokkm leytiAkkilesarhæll VW þarsem ímynd þess bíls loðirvið merkið,þrátt fyrírað framleiðandinn búim.a. tilglæsivagn eins og VW Passat. Breitt verðbil Golf er boðinn á breiðu verðbili, allt frá þriggja dyra bíl með 1400 rúmsentí- metra vél sem kostar 1.365 þúsund krónur upp í fimm dyra GTI bíl með 1800 rúmsentímetra 150 hestafla vél og sóllúgu á krónur 2.150 þúsund. Að innanverðu er Golfinn látlaus og ekki mikið i hann borið, en allt er til alls sem þarf. Þessi síðarnefndi verður reyndar ekki fáanlegur hérlendis fyrr en í júlí-ágúst. Bíllinn sem reynsluekið var að þessu sinni var fimm dyra með 1400 rúmsentímetra vél og beinskiptur fimm gíra. Hann kostar kr. 1.425 þúsund á göt- una. A litinn var hann skærblár, litur sem erfitt er að lýsa, svolít- ið í ætt við lit sem mætti kalla neonbláan kannski. Þegar fór að skyggja tók maður eftir því að Iiturinn á stöfunum í mælaborðinu var í stíl, svipuðum bláum lit. Þetta kom skemmtilega út. Þó þetta væri minnsta vélin fann ég ekki annað en hún dygði Golfinum ágæt- lega. I akstri er bíllinn afar viðkunnanlegur. Ágætlega rásfastur miðað við ekki stærri bíl og fjöðrunin vel viðunandi. Það fer vel um mann undir stýri. Eg lenti í heiftarlegu roki á bílnum og það kom mér á óvart hvað hann var stöðugur. Nokkurra ára lang- bakur af japanskri gerð var rétt á undan mér og fór nærri þversum í einni hvið- unni, en Golfinn haggaðist varla að gagni í sömu hviðu. Hann er með tveimur líknarbelgjum, ABS hemlalæsivörn, og þriggja punkta bílbelti í miðaftursæti, auk þriggja höf- uðpúða. Mundi ég? Ef ég væri einhleypur væri Golfinn á- kjósanlegur kostur, að vísu í dýrari kantinum þar sem stærri bílar sumra annarra tegunda eru á svipuðu verði, en Golfinn er áreiðanlegur og traustur. Fyrir Ijölskylduna kæmi hann vel til greina sem annar bíll, en hann er of lít- ill sem aðalbíll. Ljósin eru snotur/ega útfærð og gefa bílnum sportlegan svip. Netfang umsjónarmanns bílasíðu er: olgeirhelgi@islandia.is Síminn: 437 2360 Þau sögðu... SVOIMA ER LÍFID Vigdís svarar í símann! Ertu með ráð, þarftu að spyrja, viltu gefa eða skipta? Vigdís svarar í símann kl. 9—12. Síminn er 563 1626 (beint) eða 800 7080. Póstfang: Þverholt 14 Rvk. eða Strandgötu 31 Akureyri. Netfang: ritstjori@dagur.is Lesandi Lesandi hringdi og vildi fá upplýs- ingar um félag áhugfólks um grindarlos, hvar það væri til húsa og hvernig væri hægt að ná sam- bandi við einhvern þar. Félagið hefur ekki fengið póst- hólf, en hjá for- manninum Rann- veigu Hallvarðs- dóttur er síminn 562 3134. • Maður sér oft klára gæja með heimskum konum, en sjaldan klárar konur með heimskum gæjum. Erica Jong • Eg Iít svo á, að séu börnin mín lifandi þegar ég kem heim, þá hafi ég staðið mig í stykkinu. Roseanne • Við hjónin ætlum annaðhvort að kaupa hund eða eignast barn, en getum ekki ákveðið hvort við eigum að eyðileggja teppið eða h'f okkar. Rita Rudner • Eg var á stefnumóti nýlega og náunginn fór með mér á hestbak. Það var reglulega skemmtilegt - þar til við kláruð- um smápeningana. Susie Loucks • Hann sagði: „Eg er fullkominn fyrir þig vegna þess að ég er mitt á milli þess að vera karlremba (macho) og þess að vera mjög viðkvæmur maður.“ Svo ég sagði: „O, kynvilltur vörubílstjóri?11 Judy Tenuta • Hann plataði mig út í hjónaband. Hann sagðist vera ófrísk- ur. Carol Leifer Feimin og ástafangin Eg er 15 ára stúlka og er búin að vera hrifin af strák í um það bil ár. Hann er þremur árum eldri en ég. Eg er frekar feimin varðandi stráka og veit ekkert hvernig ég á að haga mér og sér- staklega hjá strákum á þessum aldri. Við höfum rétt svona þekkst í gegnum foreldra. Mig langar að vita hvernig ég get kynnst honum meira. H Strákar á þessum aldri hafa talsverðan áhuga á stúlkum svona yfirleitt og oftast dugar að vera í návist þeirra og sýna þeim áhuga. Ef þú heíur einhverja möguleika á því, skaltu rejoia að vera á sömu stöðum og hann, hitta hann af „tilviljun“ í sundi, á böllum eða öðrum stöðum. Stund- um reynist vel að láta það berast að maður hafi áhuga á viðkomandi aðila, þá í gegnum vini og kunningja. Reyndu að herða upp hugann og spjalla við drenginn eins oft og hægt er, ég veit að það er auðveldara að gefa þetta ráð en fara eftir því ef maður er feiminn, en það hjálpar þér að hafa þekkt hann Iengi, þó svo að kunningsskapurinn sé lítill. Góð byrjun á samtali gæti einmitt verið að rifja upp einhverja sameiginlega minningu frá því að þið voruð börn. Þú ert ung ennþá og því er ástæða til þess að minna þig á að bráðræði í kynlífsmálum er ekki rétta leiðin til að halda athygli hins kynsins. Það að vera tilbúin til að sofa hjá við fyrstu kynni getur jú orsakað að þú kynnist strák- um bæði fljótt og vel, en hins vegar er ekki víst að þau kynni haldi. REYKJAVÍK 19S7 - XXI ÁRG^’nEUH ___________ Kosningar í nánd! Það hefur Iöngum verið líf í tuskunum fyrir kosningar. I bók- inni Islensk fyndni 1957, er þessi „kjörseðill“ úr Reykjavík 1919. Óþokkamenni, ekkert flón. (Jakob Möller.) Utlendra flesta gerir bón. (Jón Magnússon.) Æsingaskrifli skrílsins hér. (Ólafur Friðriksson.) Skálkurinn hlynnir mest að sér. (Sveinn Bjömsson.) Heilög einfeldni hampi þér. (Þorvarður Þorvarðsson.) Hrapið þið allir fyrir mér.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.