Dagur - 26.05.1998, Page 10
10 -ÞXÍÐJUUa&UR' 26. MAÍ 199 8'
HASKOLIÍMIM
AAKUREYRl
Málþing Heilbrigðisdeildar
Háskólans á Akureyri
Föstudaginn 29. maí, kl. 13.00-16.00 í Odd-
fellowhúsinu v/Sjafnarstíg, Akureyri.
Dagskrá:
kl. 13.00
kl. 13.05
Málþingið sett. Fundarstjóri Sía Jónsdóttir, lektor.
„Frelsi í formi ófrjósemisaðgerðar.“ Upplifun
kvenna af ófrjósemisaðgerð.
Lokaverkefni til B.Sc. gráðu.
kl. 13.25 „Breytt hlutverk, breytt viðhorf." Upplifun
hjúkrunarfræðinga af eigin langvinnum sjúkdómi.
Lokaverkefni til B.Sc. gráðu.
kl. 13.45 Fjölskyldur ungra barna með astma (0-6 ára>:
Áhrif seigluþátta á vellíðan mæðra og feðra.
Fyrirlestur Dr. Erla Kolbrún Svavarsdóttir.
Kaffiveitingar og Ijúf tónlist.
kl. 15.00 „Hann var ógnvaldurinn í lífi mínu.“ Upplifun
kvenna af því að búa við heimilisofbeldi.
Lokaverkefni til B.Sc. gráðu.
kl. 15.20 Kirkjan og fjölskyldan. Fyrirlestur. Séra Jóna Lísa
Þorsteinsdóttir, fræðslufulltrúi þjóðkirkjunnar.
kl. 15.50 Lokaorð. Elsa Friðfinnsdóttir, settur forstöðumaður
Heilbrigðisdeildar.
Málþingið er öllum opið og er aðgangur ókeypis.
Flugukastnámskeið
fyrir konur
28. maí frítt námskeið
í boði Veiðihornsins
aðeins þetta eina kvöld
Yfirkennari
Margrét Kristinsdóttir
landsþekktur veiðimaður
Skráning í síma,
460 3501 og
460 3508
BYGGINGAVORUR
VEIÐIHORNIÐ
Sími: 460 3508
Fyrstir koma fyrstir fá
Undur oq stormerki...
% +
www visir is FYRSTUR MED FRÉTTIRNAR
FRÉTTIR
Yfir 70 teknir
fyrir hraðakstur
Það að tveir erlendir
sjómenn reyndu að
stela sér tölvuskjá og
tveimur reiðhjólum
hjá Sorpu er meðal
þess sem lesa má um í
dagbók lögregluuar í
Reykjavík.
Um helgina voru teknir 17 öku-
menn, grunaðir um ölvun við
akstur. Þá voru 74 teknir fyrir of
hraðan akstur. Lögreglan hefur
aukið eftirlit sitt á Suður- og Vest-
urlandsvegi og var verulegur hluti
þessara ökumanna, sem óku of
hratt, stöðvaðir á þessum vegum á
ýmsum tímum sólarhringsins.
Innbrot og þjófnaðir
Kl. 03.45 á laugardag vaknaði
maður upp við umgang í íbúð
sinni f Hvassaleiti.Þar var kominn
óboðinn gestur sem forðaði sér í
flýti. Hann hafði komist inn með
því að sparka upp glugga en
skemmdir voru litlar og líklega
engu stolið.
Kl. 04.18 á Iaugardag var til-
kynnt um innbrot í bíl á Amt-
mannsstíg og var stolið hljóm-
flutningstækjum. Nokkru síðar
var tilkynnt um innbrot í bfl á
Bergstaðastræti. Vaktmaður varð
þjófanna var og lögðu þeir á
flótta. Kl. 13.34 á sunnudag var
tilkynnt um innbrot í hús við
Mávahlíð. Þar var stolið nokkrum
kössum af bjór. Hluti hans fannst
síðar í geymslu í heimahúsi.
Kl. 16.30 var tilkynnt um inn-
brot í Handíða- og myndlistaskól-
ann. Talið var að litlu hafi verið
stolið.
Kl. 02.09 var tilkynnt um að
í Reykjavík voru 74 teknir fyrir of hrað-
an akstur um helgina.
tveir sjómenn af erlendu skipi
hafi tekið tölvuskjá og tvö reiðhjól
ófrjálsri hendi á athafnasvæði
Sorpu. Þeim var gert að skila
hlutunum aftur.
Líkamsárás á Laufásvegi
Kl. 04.00 á laugardag réðust þrír
ungir piltar á mann á Laufásvegi.
Hann var bólginn f andliti en ætl-
aði sjálfur á slysadeild. Stuttu síð-
ar var maður fluttur meðvitundar-
lítill á slysadeild eftir að hópur
fólks hafði ráðist á hann í
Tryggvagötu. Maðurinn var skall-
aður og sparkað í höfuð hans og
andlit. Árásarmennirnir náðust
ekki.
Kl. 11.49 féll maður milli hæða
í húsi við Skipholt. Hann hlaut
höfuðáverka og var fluttur á slysa-
deild með sjúkrabifreið.
Kl. 14.29 var tilkynnt að kona
hafi verið rænd veski sínu á bíla-
stæði við Alþingishúsið. Hún
meiddist á hendi og gagnauga er
veskið var hrifsað af henni og var
flutt á slysadeild. Veskið fannst
stuttu síðar með öllu sem þar átti
að vera nema 1.000 kr. Árás-
armaðurinn fannst ekki.
Kl. 00.47 á sunnudag var til-
kynnt um slagsmál á Seilugranda.
Einn maður var sleginn með
flösku f höfuðið og var fluttur
með sjúkrabifreið á slysadeild.
Tjónvaldur var fluttur í fanga-
geymslu.
Kl. 03.15 var tilkynnt um
hópslagsmál á veitingastað í Mos-
fellsbæ. Sex manns voru flutt á
slysadeild í lögreglubíl. Tildrög
eru óljós og ekki vitað hvort menn
deildu vegna úrslita kosninganna
en svo virðist sem fyrst hafi Qórir
menn ráðst á tvo. Þarna áttu hlut
að máli bæði karlmenn og kven-
Eldur í brauðrist
Aðfaranótt Iaugardags kviknaði í
brauðrist í kjallaraherbergi við
Maríubakka. Ibúinn var fluttur á
slysadeild vegna gruns um reyk-
eitrun. Nokkrar skemmdir urðu af
völdum reyks.
Kl. 01.10 á sunnudag var kveikt
í útisalerni í Tryggvagötu. Lög-
reglan slökkti eldinn en litlar
skemmdir urðu. Stuttu síðar var
tilkynnt um eld í ruslagámi við
Hagkaup á Eiðistorgi. Slökkvilið
slökkti eldinn. Síðar um helgina
var kveikt í öðrum gámi en sá eld-
ur einnig fljótt slökktur.
Laumufarþ egar
Þrír menn fundust í þýsku skipi
Eimskipafélagsins í Sundahöfn
eftir miðnætti aðfaranótt laugar-
dags. Þeir kváðust hafa komið í
skipið degi fyrr og ætlað að kom-
ast með því sem laumufarþegar til
Kanada eða Bandaríkjanna.
Mennirnir voru taldir Júgóslavar
en munu hafa verið hér á Iandi í
nokkra mánuði. Utlendingaeftir-
litið afgreiðir mál þeirra.
Biðskýli skemmd
Nýjar leiðir til að
koma í veg fyrir bens-
ínleysi er meðal þess
sem lesa má um í dag-
bók lögreglunnar á
Akureyri.
Síðastliðín vika var viðburðalítil
og engin stórtíðindi urðu á vett-
vangi Iögreglumála. Verkefni lög-
reglunnar voru þó svipuð að
fjölda og venjulega en aðstoð við
framkvæmd sveitarstjórnarkosn-
inganna á Iaugardaginn setti svip
sinn á störf hennar þann dag.
Sé vikið að umferðarmálunum
fyrst þá urðu 10 umferðaróhöpp f
vikunni, en ekkert þeirra alvarlegt
og ekki slys á fólki. Hvað umferð-
arlagabrot varða þá voru 47
staðnir að of hröðum akstri, 3
grunaðir um ölvun við akstur, 6
virtu ekki stöðvunarskyldu og
einn fór yfir á rauðu Ijósi. Af þeim
ökumönnum sem lögreglan hafði
afskipti af var 21 ekki með öku-
skírteini sitt meðferðis. Er það
alltof mikið og rétt að hvetja alla
til að muna nú eftir ökusklrtein-
inu sínu en ökumönnum er skylt
að hafa það meðferðis skv. 48. gr.
umferðarlaganna. Einungis 7
ökumenn voru ekki með bílbelti
spennt og er það vonandi merki
Skemmdarverk voru unnin á þremur
strætisvagnaskýlum um heigina á
Akureyr/.
þess að flestir séu nú búnir að
venjast því og það sé orðinn sjálf-
sagður hluti af akstri bifreiðar að
spenna á sig beltin.
Bensínleysisstórsvig!
A mánudaginn kviknaði í potti á
eldavél í blokkaríbúð. Nágranni
slökkti eldinn með handslökkvi-
tæki og varð lítið tjón af en reyk-
losa þurfti íbúðina. Laust eftir
hádegi á miðvikudag var lögregl-
unni tilkynnt um einkennilegt
aksturslag bifreiðar um Glerár-
götu þar sem henni væri ekið
kantanna á milli. Lögreglan hafði
tal af ökumanni sem þá var kom-
inn á nærliggjandi bensínstöð og
gaf hann þá skýringu á akstrinum
að bifreiðin hefði verið að verða
bensínlaus og þar sem beygla
væri á tankinum hefði hann þurft
að taka þetta til bragðs og skvetta
þannig bensíni til í tankinum til
að ná á bensínstöðina.
Tekiim með amfetamín
A föstudaginn handtók lögreglan
mann sem var með rúmlega 5
grömm af amfetamíni f fórum
sínum. Kvaðst maðurinn hafa
ætlað það til eigin neyslu.
Um helgina fylgdist lögreglan
grannt með útivistartíma ung-
linga og voru 10 unglingar færðir
á lögreglustöðina þar sem haft var
samband við foreldra þeirra og
þeir beðnir um að sækja þá.
Skemmdarverk
Um helgina voru brotnar rúður í
þremur biðskýlum Strætisvagna
Akureyrar, einu við Skarðshlíð við
Hvítasunnukirkjuna og tveimur á
Þingvallastræti. Það þarf talsvert
til að brjóta svona rúður og við
það myndast mikill hvellur. Þær
eru auk þess mjög dýrar. Eru því
allir sem einhveijar upplýsingar
geta gefið beðnir um að Iáta lög-
regluna vita.
Laugardagurinn einkenndist af
sveitarstjórnarkosningunum en
allt fór þar vel fram. Þá var helg-
in að öðru leyti tíðindalítil og
skemmtanalífið fór nokkuð vel
fram þrátt fyrir að fjöldi fólks
legði Ieið sína á öldurhús bæjar-
ins.