Dagur - 26.05.1998, Page 1

Dagur - 26.05.1998, Page 1
Hvorki hvatning né dauðadómur Guðmimdiir Amí Stefánsson segir út- komu sameiginlegu framboðauna víða mikil vonbrigði. Hvorki dauðadómur ué hvatniug, segir Svavar Gestsson. Sterk aðvöruu, segir Steingrímur J. Sigfús- son. „Eg tel þessi úrslit sveitarstjórn- arkosninganna hvorki dauðadóm né bakslag í sameiningarmálum en heldur ekki neina hvatningu enda eru úrslitin svo misjöfn að það er engin ein lfna í þessu yfir Iandið. Eg tel að þegar málið er gert upp í heild séu bæði plúsar og mínusar í málinu og niður- staðan þannig að úrslitin hafi engin sérstök áhrif,“ sagði Svav- ar Gestsson alþingismaður um útkomu sameiginlegu framboð- anna í sveitarstjórnarkosning- unum. „Eg tel að skýringar á úrslitun- um séu einkum þijár. I fyrsta Iagi þar sem sterkir Ieiðtogar eru gengur dæmið upp. Það sést á Ingibjörgu Sól- rúnu, Kristjáni Asgeirssyni á Húsavík og Smára Geirssyni í Austurríki og raunar fleirum. Síðan koma til sögunnar stað- bundnar aðstæð- ur sem geta verið hagstæðar ein- stöku framboðs- listum óháð flokkum. Það þriðja sem skiptir máli er hinn póli- tíski prófíll. Þar sem ekki er sterkur leiðtogi, staðbundnar aðstæður ekki hag- stæðar og enginn pólitískur prófíll er útkoman léleg,“ segir Svavar. MiMI vonbrigði „Auðvitað er niðurstaða kosning- anna víða um land mikil von- brigði fyrir þá flokka sem stóðu að sameiginlega framboðinu. Menn gerðu sér vonir um að þessi nýi valkost- ur næði að brjóta sér leið í gegn en það tókst ekki nema með fáum undantekning- um. Mestu von- brigðin eru auð- vitað góð útkoma ríkisstjórnar- flokkanna. Það er nokkuð sem stjórnarandstað- an hlýtur að verða að setjast niður og skoða betur,“ sagði Guðmundur Arni Stefánsson alþingismaður. „Það verður ekki horft fram hjá þeim tölulegu staðreyndum að þessi sameiginlegu framboð gengu mjög misvel. Og þrátt fyr- ir mjög ánægjuleg frávik og glæsilega útkomu eins og á Húsavík og í Austurríki og góða útkomu á nokkrum stöðum í við- bót þá er því miður almenna til- hneigingin sú í öllum stærstu kaupstöðum og sveitarfélögum landsins, fyrir utan Reykjavík, að sameiginlegu framboðin tapa fylgi. Og á nokkrum stöðum tap- aðist umtalsvert fylgi frá því sem flokkarnir sem að því standa höfðu þegar þeir buðu fram sér,“ segir Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður. „Það er Iangt frá því að hægt sé að túlka þau sem einhverja hvatningu fyrir sameiginleg framboð að svo miklu leyti sem hægt er að túlka úrslit í sveitar- stjórnarkosningum yfir á lands- málin. Að auki er auðveldara að sameina flokkana í sveitarstjórn- armálum en í Iandsmálapólitík- inni. Með það í huga fæ ég ekki annað Iesið út úr þessum úrslit- um en sterka aðvörun til manna um að vera með báða fætur á jörðinni," sagði Steingrímur. - S.DÓR Steingrímur J. Sigfússon segir hina al- mennu tilhneigingu i sameigin/egum framboðum ekki uppörvandi. UmlOO ónýt D-atkvæði Nálægt 100 af þeim 188 atkvæð- um sem kjósendur í Reykjavík gerðu ógild ónýttust með þeim hætti að fylgjendur Sjálfstæðis- flokksins merktu skilmerkilega við D-listann en strikuðu út nöfn manna á R-Iistanum. Aðeins er leyfilegt að breyta röð manna og strika út á þeim lista sem kjósandinn velur. Jón Steinar Gunnlaugsson, sem situr í yfirkjörstjórn í Reykjavík, segir að þetta hafi verið mest áberandi ástæða þess að atkvæði urðu ógild. Um 8.600 kjósendur R-lista eða um 25% heildarinnar, og um 1.300 kjósendur D-lista strik- uðu út eða breyttu röð frambjóð- enda. Lang stærsti hluti þessara kjósenda strikaði út nafn Hrann- ars B. Arnarssonar og/eða Helga Hjörvar á R-lista. - FÞG Kristin Blöndal, Steinunn 1/aldís Óskarsdóttir og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir funduðu I fyrsta sinn i Ráðhúsinu í gær eftir sveitarstjórnarkosningarnar um helgina. Eins og búast mátti við var glatt á hjalla, enda hélt R-listinn borginni. Hlaut 8 fulltrúa af 15. Mynd Hilmar Jón Gunnar Ottósson: Með ólíkindum að órökstuddum grunsemdum hafi verið komið til fjölmiðla. Maðuriim er saklaus! „Mér var af Magnúsi Jóhann- essyni, ráðuneytisstjóra um- hverfisráðuneytisins, falið að kanna sannleiksgildi ásakana á hendur starfsmanni Náttúru- fræðistofnunar Islands um að hann hefði án heimildar notað gögn Landmælinga Islands í vinnu fyrir Mál og menningu. Það hef ég gert og niðurstaða mín er að starfsmaðurinn er sak- laus af þessum áburði. Þessar grunsemdir eiga sér enga stoð,“ segir Jón Gunnar Ottósson, for- stjóri Náttúrufræðistofnunar Is- lands. Eins og fram kom í Degi á fimmtudag hefur stjórn Land- mælinga kannað hvort tveír frá- farandi starfsmenn stofnunar- innar hafi brotið af sér með því að taka með sér upplýsingar úr stofnuninni til notkunar hjá Máli og menningu (M&M). Annar mannanna hefur hafið störf hjá M&M við kortaútgáfu, en hinn aðilinn, sem nú starfar hjá Náttúrufræðistofnun, var sagður hafa unnið \dð kortagerð- ina £ þágu M&M. „Að mínu viti hafa einhverjar annarlegar hvatir legið að baki því þegar þessum röngu upplýsingum er lekið í fjölmiðla," segir Jón Gunnar. - FÞG Snúin staða Guðlaugs Guðlaugur Þór Þórðarson var í þeirri sérkennilegu stöðu í gær að gegna bæði stöðu þingmanns á Alþingi fyrir Vesturland og stöðu borgarfulltrúa fyrir D-list- ann í Reykjavík. Guðlaugur Þór hlaut kosningu um helgina í borgarstjórn, sem 7. maður Sjálfstæðisflokks í Reykjavík, en hann er jafnframt fyrsti vara- þingmaður Vestlendinga fyrir Sjálfstæðisflokk, og þurfti að leysa af á Alþingi í gær. — BÞ W Afgreiddir samdægurs Venjulegir og demantsskomir trúlofunarhringar GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI • SÍMI 462 3524

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.