Dagur - 23.05.1998, Page 4

Dagur - 23.05.1998, Page 4
20 - L AUOA R DAGU R2 3 - MAÍ •'■1-9-98' - Leikfélag Akureyrar Söngvaseiður The Sound of Music cftir Richard Rodgcrs og Oscar Harmnerstein II, sýn. laug. 23. maí kl. 20.30 UPPSELT sýn. sunn. 24. maí kl. 20.30 UPPSELT Aukasýulng simnud. 24. maí kl. 14.00 UPPSELT Allra sýðustu sýuingar „Saltið er gott, en efsaltið rnissir selt- una, með hverju viljið þér þú krgdda það? llafið salt í sjalfum yðtir, og hald• ið frið yðar á milli." 9. 50. Markúsar- guðspjall Einlcikur Aðalsteins Bergdal. á Renniverkstæðinu. Lýsing: Ingvar Bjömsson. Lcikmynd: Manfrcd Lemke. Lcikstjóm: Trausti Ólafsson. í Bústaðatórkju í Reykjavik 31.maikl. 20.00 og l.júníkl. 20.00 Vartánkikar £eikMúdkúrdin& iteráafmtudaginn 5. júnild. 20.30 í Samkanudui&inu. áyjigiu' liig úr Aángleikjum, ápereitum ag ápemm. Stjárnandi: %gar %tmm 'UndirleikMÍ: 'Rjcfuud Simm> 'Mióauei'ó '%r. 1.000 Landsbanki íslands veitir handliöfum guli-dcbetkoría 25% afslátt. Miðasalan eropin þriðjud.-fimmtud. kl. 13-17, föstud.-sunnud. fram að sýningu. Súnsvari allan sólarhringinn. Sími 462 1400 cr styrktaraðili Leikfélags Akurcyrar LÍFIÐ í LANDINU L. A „Þetta var að vorlagi. Hvort það var seinast í apríi eða fyrst í maí, því er ég búinn að gteyma, en það voru kosningar framundan og góð ráð dýr. Sem betur fer voru þó sums staðar réttir menn á réttum stöðum eins og fyrri daginn og björguðu því sem bjargað varð. Einn þeirra hafði hringt til mín af skrifstofu Þjóðflokks- ins, borið mér kveðju tveggja flokksmanna sem ég kannaðist við og spurt hvort ég væri ekki til með að taka sæti í menningarmálanefndinni. Hún ætti að hraða störfum og það vantaði einmitt námsmann i nefndina, einhvern með nýjar og ferskar hugmyndir.“ Stemumótun Það varHjörtur Pálsson sem sigraði í smásagnasamkeppni Dags ogMenorsem haldin varnýlega. Dagurbirtirhér vinningssöguna. - Þið eruð að móta stefnuna! Fyrst vissi ég ekki hvaðan á mig stóð veðrið þar sem ég hímdi frakkalaus og berhöfðað- ur í útkrotuðu strætisvagnaskýli og var að bíða eftir fjarkanum. Þar var enginn fyrir þegar mig bar að svo að ég tók að velta miðanum milli fingra mér og stara á smárúðótta gluggana í grámáluðu, bárujárnsklæddu timburhúsi með rauðu þaki hin- um megin við götuna. Eg fór að spá í hvað það væri gamalt og var í svo þungum þönkum að ég tók ekki eftir neinu fyrr en ég heyrði þetta sagt við hlið mér. - Þið hverjir? spurði ég næst- um ósjálfrátt um leið og ég hrökk við og Ieit til hægri. - Þið í flokknum. Þið sem þyk- ist ætla að bjarga menningunni, mælti sá sem þar stóð og Iét ekki standa á svari. Eg þekkti hann eins og skot. Hann var verkfræðinemi á þriðja ári og hafði fyrir nokkrum vikum verið kosinn í stúdentaráð af lista uinbótasinna sem andstæð- ingarnir kölluðu aldrei annað en umba. Þann lista hafði ég líka stutt, en hópurinn sem að honum stóð var helst til sundurleitur og sjónarmið hans sömuleiðis. Eftir kynni mín af þessum verkfræði- nema á nokkrum undirbúnings- fundum fannst mér einhvern veginn að til Iengdar mundum við hvorki eiga skap né skoðanir saman. Þess vegna kom mér síst á óvart að hann skyldi taka til orða eins og hann gerði, en ég vissi hvað hann var að fara. Hann hafði lesið um pólitísk af- rek mín í Kyndli og séð af okkur myndina. Eg verð að játa að háðsyrði hans komu dálítið illa við mig. En það var af allt öðr- um ástæðum en ætla mætti í fljótu bragði. Þetta var að vorlagi. Hvort það var seinast í apríl eða fyrst í maí, því er ég búinn að gleyma, en það voru kosningar framundan og góð ráð dýr. Sem betur fer voru þó sums staðar réttir menn á réttum stöðum eins og fyrri daginn og björguðu því sem bjargað varð. Einn þeirra hafði hringt til mín af skrifstofu Þjóð- flokksins, borið mér kveðju tveggja flokksmanna sem ég kannaðist við og spurt hvort ég væri ekki til með að taka sæti í menningarmálanefndinni. Hún ætti að hraða störfum og það vantaði einmitt námsmann í nefndina, einhvern með nýjar og ferskar hugmyndir. - Heldurðu að þú sláir nú ekki til? spurði erindreldnn í síman- um og bætti við: - Þú ert nefni- lega alveg rétti maðurinn, það er ég hundrað prósent viss um. Nýir vendir sópa best. Hann bað mig að svara fljótt, helst á stundinni, því að tíminn væri naumur og hann yrði að halda áfram að hringja ef ég neitaði. Eg sagði honum meðal annarra orða að mér þætti nú viðkunnanlegra að vera þá í flokknum, en ár og dagur væri síðan ég hefði síðast greitt fé- Iagsgjald og óvíst hvort ég væri enn á skrá. - Vertu nú ekki að þessu. Það er minnsta mál í heimi að kippa í lag formsatriðum. Ef það er þá ekki bara sterkara að hafa ein- hvern með sem ekki er flokks- bundinn. Eg hef meiri áhyggjur af því ef við fáum ekki almenni- legt fólk í nefndina. Þessi mála- flokkur vill svo oft verða ein- hvern veginn utanveltu. Það er bara staðreynd. Þeirri röksemd var vandneitað og þannig atvikaðist það að ég varð við þeirri ósk að setjast ásamt fleirum á rökstóla um menningarmálin þetta vor og „semja drög að útfærslu á stefnuskrá Þjóðflokksins að því er þau mál varðar“, eins og svo lipurlega var að orði komist á minnisblaði um hlutverk nefnd- armanna sem þeim var von bráðar sent í pósti ásamt fund- arboði. Eins og fýrr segir man ég ekki mánuðinn og enn síður daginn með vissu, en hitt man ég, að fundurinn átti að vera í Þjóðflokkshúsinu og hefjast stundvíslega klukkan tvö. Það man ég vegna þess að ég kom of seint. Eg hafði tekið vagn í bæinn um eittleytið og ætlaði að kaupa mér skó áður en fundurinn byrjaði. Og það gerði ég. Þeir einu sem ég átti voru farnir að gefa sig svo að ég gekk ekki lengur þurrum fótum um götur ef blautt var. Skókaupin tóku lengri tíma en ég hjóst við og þegar mér varð litið á klukk- una sá ég að hún var tíu mínút- ur gengin í þrjú. Enn var tölu- verður spölur eftir á áfangastað svo að ég þurfti bersýnilega að flýta mér. Vor var í lofti og krapaelgur á götunum eftir sólbráð síðustu daga. Það var komin þessi und- arlega lykt af golunni sem aldrei finnst nema á þessum tíma árs og ekki er um að villast. Ég var þess vegna Iéttur í lund og spori þegar ég snaraðist fyrir hornið þaðan sem við mér blasti borði sem strengdur hafði verið um húsvegg þveran og á var letrað stórum stöfum: ÞJÓÐFLOKK- URINN - FLOKKUR ÞJÓÐAR- INNAR. Mér hlýnaði um hjartarætur. í þann flokk hafði ég gengið ásamt tveimur vinum mínum þegar við vorum sautján eða átján ára og batt við hann miklar vonir. Stefnuskráin kom ágæt- lega heim við hugmyndir okkar. Við vorum ungir og ákafir. Nú

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.