Dagur - 26.05.1998, Síða 6

Dagur - 26.05.1998, Síða 6
6 Þ RIÐJ UDA GU R '2 6 . M AÍ 1998 ÞJÓÐMÁL Utgáfufélag: Útgáfustjóri: Ritstjórar: Aöstoöarritstjóri: Framkvæmdastjóri: Skrifstofur: Símar: DAGSPRENT EYJÓLFUR SVEINSSON STEFÁN JÓN HAFSTEIN ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON BIRGIR GUÐMUNDSSON MARTEINN JÓNASSON STRANDGÖTU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK 460 6100 OG 800 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@daaur.is Áskriftargjald m. vsk.: 1.680 kr. á mánuði Lausasöluverö: 150 kr. og 200 kr. helgarblað Grænt númer: soo 7080 Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Símar auglýsingadeildar: (reykjav(k)563-1615 Amundi Ámundason (AKUREYRI)460-6191 G. Ómar Pétursson OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir Netfang auglýsingadeildar: omar@dagur.is Simbréf ritstjórnar: 460 6i7i(AKUREYRl) 551 6270 (REYKJAVÍK) Merk tímamót í fyrsta lagi Sannfærandi sigur Reykjavíkurlistans er merkilegasta niður- staða sveitarstjórnakosninganna á laugardaginn. Þótt það hafi vissulega verið mikið pólitískt áfall fyrir Sjálfstæðisflokkinn að tapa borginni fyrir fjórum árum, er höggið núna enn þyngra. Það eru söguleg tímamót í íslenskum stjórnmálum að sjálf- stæðismönnum skuli hafa mistekist að endurheimta meiri- hlutann - og voru reyndar langt frá því. Annað kjörtímabilið í röð treystir verulegur meirihluti kjósenda samstarfi „litlu“ flokkanna í borgarstjórn betur en sjálfstæðismönnum og veit- ir þar með Sjálfstæðisflokknum pólitískt kjaftshögg. 1 ððru lagi Það er líka einkar jákvæð og merkileg niðurstaða kosninganna í Reykjavík að kjósendur höfnuðu því að láta neikvæða kosn- ingabaráttu að amerískum sið gegn einstökum frambjóðend- um ráða gjörðum sínum í kjörklefanum. Þær þúsundir kjós- enda Reykjavíkurlistans sem höfðu áhyggjur af fyrirliggjandi upplýsingum um fjármálaferil Hrannars B. Arnarssonar létu það ekki verða til þess að hræða sig frá því að kjósa listann - en nýttu sér hins vegar rétt sinn til að strika nafn hans út á kjörseðlinum. A þeim skilaboðum hlýtur Reykjavíkurlistinn að taka fullt mark. í þriðja lagi Kosningarnar eru að sjálfsögðu persónulegur stórsigur fyrir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, borgarstjóra. Mikill meirihluti kjósenda treystir henni betur en Arna Sigfússyni til að stjórna borginni næstu Qögur árin. Sú staðreynd réði miklu á kjördag. En það skipti einnig miklu máli fyrir úrslitin að flokkarnir sem standa að baki Reykjavíkurlistanum stóðu þétt saman. Með því að senda sjálfstæðismenn í stjórnarandstöðu í borgarstjórn í önnur fjögur ár staðfestu kjósendur að Reykjavík er ekki lengur pólitískt erfðagóss Sjálfstæðisflokksins. Það mun fyrst og fremst ráðast af forystu, samheldni og stefnufestu Reykja- víkurlistans hvort eyðimerkurganga borgarstjórnarflokks sjálf- stæðismanna verður jafnvel enn lengri. Elías Snæland Jónsson. Listi með óbragði Davíð Oddsson var fúll eftir að kosninganiðurstaða lá fyrir í sveitarstjórnarkosningunum á laugardag. Hann sagðist efast stórlega um að foringi Reykja- víkurlistans, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, myndi sitja út kjör- tímabilið sem borgarstjóri eins og hún hefur þó sagst munu gera. Þrátt fyrir yfirlýsingar um annað muni hún láta sig hafa það að skipta um skoðun og gerast landsforingi jafnaðarmanna. Aug- Ijóst er að Ingibjörg fer í taugamar á forsætis- ráðherra og þá ekki síst að hún skuli alla tíð hafa komist upp með að segja að það „standi ekkert annað til“ en að hún verði borgarstjóri út kjörtímabilið. Enda mátti vart á milli sjá í viðtalinu við Davíð hvort honum var ver við Ingibjörgu sjálfa eða fjölmiðl- ana - sérstaklega ríkissjónvarp- ið - sem ekki hafi krafist þess að hún svaraði þessar spurn- ingu með endanlega bindandi hætti. Rökhugsimin Garri á í sjálfu sér auðvelt með að skilja að Davíð sé dálítið geðvondur - hann er jú eini flokksformaðurinn sem hefur tapað borginni tvö kjörtímabil í röð. Hins vegar er hann aug- Ijóslega farinn að Iáta gremju- na fara svo með rökuhgsunina hjá sér að hann er í fráleitri mótsögn við sjálfan sig. Davíð var nefnilega einhver sá fyrsti sem benti á að sameginlegu framboðin víða um Iand komu vægast sagt illa út í kosningun- um. Yfír þeim óförum hlakkaði hann dálítið og gerði grín að sameiningarsinnunum á for- mannsstólum A-flokkanna sem reyndu að sjá eitthvað jákvætt út úr niðurstöðunni. Svo held- ur Davfð að Ingibjörg Sólrún ætli að fara úr áhrifamiklu sæti borgarstjóra í Reykjavík til þess að leiða það sem hann er sjálf- ur búinn að skilgreina sem flopp!? Hvers vegna í ósköpun- um ætti hún að gera það Dav- íð? Með óbragð í muiuii En Davíð lét ekki þarna við sitja í um- mælum sínum um nið- urstöðuna. Hann benti á að um þriðjungur kjósenda hefði kosið Reykjavíkurlistann með „óbragð í munni“. Vísaði hann þar til út- strikana á þeim Helga Hjörvar og Hrannari B. Arn- arssyni. Garri sér hins vegar hvað felst í raun og veru í þess- ari harkalegu yfirlýsingu Dav- íðs. Hann er nefnilega ekki að gagnrýna R-listann eins og virðast kann í fyrstu. Formað- urinn er auðvitað að fella ótrú- lega harðan dóm um lista sjálfstæðismanna og oddvita hans Árna Sigfússon. Davíð er einfaldlega að segja að allur þessi fjöldi hafí frekar viljað kjósa Reykjavíkurlistann með óbragði, en að kjósa Sjálfstæð- isflokkinn. Enda er formaður Sjálfstæðisflokksins hlynntur því að Árni taki pokann sinn eins og hann var búinn að lofa. Spurningin nú er þá sú hvort Davíð muni ekki handvelja með eigin hendi næsta oddvita og þorra nafnanna á nýjan lista í Reykjavík. Það hlýtur hann að gera fljótlega - það gengur einfaldlega ekki að púkka upp á pólitíkusa sem eru svo slakir að þeir eru verri en pólitíkusar með óbragði. GARRI. JÓHANNES SIGURJÓNS- SON skrifar Kosningar eru e.t.v. ekki beinlín- is brauð og leikir eða ópíum fyr- ir fólkið, en virðast hafa svipaða virkni og lyfið prozak, a.m.k. kosningar á Islandi. Fyrir kosn- ingar eru allir sem styðja flokka eða framboð út og suður um stafrófið uppfullir af bjartsýni, berjandi sér á brjóst í belgingi og yfirgripsmikilli sigurvissu. I ljósi þess skyldi maður ætla að eftirköstin og vonbrigðin hjá þeim sem tapa verði gríðarleg, fjöldi manns legðist í þunglyndi og apótek hefðu ekki undan að dæla út prozaki handa þúsund- um lúsera. Og þannig væri þetta auðvitað ef ekki væri sú undarlega náttúra íslenskra kosninga að þar eru all- ir sigurvegarar. Þegar upp er staðið og talið hefur verið upp úr kjörkössunum, kemur sem sé ævinlega í ljós að enginn flokkur, ekkert framboð, enginn fram- Þar sem allir sigra í kosningiun bjóðandi, hefur í raun tapað, að minnsta kosti ekki að eigin mati. Blekkingarb j artsýni Það er nokkuð auðskilið að þeir sem auka fylgi sitt, bæta við sig atkvæðum og fulltrúum, líti á sig sem sig- urvegara. En hitt vefst auð- vitað fyrir talnaglöggum að allir þeir sem tapa fylgi og fulltrúum geti á sama hátt fagnað glæstum kosn- ingasigrum. Jafnvel þeir sem guldu afhroð í kosningunum ganga fram fyrir alþjóð og fagna sigri. Hvernig má þetta vera? I fyrsta lagi þá er það auðvitað þrákelknislenska hér að viður- kenna aldrei ósigur, flatír liggj- um vér og jöplum svörðinn Iengi dags en þykjumst reistir og upp- réttir vel. I annan stað horfum við fremur á björtu hliðarnar, a.m.k. hvað okkur sjálf varðar þó svartnættið eitt ríki í garði grannans að okkar mati. Blekkingar- björtu hliðarn- ar. Vici Því er það að þeir sem tapa vinna í raun stórkostlega varnar- sigra. Ellegar felst sigurinn í því að í tapinu býr vinningsvon fyrir næstu kosningar. Nú eða tapið var mun minna en skoðanakann- anir höfðu gert ráð fyrir, stór- kostlegur sigur vannst því á G- lista Gallups. Einnig hafa sumir náð betri árangri en þeir svart- sýnustu í hópnum höfðu gert ráð fyrir og það er auðvitað sigur út af fyrir sig. Ef hinsvegar afhroðið er svo afgerandi, tapið svo tröllaukið, að útilokað er að finna á því sig- urfleti nema gera sig að fífli í augum alþjóðar, þá er fræðilegur möguleiki á að viðurkenna tap, en með því fororði að framboðs- listinn hafi, þrátt fyrir allt, verið skipaður efnilegasta og reyndasta fólkinu sem vann vel og fagmannlega fyrir kosningar og mun koma tvíeflt í þær næstu og þá muni listinn örugglega fá það brautargengi sem hann á skilið og átti skilið nú, en fyrir misskilning kjósenda fékk ekki. Veni, vidi, vici. Hverá að t;ika við af Árna Sigfússyni sem leiðtogi sjálfstæðis- manna í Reykjavík? Júlíus Hafstein jv. borgarfulltrúi Sjálftæðisflokks. „Miðað við borg- arstjórnarfíokk- inn einsog hann er skipaður núna teldi ég heppilegast að Júlíus Vífill tæki við. Þá skoðun byggi ég á því að nú er breytinga þörf og byggja þarf upp frá grunni. Þeir sem eldri eru og fyrir; einsog t.d. Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson, sem er góður borgarfulltrúi, hefði undir flestum kringumstæðum verið sjálfsagður sem Ieiðtogi borgar- stjórnarflokksins, en ég tel heppi- legra nú - þegar flokkurinn hefur tapað borginni tvisvar að fram kom nýr maður sem leiði flokkinn næstu ár. Eg vil taka fram að þetta er ekki vantraust á þá sem eldri eru og reyndari í borgarmál- um. Guðmimdiu1 HaUvarðsson „Eg held að menn verði að skoða málið í ljósi þess sem gerðist um helg- ina; það er borg- arstjórnarflokk- urinn og stjórn Varðar - fulltrúa- ráð Sjálfstæðisflokksins í Reykja- vík. Nei, að óathuguðu máli sé ég ekki nýjan leiðtoga fyrir mér. Nú þarf vel til þess að vanda að velja leiðtoga í stað Árna.“ Snorri Hjaltason skipaði 13. sæti á lista Sjálfstæðis- Jlokksins í Reykjavtk. „Því er ekki hægt að svara nú, við eigum eftir að fara yfír mál og ræða stöðuna og Árni er svo sem ekki búinn að yfir- gefa okkur þó hann ætli að víkja úr oddvitasæt- inu. Nei, ég er ekki farinn að spá í það hver framtíðarleiðtoginn sé, en við eigum mikið af hæfu fólki. Maður kemur manns í stað og ég veit að í næstu borgarstjórnar- kosningum teflum við fram sterk- um manni sem vinnur fyrir alla sjálfstæðismenn. Þá munum við sigra. Um það er ég sannfærður." Guðrún Pétursdóttir skipaði 10. sæti á lista SjálJstæðis- flokks í Reykjavík. „Eg tel ekki tímabært að ræða það. í Árna Sigfússyni kynnst myndaríkum og heiðarlegum stjórnmála- manni, sem ég met mikils. Það væri mikill skaði að missa Árna úr stjórnmálum. Þó svo hann hafi lýst því yfir að hann ætli ekki að leiða lista sjálf- stæðismanna í kosningunum eftir fjögur ár, vona ég og reikna með að hann leiði borgarstjórnarflokk sjálfstæðismanna vel á veg.“ hef ég hug-

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.