Dagur - 26.05.1998, Blaðsíða 3
ÞRIOJUDAGUR 26.MAJ 19 9 8 - 3
FRÉTTIR
Útfhitningsverðmæti
eykst um 2,5-3 milljarða
Lagt til að þorskkvót-
inn verði aiLkinn uin
32 þúsimd tonn.
Skerðing í úthafs-
rækju, ýsu og skar-
kola. Þjóðarfram-
leiðsla eykst um 0,5%
og ríkissjóður fær
700-800 milljónir.
„Þetta er auðvitað mikil búbót og
mikil ánægja. Það er líka alveg
augljóst að þorskstofninn er að
koma sterkur upp vegna þeirra
friðunaraðgerða sem gripið hef-
ur verið til,“ segir Þorsteinn
Pálsson sjávarútvegsráðherra.
Þjóðarframleiðsla eykst um
0,5%
Samkvæmt mati Þjóðhagsstofn-
unar eykst útflutningsverðmæti
sjávarafurða um 2,5-3 milljarða
króna á næsta fiskveiðiári miðað
við ráðgjöf Hafrannsóknastofn-
unar um aflann á næsta fisk-
veiðiári. Þetta eykur einnig þjóð-
arframleiðsluna um 0,5% og eyk-
ur tekjur ríkissjóðs um 700-800
milljónir króna. Sjávarútvegsráð-
herra segir að búið sé að ráðstafa
þessum tekjum og þær fari í að
greiða niður skuldir.
15% aukning í þorski
I ráðgjöf Hafrannsóknastofnun-
ar er Iagt til að þorskkvóti næsta
fiskveiðiárs, sem hefst 1. sept-
ember nk., verði 250 þúsund
tonn, eða 32 þúsund tonnum
meira en sfðast. Þetta er um 15%
aukning frá því í fyrra, en 60%
aukning sé miðað við 155 þús-
und tonna þorskkvóta árið 1995.
Þetta er jafnframt þriðja árið í
röð sem lagt er til að þorskkvót-
inn verði aukinn. Þá er einnig
lagt til að bráðabirgðakvótinn í
Ioðnu verði 945 þúsund tonn.
Búist er við að heildarloðnuafl-
inn geti orðið allt að 1420 þús-
und tonn á vertíðinni.
Minni kvóti í úthafsrækju
Af öðrum botnfisktegundum er
kvóti næsta árs svo til óbreyttur
að því undanskildu að ýsukvót-
inn minnkar úr 40 þúsund tonn-
um í 35 þúsund tonn. Af flatfisk-
um minnkar skarkolakvótinn um
2 þúsund tonn en kvóti annarra
tegunda er óbreyttur. Hinsvegar
skerðist kvóti í úthafsrækju um
10 þúsund tonn, eða úr 70 þús-
und tonnum í 60 þúsund tonn.
Þessi staða í úthafsrækjunni er
m.a. skýrð út frá vexti þorsk-
stofnsins. Lagt er til að síldar-
kvótinn minnki úr 100 þúsund
tonnum í 90 þúsund tonn og
humar úr 1500 tonnum í 1200.
Aftur á móti er lagt til að hörpu-
diskkvótinn verði aukinn um
1800 tonn. Síðast en ekki síst
leggur Hafró til að aflahámark
hrefnu verði 250 dýr og 100
langreyðar.
Almenn ánægja
Ráðgjöf Hafró var kynnt hags-
munaaðilum í sjávarútvegi í gær
og voru menn almennt ánægðir
með það sem þar kom fram. I
það minnsta var Kristján Ragn-
arsson, formaður LIÚ, ánægður
á svipinn eftir þann fund og
sömuleiðis Helgi Laxdal, for-
maður Vélstjórafélags Islands.
Þetta var jafnframt í síðasta sinn
sem dr. Jakob Jakobsson, fiski-
fræðingur og forstjóri Hafró,
kynnti þessa skýrslu um nytja-
stofna á Islandsmiðum, en hann
Iætur af störfum í ár. - GRH
Hraiiiiar vílíur sæti
Hraimar sest ekki í
borgarstjóm eða í
nefndir á meðan
skattamál hans em
enn til skoðunar. Að
líkindum tekur Pétur
Jónsson sæti hans.
Hrannar B. Arnarsson borgar-
fulltrúi Reykjavíkurlistans hefur
ákveðið að gegna ekki opinber-
um trúnaðarstörfum á vegum
Reykjavíkurlistans og taka ekki
sæti í borgarstjórn „fyrr en það
mál sem til meðferðar er hjá
skattyfirvöldum hefur fengið far-
sælan endi,“ eins og segir í
fréttatilkynningu frá Hrannari.
„Ég er mjög sáttur með að taka
þessa ákvörðun, þótt ég hefði
kosið að vera í þeirri stöðu að
ganga strax glaðbeittur til starfa í
borgarstjórn. En framhjá því
verður ekki horft að ófrægingar-
herferð sjálfstæðismanna sverti
Hrannar B. Amarsson: Mér finnst ekki við
hæfi að hunsa þær fjöimörgu útstrikanir
sem áttu sér stað.
nafn mitt og mér finnst ekki við
hæfi að hunsa þær fjölmörgu út-
strikanir sem áttu sér stað. Þetta
er má segja nýr mælikvarði í ís-
lenskum stjórnmálum og ég tel
það eina rétta í stöðunni að ég
víki til hliðar um stund. Ég vil
ekki starfa í skjóli góðra starfa
félaga minna, heldur á eigin for-
sendum og til þess þarf ég að
endurvinna það traust sem
nauðsynlegt er að ríki,“ segir
Hrannar í samtali við Dag.
I fréttatilkynningu Hrannars
kemur fram að Ingibjörg Sólrún
og aðrir á R-listanum hafi í kosn-
ingabaráttunni aftekið að
Hrannar viki af Iista í kosninga-
baráttunni.
Hrannar segist ekki gera sér
grein fyrir hve langur tími geti
liðið þar til hans mál eru komin
á hreint, en segist hafa þrýst á
um að rannsókn sinna skatta-
mála taki ekki óþarflega langan
tíma.
Þótt Anna Geirsdóttir læknir
skipi 9. sætið er hún ekki endi-
Iega sá varamaður sem færist
upp sem aðalmaður. Líklegra er
talið að það verði næsti krati sem
leysir Hrannar af hólmi eða Pét-
ur Jónsson. - FÞG
Sj ónvarpsgreiðslumar
leyndarmál
Ríkisútvarpið fékk á endanum
réttinn til að sýna frá íslensku
knattspyrnunni. Frá þessu var
gengið, við þýska rétthafann
UFA, í gær. RUV framselur hluta
réttarins til sjónvarpsstöðvarinn-
ar Sýnar sem mun hefja beinar
útsendingar frá Landssímadeild-
inni strax í næstu umferð. Með
samkomulaginu hefur verið
gengið frá sýningarrétti þessara
aðila á fótboltanum, Landssíma-
deildinni og Coca Cola bikarn-
um, til ársins 2001. Ekki fékkst
uppgefið hvað stöðvarnar borga
fyrir sjónvarpsréttindin en að
sögn Eggerts Magnússonar var
það sanngjarnt verð. Fréttastofa
Sjónvarps sagði í gær að
upphæðin næmi 15-20
milljónum króna.
A blaðamannafundi í gær sagði
Ingólfur Hannesson að skynsem-
in hefði ráðið með þessari lend-
ingu málsins. Þannig væri tryggt
að fótboltinn bærist flestum
landsmönnum í gegnum sjón-
varpið. - GÞÖ
Jón Ólafsson mvndar fjölmiðlarisa
Jón Olafsson og félagar í íslenska útvarpsfélaginu og tengdum fyrir-
tækjum hafa ákveðið að sameina Stöð 2, Bylgjuna, Sýn, Regnbog-
ann, Skífuna, Islandia, Fjölvarpið, Stúdíó Sýrland og Stjörnuna í eitt
öflugt fjölmiðlunar- og afþreyingarfyrirtæki undir nafninu Norður-
ljós hf. Velta þessara fyrirtækja var upp á tæplega fjóra milljarða
króna og starfsmenn um 350, sem þýðir að fyrirtækið er í námunda
við að vera í 30. sæti yfir veltuhæstu fyrirtæki landsins.
Að sögn Ragnars Birgissonar hjá Skífunni eru breytingarnar ekki
frágengnar og ennfremur ófrágengið með breytingar á eignarhlutum.
Þar liggur þó fyrir að Jón Ólafsson og Sigurjón Sighvatsson verða
lang stærstu einstöku eigendumir og er þá reiknað með því að eftir
gangi að Jón kaupi hluti þeirra Jóhanns J. Ólafssonar, Haralds Har-
aldssonar í Andra, Guðjóns Oddssonar í Litaveri og Gunnars Ólafs-
sonar í Miðnesi. Chase Manhattan bankinn endurfjármagnar Norð-
urljós hf., en eignarhlutur bankans mun þó ekki aukast. —FÞG
Þingstörf hófust
í gær
Alþingismenn komu saman í
þinghúsinu í gær eftir nokkurt
hlé sem gert var vegna sveitar-
stjórnarkosninganna. Sighvat-
ur Björgvinsson formaður jafn-
aðarmanna og Páll Pétursson
félagsmálaráðherra virtust báð-
ir ánægðir með kosningaúrslit-
in um helgina.
Sérfræðingareikniiigar
vandlega skoðaðir í TR
Endurgreiðslur á kostnaði fyrir þjónustu sérfræðilækna, meðan þeir
voru án samninga við Tryggingastofnun ríkisins, bíða eftir því að ný-
leg lög þar um birtist í Stjórnartíðindum. Reikningar sem stofnun-
inni hafa borist nú þegar eru komnir í vinnslu, að sögn Kristjáns
Guðjónssonar, deildarstjóra Tryggingastofnunar. Reikningana segir
hann fara í vandlega athugun. Eitthvað af þeim verði sjálfsagt end-
ursent, m.a. vegna ónógra upplýsinga. En greiðslur vegna annarra
reikninga verði sendar út eftir að þeir hafi hlotið samþykki og lögin
birt. -HEl