Dagur - 26.05.1998, Síða 11

Dagur - 26.05.1998, Síða 11
 ÞRÍBJUDAGUR 26. MAÍ 1998 - 11 ERLENDAR FRÉTTIR Á kjörstað í Indlandi: ríkisstjórnin undir forystu BJP stendur ekki föstum fótum, þrátt fýrir sigur flokksins í síðustu þingkosningum. Sýslumaðurinn á Akureyri Hafnarstræti 107, 600 Akureyri, S. 462 6900 UPPBOÐ Uppboö munu byrja á skrifstofu embættisins að Hafnarstræti 107, Ak- ureyri, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Draupnisgata 3, hl. 01-06, Akureyri, þingl. eig. Bæjarverk ehf., gerðar- beiðendur Fjárfestingarbanki at- vinnul. hf. og Sýslumaðurinn á Ak- ureyri, föstudaginn 29. maí 1998 kl. 10.00. Engimýri, Öxnadalshreppi, þingl. eig. Harald Chr. Jespersen og Þór- unn Pálma Aðalsteinsdóttir, gerðar- beiðendur Byggðastofnun og Stofn- lánadeild landbúnaðarins, föstu- daginn 29. maí 1998 kl. 10.00. Fjólugata 12, neðri hæð, Akureyri, þingl. eig. Steinólfur Geirdal Guð- mundsson og Lilja Möller, gerðar- beiðandi Byggingarsjóður ríkisins, föstudaginn 29. maí 1998 kl. 10.00. Geirhildargarðar, Öxnadalshreppi, þingl. eig. Harald Chr. Jespersen og Þórunn Pálma Aðalsteinsdóttir, gerðarbeiðandi Stofnlánadeild landbúnaðarins, föstudaginn 29. maí 1998 kl. 10.00. Hafnarstræti 86A, neðsta hæð, Ak- ureyri, þingl. eig. Gylfi Garðarsson, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins, íslandsbanki hf. höfuðst., Landsbanki íslands, Olíuverslun ís- lands hf. og Ríkisútvarpið, föstu- daginn 29. maí 1998 kl. 10.00. Helgamagrastræti 53, íb. 0102, Ak- ureyri, þingl. eig. Steinþór Wendel Birgisson og Guðbjörg Margrét Birgisdóttir, gerðarbeiðandi Bygg- ingarsjóður verkamanna, föstudag- inn 29. maí 1998 kl. 10.00. Hrafnagilsstræti 23, Akureyri, þingl. eig. Helga Haraldsdóttir og Kjartan Kolbeinsson, gerðarbeiðendur Ak- ureyrarbær og Landsbanki íslands hf., föstudaginn 29. maí 1998 kl. 10.00. Huldugil 1, Akureyri, þingl. eig. Tré- smíðaverkst. Sveins Heið ehf., gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins, föstudaginn 29. maí 1998 kl. 10.00. íbúðarhús í landi Neðri-Sandvíkur, Grímsey, þingl. eig. Guðmundur Hafliði Guðmundsson, gerðarbeið- andi Sýslumaðurinn á Akureyri, föstudaginn 29. maí 1998 kl. 10.00. Jódísarstaðir, Eyjafjarðarsveit, þingl. eig. Snæbjörn Sigurðsson, gerðarbeiðandi Stofnlánadeild landbúnaðarins, föstudaginn 29. maí 1998 kl. 10.00. Litla-Brekka, Arnarneshreppi, þingl. eig. Brynjar Finnsson og Hjördís Sigursteinsdóttir, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins og Stofn- lánadeild landbúnaðarins, föstu- daginn 29. maí 1998 kl. 10.00. Litlidalur, Eyjafjarðarsveit, þingl. eig. Jónas Vigfússon og Kristín Thorberg, gerðarbeiðandi Bygging- arsjóður ríkisins, föstudaginn 29. maí 1998 kl. 10.00. Móasíða 4a, Akureyri, þingl. eig. Gunnlaugur H. Höskuldsson, gerð- arbeiðendur Akureyrarbær og Hús- bréfadeild Húsnæðisstofnunar, föstudaginn 29. maí 1998 kl. 10.00. Skarðshlíð 9h, Akureyri, þingl. eig. Hafdís Þórarinsdóttir, gerðarbeið- andi Lífeyrissjóður sjómanna, föstu- daginn 29. maí 1998 kl. 10.00. Svarfaðarbraut 16, Dalvík, þingl. eig. Vigdís Sævaldsdóttir, gerðar- beiðendur Byggingarsjóður ríkisins, DNG Sjóvélar hf„ Lagastoð ehf. og Vogue ehf., föstudaginn 29. maí 1998 kl. 10.00. Vestursíða 10, íb. 201, Akureyri, þingl. eig. Jón Halldór Harðarson, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður verkamanna og Samvinnusjóður ís- lands hf„ föstudaginn 29. maí 1998 kl. 10.00. Sýslumaðurinn á Akureyri, 25. maí 1998. Harpa Ævarrsdóttir, ftr. Þjóðareining iuii Bombima DAGUR ÞORLEEFS- SON Með því að sprengja í tilrauna- skyni fimm kjarnorkusprengjur á eyðimörkinni í Rajasthan gekk Indland „opinberlega" í „kjarna- vopnaklúbbinn", þar sem fyrir voru Bandaríkin, Rússland, Kína, Bretland og Frakkland. Skelfing- in sem eins og eðlilegt er stendur af kjarnavopnum hefur auk ann- ars Ieitt til þess að margir líta svo á, að því aðeins geti eitt ríld feng- ið opinberlega viðurkenningu fjTÍr því að það sé stórveldi að það hafi lýst því yfir opinberlega og fengið viður- kenningu fyrir því að það hafi atómvopn. Raunar hefur lengi verið talið að nokkur eða fá- ein nki auk ný- nefndra fimm hefðu kjarnorkuvopn, þótt þau hefðu ekki gefið það ótvírætt til kynna og væru því ekki kjarn- orkuveldi opinberlega. Til þessa hafa einna helst verið nefnd Isra- el, Indland og Pakistan. Ótti við íslam Oryggismál eiga einhvern þátt í því að Indland „kom út úr skápn- um“ viðvíkjandi kjarnavopnum. I Evrópu hefur uggur gagnvart íslamska heiminum, sem sumir vilja meina að gerist æ herskárri, farið vaxandi undanfarna áratugi og það á að Iíkindum ekki síður við um Indland. Því veldur eink- um kalt stríð milli Indlands og Pakistans, sem staðið hefur svo að segja frá stofnun þessara ríkja beggja fyrir rúmlega hálfri öld og annað veifið orðið heitt. Skæru- hernaður múslímskra flokka í indverska fylkinu Kasmír, sem ætla má að fái stuðning frá Pakistan, ýtir undir þennan ugg og fyrir hendi er í Indlandi ótti við að þarlendir múslímar, sem munu vera um 140 milljónir tals- ins (af um 955 millj. landsmanna alls) geti orðið fimmta herdeild fyrir Pakistan. A bak við þetta allt Baksvið í Indlandi er sú skoð- un almenn að heiin- urinn og sérstaldega Vesturlönd hafi hing- að til ekki auðsýnt Lndlandi tilhlýðilega virðingu. er óttablandinn urgur í garð mús- líma sem stafar frá yfirráðatíð þeirra í Indlandi (frá um 1200 fram á 18. öld). Ofan á þennan ótta bætir að Bandaríkin hafa jafnan verið hlynntari Pakistan en Indlandi og að vinátta talsverð hefur verið með Pakistan og Kína, sem Indlandi stendur nokkur stuggur af vegna landamæra- deilna er leiddu til stríðs milli Indlands og Kína (sem fyrrnefnda ríkið tapaði) 1962. Þjóðarstolt Aðalflokkurinn í núverandi Ind- landsstjórn er Bharatiya Janata Party (BJP), sem gjarnan er sagð- ur vera langt til hægri. Sú skil- greining mun einkum komin frá þeim aðilum sem telja þjóð- ernishyggju og hægristefnu í stjórnmálum nokkurn veginn það sama. BJP er Ijarri því að vera eindreginn frjálshyggju- flokkur í efna- hagsmálum en hann beitir sér mjög fyrir auk- inni virðingu fyr- ir gildum hindúasiðar, sem mikill meirihluti landsmanna aðhyllist, en er þó varla róttækari í þeim efnum en t.d. valdhafar Pakistans hafa verið fyrir fslams hönd allt frá því að það ríki varð til. Flestir eru sammála um að þjóðarstolt hafi valdið mestu um þær ráðstafanir Indlandsstjórnar er hér um ræðir. Indverjum hefur Iengi virst heimurinn og sérstak- lega Vesturlönd auðsýna þeim kæruleysi og ekki tiltakanlega mikla virðingu. Vesturlönd stígi miklu meira í vænginn við Kína og íslamska heiminn. Óþolin- mæði út af þessu meinta virðing- arleysi mun hafa vaxið með vel- gengni Indlands í efnahagsmál- um undanfarið. (Hagvöxtur varð þar sl. ár 5,6% og spáð var fyrir nokkrum mánuðum að hann yrði ekki miklu minni í ár.) Við það hefur þeim hluta landsmanna, sem talinn er tíl millistéttar, fjölg- að mjög og einhver fréttaskýrandi telur nú 150-200 milljónir manna þarlendis til millistéttar. Við þetta hefur sjálfstraust Ind- verja aukist og þar með óþol þeir- ra vegna meintrar vöntunar á virðingu af heimsins hálfu. Þeir hafa og í þessu samhengi í huga að land þeirra er annað fjölmenn- asta ríki heims. Nýtt atómvígbimaðarkapp- hlaup? Vera kann raunar að aðstæður í innanríkisstjórnmálum hafi vald- ið mestu um að Indlandsstjórn lét sprengja umædd kjarnavopn. BJP hefur ekki þingmeirihluta og stjórn hans stendur því ekki föst- um fótum. Ráðamenn flokksins kunna að hafa ákveðið að sprengja í þeim tilgangi að skapa þjóðareiningu á bak við sig, og það virðist þeim hafa tekist í bráðina. Þótt Indveijar sjái fram á að alþjóðasamfélagið muni svara með því að stöðva lánaveitingar, leggja hjálparáætlanir á hilluna og yfirleitt auðsýna Indlandi vax- andi tortryggni virðist þorri hindúskra landsmanna standa á bak við stjórn sína í þessu við- kvæma máli. Má meira að segja telja líklegt að sjaldan í sögunni hafi skapast jafnmikil samstaða með íbúum Indlands og nú. Þegar þetta er ritað er líldegast talið að Pakistan muni einnig sprengja kjarnasprengju innan skamms. Margir segja sem svo að með þessu sé stífla brostin og muni nú fleiri ríki leggja kapp á að eignast kjarnavopn. Búast megi við kjarnavígbúnaðarkapp- hlaupi milli Indlands og Pakist- ans, er meiri stríðshætta muni fylgja en samskonar kapphlaupi Vesturlanda og sovétblokkar í „gamla daga.“ Aðrir eru ekki eins svartsýnir og telja að heimssamfé- laginu muni takast að halda aftur af líklegu kjarnavopnakapphlaupi í Suður-Asíu og koma því í „við- hlítandi" skorður, svo að kjarn- orkuváin sem slík aukist ekki að miklum mun við þetta, hvað heimirín í held varðar. m !(1TT ilin l LfiUL Jlil I HEIMURINN I MiMl ánægja með friðarsanmmg NORÐUR-ÍRLAND - Mikill meirihluta Norður-íra greidai atkvæði sitt friðarsamningunum, sem gerðir voru á föstudaginn langa. 71% landsmanna samþykkti samninginn, en samkvæmt skoðanakönnun á kjördag virðist sem þessi atkvæði skiptist þannig að 96% kaþólskra hafi greitt bonum atkvæði sitt en aðeins um 55% mótmælenda. Habibie boðar kosningar INDÓNESÍA - Nýja ríkisstjórnin á Indónesíu tilkynnti í gær að efnt yrði til kosninga strax og ný kosningalög hafa verið samin. Habibie for- sætisráðherra segir að kosningarnar verði haldnar í síðasta lagi innan eins árs, en ákveðin dagsetning var ekki nefnd. Þá sagði ríkisstjórnin í gær að tveir þekktir stjórnarandstæðingar yrðu látnir lausir úr fangelsi. Netanjahu bafnar málamiðlunartil- lögunni ÍSRAEL - Benjamin Netanjahu, forsætisráðherra ísraels, hafnaði í gær málamiðlunartillögu Bandaríkjamanna um að Israel Iéti Palest- ínumönnum eftir 13% landsvæðisins á Vesturbakka Jórdanár. Ezir Weizman, forseti Israels, gagnrýndi í gær Netanjahu og sagði verulega hættu á því að upp úr syði í Austurlöndum nær ef ekki takist að hleypa nýju lífi í friðarferlið. Netanjahu sagðist hins vegar í gær ekki bera ábyrgð á þeim ógöngum sem friðarferlið væri komið í. Hongkong-búar vHja lýðræði HONGKONG - Þvert ofan í það sem búist var við var þátttaka í kosn- ingunum í Hong Kong um helgina rúm 53%, sem telst mikið þar sem almenningur hefur yfirleitt sýnt kosningum lítinn áhuga. Þessi milda kosningaþátttaka er talin lýsa stuðningi almennings við lýðræðishreyf- inguna, sem ýtt var úr valdastólum þegar Kína tók við yfirráðum eyj- unnar.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.