Dagur - 23.05.1998, Blaðsíða 7
m
LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1998 - 23
LÍFIÐ í LANDINU
Á hverju byggist árangur?
Hvað ergóð liðsheild?
Guðjón Þórðarson lands-
liðsþjálfari í knattspymu
ernúfarinn að heimsækja
fyrirtæki og kenna mönn-
um aðfæra liðsandann og
liðsheildina úríþróttun-
um yfirá atvinnulífið.
Vinnumarkaðurinn getur
margt lært afsportinu.
„Raunverulega
fjalla ég um
tvennt, annars
vegar liðsheild-
ina og hins veg-
ar einstakling-
inn innan liðs-
heildarinnar.
Liðsheild er
hlutur sem allir
eru að glíma
við og allir vilja fá svör við. Ef
það væri hægt að svara því í
stuttu máli hvað liðsheild er þá
væru allir búnir að leysa gátuna
en það má segja að góð liðsheild
sé þegar viðkomandi hópur gerir
sér grein fyrir því að velferð ein-
staklingsins er undir því komin
að hópurinn vinni vel saman og
þegar góður hópur vinnur vel
saman þá blómstra einstakling-
arnir. Þetta vinnur í báðar áttir,“
segir Guðjón Þórðarson, lands-
Iiðsþjálfari í knattspyrnu.
Verður samt að gera það
Guðjón fór að skynja liðsanda
og sigurvilja og þýðipgu þess fyr-
ir mörgum árum þegar hann var
leikmaður hjá IA og fékk mis-
munandi tilsögn og mismunandi
leiðbeiningar hjá þjálfurum.
Hann varð var við að það var
afar misjafnt hvernig þjálfararnir
komu áherslum sínum á fram-
færi og fengu leikmennina til að
fara eftir leiðbeiningum sínum.
Hann fór að velta fyrir sér
hvernig þjálfari fengi liðið til að
vinna saman að markmiðinu,
sigri, og hvernig honum tækist
að framkalla sigurvilja meðal
leikmanna. Hann fór að leggja
áherslu á að ná fram þessum
hlutum í starfi sínu og það var
ekki að sökum að spyrja. Guðjón
er nú einn færasti þjálfari lands-
ins og aðilar í atvinnulífinu fá
Guðrún Helga
Sigurðardóttir
skrifar
Guðjón Þórðarson landsliðsþjálfari horfir til ársloka 1999 í starfi sínu með landsliðið. Hann vill raunhæfa markmiðssetningu í starfi og leggur áherslu á liðsheild-
ina. Hann bendir á að „þegar góður hópur vinnur vel saman þá blómstra einstaklingarnir. “mynd: eól.
Þarf sífellt að
klappa mönnum
hann í síauknum mæli í heim-
sókn í fyrirtæki til að fjalla um
Iiðsanda, liðsheild og sigurvilja -
innan fyrirtækja.
„I fótbolta lenda oft einstak-
Iingar í því að vinna önnur verk
en þeir sjálfir vilja og þá þarf að
fá þá til að vinna þetta verk án
þess að vera með einhverjar
vangaveltur að þetta sé betra
svona eða hinsegin. Ef maður er
með 20 manna hóp getur maður
verið með meira en helminginn
af hópnum ekki ánægðan af því
að Ieikmennirnir hafa aðrar
hugmyndir um sjálfa sig. Vara-
mennirnir eru óánægðir af því
að þeir komast ekki í liðið og
þeir sem ekki komast á bekkinn
eru óánægðir af því að þeir kom-
ast ekki þangað. Þetta er alveg
eins úti í atvinnulífinu. Það er
ekkert gaman að vera Iögreglu-
maður og sækja mann sem hef-
ur tekið líf sitt í heimahúsi. Það
verður samt að gera það,“ út-
skýrir Guðjón mál sitt.
öflugir einstaMingar í
sterkri liðshcild
- En hvemig fær þjúlfari leik-
mennina til að vinna að sama
marki?
„Menn verða að hafa skilning
á því sem þeir eiga að fara að
stefna að, skilja eftir hveiju þeir
eru að sækjast og menn verða að
standa saman að því og gera sér
grein fyrir því að það er sam-
takamátturinn sem á endanum
ræður úrslitum. I liðsheildinni
skiptir máli hvernig menn vinna
saman og menn verða að gefa af
sér. Reynslan af sterkri liðsheild
er að þar koma yfirleitt fram
mjög öflugir einstaklingar. Þá
skapast svipað umhverfi og í
fótboitanum, þar verður einhver
að skora. Oft er það þannig í
sterkri liðsheild að það er ein-
hver sem fær fleiri færi en aðrir
og sá skorar undantekninga-
laust,“ svarar hann.
- En gildir þetta líka í atvinnu-
lífinu?
„Það er alveg ldárt að menn
skora í atvinnulífinu. Sumir eru
betri sölumenn en aðrir. Það
gefur auga leið. Sumir eru betri
samningamenn en aðrir. Lykill-
inn að því er að finna vettvang
fyrir hvern og einn og finna í
hverju hver og einn er góður.
Það eru ekki allir markmenn
eða miðherjar."
Tilflnningamar teknar með
Guðjón talar um að beita „mað-
ur á mann“-aðferðinni og segir
að sumir séu hræddir við þessa
aðferð af því að hún geti orðið
svo persónuleg og sumir geti
aldrei gefið af sér af því að undir
niðri séu þeir kannski aðrir en
þeir séu út á við. Sumir einstak-
lingar geti alltaf hætt við, aðrir
geti alltaf gefið eftir og farið í
felur við ákveðinn þrýsting. I
erfiðleikum stingi leikmennirnir
ef til vill hausnum í sandinn.
Þjálfari verði hins vegar að skilja
leikmennina sína, ná að hvetja
og vinna jákvætt með þá og til
þess þarf hann að þekkja hvern
einstakling. I sumum tilvikum er
hægt að herða að mönnum með
skrúfu, í öðrum tilvikum eru
leikmennirnir svo spenntir að
það þarf að fá þá til að slaka á.
Guðjón vill „fara vel með“
mennina sína.
„OII erum við einstök og öll
höfum við okkar tilfinningar.
Það er mjög mikilvægt fyrir
stjórnanda að skynja starfsfólkið
sitt, liðsmennina sína. Fyrir mig
er mjög mikilvægt að skynja
leikmennina mína. Þegar mann-
inum líður vel þá gerir hann
betur en stundum þarf að bijóta
hann niður til að hann geri vel,“
segir Guðjón. „Maður er sífellt
að ldappa leikmanninum og
koma við hann, finna hvernig
honum líður og hvort hann er
hræddur eða óöruggur. Stund-
um getur þetta orðið trúnaðar-
tal. Þetta er eins og hljóðfæri,
þetta er bara spurning um hvaða
hljóm þú vilt fá.“
Letjandi að setja markið of
hátt
Guðjón leggur áherslu á að
stjórnendur, starfsmenn og fyrir-
tæki setji sér raunhæf markmið
til að keppa að. Hann kveðst
ekki hafa trú á því að setja sér of
hátt markmið eins og sumir hafa
talið vænlegt til árangurs, það sé
beinlínis „fáránlegt". Talið berst
að Vímuefnalausu Islandi árið
2002 en það verkefni hefur
einmitt verið gagnrýnt fyrir of
háa markmiðssetningu. Guðjón
telur að það geti haft letjandi
áhrif á hópinn ef það er ljóst frá
byijun að markmiðið mun alls
ekki nást, menn séu búnir að
missa andann áður en þeir leggi
af stað því að þeir geri sér Ijóst
að þeir nái ekki markmiðinu.
Sjálfur kveðst hann horfa fram
til ársloka 1999.
„Mitt markmið er að styrkja
stöðu þessa landsliðs. Við erum
reyndar í mjög erfiðri stöðu í
þessum riðli en markmiðið er að
bæta stöðuna. Eg er ekki sáttur
við að vera í 72. sæti á listanum
þó að 200 þjóðir séu á þessum
lista,“ segir landsliðsþjálfarinn
og bætir við að ekki sé allt undir
sér komið. Starfsskilyrðin skipti
líka máli og hvemig aðstæður
sér og landsliðinu séu búnar.
„Það skiptir máli hvaða starfs-
skilyrði ég fæ, hvaða vettvang
hef ég, hvað er mér skammtað
af fjármunum til að styrkja
stöðu liðsins. Það eru margir
þættir sem spila inn í þegar
maður ætlar að ná árangri og
það er alveg eins og í atvinnulíf-
inu.“
- En hvernig tekst fyrirtækjum
að viðhalda árangrinum og jafn-
vel að hæta við sig?
„Stundum getur maður lent í
því í okkar litla samfélagi að
vera búinn að ná öllu því sem
hægt er og þá verður að við-
halda árangrinum og setja sér ný
markmið. Þetta er oft vandrat-
aður vegur."
Læra af þeim sem skara
framúr
Þegar Guðjón er beðinn um að
flytja fyrirlestur í fyrirtæki segir
hann að menn séu oftast á hött-
unum eftir hvatningartali, „pepp
talk“. Hann reynir að kynna sér
starfsemi fyrirtækisins lyrirfram,
hvernig viðkomandi fyrirtæki
hagar sinum starfsmannamálum
og hverju það vill ná fram. Ekki
megi gleyma huglæga þættinum.
Menn megi heldur ekki gleyma
sér i öfund í garð þeirra sem
skara fram úr heldur eigi þvert á
móti að reyna að læra af þeim.
„Eg hef farið mjög víða og
kynnt mér fótbolta. Maður sér
það sem vel er gert og maður sér
líka fullt af slæmum hlutum,
bæði í skipulagi félaganna og
skipulagi æfinganna. Hvernig
fara þeir með mennina sína?
Hvað æfa þeir? Hveiju reyna
þeir að ná fram? Hvar liggja
áherslurnar? Hver er tilgangur-
inn með að vinna svona? Eftir
hverju er maður að Ieita?,“ spyr
landsliðsþjálfarinn Guðjón
Þórðarson.