Dagur - 26.05.1998, Side 2
2 -ÞRIÐJUDAGUR 26.MAÍ 1998
FRÉTTIR
Ný reglugerð um sektir vegna brota á umferðarlögum þyngir ekki aðeins refsingar við ölvunar- og hraðakstri, heidur er þar að finna sektarákvæði
við smæstu og stærstu brotum á umferðarreglum.
Þyngri refsingar við
olvuuar- og hraðakstri
Ný og ítarleg reglugerð
um sektir við umferðar-
lagabrotum. Sektarupp-
hæð frá 2-100 þúsund
krónur. Ökuleyfissvipting
og sekt vegna hrota á
hvíldarákvæðum.
I nýrri reglugerð dómsmálaráðuneytis-
ins vegna umferðarlagabrota eru refs-
ingar vegna aksturs undir áhrifum
áfengis þyngdar nokkuð og sömuleiðis
vegna hraðaksturs í þéttbýli. Þá er nýja
reglugerðin mun ítarlegri auk þess sem
viðurlög við ýmsum brotum hafa verið
samræmd.
100 þúsund króna sekt
Samkvæmt reglugerðinni geta sektir
FRÉTTAVIÐ TALIÐ
numið frá 2 þúsund krónum vegna
vanbúinna reiðhjóla og allt að 100 þús-
und krónum vegna brota og sviptingu
ökuleyfis í annað sinn. Þá þyngjast
sektir vegna aksturs undir áhrifum
áfengis og getur numið allt að 60 þús-
und krónum sé áfengismagn í efri
mörkum og ökuleyfissvipting í eitt ár.
Aður nam þessi sekt 47 þúsund krón-
um. Sekt vegna ölvunaraksturs er þó
aldrei minni en 30 þúsund krónur við
fyrsta brot. Ef ökumenn virða t.d. ekki
gangbrautarrétt er hægt að sekta þá
um 9 þúsund krónur og um 5 þúsund
krónur sé bil á milli ökutækja of stutt,
svo dæmi sé tekið.
Dýr hraðakstur
Sem dæmi geta ökumenn fengið 8
þúsund króna sekt ef þeir aka t.d. á 45
km hraða þar sem hámarkshraði er 30
km. Þeir sem staðnir verða að því að
aka á 91 km hraða þar sem hámarks-
hraði er 50 km verða sviptir ökuleyfi í
einn mánuð og sektaðir um 20 þúsund
krónur. Þeir sem aka á allt að 111-120
km hraða þar sem hámarkshraði er 90
km verða sektaðir um 10 þúsund krón-
ur og sviptir ökuleyfi um tíma. Hæsta
sekt við hraðakstri getur numið allt að
80 þúsund krónum og sviptingu öku-
leyfis í ár sé ekið hátt á 200 km hraða
þar sem hámarkshraði er 90 km.
Þá geta ökumenn flutningabifreiða
fengið allt að 50 þúsund króna sekt og
misst ökuleyfið í 2 mánuði ef þeir gera
ekki hlé frá akstri eftir 12 tíma sam-
felldan akstur. -GRH
Ótal getgátur eru uppi um hvers
vegna Davíð Oddsson sé svoná
pirraður eftir það sem hann kallar
glæsilega frammistöðu flokksins
á laugardag. Á sunnudag höfðu
þeir sem horfðu á kosningasjón-
var RÚV úr nægu að moða: Davíð
strunsaði út að loknum sjónvarps-
umræðum formanna án þess að kveðja né taka í
útrétta hönd fréttastjórans; á sunnudagskvöld
bættist enn við sagnasjóinn þegar hann hellti sér
yfir fréttastofuna. Iþróttaáhugamaðurinn í pott-
inum taldi skýringuna þá að hann hafi verið eft-
ir sig vegna þess að hann hafi verið svo fullur - af
gleði kvöldið áður...
Aukaskýring á vanlíðan Davíðs er af öðrum toga:
Hann viti að Sverrir Hermannsson sé á leið í
framboð fýrir vestan næsta vor!
Pottverjar eru gríðarlega áhuga-
samir um stofnun hins nýja fyrir-
tækis á sviði margmiölunar og af-
þrcyingar sem Chase Manhattan
haukinn stendur að baki ásamt
fleirum. Nýja fýrirtækiö Norður-
ljós hf. verður til með sameiningu
Stöðvar 2, Skífunnar, Sýnar, Regn-
bogans, Bylgjunnar, Íslandíu, Fjölvarps, Stúdíós
Sýrlands og Stjömunnar. Eins og upptalningin
ber með sér er hér um viðamikla sameiningu að
ræða, og í pottinum sögðu menn að Jón Ólafsson
væri að sameinast sjálfum sér....
Mikið er nú spáð í það hvað þeir
sveitarstjómarmenn sem misstu
meirihluta sinn í kosningunum
fari að gera. Frá Akureyri heyrist
nú að Jakob Bjömsson, sein brátt
lætur af embættibæjarstjóra ef að
líkum lætur, hafi fengið áskoranir
frá flokksbræðram um að sækja
xmi starf bæjarritara sein nú er laust hjá bænum.
Jakob sé bæði vinsæll og gjörþekki bæjarkerfiö.
Það gæti því reynst erfitt fýrir nýja meirihlutann
að liafna honum - jafnvcl þótt þeir séu þegar bún-
ir að lofa ö
V
Jakob Björns-
son.
Jón Ólafsson.
HelgiH. Jóns-
son
fréttastjóri Sjónvarpsitis.
Forsætisráðherra hefur
gagnrýntfréttastofu sjón-
varps harðlega fyrirhlut-
drægni í hosningabarátt-
unni. Helgi vísarþví á bug
sem firru. Vegið að atvinnu-
heiðri fréttamanna.
Óvenjulegt af forsætisráðherra
— Sjálfstæðismenn með forsætisráð-
herra í broddi fylkingar hafa farið mik-
inn og gagnrýnt ykkur á fréttastofunni
fyrir að hafa dregið taum R-listans í kosn-
ingabaráttunni. Hver eru þín viðbrögð?
„Eg vísa öllu slíku á bug sem einberri firru
og hef í svipinn ekki mikið annað um það að
segja. Þetta er auðvitað algjör firra vegna
þess að við drögum hvorki í þessu né öðru
taum eins eða neins. Við vinnum okkar
vinnu eins vel og óhlutdrægt og við megn-
um og getum. Það er hinsvegar ekkert nýtt
að menn séu að agnúast út í fréttastofuna.
Eg er búinn að vera blaða- og fréttamaður í
áratugi og er kominn með ansi þykkan skráp
í þeim efnum. Það má kannski segja að
þetta sé samt svona óvenjulangt gengið um
þessar mundir."
- Ætlar þú kannski að svara þessu?
„Ja, ég hef nú verið að melta það með mér
hvað ég ætti að gera í því efni. Þar sem veg-
ið er að atvinnuheiðri starfsmanna Ríkisút-
varpsins, þá hlýtur það öðru fremur að vera
hlutverk yfirmanna stofnunarinnar að svara
því. Forsætisráðherra hefur talað i þessu
sambandi um ríldsQöImiðlana, þótt hann
gagnrýni einkum fréttastofu Sjónvarpsins.
Eins og þetta blasir við mér svona í fyrsta
umgangi þá hlýtur þetta að snúa að æðstu
ráðamönnum stofnunarinnar.
- Munið þið ekki hafa frumkvæðið að
því sjálfir á fréttastofunni?
„Við bíðum og sjáum væntanlega hvað
þeir segja svona til að byija með.“
- Var það eitthvað sérstakt sem þií
hnaust um í þessari gagnrýni?
„Mér fannst ])að bara vera endaleysa frá
upphafi til enda og allt mjög óverðskuldað
og ómaklegt. Eg vil hinsvegar ekki túlka
þetta neitt. Fréttastofan vinnur eins sam-
viskusamlega og hún frekast getur. Við höf-
um unnið okkar verk eins vel og við höfum
getað við þær kringumstæður sem okkur
eru búnar.“
- Heldurðu að þú eigir eitthvað undir
högg að sækja í þessari gagnrýni sjálfstæð-
ismanna vegna þess að eiginkona þín er
jafnframt borgarritari?
„Eg verð nú að segja það eins og er að ég
skil ekki af hverju það ætti að vera að draga
hana inn í þessa umræðu."
- Hvemig var stemmningin meðal for-
ystumanna flokkanna fyrir útsendingu í
sjónvarpssal á kosninganóttina?
„Menn hafa kannski verið miskátir, ég veit
það ekki svo glögglega. Eg varð ekki var við
að hún væri öðruvísi en gengur og gerist. í
það minnsta merkti ég það ekki. Það var líka
mikið um að vera þessa nótt.“
- Gerðist eitthvað eftir útsendinguna?
,/EtIi menn hafi ekki haldið áfram að vera
miskátir. Annars þurfti ég bara að snúa mér
þegar í stað að öðrum verkefnum."
- Sjálfstæðismenn liafa líka verið að
wppnefna þig og kallað þig Helga Hjörvar
fónsson. Hvað finnst þér um það?
„Ég hef nú ekki heyrt það sjálfur en hef
heyrt af því. Ég brosi nú bara að þessari
gamansemi manna úti í bæ. H-ið stendur
hinsvegar fyrir nafnið Hörður."
- Er þessi gagnrýni kannski óvægnari en
verið hefur?
„Ég veit það ekki. Þetta kemur frá forsæt-
isráðherranum og það er kannski óvenju-
legt.“ -GRH