Dagur - 23.05.1998, Síða 11

Dagur - 23.05.1998, Síða 11
LAUQARDAGUR 23. MAÍ 19,98 - 27 LÍFIÐ í LANDINU iV I rtai UMSJÓN: HALLA BÁRA GESTSDÓTTIR Það erákveðin hefð hjá mörgum að koma saman og fylgjastmeðkosn- l ingasjónvarpinu. Á þeirri stundu er tilvalið að bera fram léttar veitingar. Þar sem við höfum öll nýlokið við að borða popp og snakk yfir Eurovision söngvakeppninni datt mét í hug að gefa uppskriftir af puttamat sem gott er að grípa í við þetta tækifæri. Réttina má bera alla fram samtímis, einnig getur ver- ið sniðugt að bera þá fram einn í einu með góðu millibili fram á nótt. Grænmetis ___________samósur_______________ 35 til 40 stykki 2 msk. olía 1 laukur (saxaður) 1 hvítlauksrif (saxað) 2 tsk. karrí 1 bökunarkartafla (skorin í teninga) 1 gulrót (skorin í teninga) 1 græn paprika (skorin í teninga) 1 msk. mjólk 5 blöð vorrúlludeig olía til djúpsteikingar Hitið olíuna á pönnu, setjið lauk, hvit- lauk og karrí út á og brúnið þar til lauk- urinn er mjúkur, þá er kartöflunum og gulrótunum blandað saman við og allt eldað í fimm mínútur, blandið þá paprikunni saman við og kælið í eina klukkustund. Skerið deigið í hringi u.þ.b sjö senti- metra stóra (gott að nota glas til að skera eftir) setjið eina matskeið af grænmetis- blöndunni á mitt degið, penslið kantana með mjólk og lokið deiginu þannið að það verði hálfmáni, þrýstið vel á kantana þannig að samósurnar lokist vel áður en þær eru djúpsteiktarog bornar fram. Samósurnar er hægt að gera daginn áður, en þær verður að steikja rétt áður en þær eru bornar fram. Ostur í fíló- ___________skjóðum________________ 30 til 35 stykki 100 g rjómaostur 50 g gráðostur 2 msk. parmesan (rifinn) _______________Lfi8_______________ örl. cayennapipar örl. múskat 6-9 blöð fílódeig 60 g smjör til penslunar Grænmetis samósur, til vinstri, einn afréttunum sem Friðrik gefur uppskrift af. Saxið laukinn smátt og brúnið í smjörinu og kælið. Afhýðið kartöfl- umar og rífið þær með millifi'nu rifjárni, kreistið safann af kartöflun- um og setjið þær í skál ásamt lauknum og kryddið til með salti og pipar. Hitið olíu vel á pönnu og sétjið u.þ.b. eina matskeið af kart- öflublöndunni með jöfnu millibili á pönnuna og brúnið vel áður en þeim er snúið við. Þegar búið er að steikja kartöflurnar á báðum hlið- um em þær teknar af og settar á pappír og síðan á fat þar sem gras- laukskremið er sett ofan á og rétt- urinn borinn fram. Þennan rétt er ekki hægt að undirbúa daginn áður. Graslaukskrem: 90 g rjómaostur 2 msk. sýrður ijómi 1 tsk. sítrónubörkur (rifinn) 1 msk. sítrónusafi Blandið ostinum, egginu og kryddinu vel saman í skál. Penslið deigblað með smjöri og setjið annað blað ofan á, penslið það með smjöri og skerið deigið í ferninga sem eru u.þ.b átta sentimetrar á alla kanta. Setjið eina teskeið af ostamassa á miðjan deigferninginn og reisið síðan hornin upp þannig að þau mætist og Ioki sekknum, raðið þeim síðan á smurða ofn- plötu og kælið í eina klukkustund áður en þær eru bakaðar í 170°C heitum ofni í tíu mínútur eða þar til deigið er fallega brúnað. Þennan rétt má einnig gera dag- inn áður og geyma í kælisáp (eða frysta) en hann verður að bera fram nýbakaðan. Lambaspjót með ___________jógurtsósu__________________ 40 stykki 750 g Iambahakk 1 laukur (saxaður) 1 hvítlauksrif (saxað) 1 tsk. kanill 2 tsk. paprikuduft 2 tsk. cumin 'Á tsk. chilli duft 2 msk. söxuð minta (fersk) 'A bolli fersk steinselja (söxuð) 1 msk. rauðvín 40 stk. grillpinnar Blandið öllu í skál og hnoðið vel saman, mótið síðan eina matskeið af blöndunni á endann á grillpinna, og brúnið vel á pönnu, í ofninum eða á grillinu og berið síðan fram heitt með jógúrtsósunni. jógúrtsósa: 500 g hrein jógúrt 2 hvítlauksrif (söxuð) 1 msk. steinselja (söxuð) 2 msk. söxuð minta (fersk) 1 msk. graslaukur (saxaður) Öllu blandað vel saman og geymt í kæli- skáp í 30 mínútur áður en sósan er borin fram. Ostur í fílóskjóðum. Lambaspjót með jógúrtsósu. Rosti kartöflur með graslaukskremi 40 stykki 1 msk. smjör 1 laukur 3 bökunarkartöflur olía til steikingar salt og pipar 1 msk. saxaður graslaukur Blandið ostinum og sýrða rjómanum saman með trésleif, þar til blandan er orðin mjúk þá er hinu hráefninu blandað saman við og kremið tilbúið ofan á rosti kartöflurnar. Grænmetisbakki með chillí og paprikusósu 4 gulrætur 1 agúrka 2 rauðar paprikur 2 gular paprikur 1 búnt ferskur spergill Skerið allt grænmetið nema spergilinn i ræmur á stærð við franskar kartöflur, skerið neðsta hlutann af sperglinum og sjóðið toppana í fimm til átta mín í létt- söltuðu vatni. Takið spergilinn upp úr suðuvatninu, setjið beint í kalt vatn og kælið, þá er hann þerraður vel og raðað fallega á fat ásamt hinu grænmetinu, gott er að skilja eftir pláss á miðju fatinu fyrir skál með dressingunni. Chillí og paprikusósa: u.þ.b. '/ lítri 2 pauðar paprikur 60 ml lime safi 70 gr brauðrasp 2 rauð chiilí 4 hvítlauksrif 1 rauðlaukur 2 msk. parmesan Grillið paprikuna vel undir grillinu í ofn- inum þar til húðin er orðin dökkbrún, þá er hún tekin úr ofninum, kæld, afhýdd og kjarninn hreinsaður innanúr. Blandið öllu hráefninu saman í mat- vinnsluvél og maukið vel þar til útlitið minnir á pizzasósu, þá er dressingin til- búin en hana má gera nokkrum dögum áður og geyma í kæli. - Eg vona að þessar hugmyndir komi að notum í kvöld. Verði ykkur að góðu.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.