Dagur - 23.05.1998, Side 14
30 - L AV,GARD AGVR 23. MAÍ 199,8
HEILSULÍFIÐ í LANDINU
Nú þegarkosninganótt er
framundan og víst að margir
ætla að vakaframeftir er
upplagtað eiga til holla og
góða bita til aðgæða sérá.
Sólveig Eiríksdóttir er þekkt fyrír að elda hoiian og góðan mat og hún segir besta matinn oft
vera þann sem minnst hefur verið átt við. „Það einfalda er oft best," segir hún.
Hollt kosningasnakk
Þeir eru ófáir sem leggja leið sína á Skóla-
vörðustíginn til að metta svanga maga hjá
henni Sólveigu Eríksdóttur á Grænum
kosti. Hún býður upp á sannkallað sæl-
kerafæði, en gætir þó vel að hollustunni.
Sólveig hefur um árabil eldað mat sem er
laus við hvítan sykur og hveiti og hún
sleppir því alveg að nota óholla fitu við
matargerðina. Hún féllst góðfúslega á að
veita okkur upplýsingar um hollt og gott
kosningasnakk.
Ferskir ávextir frábærir
„Mér finnst alltaf mjög gott að vera með
skál fulla af ferskum ávöxtum," segir Sól-
veig. „Og til að gera þá meira spennandi
er upplagt að vera með melónur, þær eru
svalandi og góðar og það eru til margar
tegundir af þeim.“
Sólveig segist bæði borða melónur eins
og þær koma fyrir, skera þær f bita og setja
í skál með öðrum ávöxtum, en einnig set-
ur hún melónur í blandara. „Þá tek ég
innan úr melónunni, set reyndar stundum
tvær tegundir af melónum saman, skelli
þeim í blandara í nokkrar sekúndur og þar
með er kominn þessi frábæri hristingur.
Ef ég vil fá hann þykkari, þá set ég banana
samanvið, gjarnan frystan, en ég á alltaf
frysta banana til.“
„Það er ágætt að skera niður að morgni
epli, perur, mangó og banana, en mangó
er einmitt mjög ódýr um þessar mundir,"
segir Sólveig, „og raða þessum ávöxtum í
hringform. Setja 3 banana, 100 grömm af
döðlum sem hafa legið í bleyti í eina klst.,
smá vanilludropa, 1 tsk. af karob og 1 tsk.
kanil í blandara og búa til sósu. Hella
þessari sósu yfir ávextina í forminu og
frysta fram á kvöld.“
Sólveig segist líka búa til ávaxtahristing
sem samanstendur af 4 banönum, 2 per-
um, 5-10 döðlum og einum bolla af epla-
safa. Þetta er allt sett í blandara og ef
hristingurinn á að vera þykkari, er hluti af
banönum hafður frystur.
„Svo eru það bökuðu eplin. Þau standa
alltaf fyrir sínu,“ heldur Sólveig áfram.
„Þá tekur maður fræhúsið innan úr, setur
rúsínur, döðlur og kanil saman ásamt of-
urlitlu smjöri eða olíu, setur þetta innan í
eplin og bakar þau í 30-45 mín.“
Óllfur og fræ
En það eru ekki allir sáttir við að borða
bara ávexti og vilja eitthvað meira. Þá er
upplagt að setja sólblómafræ, graskerfræ
og möndlur á ofnplötu, baka í ofni í 5
mín. eða svo og ef vill, setja smá tamarisó-
su með. Láta fræin á bakka, vera með
nokkrar tegundir af góðum ólífum á bakk-
anum og skera niður gott grænmeti í bita.
Með þessu er gott að búa til góða sósu.
Sólveig segist búa til mjög góða sósu
með því að blanda saman í blandara avo-
cado, 1-2 laufum af hvítlauk, sólþurrkuð-
um tómötum og ofurlitlum sítrónusafa.
Salt ef vill.
„Einnig er gott og sívinsælt að búa til
hummus og nú er hægt að fá kjúklinga-
baunir í dósum, þannig að ekki þarf að
leggja þær í bleyti," segir Sólveig.
„I hummus sem nota á sem dressingu er
mátulegt að nota 1 dós af kjúklingabaun-
um, 2 msk. tahini, 2 msk., sítrónusafa, 4
hvítlauksrif, 1 tsk. cumin og 1-2 msk.
tamarisósu ef vill. Einnig má setja saman
við þetta ferska steinselju eða koriander ef
til er,“ segir Sólveig, en hvetur fólk til að
prófa sig áfram með matargerðina og end-
ilega að nota sér það sem náttúran gefur,
til dæmis fersk fíflablöð sem nú eru að
birtast allsstaðar. -VS.
Daður á kosninganótt
Nú hafa frambjóðendur
daðrað grimmt við kjós-
endur undanfarnar vikur
og í kvöld og nótt kemur
árangurinn í Ijós. Þar með
er ekki sagt að daðri fram-
bjóðenda sé lokið, því er
líða fer á nóttina kemur í
ljós við hveija þeir upp-
hefja daður næst, því þá
hefst fyrir álvöru atlaga
flokkanna hvers að öðrum
til myndunar meirihluta.
Daður er nánast hægt að kalla ákveðið
listform. Það er ákaflega mikilvægur félags-
legur leikur, vegna þess hve hann er kyn-
ferðislegur þó á óbeinan hátt sé. Daður gef-
ur okkur færi á þvf að nálgast aðra mann-
eskju og tala óbeint um kynlíf eða senda
kynferðisleg skilaboð án þess að þurfa endi-
Iega að standa við tilboðið. Það forðar okk-
ur líka frá höfnun hafi hinn ekki áhuga.
Það þykir ekki beint við hæfi f okkar
samfélagi að ganga beint að einhveijum
aðila sem okkur líst á og stinga upp á kyn-
Iífi nánast við fyrstu kynni. Þar gefur daðr-
ið okkur tækifæri á að kanna jarðveginn,
vekja áhuga annarra og með því er hægt
að gefa til kynna kynferðisiegan áhuga.
Hvemig döðriun við
Leiknir daðrarar hafa úrval aðferða á tak-
teinum. Margar tilraunir hafa leitt í Ijós að
augun og munnurinn séu það tæki sem
virki best í daðri.
Hægt er að Ieika sér mikið með augun-
um og vörunum án þess að fleiri verði þess
varir en bara sá /sú sem er í sigtinu hverju
sinni. Algeng aðferð er að blikka, stara eða
horfa . djúpt f
augú einhvérs
og ná þannig
augnsam-
bandi. I fram-
haldi eru síð-
an ýmsar Iík-
amshreyfing-
ar og
handastell-
ingar sem geta gefið kyn-
ferðislegan áhuga í skyn, svo sem að renna
höndunum yfir líkamshluta sem hafa kyn-
ferðislega skírskotun t. d. renna höndun-
um gegnum hárið, eða láta tunguna leika
um varirnar.
Félagssálfræðingar hafa komist að því í
tilraunum sínum að augun og atferlið hafi
fjórum sinnum meira vægi, en hið talaða
orð, ekki síst í kynferðislegu samhengi.
Hvers vegna dööruin viö
Stundum gerum við það eingöngu til gam-
ans eða til að fullvissa okkur um það að
við séum enn eftirsóknarverð.
Nýjáf rannsóknir benda til þess að dað-
ur sé mismunandi milli kynja, og hafi mis-
munandi virkni á kynin. Konur hændust
frekar að mönnum, sern, notuðu táknmál
líkamans mikið og fóru ekki í launkofa
með markmið sitt. Karlar hinsvegar hænd-
ust frekar að konum sem ekkí voru jafn
opinskáár og höfðu óræðara táknmál. Þó
virtist vera áhrifaríkast að sýnast torfeng-
inn, því þá virtust bæði kynin líta svo á að
þeir væru hæfilega vandfýsnir, skemmti-
legri, meira aðlaðandi og betri manneskj-
ur, en hinir sem annaðhvort virtust alltaf
til í tuskið eða aldrei.
Galdurinn er að sýnast þess virði að ein-
hver reyni við okkur og að með dálitlu
aukaálagi sé hægt að vinna okkur ef rétt er
að farið. Góða skemmtun.
Halldóra Bjamadóttir er hjúkrunar-
fræðingur og skrifar um kynltfjyrir Dag.
KYIMLIF
Halldóra
Bjarnadóttir
skrifar
Verkjabani
Jurtaríkið skilar
manninum miklu, því
verður ekki neitað.
Nú nýlega hefur ver-
ið sett á markað
krem unnið úr chillí-
aldinum en það
inniheldur capsa-
icin, efnið sem gef-
ur sterkleikann í
chillíinu. Kremið á
verka á undraverðan hátt á aum svæði í
líkamanum, þ.e. sterkjan deyfir verkina
þegar kreminu er nuddað á líkamann.
Stelpuhjal
Konum er gjarnt að
tala og á því sviði
heyrist stundum að
þær hafi yfirburði
yfir karlana. Það er
rétt, a.m.k. skv.
rannsóknum sem
gerðar voru í
Belfast á Norður-
Irlandi. Þar kom í
ljós, þegar fóstur
voru skoðuð, að
munnhreyfingar
kvenkyns fósturs voru mun
fullkomnari og hraðari en hjá karlkyns
fóstrum. Yfirburðirnir verða því snemma.
Vont skap
Þeir sem eru pirraðir,
leiðir og í fýlu geta
snúið vonda skapinu
upp í það góða með
því að...
...velta því fyrir sér
á rökréttan hátt
hvað það er sem
pirrar. Um leið og
maður áttar sig á
því er hægt að koma
fyrir pirringinn að einhverju leyti.
...fá sér smá blund. Hænublundur, 15-
60 mín., ber ekki vott um leti heldur er
hann ódýrasta leiðin til að hlaða „batterí-
in“. Svefntruflanir og sylja gera marga pir-
raða og raska einbeitingunni.
...skrifa litla uppörvunarmiða og „fela“
þar sem ánægjulegt getur verið að finna
þá. Miðarnir eiga að minna á eitthvað
skemmtilegt og kalla fram bros.
...hugsa um hvað maður væri að gera og
langaði til að gera ef góða skapið væri ráð-
andi.
...breyta venjubundnu mynstri. Hætta
að gera hversdagslega hluti að leiðinlegri
„rútínu“ sem ekkert skilur eftir sig. Hvers-
dagslegir hlutir geta verið spennandi.
...hætta neikvæðum hugsunum sem vit-
að er að kosta slæmt skap og pirring. Þeg-
ar þær hugsanir koma fram er best að eiga
greipt í hugann risastórt og rautt stopp-
skilti sem hindrar slíkar hugsanir.
Að borða sig grannan
Leyndarmálið að halda
sér grönnum er að
narta reglulega og hóf-
lega yfir daginn, þetta
er skv. rannsóknum
sem birtar voru í Jo-
urnal of Human Nut-
rition ánd Diet. Nið-
urstaða rannsókn-
aniia var að meirihluti
þeirra kvenna sem
nörtuðu átti auðveldara með að halda sér í
því holdarfari sem þeim líkaði þrátt fyrir að
innbyrða fleiri kaloríur.
Ávextir
hjálpa
AHt bendir til að þeir
sem eru duglegir að
borða bragðmikla
ávexti eins og epli séu
ólíklegri til að veikj-
ast af krabbameini.
American Journal Of
Epideology sagði frá.