Dagur - 26.05.1998, Blaðsíða 7

Dagur - 26.05.1998, Blaðsíða 7
Þ RIÐJV DAGU K 2 6 . MAÍ V99 8 - 7 ÞJÓÐMÁL Fíluiiefnavand- ítiti í brennidepli Fíkniefni, í einni eða annarri mynd, hafa fylgt mannskepnunni frá örófi alda. Vandamál tengd fíkniefnum hafa hins vegar ekki verið eins útbreidd og alvarleg og á þessari öld. Dreifing og sala fíkniefna hefur aldrei verið eins skipulögð og undanfarna áratugi og framboð þessara efna aldrei meira. íslendingar hafa ekki farið var- hluta af þessu meini, frekar en öðrum sem herja á mannlegt samfélag. Almenningi er, vegna öflugs kynningar- og fon'arnar- starfs ýmissa félagasamtaka, ekki síst SAA, orðin Ijós hinn gríðar- lega eyðilegging sem neysla fíkni- efna hefur í för með sér. Fíkni- efnaneytendur bíða oft andlegt og líkamlegt örkuml af neyslu sinni og Ijölskyldur þeirra standa oftast ráðþrota og fullar af angist í miðjum harmleiknum. Glæpa- starfsemi, svo sem ofbeldi, vændi og innbrot, fylgja oft í kjölfarið og hættan á alnæmissmiti bíður þeirra sem deila smituðum nál- um. Vandinn er alþjóðlegur og það er því ekki síst á alþjóðlegum vettvangi sem hægt er að draga úr þeim hörmungum sem fíkniefnin valda. Auka-allsherj arþing Sameinuðu þjóðirnar halda sér- stakt auka-allsheijarþing helgað baráttunni gegn ólögmætum fíkniefnum dagana 8.-10. júní nk. í New York. Þá verða tíu ár liðin frá því að aðildarríkin sam- þykktu alþjóðasamning um bann við dreifingu fíkni- og skynvillu- efna. Fulltrúar á þinginu verða frá aðildarríkjunum 185 ogmunu þeir leitast við að meta umfang hins alþjóðlega fíkniefnavanda og marka djarfa og framsýna stefnu sem gagnast mun í baráttunni við þennan vágest á upphafsárum nýrrar aldar. Viðskipti með fíkniefni í heim- inum eru mjög umfangsmikil, en talið er að heildartekjur af ólög- Iegum fíkniefnaviðskiptum í heiminum hafi verið um 400 milljarðar Bandaríkjadala á árinu 1994 eða um 8% af öllum heims- viðskiptum. Svo ótrúlegt sem það kann að virðast, er þetta stærra hlutfall en heimsviðskipti með járn, stál og bifreiðar. Umfjöliunarefni auka-allsherj- arþingsins verða afmarkaðri en á öðrum þingum sem haldin hafa verið til þessa. Markmið auka- allsherjarþingins verður einkum að hvetja ríki heims til þess að framkvæma að fullu þá alþjóða- samninga sem gerðir hafa verið á vettvangi Sameinuðu þjóðanna um fíkniefnavarnir. Reynt verður, m.a., að leggja grunninn að auknu alþjóðlegu samstarfi og ná Fíkniefnaneytendur biða oft andlegt og líkamlegt örkuml afneyslu sinni og fjölskyldur þe/rra standa oftast ráðþrota og fullar af angist í miðjum harmleiknum... vandinn er alþjóðlegur og það er því ekki síst á alþjóðlegum vettvangi sem hægt er að draga úr þeim hörmungum sem fíkniefnin valda, segir utanríkisráðherra. betri tökum á dreifingu efna sem notuð eru við fíkniefnafram- leiðslu. Sérstök áhersla verður lögð á aðgerðir til að draga úr eft- irspurn eftir fíkniefnum með for- vamastarfi og meðferðaráætlun- um. A auka-allsherjarþinginu verður einnig rætt um með hvaða hætti komið verði í veg fyrir pen- ingaþvætti. Síðast en ekki síst munu aðildarríki ræða með hvaða hætti megi styrkja enn frekar starfsemi Sameinuðu þjóð- anna á sviði fíkniefnavarna. Veraldarvæðingm Ein veigamesta breytingin sem sett hefur svip á þróunina í al- þjóðamálum síðustu ár er stund- um kölluð veraldarvæðing. Stór- aukin samskipti ríkja í millum á sviði efnahagsmála og verslunar er dæmi um veraldarvæðingu. Is- lensk fyrirtæki hafa tekið þátt í veraldarvæðingunni, t.d. með því að ganga til samstarfs við fyrir- tæki í sjávarútvegi víðs vegar um heim. Veraldarvæðingin setur einnig mark sitt á Sameinuðu þjóðirnar. Stjómvöld um heim allan hafa í auknum mæli áttað sig á að óraunhæft er fyrir einstök ríki að kljást ein og sér við vandamál á borð við hungur, sjúkdóma, fá- fræði, mengun o.fl. Þessi við- fangsefni hafa lengi verið í hópi helstu viðfangsefna aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna. Ný við- fangsefni hafa bæst við og eru auðlindamál og sjálfbær þróun í vaxandi mæli til umljöllunar á stórráðstefnum samtakanna. A vegum Sameinuðu þjóðanna er unnið mikið starf á vettvangi fíkniefnavama. Ég tel að þetta starf mætti gera sýnilegra al- menningi, ekki einvörðungu með stórráðstefnum og aukaallshetj- arþingum, heldur með markvissri kynningarstarfsemi. Kynning á starfsemi samatakanna myndi án efa auka skilning almennings um allan heim á því starfi sem fram fer á vettvangi Sameinuðu þjóð- anna. I tímans rás myndi aukinn skilningur almennings skila sér til þeirra stjórnmálamanna sem sýsla með Ijárveitingar til Sam- einuðu þjóðanna. Þetta gæti án efa orðið liður í að koma samtök- unum út úr þeirri Ijármálakreppu sem háir þeim um þessar mund- ir. Alþjóðasanuimgar Þrír alþjóðasamningar, sem á einn eða annan hátt snerta fíkni- efnavarnir hafa verið gerðir á veg- um Sameinuðu þjóðanna. Fyrst- an má telja fíkniefnasamninginn frá 1961 en með honum er reynt að stemma stigu \að ólögmætum viðsldptum með skyn\allulyf sem notuð eru í þágu lækninga og í vísindaskyni. Samningurinn um skynvilluefni frá 1971 var gerður á róstusömum tímum þegar fíkniefnaneytendur snéru sér að neyslu sífellt Ijölbreytilegri vímu- efna. Þessi samningur hefur einnig að geyma ákvæði um stjórn á dreifingu fíkniefna sem framleidd eru á löglegan hátt. Dreifing fíkniefna og notkun jókst hröðum skrefum á sjöunda og áttunda áratugunum. Svar Sameinuðu þjóðanna við þessari uggvænlegu þróun var alþjóða- samningurinn gegn ólögmætri dreifingu fíkniefna og skynvillu- efna sem gerður var 1988. Með þessum alþjóðasamningum hafa aðildarríki Sameinuðu þjóðanna skuldbundið sig til að berjast gegn ólögmætri dreifingu fíkni- efna og ofneyslu þeirra. Helstu stofnanir Þegar árið 1946 var stofnuð svokölluð Fíkniefnanefnd Sam- einuðu þjóðanna. Nefndin fund- ar árlega, en skipulagning vænt- anlegs aukaallsherjarþings um fíkniefna-vandann er helsta hlut- verk nefndarinnar á þessu ári. Af öðrum stofnunum á vegum samtakana má nefna Alþjóða- fíkniefna-eftirlitsstofnunina sem sett var á laggimar með fíkni- efnasamningnum frá 1961. Þess- ari stofnun er ætlað að hafa eftir- Iit með flutningum og viðskiptum með fikni- og skynvilluefni í ein- stökum ríkjum og ríkja í millum. Árið 1991 tók til starfa svokölluð Fíkniefnaeftirlitsáætlun. Þessi stofnun er miðstöð sérþekkingar og upplýsinga um fíkniefnaeftirlit í heiminum og samhæfir aðgerð- ir Sameinuðu þjóðanna á sviði fíkniefnavarna. Einnig má nefna Fíkniefna- og glæpavarnaskrif- stofu Sameinuðu þjóðanna sem endurskipulögð var á síðasta ári. Tengslin við glæpastarfsemi En það er ekki eingöngu hið al- þjóðlega samfélag sem tekur þátt í veraldarvæðingunni. Glæpa- menn og skipulögð glæpastarf- semi um allan heim hafa verald- arvæðst á sinn hátt einnig. Skýrslur sem gerðar hafa verið á vegum Sameinuðu þjóðanna leiða í ljós að skipulögð alþjóðleg glæpastarfsemi eykst hröðum skrefum víðs vegar um heim. Glæpamenn nýta sér aukin ferða- lög fólks og flutning varnings milli landa, ekki síst þar sem dregið hefur úr landamæraeftir- liti, t.d. í Evrópu. Glæpagengi í einni heimsálfu eru í samstarfi við gengi í öðrum heimshlutum og nýta sér veikleika í löggæslu og tolleftirliti með það fyrir augum að komast yfir fyrirtæki, hagnast á ólögmætri starfsemi og síðast en ekki síst að ná pólitískum áhrifum. Þessi glæpagengi hafa aðgang að digrum sjóðum og eru í mörgum tilvikum þrautskipu- lögð. Þau víla sér ekki fyrir sér að beita ofbeldi til að hræða eða þagga niður í andstæðingum jafnt sem samkeppnisaðilum. Vitað er að það eru skipulagðir alþjóðlegir glæpahringir sem standa að miklu leyti að fjárfest- ingu í sölu og dreifingu fíkniefna. Peningaþvætti hefur hin síðari ár verið aukinn gaumur gefinn, en þessi starfsemi stjórnast nú í vax- andi mæli af faglegri sérþekkingu glæpamanna á heimsvísu. Smygl á eiturlyfjum er vaxandi vanda- mál víðar en á Islandi. 1 öllum löndum heims takast yfirvöld á við þennan vanda. Samræmdar lögregluaðgerðir til að hafa hend- ur í hári smyglara hafa enn borið takmarkaðan árangur, en einung- is milli 10 og 15% af heróíni í umferð eru gerð upptæk og um 30% af kókaíni. Viðurkennt er, að einstök ríki geta ekki tekist á við eiturlyfjavandann án sam- vinnu við önnur ríki eða alþjóða- samtök. Þótt Islendingar deili ekki landamærum með neinu ríki er Ijóst að við megum ekki sofna á verðinum í báráttunni gegn fíkni- efnum. Þess vegna er sérstaklega brýnt að við Islendingar fylgjumst grannt með því sem á sér stað í þessum málum á alþjóðavett- vangi og tökum þátt í samstarfi ríkja til að koma böndum á fíkni- efnavandann. UALLPÓR ASGRIMS- SON UTANRÍKISRÁÐHERRA I $m -«*- ~ ’ J SKRIFAR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.