Dagur - 26.05.1998, Page 13
ÞRIDJUDAGUR 26.MAÍ 1 9 9 8 - 13
_ : 1 f
ÍÞRÓTTIR
íslandsmeistaramir í íorvstu
Frá leik Vals og Þróttar.
Grindvíkingar saim
færandi á móti
Leiftri. ÍR-ingar
óheppnir á móti hik-
armeistunmum.
Hvorki KR né Fram
átti stig skHið fyrir
frammistöðuna í
Laugardalnum. Tíu
Þróttarar náðu jöfnu
gegn Val.
Ekki verður sagt að knattspyrnan
sem boðið var upp á í annarri
umferð Landssímadeildarinnar
hafi verið rismikil. Aðeins Eyja-
menn og Grindvíkingar sýndu
þann neista sem til þarf að inn-
byrða sigur og Þróttarar sýndu
sterka skaphöfn er þeir náðu að
jafna gegn Val.
Grindavík - Leiftur 3-1
Skotinn, Scott Ramsey var
maður leiksins í Grindavík á
laugardaginn. Hann virðist í
mjög góðu formi og er lunkinn
leikmaður. Auk þess að gera
fyrsta mark heimamaniia alger-
lega upp á sitt einsdæmi átti
hann stóran þátt í öðru markinu,
sem Sinica Kekic skoraði mínútu
seinna Ramsey hirti boltann af
sofandi miðjumönnum Leifturs
og sendi á Kekic, sem afgreiddi
boltann laglega í netið rétt fyrir
leikhlé. OIi Stefán Flóventsson
skoraði þriðja mark Grindvíkinga
í byrjun síðari hálfleiks. Kári
Steinn Reynisson svaraði fyrir
Leiftur með marki stuttu fyrir
leikslok.
Lið Leifturs olli talsverðum
vonbrigðum. Alla baráttu vantaði
í liðið auk þess sem lítið gekk
upp af því sem leikmennirnir
reyndu. Leikmenn frá sex þjóð-
löndum léku fyrir Leiftur í
Grindavík og Páll Guðlaugsson,
þjálfari liðsins, þarf greinilega
meiri tíma til að slípa mannskap-
inn saman. Menn höfðu á orði
að Leiftursmenn ættu að leika
undir fána Sameinuðu Þjóðanna
og fá Kofi Annan sem liðsstjóra.
ÍR - Keflavík 1 - 2
Keflvíkingar sýndu enga meist-
aratakta er þeir heimsóttu nýliða
deildarinnar, ÍR, á laugardaginn.
í roki og rigningu lögðu þeir
heimamenn, 1 - 2, og máttu kall-
ast heppnir að halda heim með
stigin þijú sem í boði voru. IR-
ingar fengu ágætis færi til að
jafna leikinn en þau runnu flest
út í sandinn, mest vegna
reynsluleysis þeirra. Ólafur Ing-
ólfsson kom Keflvíkingum yfir
seint í fyrri hálfleik og Gunnar
Oddsson bætti við marki um
miðjan seinni hálfleikinn áður
en Kristján Brooks náði að
minnka muninn fyrir heima-
menn. IR-ingar horfa fram á
erfitt sumar. Leikmannahópur-
inn er tæplega meðalgóður og
engin stjarna er í liðinu. Nái lið-
ið þeirri samstöðu sem þarf og
leggi sig 110% fram í hverjum
Ieik getur það strítt „stærri Iiðun-
um“ og jafnvek forðast fallið.
Valur - Þróttur 3-3
Vilji menn sjá mörk þá elta
menn Þróttara í sumar. í þeim
tveim leikjum sem liðið hefur
leikið hafa verið skoruð 12 mörk.
Það segir nokkuð um varnarleik-
inn sem er veikasta hlið Þróttar.
I leiknum við Val sýndu Þrótt-
arar að það er kraftur í Iiði
þeirra. Eftir að Kristján Jónsson
var rekinn af leikvelli komst
Þróttur í 0 - 2 með mörkum frá
Hreini Hringssyni og Tómasi
Inga Tómassyni. Eftir það fór að
sfga á ógæfuhliðina og Valur
náði forystunni með þrem mörk-
um í röð frá Sigurbirni Hreiðars-
syni, Herði Má Magnússyni og
Jóni Stefánssyni. Það hljóta því
að hafa verið gífurleg vonbrigði
Hlfðarenda-strákanna þegar
gestir þeirra jöfnuðu í Iokin hirtu
sitt annað stig í keppninni.
ÍBV - ÍA 3-1
Eftir markalausan fyrri hálf-
leik skiptu Islandsmeistararnir í
Eyjum um gfr í leik sínum við
Skagamenn. Þeir hreinlega völt-
uðu yfir lánlausa gesti sína og
skoruðu þrjú mörk á korters
kafla. Jens Paeslack braut ísinn
með góðu skoti sem lak inn, með
hjálp Steingríms Jóhannessonar,
og bætti öðru marki við skömmu
áður en Steingrímur skoraði
þriðja markið. Heimir Guðjóns-
son minnkaði muninn fyrir
Skagamenn á síðustu mínút-
unni. ÍA er nú í nákvæmlega
sömu stöðu og það var í á sama
tíma í fyrra. Með eitt stig úr
tveimur umferðum og tap fyrir
ÍBV í Eyjum.
Fram - KR 0-2
Það væri of sterkt til orða tek-
ið að segja að leikur Fram og KR
á Þjóðarleikvanginum á sunnu-
dagskvöldið, hafi verið bragð
daufur. Hann var algerlega
bragðlaus. Fram-liðið var með
eindæmum bitlaust og illa skipu-
Iagt. Þrátt fyrir að hafa verið
meira með boltann fékk liðið
ekki eitt einasta marktækifæri og
varla hálffæri. Ljósi punkturinn í
leik þeirra var Freyr Karlsson,
sem var sá eini sem virtist vita
hvað hann ætlaði sér að gera.
Þorbjörn Atli var frystur úti á
kantinum langtímum saman
þannig að hraði hans og tækni
nýttist liðinu lítið.
KR var lítið skárra. Munurinn
var að þeir fengu færi og nýttu
tvö þeirra. Þeim tókst þó að
brenna af vítaspyrnu en það kom
ekki að sök í þetta sinn. Andri
Sigþórsson skoraði fyrst fallegt
mark eftir varnarklúður Framara
með góðu skoti yfir Ólaf Péturs-
son, markvörð Fram, sem var í
skógarferð í vítateignum. Seinna
mark KR skoraði besti maður
vallarins, Sigurður Örn Jónsson,
í seinni hálfleik. Þetta var fyrsta
deildarmark Sigurðar, sem nú
lék á miðjunni í stað bakvarðar.
Bæði þessi knattspyrnustór-
veldi verða að taka sig verulega á
ætli þau sér að ná viðunandi ár-
angri í sumar. Það er ljóst að leið
þessara liða getur ekki legið
öðruvísi en upp á við. Allavega
Fram sem situr eitt á botninum
án stiga. - GÞÖ
■ SKOOUN
r
Erlingur
Kristensson
Dónaskapur
Tveir leikir helgarinnar gátu
ekki hafist á réttum tíma vegna
þess að vellirnir voru ekki til-
búnir til leiks. Á laugardaginn
hófst leikur Vals og Þróttar tutt-
ugu mínútum of seint vegna
þess að merkingar vallarins voru
rigndar niður. Leikur Víkings og
KVA í fyrstu deildinni tafðist
ámóta vegna þess að Víkings-
völlurinn hafði verið færður til
og gömlu merkingarnar höfðu
ekki verið afmáðar sem skildi.
Það var því hálf fáránleg sjón að
sjá vallarstarfsmenn í Víkinni
rölta um völlinn og reyna mála
grasið grænt og hylja þannig
eldri merkingarnar.
Tafír af þessum völdum eru
ólíðandi með öllu. Það er félög-
unum til skammar að láta áhorf-
endur hanga, í hundleiðinlegu
veðri, bíðandi eftir að leikur geti
hafist vegna þess að vallarstjór-
arnir unnu ekki verk sín af
þeirri samviskusemi sem ætlast
er til. Valsmönnum var vorkunn
þar sem merkingarnar höfðu
rignt niður. En þeir hefðu átt að
athuga stöðuna hálftímanum
fyrr. Víkingar eiga sér engar
málsbætur fyrir dónaskapinn.
Slíkt má ekki endurtaka sig.
Næstuleikir
Onnur umferð meistaradeildar
kvenna í knattspyrnu verður leikin í
kvöld.
Akranesvöllur
ÍA - KR kl. 20.00.
Ásvellir
Haukar - Fjölnir kl. 20.00.
Kópavogsvöllur
Breiðabnk - ÍBV kl. 20.00.
Valsvöllur
Valur - Stjaman kl. 20.00.
Þriðja umferð Landsímadeildarinnar
hefst á miðvikudag.
Miðvikudagur 27. maí
KR-völlur
KR - Grindavík kl. 20.00.
Þriðja umferð 1. deildar karla hefst á
miðvikudag.
Miðvikudagur 27. maí
Akureyrarvöllur
Þór - FH U. 20.00.
BorgarnesvöIIur
Skallagrímur - HK kl. 20.00.
Kópavogsvöllur
BreiðabHk - Fylkir kl. 20.00.
Stjömuvöllur
Stjarnan - KA kl. 20.00.
ÍÞRÓ TTAVIÐ TALIÐ
T
Sigurður Öm
Jónsson
Fyrsta markið orðið að
veruleika. Skemmtilegt að
leika á miðjunni. Áhug-
inn áfóíboltanum kemur
ogfer.
Áhugmn keiiiur og fer
- Hvernig var tilfinningin
eftir að hafa skorað fyrsta
tneistarafloklistnarkið?
„Hún var mjög góð. Eg reynd-
ar vissi ekki strax að ég hafði
skorað því ég sá ekki boltann
fara í netið. Ég átti ekki von á að
vera einn í þessari stöðu og vissi
ekkert hvert ég var að skjóta. En
þegar ég sá strákana fagna leið
mér mjög vel. Það er markmiðið
að skora mörk og þegar það tekst
er alltaf gaman."
- Nú hefur þií lengst af leikið
í vöminni. Hvernig fannst þér
að leika d miðjunni í þessum
leik?
„Ég hafði leikið þrjá leiki á
miðjunni í deildarbikarnum og
líkaði það bara vel. Svo var ég
settur í vörnina í fyrsta leiknum
okkar á móti Val. Það er
þrælgaman að vera í öllum lát-
unum á miðjunni. Maður þarf að
hafa miklu meira fyrir hlutunum
þar, hlaupin eru mun meiri og
það hentar mér mjög vel að vera
í slagsmálunum. Mér finnst
þetta miklu skemmtilegra."
- Hvernig ketnur KR liðið til
leiks núna eftir allar breyting-
amar sem orðið hafa á leik-
manna h ópnum ?
„Mér líst mjög vel á Iiðið í dag.
Þó við höfum misst marga frá því
í fyrra hefur það ekki breytt mjög
miklu. Við höfum ekki fengið
marga nýja leikmenn þannig að
við vitum að hverju við göngum.
Nú kemur Guðmundur Bene-
diktsson sterkur til leiks og það
er ómetanlegt fyrir okkur. And-
inn í hópnum er líka mjög góður
enda er liðið í fínu formi. Það var
mjög gott að fá frjálsíþróttaþjálf-
arann, Kristján Harðarson til
þess að taka okkur í gegn. Við
erum búnir að æfa spretti og
lyfta markvisst til að koma okkur
í form. Hann er búinn að kenna
okkur að hlaupa aftur og hans
vinna á eftir að skila sér enn bet-
ur þegar liðið hefur náð að slíp-
ast betur saman. Besim Haxijad-
in á eftir að koma til eftir
meiðslin. Hann þarf smá tíma til
að komast inn í leikskipulagið
hjá okkur, þá verður hann góð-
_ tt
ur.
- Hvemig fannst þér leikur-
inn við Fram?
„Mér fannst hann að mörgu
leyti ágætur þó ég viti að hann
hefur alls ekki verið nein
skemmtun fyrir áhorfendur. Við
Iétum Framarana dúlla sér með
boltann en brutum þá svo niður
í vörninni. Við lokuðum svæðun-
um og kvöldum þá svolítið
þannig. Sóknarleikur þeirra var
nákvæmlega eins og Bjarni Þor-
steinsson gat óskað sér heitast,
að taka stóru framherjana í ná-
vígum og skallaboltum þar sem
hann er sterkastur. En það er að
sjálfsögðu margt sem við þurfum
að laga í leik okkar á næstunni."
- Er það rétt að þú hafir
aldrei haft mikinn áhuga fyrir
fótbolta?
„Ja, áhuginn kemur og fer.
Hann er svo sannarlega til staðar
núna. Strákarnir eru að grínast
með það að hann hafi kannski
komið of snemma þetta árið og
að ég verði því hættur í júlí. En
það verður ekki.“
- Þú varst valinn í landslið á
síðasta ári. Kitlar það ekki
metnaðinn að komast í lands-
liðið?
„ Jú, auðvitað kitlar það metn-
aðinn. Guðjón Þórðarson velur
landsliðið og þangað til ég verð
valinn aftur mun ég leggja mig
fram eins og ég get.“