Dagur - 26.05.1998, Blaðsíða 5

Dagur - 26.05.1998, Blaðsíða 5
ÞRIÐJVDAGUR 2 6. MAÍ 199 8 - S FRÉTTIR Kraumar í kötl um MeMhlutaviðræðiir í fulluin gangi. Víða um Iand kraumaði í pól- itískum kötlum í gær og gærkvöld þegar viðræður um meirihluta- myndun flokkanna fóru fram. I Reykjanesbæ var talið öruggt að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn- arflokkur, sem mynduðu meiri- hluta á sfðasta kjörtímabili, héldu því áfram. „Við áttum óformlegar viðræð- ur á sunnudag um meirihluta- myndun við J-listamenn og síðan áttu framsóknarmenn og J-lista- menn óformlegar viðræður. Eftir það óskuðu framsóknarmenn formlega eftir viðræðum við okk- ur í fyrrinótt og við svöruðum þvf jákvætt í morgun," sagði Ellert Eiríksson, oddviti sjálfstæðis- manna í Reykjanesbæ, í gærdag. Hann sagði líkurnar á að sam- starf flokkanna héldi áffam vera meiri en minni en sagði það samt ekki sjálfgefið að samningar næðust. Fundur var boðaður um málið í gærkvöld og sagðist Ellert ekki viss um að gengið yrði frá samkomulaginu á þeim fundi, þótt það gæti hugsanlega gerst. Ilafnarfjörður „Við höfum verið í viðræðum við framsóknarmenn og ætlum að halda þeim viðræðum áfram í kvöld. Eg geri fastlega ráð fyrir því að við náum að ganga frá samstarfssamningi í kvöld enda bendir allt til þess að fullur vilji sé til þess hjá báðum," sagði Magnús Gunnarsson, oddviti sjálfstæðismanna í Hafnarfirði, um miðjan dag í gær. Hann var spurður um bæjar- stjóraefni, hvort það væri hann sjálfur sem væri bæjarstjóra- kandidat? „Bæjarstjóramálið verður rætt á fundinum í kvöld enda tel ég eðlilegt að frá því verði gengið strax. Það má segja að varðandi það mál sé allt opið enda getum við ekki fyrirfram hafnað neinu,“ sagði Magnús Gunnarsson. Óhreytt Þröstur Karls- son, oddviti framsóknar- manna í Mos- fellsbæ, sagði allt útlit fyrir að framsóknar- menn og G-lista- menn héldu samstarfi sínu áfram. Það væri fullur vilji til þess hjá báðum. Hann sagði Sjálfstæðisflokk- inn hafa misst 2 menn 1994 og flokkurinn hefði enn tapað at- kvæðum nú. „Þetta teljum við fullkomin skilaboð til okkar sem vorum í meirihluta síð- asta kjörtímabil, um að halda því áfram og hjá báðum er vilji fyrir því,“ sagði Þröstur Karlsson. Arborg Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Arborg unnu i gær að myndun nýs meir- hluta í bæjarstjórn. „Það var nið- urstaða okkar að þetta kæmi best út fyrir okkur. Málefnaágreining- urinn milli þessara flokka er Iít- ill,“ sagði Ingunn Guðmunds- dóttir, oddviti sjálfstæðismanna í Árborg, í samtali við Dag. Síðustu tvö kjörtímabil hafa sjálfstæðismenn á Selfossi átt í meirihlutasamstarfi við K-Iista, sameiginlegt framboð félags- hyggjufólks. Með sameinuðu sveitarfélagi, það er Selfossi, Sandvíkurhreppi, Eyrarbakka og Stokkseyri, er landslag í stjórn- málum á svæðinu hinsvegar gjör- breytt, segir Ingunn. Að sögn Ingunnar er vilji til þess að endurnýja starfssamning við Karl Björnsson bæjarstjóra, sem verið hefur bæjarstjóri á Selfossi síðan 1986. Nýskðpun á Akureyri A Akureyri hafa sjálfstæðismenn og Akureyrarlistinn staðið í meirihlutaviðræðum frá því um helgina og var reiknað með að niðurstaða fengist í það mál í dag. Kristján Þór Júlíusson, odd- viti og bæjarstjóraefni sjálfstæð- ismanna, lýsti því yfir strax eftir kosningar að niðurstaðan væri krafa um breytingu og að meiri- hlutaviðræður við Akureyrarlist- ann væru fyrsta skrefið í þá átt. Asgeir Magnússon sagði í sam- tali við Dag í gær að þeim hefði þótt eðlilegast í ljósi kosningaúr- slitanna að byrja á þessum möguleika. Framsókn hætti við Bæj- armálafélag Framsóknar- menn í Isafjarð- arbæ höfðu farið fram á meiri- hlutaviðræður við Bæjarmála- félag en áður en til fundarins kom sneri B-Iist- inn sér að D- lista. Sá fundur var í gærkvöld og vegur stefna í skólamálum þar þungt auk þess sem sjálfstæðis- menn voru með bæjarstjóraefni, Halldór Hall- dórsson, sem ekki er víst að framsóknarmenn séu hrifnir af nema embætti forseta bæjar- stjórnar komi í þeirra hlut. Samstaöa og Sjálfstæðis- flokkur í viöræðum Forystumenn Samstöðu og Sjálf- stæðisflokks funduðu í gærkvöld um meirihluta í bæjarstjórn Vesturbyggðar og sagði Haukur Már Sigurðarson, oddviti Sam- stöðu, að þeir mundu nýta vik- una til að móta málefnaskrá ef um framhald viðræðna yrði að ræða. í stefnuskrám beggja flokkanna var ákvæði um að aug- lýst yrði eftir bæjarstjóra. Krían hæði í viðræðum við D- og B-lista Listi Kríunnar á Hornafirði ræddi bæði við D- og B-lista á Hornafirði, þó í sitt hvoru lagi. Ákveðið verður í dag að hvorum listanum Kríumenn halla sér en heldur er talið ólíklegt að B- og D-listi fari í meirihlutaviðræður, til þess skortir vilja hjá sjálfstæð- ismönnum. 80% kjósenda valdi nafnið Hornafjörður en Skafta- fellsbyggð fékk 20%. Á Austur- Héraði hófust samningaviðræð- ur f gærkvöld milli B- og F-lista. Samstarf í hurðarliðnum á Norðurlandi Á Blönduósi verður fundað í kvöld um áframhald meirihluta- samstarfs D- og H-lista og sama er að segja á Dalvík, þar eru B- og S-listi að ræða um framhald meirihlutasamstarfs frá síðasta kjörtímabili. I Skagafirði hefur náðst samkomulag um meiri- hlutasamstarf B- og D-Iista. For- maður Héraðsráðs (bæjarráðs) verður Herdís Á,. Sæmundar- dóttir (B) en forseti Héraðsráðs (bæjarstjórnar) Gísli Gunnars- son (D). Núverandi bæjarstjóri starfar a.m.k. til hausts en þá er stefnt að því að auglýsa starfið. Meirihlutasamstarf hefur ver- ið undirritað á Siglufírði milli B- og D-lista. Skarphéðinn Guð- mundsson (B) verður forseti bæjarstjórnar en Haukur Omars- son (D) formaður bæjarráðs. Samningur standa yfír um end- urráðningu á núverandi bæjar- stjóra, Guðmundi Guðlaugssyni. I nýju sveitarfélagi, Húnaþingi, funduðu D- og Q-listi í gærkvöld um meirihlutasamstarf. - s.dór/gg Ekki var létt yfir Ásgeirí Magnússyni og Óla komma á kosninganótt þegar úrslit lágu fyrir á Akureyri. Það breytirþví hins vegar ekki að Ásgeir hefur framttð meirihluta I bæjarstjóm I höndum sér ásamt fulltrúum Sjálfstæðisflokks. Mynd sbs 11.000 hileigendiun hótað kUupingu Númeraklippingar vegna næst- um 230 milljóna vanskila á bif- reiðagjöldum og þungasköttum ársins 1998 hófust í gær. „Við sendum út um 11.000 bréf vegna vanskila á bifreiðagjöldum og þungaskatti fyrir árið 1998,“ sagði Grétar Guðmundsson, deildarstjóri hjá tollstjóranum í Reykjavík, spurður um fjölda vanskilamanna. I bréfunum væru menn minntir á vanskilin og gefinn vikufrestur til greiðslu, sem meirihlutinn jafn- an notfærði sér. En þeir sem gleymt hafa að greiða eiga á hættu að koma að bílum sínum númerslausum á næstunni. Toll- stjóri ráðleggur þeim sem greiða Vanskil þýða að ökumenn missa bilnúmer. meðan á aðgerðum stendur að hafa sýnilegt afrit af greiðslu- kvittun í bifreiðinni. Nær 450 milljóna vanskil Höfuðstóll útistandandi bif- reiðagjalda og þungaskatts er samtals rúmlega 350 milljónir króna og þar við bætast rösklega 90 milljónir vegna dráttarvaxta og kostnaðar, þannig að hátt í 450 milljónir eru til innheimtu. Þar af eru gjöld yfirstandandi árs hátt í 230 milljónir, sem öll eru komin á eindaga, en vanskil ár- anna 1997 og þaðan af eldri hátt í 220 milljónir. Grétar segir það mistök hjá mörgum að leggja ekki inn númer af bílum sem þeir sjá fram á að nota ekki næstu 3 mánuðina eða lengur af ýmsum ástæðum. „Þessi ökutæki hlaða á sig skuldum á meðan,“ sagði Grétar. Með því að leggja inn númerin geti menn bæði sparað sér bíiaskatta og trygging- ar. - HEl Ördeyða í grásleppuimi Mun færri trillukarlar hafa gert út á grásleppu á þessu vori en í fyrra, en þá voru þeir um 400 talsins. Þeir sem ekki nýta sér veiðiheimildina í ár telja margir hverjir að ekki sé gerandi út á þau verð og magn sem standa til boða. Þær verksmiðjur sem hafa keypt grásleppuhrogn undanfar- in ár buðu um 41 þúsund krónur fyrir tunnuna, eða 1125 þýsk mörk, sem er mun lægra verð en í fyrra, og hafa þeir sem gert hafa út þurft að sætta sig við það verð og gengið til samninga á þeim nótum. I fyrra voru borguð 1700 þýsk mörk fyrir tunnuna eða um 62 þúsund krónur. Auk þessa mega grásleppukarl- ar ekki veiða nema um helming þess magns sem leyft var að veiða í fyrra, svo bæði fækkun og aflasamdráttur veldur því að heildarveiðin í ár hérlendis verð- ur ekki nema um 7 þúsund tunn- ur, sem yrði eitt hið lakasta frá upphafi, bæði í magni og verði. Veiðin var 13.400 tunnur í fyrra. —GG ReykjavOairbömin eimþá best Samkvæmt hefð náðu skólabörn í Reykjavík bestum árangri á land- inu í samræmdum prófum 10. bekkinga. Meðaleinkunn í íslensku, stærðfræði og ensku er 5,4 á höfuðborgarsvæðinu en 5,3 í dönsku. Lökust er útkoman á Vestíjörðum og Norðurlandi vestra. 700 milljóna kr. tap á Lind Landsbankinn tapaði verulegu fé vegna fjár- mögnunarfyrirtækisins Lindar, eða um 700 milljónum króna, skv. frétt RUV í gærkvöld. Þetta kom fram í svari viðskiptaráðherra eftir að Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir lagði fram fyrirspurn. Ásta segir að í svari viðskiptaráð- herra komi fram að alvarlegir misbrestir hafi verið í útlánum Lindar og verulegan hluta ábyrgðar megi rekja til fyrrum framkvæmda- stjórnar. Bankaráð hafi ennfremur ekki sætt ábyrgð. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir. Hafnarkráin með leyfi Hafnarkráin í Hafnarstræti hefur fengið fullt vínveitingaleyfi á ný, en gegn skilyrðum um bættan aðbúnað. Þau fela meðal annars í sér að aðstaða fyrir gesti verður opnuð í kjallara krárinnar. Hávær mótmæli íbúa og fyrirtækjarekenda í nágrenninu komu Jm' næstum til leiðar um tíma að Hafnarkráin missti leyfið fyrir fullt og allt, en Haraldi Blöndal, lögmanni krárinnar, tókst að herja út leyfi sem bundið var skilyrðum um opnunartíma. Nú hefur tekist að fá fullt leyfi á ný, eftir að borgarstjórn, félagsmálaráð og lögreglan sam- þykktu áætlanir um umbætur hjá kránni. - fþg

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.