Dagur - 23.05.1998, Síða 9

Dagur - 23.05.1998, Síða 9
B L AXU GA'R DÁhÚá 2 ií' m'áí ’ h'9^9 8 -'25 Snökktandi fólk vildi flytja burt Atli Rúnar Halldórsson fyrrverandi fréttamaður dekkaði kosn- ingar í Ríkisút- varpinu í mörg ár og segir þeim hafa fylgt það mikið álag að hann muni það helst að hafa skjögrað heim í bælið hálf með- vitundarlaus. Hann er annars sammála Guðrúnu Helgadóttur með það að kosningarnar 1978 séu eftirminnilegastar. Þegar meirihluti sjálfstæðismanna féll í Reykjavík. „í mínum huga er minningin um sálarástand sjálfstæðis- manna þessa kosninganótt ákaf- lega sterk. Af öllu samanlögðu man ég best eftir snökktandi fólki sem talaði um að flytja úr landi. Fólki sem sagði að það treysti sér ekki til að vakna morguninn eftir og sá fyrir sér rauða fána á öllum húsum. Þetta var þvílíkt áfall fyrir sjálf- stæðisfólk og ég hef aldrei, hvorki fyrr eða síðar, séð slík við- brögð." Þó Atli hafi sagt skilið við fréttamanninn fylgist hann vel með í pólitíkinni. „Eg hef áhuga á pólitík en ég hef ekki fundið fyrir því, síðan ég hætti sem fréttamaður, að ég saknaði þess að dekka ekki kosningar í út- varpinu. Mig langar ekki í þenn- an slag aftur en þrátt fyrir það fylgist ég með kosningum með augum fréttamannsins. Eg losna ekki undan því að sitja heima pirraður yfir því að spyrlar spyiji ekki að því sem liggur í augum uppi að spyrja að.“ égí Gísli Rragi Hjartarson tryggingasölu- maður og frá- farandi bæjar- fulltrúi Alþýðu- flokksins man sérstaklega eftir kosningunum 1986 en þá náði flokkurinn inn þriðja full- trúanum sínum á 23 atkvæðum. „Það kom ekki í Ijós fyrr en búið var að telja utankjörstaðarat- kvæði að við næðum þriðja manninum inn. Alþýðuflokkur- inn hafði aldrei fyrr fengið þrjá bæjarfulltrúa svo lengi sem elstu menn mundu eftir." Það er einmitt úr þeim kosn- ingum sem Gísli Bragi riíjar upp skemmtilega sögu. „Það er margt skemmtilegt sem gerist í kosningum en ég man alltaf eftir því í kosningunum 1986 þegar þriðji bæjarfulltrúinn okkar, hún Ninna, sem alls ekki átti von á því að komast inn, var tekinn í sitt fyrsta viðtal. Henni var ósk- að til hamingju með sigurinn en hún sagði bara ... „núna sit ég í súpunni." Þetta lýsir því hversu óvæntur sigurinn var.“ Og ein saga úr Framsóknar- flokknum flýtur hér með. Fjórir drukknir menn komu inn á kosningaskrifstofu Framsóknar á Akureyri fyrir all mörgum árum. Þeir vildu selja atkvæði sín fyrir tvær flöskur af brennivíni en voru svo „óheppnir" að kosn- ingastjórinn sem þeir töluðu við og buðu atkvæði sín var mikill og þekktur templari. Það þýddi bara eitt; að þeim var hent út af skrifstofunni hið snarasta og ekki fór meira af atkvæðasölu mannanna. Er það svo, - ertu viss Magnús Ósk- arsson fyrrver- andi borgarlög- maður man eftir mörgum kosn- ingum. Hann, eins og Björn Jósef, segir þó kosningarnar 1958 mjög eftir- minnilegar og einmitt vegna þeirra laga sem Hræðslubanda- lagið setti ...“sem bönnuðu allt sem leyft hafði verið í kosning- um áður og flest leyft í dag. Þá fékk Sjálfstæðisflokkurinn 10 borgarfulltrúa undir forystu Gunnars Thoroddsen og það skapaði verulega sérstakt and- rúmsloft í ljósi laganna sem sett voru til að vinna gegn Sjálfstæð- isflokknum en hann var talinn hafa öfluga kosningamaskínu sem vinna þyrfti á.“ Magnús segir Sjálfstæðisflokk- inn hafa brugðist við á ýmsan hátt og reiði hafi gripið um sig með lagabreytinguna. „Bannið virkaði hroðalega öfugt og stjórnmálamenn lærðu að al- menningur tekur svona kúnstum ekki vel enda hefur ekkert slíkt gerst síðan.“ Meðal þess sem lögin fólu í sér var að allir þeir sem kusu ut- ankjörstaðar þurftu að gera grein fyrir því hvers vegna þeir gerðu það. Vanfærar konur komnar á steypirinn fengu t.d. ekki að kjósa utankjörstaðar þar sem þær voru ekki á Ieið út úr bænum. „Sjálfstæðisflokkurinn tók því á það ráð að Iáta sem óléttir stuðningsmenn væru skrifaðir inn á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Þar með var séð að þær þyrftu út úr bænum. Þetta var tekið gilt fyrir atkvæðunum og spítalinn varð ansi hreint „þéttsetinn" ef svo má segja.“ Það var í þessum kosningum sem Magnús minnist orða Gunnars Thoroddsen. „Ég sagði honum úrslit kosninganna, að Sjálfstæðisflokkurinn hefði fengið 10 menn kjörna, og þá kom þessi rólega setning ... „er það svo, - ertu viss?“ Nákvæm- lega sömu orðin sagði hann við mig þegar ég tilkynnti honum úrslit forsetakosninganna 1968, ... „er það svo, - ertu viss?“ Þetta situr alltaf í mér.“ Jaröarber og kampavín Kristín A. Arnadóttir er aðstoðarkona borgarstjóra. Hún minnist sigurs R-listans í síðustu borgar- stjómarkosning- um á annan hátt en flestir stuðningsmenn listans sem fjöl- menntu á Hótel Island. „Eg fór til Bandaríkjanna daginn fyrir kjördag í tengslum við vinnu mína á Alþjóðaskrifstofu Háskól- ans og verð auðvitað að viður- kenna að það var dálítið erfitt loksins þegar að úrslitastundinni kom. Eg velti töluvert fyrir mér hvort væri erfiðara að vera svo langt í burtu ef við ynnum eða ef við töpuðum! Eg fylgdist svo með talningunni allan daginn, fékk upphringingar þegar nýjar tölur komu frá félögum mínum í kosningastjórninni. Eftir á að hyggja var það dálítið kúnstugt hvernig fólkið í afgreiðslunni á þessu stóra hóteli tók þátt í bið- inni af eftirvæntingu og spennu og vildi vita hvað um væri að vera á þessu Hótel íslandi sem alltaf var að hringja. Þau tóku niður stigatölurnar og komu í lokin og tilkynntu að sigur væri í höfn. Þetta er mjög eftirminnileg kosninganótt, eða kosningadagur öllu heldur vegna tímamunarins, og ég man að mér leið alls ekki illa að vera langt í burtu frá fagn- aðarlátunum heima. Það var ákveðinn léttir og allt í lagi af því að tilganginum var náð. Eg fagn- aði síðan sigrinum á sundlaugar- bakka með jarðarberjum og kampavíni." Kosntngavökur Kosningavaka Reykjavíkurlistans verður haldin á Hótel íslandi og hefst hún kl. 22. Húsið er að sjálfsögðu öllum opið og verður dans- að og fylgst með kosningatölum á sjónvarpsskjáum fram eftir nóttu. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík verður með sína kosningavöku á Hótel Loftleiðum og hefst hún eftir að kjörstöðum verður lokað. Fylgst verður með kosningatölum af sjónvarpsskjáum og dans stig- inn fram á nótt. A Akureyri mun Sjálfstæðisflokkurinn vera með kosningavöku í húsnæði sínu í Kaupangi. Þar verður opið hús frá kl. 22, fylgst með nýjustu tölum og hlustað á Iifandi tónlist. Stuðningsmenn Framsóknarflokksins ætla að hittast í kosninga- miðstöð sinni við Hólabraut á Akureyri. Kosningavakan hefst strax að Ioknu kosningakaffinu kl. 18. Akureyrarlistinn verður með kosningavöku að Skipagötu 18. Hún hefst eftir að kjörstöðum verður lokað, kl. 22, og boðið verður upp á skemmtiatriði. Listi fólksins, L-listi, heldur sína kosningavöku á kosningaskrif- stofunni að Ráðhústorgi 7. Hún hefst kl. 22 og eru allir velkomnir. Nuna sit súpiumi Magnús Óskarsson fagnar úrslitum kosninga ásamt Davíð Oddssyni og Ástríði konu hans. (Myndin birt með leyfi Magnúsar] Kosninganótt á ljósvakanum Stöðin á staðmun Kosningavaka Stöðvar 2 hefst kl. 20 í kvöld og stendur fram eftir nóttu. Fréttamenn Stöðvarinnar verða á alls 9 stöðum; Reykjavík, Akranesi, Isafirði, Akureyri, Egilsstöðum, Arborg, Hafnarfirði, Kópavogi og Reykjanesbæ, auk þess sem sögð verða tíðindi frá kosningunum í 23 öðrum stöðum á landinu. „Við leggjum áherslu á grafíkina sem er einföld í framsetningu," segir Karl Garðsson, sem hefur yfirumsjón með kosningavöku Stöðvarinnar. í sjónvarpsal munu formenn stjómmálaflokkanna mæta, sem og borgarstjóraefnin tvö; þau Ingibjörg og Arni. „A okkar snærum á kosninganótt verður einnig fréttamaðurinn Marteinn Mosdal, sem og Fósbræður og Stuðmenn,“ segir Karl. Sjónvarpið á 35 stöðum Fréttamenn Sjónvarps munu fylgjast með kosningaúrslitum í 35 fjölmennustu byggðarlögum landsins og fréttamenn verða á tíu stærstu stöðunum. Borgarstjóraefnin Ingibjörg og Arni mæta í sjónvarpssal sem og formenn stjómmálaflokkanna. „Við munum heimsækja kosningavökur flokkanna og einnig ræða við fólk sem víða kemur saman til að fylgjast með tölunum," segir Árni Þórður Jónsson, sem stjórnar kosningadagskrá Sjónvarpsins. Dagskráin hefst kl. 21:30 og stendur fram eftir nóttu. Jafnframt því sem lögð er á það áhersla hjá Sjónvarpinu að birta tölur jafnóðum munu tölur færast jafnóðum inn á Textavarpið og Alnetið. Þetta er hægt með nýju kosningakerfi RUV sem nú er notað í fyrsta sinn. Er þetta kerfi sameiginlegt bæði fyrir Sjónvarp og Utvarp. Úrslit í Útvarpi allstaðar frá „Það er stóri munurinn á okkur og sjónvarpsstöðvunum að við birtum úrslit í hverju einasta sveitarfélagi landsins, Iitlu sem stóru,“ segir Jón Baldvin Halldórsson á fréttastofu Utvarps. Kosn- ingavaka fréttastofunnar hefst kl. 21:30 og lýkur ekki fyrr en úrslit Iiggja allsstaðar fyrir. Ætla má að það verði um kl. 04:00. Utvarpsfólk verður víða á ferð og ræðir við frambjóðendur um tölur og tíðindi sem þeim fylgja. „Fréttamenn okkar verða á vakt á stærstu stöðunum, annarsstaðar standa fréttaritarar vaktina og á fámennustu stöðunum verðum við í sambandi við formenn kjör- stjórna," segir Jón Baldvin. - Kosningadagskrá Rásar 2 verður blanda af tölum og tónlist og greint verður frá heistu úrslitum þeg- ar þau liggja fyrir. A AKUREYRI Málþing Heilbrigðisdeildar Háskólans á Akureyri Föstudaginn 29. maí, kl. 13.00-16.00 í Odd- fellowhúsinu v/Sjafnarstíg, Akureyri. Dagskrá: kl. 13.00 Málþingið sett. Fundarstjóri Sía Jónsdóttir, lektor. kl. 13.05 „Frelsi í formi ófrjósemisaðgerðar." Upplifun kvenna af ófrjósemisaðgerð. Lokaverkefni til B.Sc. gráðu. kl. 13.25 „Breytt hlutverk, breytt viðhorf.11 Upplifun hjúkrunar fræðinga af eigin langvinnum sjúkdómi. Lokaverkefni til B.Sc. gráðu. kl. 13.45 Fjölskyldur ungra barna með astma (0-6 ára): Áhrif seigluþátta á vellíðan mæðra og feðra. Fyrirlestur Dr. Erla Kolbrún Svavarsdóttir. Kaffiveitingar og Ijúf tónlist. kl. 15.00 „Hann var ógnvaldurinn í lífi rnínu." Upplifun kvenna af því að búa við heimilisofbeldi. Lokaverkefni til B.Sc. gráðu. kl. 15.20 Kirkjan og fjölskyldan. Fyrirlestur. Séra Jóna Lísa Þor- steinsdóttir, fræðslufulltrúi þjóðkirkjunnar. kl. 15.50 Lokaorð. Elsa Friðfinnsdóttir, settur forstöðumaður Heil- brigðisdeildar. Málþingið er öllum opið og er aðgangur ókeypis.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.