Dagur - 23.05.1998, Page 6

Dagur - 23.05.1998, Page 6
__ r o v ' * r >• , ; r m i v 22-LAUGARDAGUR 23. MAÍ 19 9 8 LÍFIÐ í LANDINU Meðan allra augu beinast að stóru bæjarfélögun- um með risa- stóru kosn- ingaloforðun- um, sjónvarpsauglýsing- um og kappræðuþáttun- um eru annars konarkosn- ingarmeð öllu minna til- stand. Eg verð að gera afar persónu- lega játningu: Ég er kosningafík- ill. Ég get ekki setið kyrr þegar kosningar eru í nánd. Verð að fylgjast með, helzt náttúrlega að skipta mér af, einhvurn veginn. Að boða til kosninga virkar á mig eins og að setja fyrir framan mann fallega konu og ætlast til þess að hann leiði hana hjá sér. Ógæfan byrjaði löngu áður en ég fékk kosningarétt. Ég var átta ára þegar ég dreifði fyrst bæk- lingum fyrir jafnaðarmenn í borgarstjórnarkosningum. Síðan hefur kvillinn ágerzt stöðugt og alvarlega og varla þær kosningar liðið að ég þyrfti ekki að vera með. Meira að segja árin mín í Ameríku lét ég mig hafa að vinna kauplaust hjá gerspilltum öldungadeildarþingmanni demókrata í nokkra mánuði til að geta í hæfilegu návígi fylgzt með Mondale tapa fyrir Reagan. Það var einstök nautn. Tvisvar hefur mér þó tekizt að sitja á mér. Fyrst af illri nauðsyn í borgarstjórnarkosningum fyrir fjórum árum, þegar ég ritstýrði vikublaði. Helzta framlag mitt þá var að sitja sveittur við að henda í ruslið skipulögðum skítaáróðri sem barst í óhuggu- lega vel undirbúnum „mála- möppum“ úr Valhöll. Ari síðar voru þrír vinir mínir í framboði í þingkosningum, hver á sínum listanum þótt lífsskoð- anir þeirra væru og séu enn ná- kvæmlega þær sömu. Ég neitaði að taka þátt í þeirri vitleysu og sat heima. En lengra hefur kosningabindindi mitt ekki náð. Ég þykist sem sagt hafa upplifað eitt og annað í pólitík og kosn- ingum. En þá komu hrepps- nefndarkosningar hér á Stöðvar- firði. Það er einhver óvenjuleg- asta pólitík sem ég hef hitt. I þessum þijú hundruð manna bæ eru óhlutbundnar kosningar, persónukjör í hreppsnefnd, eng- ir listar, allir í kjöri. Þannig hef- ur þetta verið lengi, að sögn kunnugra, nema fyrir fjórum árum þegar fram kom Iisti til höfuðs „gamla Iiðinu", sem svo var kallað, þ.e. þeim sem setið höfðu lengi í hreppsnefnd. Hann náði meiri hluta, en býður ekki fram núna. Allir í kjöri - enginn í framboði Ég gladdist þegar ég frétti að enginn listi hefði komið fram. Hafði talið að það væri til einskis nema ógagns, að svo lítið samfélag væri að skipta sér upp í fylkingar þegar ekki væri að sjá mörg tilefni til málefnaágrein- ings. Marktækir menn höfðu ófagrar lýsingar úr nágranna- sveitarfélagi þar sem slík átök hafa verið mjög illvíg og harðvít- ug. Ég var sumsé mótfallinn Iistakjöri. Taldi betra að í Iitlu sveitarfélagi stæðu menn saman um hagsmuni sína, enda verk- efni hreppsins í tiltölulega föst- um skorðum og betra að beita kröftum sínum sameiginlega og út á við. Það leið ekki á löngu unz ég varð að játa að ég hafði rangt fyrir mér. Þar kom að ég þurfti Áfrábœru verði: Vitara Diesel er með forþjöppu og millikæli: aflmikill, einstaklega hljóðlátur, lipur í akstri, með miklum staðalbúnaði og öllum þægindum eðaljeppans. Hann er ekta jeppi, upphækkanlegur, sterkbyggður á grind, með háu og lágu drifi, stöðugri fjöðrun og góðu veggripi. Dieselvélin er ein sú kraftmesta á markaðnum og hefur mikið tog (brekkurnar verða leikur einn). Samt eyðir hún einstaklega litlu - þú getur t.d. komist. fram og til baka á milli Akureyrar og Reykjavíkur á innan við eittutn tanki! r SUZUKI AFLOG ÖRYGGI VITARA DIESEL 5 dyra VERÐ: Handskiptur 2.180.000 KR. Sjálfskiptur 2.340.000 KR. SUZUKI BILAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. SUZUKISÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, simi 431 28 00. Akureyri: BSA hf„ Laufásgötu 9, simi 462 63 00. Egilsstaðir: Bíla- og búvélasalan hf„ Miðási 19, sími 471 20 11. Hafllarfjörður: Guðvarður Eliasson, Grænukinn 20, sími 555 15 50. Isafjörður: Bílagarður ehf„ Grænagarði, simi 456 30 95. Keflavik: BG bílakringlan, Grófinni 8, sími 421 12 00. Selfoss: Bílasala Suðurlands, Hrismýri 5, simi 482 37 00. að svara einni lykilspurningu: Hveija á ég að kjósa? Spurning- in kann að virðast einföld, en svarið getur verið býsna flókið. Vandinn er þessi: Ég hef búið á Stöðvarfírði nógu Iengi til að vita að hér er fjöldinn allur af prýðisfólki sem er vel treystandi fyrir málefnum sveitarfélagsins. Hængurinn er sá að þótt allir séu í kjöri er enginn í framboði. Það hefur enginn gefíð kost á sér, enginn sagzt sækjast eftir hennar segi og hann ráði alveg nógu miklu í þorpinu fyrir. Allt eru þetta uppdiktuð dæmi og eiga sér ekki aðra stoð í veru- leikanum en þá, að þau gætu hæglega verið sprottin úr orða- skiptum við vini og kunningja upp á síðkastið. Hvað á einn aðfluttur geml- ingur að halda? Að allt það ágætisfólk, sem ég er orðinn a.m.k. málkunnugur, sé ekki hæft til setu í hreppsnefndinni? „Ég hefbúið á Stöðvarfirði nógu lengi til að vita að hér er fjöldinn allur af prýðisfólki sem er vel treystandi, “ segir Karl Th. Birgisson. kjöri og því engin leið að vita hvort eða hver hefur yfirleitt áhuga á að sitja í hreppsnefnd. Og ekki vill maður gera fólki þann óleik að kjósa það gegn vilja sínum. Kiddi Sveins eða Pálina á Bakka? Hvað er þá til ráða? A maður að hringja og spyija: Er þér sama þótt ég kjósi þig í hreppsnefnd? Lái mér sá sem vill, en það þykir mér frekar óhægt erindi að bera upp. Hin Ieiðin er að halda uppi fyrirspurnum hjá þeim sem hugsanlega gætu vitað þetta eða þættust vita það. En því geta fylgt samræður á borð við þessar: „Hann Kiddi Sveins; er það ekki ágætisnáungi?" „Neeei...“ og svo kemur ræðan um Kidda og tvær eða þijár sög- ur því til skýringar að hann sé ekki traustsins verður, þótt hann sé auðvitað ágætur að öðru leyti, karlinn. „En Stjáni Páls? Þar er nú traustur maður." „Nei, hann myndi ég aldrei kjósa.“ Svo kemur svolítill pistill um Stjána og það helzta sem hægt er að fínna honum til vansa. „Hættu nú. Þá kýs ég hana Pálínu á Bakka. Það er fín kona, skynsöm og fylgin sér.“ „Það má vera...“, en þá er út- skýrt að það borgi sig nú ekki að kjósa þá fyrirmyndarkonu, því hún geri bara eins og maðurinn Auðvitað er það ekki svo, en þetta hef ég fengið óþægilega oft á tilfinninguna síðustu daga. Kosningafyrirkomulagið krefst þess beinlínis að fólk sitji við eldhúsborðið sitt og dæmi mann og annan, án þess að viðkom- andi hafi gefið nokkurt tilefni til þess (það hefur jú enginn boðið sig fram), hvað þá að hann hafí tækifæri til að bera hönd fyrir höfuð sér. Þetta er ekki sprottið af illkvittni, heldur er því þröngvað upp á fólk. Það eru engar stefnuskrár að takast á um og engir í framboði, sem hefðu með því stigið fram á sviðið og beðið kjósendur að taka afstöðu til sín. Þess vegna neyðist fólk til að fara yfír sviðið og telja upp kosti og lesti á vel- flestum nágrönnum sínum — fólki sem annars hefði varla komið til minnstu umræðu. Niðurstaða mín er því sú að biðja þess lengstra orða að hér komi fram listar í kosningum að fjórum árum liðnum. Að einhver verði í framboði. Einhver stefnuskrá, hversu ómerkileg sem hún er. Að hægt verði að taka afstöðu til einhvers án þess að fara þurfi í þvingaðan mann- jöfnuð á borð við þennan. Það er mannlífinu líklega hollara, jafnvel þótt upp komi einhver tímabundinn krytur. Auk þess gæti ég að öðrum kosti neyðzt til að Ieita mér hjálpar við kosn- ingafíkninni. Þá hugsun vil ég ekki hugsa til enda.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.