Dagur - 26.05.1998, Síða 4

Dagur - 26.05.1998, Síða 4
I* P * 1 f '' . -> r *• ' \ i t M t t >’ »* 4 - ÞRIÐJVDAGUR 26. MAÍ 1998 FRÉTTIR Aldrei reynt minna á ábyrgðarlaiinasjóð Greiðslur úr ábyrgðarsjóði launa námu aðeins um þriðjungi ar áætl- un fjárlaga á síðasta ári. Utborganir úr Abyrgðarsjóði launa hafa aldrei verið minni í sögu sjóðsins en árið 1997, eða einungis rúmur þriðjungur þess sem þær voru áætlaðar á fjárlögum, samkvæmt nýrri skýrslu um ríkisfjármál. Greiðslur til Abyrgðarsjóðs launa urðu 65 milljónir kr. á árinu, eða 115 milljónum lægri en fjárlög gerðu ráð fyrir, sem bendir til að stórlega hafi dregið úr gjaldþrotum fyrirtækja. Greiðslur atvinnuleysisbóta Iækkuðu sömuleiðis um rúmar 200 milljónir (7%), vegna fækkunar atvinnulausra. Alls voru 2.860 millj- ónir greiddar í atvinnuleysisbætur í fyrra. Markaðar tekjur Abyrgðar- sjóðs launa miðuðust við 0,08% af stofni tryggingagjalds á síðasta ári. Það hlutfall var lækkað um helming í fjárlögum yfirstandandi árs og áætlað að það skili sjóðnum 108 milljónum í ár. Tekjur umfram greiðslur eru færðar sjóðnum til inneignar hjá ríkisbókhaldi og á hann nú orðið umtalsverðar eignir hjá ríkissjóði. Aformað að ganga á þær á þessu ári, reynist þess þörf. - HEI Básafell í uppsveiflu Batamerki eru í rekstri Básafells á Isafirði síðustu sex mánuði miðað við jafnlangan tíma þar á undan. Hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnskostnað nam 188 milljónum króna, sem er 182 milljónum króna betri afkoma en allt rekstrartímabilið 1997. Engu að síður var 30 milljóna króna rekstrartap en um 99 milljónir króna af reglulegri starfsemi. Regluleg starfsemi Básafells skilar nú 30 milljónum króna meira á mánuði en rekstrartímabilið þar á undan, sem rekja má til aukinnar hagræðingar eftir sameiningar síðustu misseri. Aætlað er að selja eignir fyrir um 500 milljónir króna fyrir lok rekstrartímabils 31. ágúst nk., m.a. með sölu á skipi og eignarhlut- um Básafells í öðrum félögum. Þannig styrkist eiginfjárstaðan en eig- infjárhlutfallið er í dag 26%. Skipin Jónína IS og Páll Jónsson IS hafa verið seld úr Iandi án veiðiheimilda. — GG Áfram skóli í Skógum Menntamálaráðherra hefur undirrit- að sameiginlega yfirlýsingu með Hér- aðsnefndum Rangæinga og Vestur- Skaftfellinga um að stefnt sé að áframhaldandi skólahaldi á fram- haldsskólum í Skógum. Gert er ráð fyrir að Framhaldsskólinn í Skógum muni starfa sem einkaskóli frá kom- andi hausti og bjóða upp á tveggja ára nám á almennri braut bóknáms og tveggja ára náms á hestabraut og hljóta viðurkenningu menntamála- ráðuneytis sem fuligildur framhaldsskóli. — SBS „Pásan“ fjórðungi dýrari en fyrir ári Kaffi og sígaretta kostar fjóroungi meira en fyrir ári. Verð á matvæl- um hækkaði um 1,1% að jafnaði milli apríl og maí. Virðist þannig ekkert lát á þeirri þróun að matvöruverð hækki margfalt á við flest annað sem Hagstofan mælir fyrir útreikning á vísitölu neysluverðs, sem hækkaði um 0,3% milli mánaða. Matvöruverð hefur nú hækkað um tæp 5% á einu ári en vísitalan í heild rúmlega 2%. Það virðist Iíka liðin tíð að hægt að sé að slappa af með kaffi og sígarettu eftir slík ótíðindi, því þessar munaðarvörur hafa hækkað um hátt í fjórðung frá því í fyrravor. Helstu verðhækkanirnar milli mánaða voru á ávöxtum, nær 4%, grænmeti rúmlega 2% og kjöti, fiski og feitmeti um 1,5%. I öðrum vöruflokkum bar mest á rúmlega 5% hækkun á gistikostnaði á hótel- um og 1,1% á pakkaferðum. Hins vegar vekur athygli að söluverð fasteigna virðist jafnaðarlega ekki hafa hækkað milli mánaða, nema síður sé. - HEI Skattstjóri Norðurlands- umdæmis eystra, Akureyri Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi eystra auglýsir lausa til umsóknar stöðu fulltrúa í virðisaukaskattsdeild. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun, reynslu og fyrri störf óskast sendar skattstjóra Norðurlandsumdæmis eystra, Hafnarstræti 95, 600 Akureyri, fyrir 16. júní nk. Um fullt starf ' er að ræða og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf í byrj- un júlí. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfs- manna. Nánari upplýsingar veitir skattstjóri í síma 461 2400. Skattstjóri Norðurlandsumdæmis eystra. Halldór Blöndal samgönguráðherra segir hugmyndir sínar um að hafa aðra björgunarþyriu gæslunnar staðsetta á Akureyri ekki hafa fengið hljómgrunn. Þyrla á Akur- eyri dýrt mál Halldór Blöndal sam- gönguráðherra segist hafa valdð athygli á pví að rétt væri að staðsetja aðrahjörg- unarþyrlu Landhelgis- gæsluuuar á Akur- eyri. Það sé hins vegar talið of dýrt að tví- sldpta þyrlufLotanum. Ingi Rúnar Eðvarsson, Iektor Há- skólans á Akureyri, sagði í viðtali við Dag síðastliðinn miðvikudag, að fram komi í skýrslu um byggðamál, sem Rannsóknadeild Háskólans á Akureyri hefur tekið saman, að staðsetningu þyrlu- þjónustu Landshelgisgæslunnar verði að endurskoða. Staðsetja eigi aðra þyrlu gæslunnar á Akur- eyri vegna þess m.a. að skurðað- gerðir eru ekki framkvæmdar að ráði annars staðar á landinu en í Reykjavík og á Akureyri. Hann bendir einnig á að flug sé að Ieggjast af til ýmissa staða á landinu og þar af leiðandi gæti sjúkraflugið verið í hættu. Stað- þekkingu flugmanna hraki og viðhald flugvalla minnki. Þetta segir hann ýta enn frekar undir staðsetningu þyrlu á Akureyri. Þorsteinn Pálsson, dómsmála- ráðherra og yfirmaður Landhelg- isgæslunnar, sagðist ekki hafa fengið þessa skýrslu í hendur og því gæti hann ekkert um hug- myndina sagt. Hef vakið athygli á þessu „Eg hef vakið athygli á þvf að önnur þyrla Landhelgisgæslunn- ar verði staðsett á Akureyri. Það hefur hins vegar verið talið of dýrt að tvískipta þyrluþjónust- unni og því hafa menn ekki treyst sér til að taka undir þá skoðun mína,“ sagði Halldór Blöndal samgönguráðherra um málið. Hann bendir á að sjúkraflug frá Akureyri hafi verið og sé mjög öflugt og að á Akureyri sé sólar- hrings vakt og flugvél ávallt reiðubúin. Þar af leiðandi sé sjúkraflugið ekki í neinni hættu. „Flugmennirnir á Akureyri nauðþekkja líka alla staðhætti á Norður- og Austurlandi og þess vegna er ekki þörf á breytingum," segir Halldór Blöndal. - s.DÓlt Hlutur íslemlinga eykst um 3 % Norðmenn vilja minnka veiðihlut- deild íslendiuga í norsk-íslenska síldar- stofninum. Heildarsamningur um stjórn veiða og skiptingu afla úr loðnu- stofninum á svæðinu milli Grænlands, Islands og Jan Mayen hefur verið undirritaður milli Islands, Noregs og Græn- lands og tekur hann gildi 20. júní nk., við upphaf loðnuvertíð- ar og gildir til 30. apríl árið 2001. Hlutur íslands eykst úr 78% í 81%, hlutur Noregs minnkar úr 11% í 8% en hlutur Grænlands verður óbreyttur, eða 11%. Jafnramt þessu voru gerðir tví- hliða samningar um aðgang að lögsögum landanna. Þannig geta norsk skip veitt allt að 35% af heildarkvóta sínum í íslenskri lögsögu og hliðstætt ákvæði er um veiðar íslenskra skipa í lög- sögu Jan Mayen. Islensk skip geta stundað loðnuveiðar í lög- sögu Græniands og grænlensk- um skipum er heimilt að veiða í Nýju loðnusamningarnir gefa islendingum meiri kvóta en áður og telja Norðmenn sig hafa sýnt mikinn samningsvilja og viija fá hann endurgoldinn i sildarsamningum. lögsögu Islands, þó aðeins 23 þúsund lestir eftir 15. febrúar. Jafnframt var gerður samingur milli Grænlendinga og Islend- inga um að hvorum aðila um sig sé heimilt að veiða 50% af út- hlutuðum veiðiheimildum í út- hafskarfa innan fiskveiðilögsögu hins aðilans. Norðmenn telja sig hafa sýnt mikinn samningsvilja með því að sættast á minni loðnukvóta og vilja á móti minnka kvóta Islend- inga í norsk-íslenska síldarstofn- inum. 60 íslensk skip fengu nú úthutað alls 202 þúsund tonna kvóta á móti 233 þúsund tonn- um í fyrra. Heildarkvótinn er 1,2 milljónir tonna en var 1,5 millj- ónir tonna á sl. ári og er minnk- aður samkvæmt tilmælum fiski- deildar Alþjóða hafrannsókna- ráðsins. Mesta aflahámark hafa Hólmaborg frá Eskifirði með 7.562 tonn, Garðar frá Akureyri með 6.996 tonn og Börkur frá Neskaupstað með 5.606 tonn. Mikil ólga er í röðum útgerðar- manna með þá ákvörðun sjávar- útvegsráðuneytisins að snið- ganga veiðireynslu skipanna. Þannig hagnast skip með mikla burðargetu en skip með mikla veiðireynslu tapa. Mikil vandkvæði hafa verið á því að ná síldinni fýrir austan land en hún hefur ekki verið veiðanleg nema skamma stund um hánóttina, annars haldið sig á miklu dýpi. Aflinn er því ekki orðinn mikill enn sem komið er og síldin er auk þess horuð og fer til bræðslu enda skipin 4 til 5 sólarhringa úti, en um sólar- hringsstím er til Austfjarðahafna af miðunum í færeysku lögsög- unni. — GG

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.