Dagur - 26.05.1998, Síða 12

Dagur - 26.05.1998, Síða 12
12 - Þ R LD J U l),A G U R 26.MAÍ.J998 ro^tr ÍÞRÓTTIR Fjölnir lék sinn fyrsta leik I meistaradeildinni gegn Vai í Grafarvoginum. Markaregn í meistaradeild Valur, KR og Stjaman sigrudu ðll með yfir burðum í fyrstu um- ferð meistaradeildar- iuuar. Breiðablik heppið að ná jöfiau á Skagauum. Fyrsta umferðin í meistaradeild kvenna fór fram á föstudaginn og voru skoruð alls fjórtán mörk í öllum fjórum leikjunum. Valur, KR og Stjarnan sigruðu öll nokkuð örugglega í sínum leikj- um með fjögurra marka mun og höfðu mikla yfirburði. Skagastelpur tóku á móti Breiðablik og skildu liðin jöfn í miklum rigningarleik. Stjarnan - ÍBV S -1 Stjarnan sigraði IBV með fimm mörkum gegn einu í Garðabæn- um. Stjörnustelpur sýndu góð- an leik og komust í 2-0 í fyrri hálfleik með tveimur mörkum Elvu B. Erlingsdóttur. I seinni hálfleik hafði Stjaman algjöra yfirburði og bættu þær Guðrún Guðjónsdóttir, Auður Skúla- dóttir og Rósa D. Jónsdóttir við þremur mörkum, en íris Sæ- mundsdóttir skoraði eina mark ÍBV. ÍA Breiðablik 0 0 Það rigndi mikið á Akranesi þeg- ar Breiðablik sótti Skagamenn heim. Rigningin setti leiðinleg- an svip á leikinn, sem var lítið fyrir augað og heldur grófur. Breiðablik sem var sigurstrang- legra á pappírunum, mátti þakka fyrir annað stigið, en ekk- ert mark var skorað í leiknum. Fá marktækifæri sáust í leikn- um, en IA var þó nær því að skora þegar Silja Agústsdóttir komst í dauðafæri, en Þóra Helgadóttir markvörður Breiða- bliks varði skot hennar meist- aralega. KR - Haukar 4 - 0 Eins og fyrirfram var búist við, sigruðu Islandsmeistarar KR Hauka í leik liðanna í Frosta- skjóli. KR-stelpur höfðu mikla yfirburði í leiknum, en sýndu þó ekki sitt besta. Haukastelpurnar sýndu mikla baráttu í leiknum og gáfust aldrei upp. Þær voru sterkar í vörninni og beittu skyndisóknum, en KR-stelpur voru ofjarlar þeirra og sigruði með íjórum mörkum gegn enjgu. Þær Sigurlín Jónsdóttir (2), Ást- hildur Helgadóttir og Helena Ólafsdóttir skoruðu mörk KR. Fjölnir - Valur 0 4 Fjölnir lék sinn fyrsta leik í meistaradeildinni gegn Val í Grafarvoginum. Valur hafði al- gjöra yfirburði í leiknum og sigr- aði með fjórum mörkum gegn engu. Fjölnir lék stífan varnar- Ieik og setti það mark sitt á Ieik- inn. Valsstelpur fundu þó fjór- um sinnum leiðina í markið, framhjá Guðbjörgu Ragnars- dóttur, góðum markverði Fjöln- is, sem varði vel allan leikinn. Segja má að hún hafi komið í veg fyrir stærri sigur Vals, með góðri markvörslu. Þær Erla Sig- urbjartsdóttir, Ásgerður H. Ingi- bergsdóttir, Rakel Logadóttir og Hjördís S. Símonardóttir skor- uðu mörk Va1 .......... _b # . með Degi og Islandsflugi Nú getur þú lesiö Dag í loftinu á öllum áætlunarleiðum Islandsflugs. Lh£Sír ÍSLANDSFLUG grnrlr fMrum famrt oð ftjúga AKUREYRARB/ÉR Umhverfisdeild Skólagarðar! Skráning í skólagarða Akureyrarbæjar fer fram dagana 25. maí - 3. júní, í skólagörðunum sjálfum í síma 462 7083 (Vestursíða) og 462 7183 (Eikarlundur). Starfsemin hefst 8. júní og lýkur 28. ágúst og er ætluð börnum, fæddum árin 1986, '87 og '88. Þátttökugjald er kr. 2.000,-. Umhverfisstjóri. Héraðsmót UMSE í hestaíþróttum verður haldiö á félagssvæðinu við Hringsholt á Dalvík dagana 29. og 30. maí. Mótið hefst kl. 19.00 föstudaginn 29. maí. Keppt verður í hefðbundnum íþróttagreinum, skráning í síma 466 1325. ATH. Skráningu lýkur miðvikudagskvöldið 27. maí. ■ URVALSDEILDIIM í FÓTBOLTA 2. UMFERÐ Grindavík - Leiftur 3-1 Mörk Grindavíkur: Scott Ramsey, Sinisa Kekic og Óli Stefán Flóventsson. Mark Leifturs: Kári Steinn Reynisson. Gul spjöld: Grindavík: Sinise Kekic. Leiftur: Paul Kinnard, Páll Guðmundsson, Peter Ogata og John Nilsen. Maður leiksins: Scott Ramsey, Grindavík Valur - Þróttur 3-3 Mörk Vals: Sigurbjörn Hreiðarsson, Hörður Már Magnússon og Jón Stefánsson. Mörk Þróttar: Hreinn Hringsson, Tómas Ingi Tómasson og Páll Einarsson. Gul spjöld: Valur: Jón Stefánsson. Þróttur: Vilhjálmur Vilhjálmsson og Þorsteinn Halldórsson. Rautt spjald: Kristján Jónsson, Þrótti. Maður leiksins: Tómas Ingi Tómasson, Þrótti. ÍR - Keflavík 1 - 2 Mark ÍR: Kristján Brooks. Mörk Keflavíkur: Ólafur Ingólfsson og Gunnar Oddsson. Gul spjöld: Engin. Maður leiksins: Kristján Halldórsson, ÍR. ÍBV - fA 3-1 Mörk ÍBV: Jens Paeslack (2) og Steingrímur Jóhannesson. Mark IA: Heimir Guðjónsson. Gul spjöld: IBV: Kjartan Antonsson og Sigurvin Ólafsson. IA: Pálmi Haraldsson, Jóhannes Harðarson og Heimir Guðjóns son. Maður leiksins: Jens Paeslack, IBV. Fram - KR 0-2 Mörk KR: Andri Sigþórsson og Sigurður Örn Jónsson. Gul spjöld: Fram: Freyr Karlsson. KR: Sigþór Júlíusson. Maður leiksins: Sigurður Örn Jónsson, KR. Kristján Halldórs- son Tómas ingi Tóm- asson. Scott Ramsey. Staöan 1. ÍBV 2 1 1 0 6 - 4 4 2. Grindavík 2 1 1 0 4 - 2 4 3. KR 2 1 1 0 2 - 0 4 4. Keflavík 2 1 1 0 3 - 2 4 5. Leiftur 2 1 0 I 3 - 3 3 6. Þróttur 2 0 2 0 6 - 6 2 7. Valur 2 0 2 0 3 - 3 2 8. ÍR 2 0 1 1 2 - 3 1 9. ÍA 2 0 1 1 2 - 4 1 10.Fram 2 0 0 2 0 - 4 0 Markahæstir Hreinn Hringsson, Þrótti 3 Sigurbjöm Hreiðarsson, Val 1 Jens Paeslack, IBV 3 Hörður Már Magnússon, Val 1 Kári Steinn Reynisson, Leiftri 2 Jón Stefánsson, Val 1 Sinisa Kekic, Grindavík 2 Páll Einarsson, Þrótti 1 Steingrímur Jóhannesson, ÍBV 2 Ólafur Ingólfsson, ÍBK 1 Tómas Ingi Tómasson, Þrótti 2 Gunnar Oddsson, IBK 1 Steinn V. Gunnarsson, Leiftri 1 Kristján Brooks, ÍR 1 Arnljótur Davíðsson, IR 1 Heimir Guðjónsson, ÍA 1 Guðmundur Steinarss. Keflavík 1 Andri Sigþórsson, KR 1 Sigurvin Ólafsson, ÍBV I Sigurður Örn Jónsson, KR 1 Sigurður Ragnar Eyjólfsson, IA 1 Scott Ramsey, Grindayík 1 Óli Stefán Flóventss. Grindav. 1

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.